Lars og Eiður Smári virða ákvörðun Arons að velja Bandaríkin Tómas Þór Þóraðrson skrifar 1. febrúar 2016 07:45 Aron Jóhannsson spilar í Evrópu og tók því ekki þátt í leiknum í gær. Þá er hann líka meiddur. vísir/getty Lars Lagerbäck, annar þjálfara íslenska karlalandsliðsins í fótbolta, er ekkert svekktur út í Aron Jóhannsson fyrir að hafa valið bandaríska landsliðið fram yfir það íslenska fyrir þremur árum síðan. Aron, sem fæddist í Bandaríkjunum en ólst upp í Grafarvogi í Reykjavík, stóð frammi fyrir erfiðu vali sumarið 2013 og valdi á endanum að spila fyrir Bandaríkin. Það skilaði honum ferð á HM 2014 þar sem hann kom inn á sem varamaður í fyrsta leik. „Maður verður að virða ákvörðun leikmanns sem er með tvö vegabréf. Ég talaði nokkrum sinnum við hann þegar hann var að velja og mér fannst það augljóst hvað hann vildi þannig ég óskaði honum bara alls hin besta,“ sagði Lars í viðtali við ESPN fyrir landsleik Bandaríkjanna og Íslands sem fram fór í Carson í Kaliforníu í gærkvöldi. Ekki voru allir Íslendingar sáttir við ákvörðun Arons, en Eiður Smári Guðjohnsen, markahæsti leikmaður karlalandslisðins frá upphafi, er ánægður fyrir hönd íslenska Bandaríkjamannsins. „Hann er frábær strákur. Hann virkar mjög ánægður og stoltur að spila fyrir Bandaríkin og það er það sem skiptir máli. Hann spilaði líka á HM. Ég vona svo sannarelga að hann hafi notið þeirrar reynslu og vonandi á hann langan feril fram undan,“ sagði Eiður Smári. Íslenska landsliðið komst ekki á HM 2014 eins og Aron gerði með bandaríska landsliðinu, en strákarnir okkar verða þó í fyrsta sinn á stórmóti í sumar þegar þeir mæta til leiks á EM 2016 í Frakklandi. Eiður Smári viðurkenndi að Aron hefði komi að góðum notum á EM, en Lars gat ekki annað en skotið létt á Fjölnismanninn fyrrverandi. „Þegar við töluðum saman taldi hann sitt besta tækifæri á að komast á stórmóti væri með Bandaríkjunum. Hann hafði ekki alveg rétt fyrir sér þar,“ sagði Lars Lagerbäck. Fótbolti Íslenski boltinn Mest lesið „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Enski boltinn Ævintýralegar lokasekúndur tryggðu Ísland í átta liða úrslit Handbolti Ronaldo trúlofaður Fótbolti „Dóri verður að hætta þessu væli“ Íslenski boltinn Úr enska boltanum í eiturlyfjasmygl og sjö ára fangelsi Enski boltinn Duplantis bætti heimsmetið enn á ný Sport Isak ætlar aldrei að spila fyrir Newcastle aftur Enski boltinn Ræddu lætin í Krikanum: „Það er helvítis hundur í Heimi“ Íslenski boltinn Toppurinn á ferlinum hingað til en getur gert betur Sport „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Nýtt hlaðvarp Sýnar um draumaliðsleik enska boltans FCK rassskellti frændur sína frá Malmö Í beinni: FHL – FRAM | Nýliðar í ólíkri stöðu mætast Í beinni: Víkingur R – Breiðablik | Meistarar í stuði mæta í Víkina Í beinni: FH – Þór/KA | Vilja ekki missa meistarana lengra frá sér Heimir fær aðeins einn leik og aganefndin hittir illa á Aftureldingu Dýrasti leikmaður í sögu City lánaður til Everton Enska augnablikið: Forsjáli félaginn sem missti af öllu Úr enska boltanum í eiturlyfjasmygl og sjö ára fangelsi KR fær þýskan varnarmann Isak ætlar aldrei að spila fyrir Newcastle aftur Coote dæmdur í átta vikna bann fyrir ummælin um Klopp Fegin að hvítir leikmenn Englands klikkuðu líka á vítum Ronaldo trúlofaður Ræddu lætin í Krikanum: „Það er helvítis hundur í Heimi“ Sjáðu frábærar afgreiðslur Sigurðar Bjarts, vítavörslur Árna og endurkomu KR-inga „Dóri verður að hætta þessu væli“ Ingibjörg seld til Freiburg Enska augnablikið: Sá allra svalasti „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Bale af golfvellinum og á skjáinn Hákon Rafn gæti fengið sénsinn „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ „Leyfa því að koma og nýta það á góðan hátt sem orku“ „Var farinn að krampa upp í öllum vöðvum líkamans“ Heimir og Dean sendir í sturtu eftir læti á hliðarlínunni Donnarumma skilinn eftir heima Kolbeinn tryggði stigin þrjú Uppgjörið: FH - ÍA 3-2 | Ótrúleg endurkoma heimamanna í Kaplakrika Uppgjörið: KR - Afturelding 2-1 | Mosfellingar í fallsæti eftir tap í Vesturbænum Sjá meira
