Davíð Þór: Markið hjá Lennon var mjög mikilvægt Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 20. júlí 2016 14:30 Davíð Þór tæklar leikmann Dundalk í fyrri leiknum í Írlandi. vísir/ryan byrne „Þetta er mjög gott lið. Þeir eru líkamlega sterkir en reyna samt að spila boltanum með jörðinni og láta hann ganga,“ sagði Davíð Þór Viðarsson, fyrirliði FH, um andstæðing kvöldsins, Dundalk frá Írlandi, í samtali við Vísi.Staðan eftir fyrri leikinn er 1-1 en Steven Lennon skoraði útivallarmarkið sem gæti reynst FH svo dýrmætt.Sjá einnig: Heimir: Þurfum að taka frumkvæðið í leiknum Hafnfirðingum dugir því markalaust jafntefli í leiknum í kvöld til að komast áfram í 3. umferð forkeppni Meistaradeildar Evrópu. En breytir það uppleggi FH-inga á einhvern hátt? „Já, það breytir því að einhverju leyti. Hefðum við tapað leiknum hefðum við kannski verið tilneyddir til að koma framar á völlinn,“ sagði Davíð. „Okkur hefur liðið ágætlega þegar við getum legið aðeins til baka í Evrópuleikjum og sótt hratt og refsað liðum þannig. Auðvitað var þetta mark sem Lennon skoraði mjög mikilvægt.“ FH-ingar eru með á öllum vígstöðvum, í efsta sæti Pepsi-deildarinnar, komnir í undanúrslit í Borgunarbikarnum og slái þeir Dundalk út bíða þeirra a.m.k. fjórir Evrópuleikir til viðbótar.Sjá einnig: Tugir milljóna undir hjá FH gegn Dundalk í Krikanum í kvöld Álagið er því talsvert en Davíð segir að þetta sé það sem leikmenn vilji, æfa minna og spila meira. „Ég held að flestir knattspyrnumenn séu sammála um að það er mun skemmtilegra að spila leiki en að vera á æfingasvæðinu. Þetta er akkúrat það sem við viljum og við ætlum að gera allt sem við getum til að fá fjóra Evrópuleiki í viðbót,“ sagði Davíð.Leikur FH og Dundalk hefst klukkan 19:15 og verður sýndur í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport HD. Þá verður hægt að fylgjast með leiknum í beinni textalýsingu á Vísi. Meistaradeild Evrópu Tengdar fréttir FH ætlar að styrkja sig í glugganum Íslandsmeistarar FH ætla að styrkja leikmannahóp sinn fyrir seinni hluta tímabilsins. 19. júlí 2016 14:15 Hvít-Rússarnir bíða FH-inga slái FH Dundalk út á morgun Hvít-rússneska liðið BATE Borisov tryggði sér í kvöld sæti í þriðju umferð forkeppni Meistaradeildarinnar en liðið mætir þar sigurvegaranum úr viðureign Íslandsmeistara FH og Dundalk sem fer fram á morgun. 19. júlí 2016 18:48 Mest lesið Endurkomusigur í stórskemmtilegum opnunarleik Enski boltinn „Ég hélt að við værum komin lengra“ Enski boltinn „Eiginlega alveg viss“ um að Rashford megi spila á morgun Fótbolti „Betra er seint en aldrei“ Enski boltinn Tryggvi lét mest til sín taka í tapi gegn Portúgal Körfubolti Villareal vann í endurkomu Cazorla og frumraun Partey Fótbolti Opnunarleikurinn var stöðvaður vegna kynþáttaníðs Enski boltinn ÍBV segir tvær hliðar á málinu og óskar Kára velfarnaðar Handbolti Kristall farinn að skora aftur eftir meiðslin Fótbolti Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Enski boltinn Fleiri fréttir „Eiginlega alveg viss“ um að Rashford megi spila á morgun „Ég hélt að við værum komin lengra“ „Betra er seint en aldrei“ Villareal vann í endurkomu Cazorla og frumraun Partey Endurkomusigur í stórskemmtilegum opnunarleik Opnunarleikurinn var stöðvaður vegna kynþáttaníðs Kristall farinn að skora aftur eftir meiðslin Aston Villa sektað og bannað að nota marga bolta „Allt er þegar þrennt er“ Liverpool kaupir ungan ítalskan miðvörð Brentford að slá félagaskiptametið Allar tilfinningarnar í gangi Enska augnablikið: Hamingjureiturinn Stórkostleg tölfræði Salah í fyrsta leik „Tölfræðin er eins og bikiní“ Fjölskylda Jota á Anfield í kvöld Táningi hótað lífláti þrátt fyrir sigurinn á Víkingum „Maður er búinn að vera á nálum“ Hentu ferðatöskum inn á völlinn í miðjum leik Danirnir hjá Norwich fögnuðu óförum Víkinga berir að ofan Spurningar um Isak tóku yfir fundinn Sjáðu þáttinn um fyrsta N1-mót kvenna: Smá stress, snitsel og Sandra María skrifaði á skó Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Sjáðu dramtíkina á Króknum í gær: Aftur fengu Þróttarakonur rautt spjald Karólína Lea valin best í fyrsta leik Enska augnablikið: Eftirminnilegasta lýsing Íslandssögunnar Nýr framherji Man. United treður með miklum tilþrifum í körfuna „Gefa áhorfendum innsýn í það sem sérfræðingarnir gera“ Dagskráin: Fyrsti leikur í enska boltanum „Galið og fáránlegt“ Sjá meira