Lars Lagerbäck, annar þjálfara íslenska karlalandsliðsins í fótbolta, er ekkert svekktur út í Aron Jóhannsson fyrir að hafa valið bandaríska landsliðið fram yfir það íslenska fyrir þremur árum síðan. Aron, sem fæddist í Bandaríkjunum en ólst upp í Grafarvogi í Reykjavík, stóð frammi fyrir erfiðu vali sumarið 2013 og valdi á endanum að spila fyrir Bandaríkin. Það skilaði honum ferð á HM 2014 þar sem hann kom inn á sem varamaður í fyrsta leik. „Maður verður að virða ákvörðun leikmanns sem er með tvö vegabréf. Ég talaði nokkrum sinnum við hann þegar hann var að velja og mér fannst það augljóst hvað hann vildi þannig ég óskaði honum bara alls hin besta,“ sagði Lars í viðtali við ESPN fyrir landsleik Bandaríkjanna og Íslands sem fram fór í Carson í Kaliforníu í gærkvöldi. Ekki voru allir Íslendingar sáttir við ákvörðun Arons, en Eiður Smári Guðjohnsen, markahæsti leikmaður karlalandslisðins frá upphafi, er ánægður fyrir hönd íslenska Bandaríkjamannsins. „Hann er frábær strákur. Hann virkar mjög ánægður og stoltur að spila fyrir Bandaríkin og það er það sem skiptir máli. Hann spilaði líka á HM. Ég vona svo sannarelga að hann hafi notið þeirrar reynslu og vonandi á hann langan feril fram undan,“ sagði Eiður Smári. Íslenska landsliðið komst ekki á HM 2014 eins og Aron gerði með bandaríska landsliðinu, en strákarnir okkar verða þó í fyrsta sinn á stórmóti í sumar þegar þeir mæta til leiks á EM 2016 í Frakklandi. Eiður Smári viðurkenndi að Aron hefði komi að góðum notum á EM, en Lars gat ekki annað en skotið létt á Fjölnismanninn fyrrverandi. „Þegar við töluðum saman taldi hann sitt besta tækifæri á að komast á stórmóti væri með Bandaríkjunum. Hann hafði ekki alveg rétt fyrir sér þar,“ sagði Lars Lagerbäck.
Fótbolti Íslenski boltinn Mest lesið „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Enski boltinn Ævintýralegar lokasekúndur tryggðu Ísland í átta liða úrslit Handbolti Ronaldo trúlofaður Fótbolti „Dóri verður að hætta þessu væli“ Íslenski boltinn Úr enska boltanum í eiturlyfjasmygl og sjö ára fangelsi Enski boltinn Duplantis bætti heimsmetið enn á ný Sport Isak ætlar aldrei að spila fyrir Newcastle aftur Enski boltinn Ræddu lætin í Krikanum: „Það er helvítis hundur í Heimi“ Íslenski boltinn Toppurinn á ferlinum hingað til en getur gert betur Sport „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Nýtt hlaðvarp Sýnar um draumaliðsleik enska boltans FCK rassskellti frændur sína frá Malmö Í beinni: FHL – FRAM | Nýliðar í ólíkri stöðu mætast Í beinni: Víkingur R – Breiðablik | Meistarar í stuði mæta í Víkina Í beinni: FH – Þór/KA | Vilja ekki missa meistarana lengra frá sér Heimir fær aðeins einn leik og aganefndin hittir illa á Aftureldingu Dýrasti leikmaður í sögu City lánaður til Everton Enska augnablikið: Forsjáli félaginn sem missti af öllu Úr enska boltanum í eiturlyfjasmygl og sjö ára fangelsi KR fær þýskan varnarmann Isak ætlar aldrei að spila fyrir Newcastle aftur Coote dæmdur í átta vikna bann fyrir ummælin um Klopp Fegin að hvítir leikmenn Englands klikkuðu líka á vítum Ronaldo trúlofaður Ræddu lætin í Krikanum: „Það er helvítis hundur í Heimi“ Sjáðu frábærar afgreiðslur Sigurðar Bjarts, vítavörslur Árna og endurkomu KR-inga „Dóri verður að hætta þessu væli“ Ingibjörg seld til Freiburg Enska augnablikið: Sá allra svalasti „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Bale af golfvellinum og á skjáinn Hákon Rafn gæti fengið sénsinn „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ „Leyfa því að koma og nýta það á góðan hátt sem orku“ „Var farinn að krampa upp í öllum vöðvum líkamans“ Heimir og Dean sendir í sturtu eftir læti á hliðarlínunni Donnarumma skilinn eftir heima Kolbeinn tryggði stigin þrjú Uppgjörið: FH - ÍA 3-2 | Ótrúleg endurkoma heimamanna í Kaplakrika Uppgjörið: KR - Afturelding 2-1 | Mosfellingar í fallsæti eftir tap í Vesturbænum Sjá meira