„Þetta er mjög gott lið. Þeir eru líkamlega sterkir en reyna samt að spila boltanum með jörðinni og láta hann ganga,“ sagði Davíð Þór Viðarsson, fyrirliði FH, um andstæðing kvöldsins, Dundalk frá Írlandi, í samtali við Vísi.Staðan eftir fyrri leikinn er 1-1 en Steven Lennon skoraði útivallarmarkið sem gæti reynst FH svo dýrmætt.Sjá einnig: Heimir: Þurfum að taka frumkvæðið í leiknum Hafnfirðingum dugir því markalaust jafntefli í leiknum í kvöld til að komast áfram í 3. umferð forkeppni Meistaradeildar Evrópu. En breytir það uppleggi FH-inga á einhvern hátt? „Já, það breytir því að einhverju leyti. Hefðum við tapað leiknum hefðum við kannski verið tilneyddir til að koma framar á völlinn,“ sagði Davíð. „Okkur hefur liðið ágætlega þegar við getum legið aðeins til baka í Evrópuleikjum og sótt hratt og refsað liðum þannig. Auðvitað var þetta mark sem Lennon skoraði mjög mikilvægt.“ FH-ingar eru með á öllum vígstöðvum, í efsta sæti Pepsi-deildarinnar, komnir í undanúrslit í Borgunarbikarnum og slái þeir Dundalk út bíða þeirra a.m.k. fjórir Evrópuleikir til viðbótar.Sjá einnig: Tugir milljóna undir hjá FH gegn Dundalk í Krikanum í kvöld Álagið er því talsvert en Davíð segir að þetta sé það sem leikmenn vilji, æfa minna og spila meira. „Ég held að flestir knattspyrnumenn séu sammála um að það er mun skemmtilegra að spila leiki en að vera á æfingasvæðinu. Þetta er akkúrat það sem við viljum og við ætlum að gera allt sem við getum til að fá fjóra Evrópuleiki í viðbót,“ sagði Davíð.Leikur FH og Dundalk hefst klukkan 19:15 og verður sýndur í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport HD. Þá verður hægt að fylgjast með leiknum í beinni textalýsingu á Vísi.
Meistaradeild Evrópu Tengdar fréttir FH ætlar að styrkja sig í glugganum Íslandsmeistarar FH ætla að styrkja leikmannahóp sinn fyrir seinni hluta tímabilsins. 19. júlí 2016 14:15 Hvít-Rússarnir bíða FH-inga slái FH Dundalk út á morgun Hvít-rússneska liðið BATE Borisov tryggði sér í kvöld sæti í þriðju umferð forkeppni Meistaradeildarinnar en liðið mætir þar sigurvegaranum úr viðureign Íslandsmeistara FH og Dundalk sem fer fram á morgun. 19. júlí 2016 18:48 Mest lesið Endurkomusigur í stórskemmtilegum opnunarleik Enski boltinn „Ég hélt að við værum komin lengra“ Enski boltinn „Eiginlega alveg viss“ um að Rashford megi spila á morgun Fótbolti „Betra er seint en aldrei“ Enski boltinn Tryggvi lét mest til sín taka í tapi gegn Portúgal Körfubolti Villareal vann í endurkomu Cazorla og frumraun Partey Fótbolti Opnunarleikurinn var stöðvaður vegna kynþáttaníðs Enski boltinn ÍBV segir tvær hliðar á málinu og óskar Kára velfarnaðar Handbolti Kristall farinn að skora aftur eftir meiðslin Fótbolti Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Enski boltinn Fleiri fréttir „Eiginlega alveg viss“ um að Rashford megi spila á morgun „Ég hélt að við værum komin lengra“ „Betra er seint en aldrei“ Villareal vann í endurkomu Cazorla og frumraun Partey Endurkomusigur í stórskemmtilegum opnunarleik Opnunarleikurinn var stöðvaður vegna kynþáttaníðs Kristall farinn að skora aftur eftir meiðslin Aston Villa sektað og bannað að nota marga bolta „Allt er þegar þrennt er“ Liverpool kaupir ungan ítalskan miðvörð Brentford að slá félagaskiptametið Allar tilfinningarnar í gangi Enska augnablikið: Hamingjureiturinn Stórkostleg tölfræði Salah í fyrsta leik „Tölfræðin er eins og bikiní“ Fjölskylda Jota á Anfield í kvöld Táningi hótað lífláti þrátt fyrir sigurinn á Víkingum „Maður er búinn að vera á nálum“ Hentu ferðatöskum inn á völlinn í miðjum leik Danirnir hjá Norwich fögnuðu óförum Víkinga berir að ofan Spurningar um Isak tóku yfir fundinn Sjáðu þáttinn um fyrsta N1-mót kvenna: Smá stress, snitsel og Sandra María skrifaði á skó Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Sjáðu dramtíkina á Króknum í gær: Aftur fengu Þróttarakonur rautt spjald Karólína Lea valin best í fyrsta leik Enska augnablikið: Eftirminnilegasta lýsing Íslandssögunnar Nýr framherji Man. United treður með miklum tilþrifum í körfuna „Gefa áhorfendum innsýn í það sem sérfræðingarnir gera“ Dagskráin: Fyrsti leikur í enska boltanum „Galið og fáránlegt“ Sjá meira
FH ætlar að styrkja sig í glugganum Íslandsmeistarar FH ætla að styrkja leikmannahóp sinn fyrir seinni hluta tímabilsins. 19. júlí 2016 14:15
Hvít-Rússarnir bíða FH-inga slái FH Dundalk út á morgun Hvít-rússneska liðið BATE Borisov tryggði sér í kvöld sæti í þriðju umferð forkeppni Meistaradeildarinnar en liðið mætir þar sigurvegaranum úr viðureign Íslandsmeistara FH og Dundalk sem fer fram á morgun. 19. júlí 2016 18:48