James vill losna en hver getur borgað allar þessa milljónir? Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 2. júní 2016 15:30 James Rodríguez fagnar sigri í Meistaradeildinni með dóttur sinni Vísir/Getty Kólumbíumaðurinn James Rodríguez er óánægður hjá Real Madrid og vill komast í burtu en það ólíklegt að honum verði að ósk sinni. James Rodríguez hefur verið mikið í kuldanum síðan að Zinedine Zidane tók við og það fór ekki vel í kappann þegar hann fékk ekki eina einustu mínútu í úrslitaleik Meistaradeildarinnar. James Rodríguez er nú kominn til móts við kólumbíska landsliðið sem er að undirbúa sig fyrir hundrað ára afmælisútgáfu af Ameríkukeppninni sem fer fram í Bandaríkjunum í júní og verður í beinni á Stöð 2 Sport.Marca skrifar í dag um framtíð James Rodríguez hjá Real Madrid en samkvæmt frétt blaðsins langaði James ekki að fagna sigrinum í Meistaradeildinni en gerði það einungis af virðingu fyrir liðsfélögunum og liðinu. James Rodríguez var ekki sáttur með að byrja á bekknum og ekki varð hann ánægðari með að þurfa á dúsa á bekknum í allar 120 mínúturnar. James Rodríguez er kominn aftar í goggunarröðina en menn eins og Lucas Vázquez og Isco. Það sjá allir að Zidane hefur ekki trú á honum og James Rodríguez ætlar ekki að láta bjóða sér slíkt. „Ég er ekki hér til að sitja á bekknum,“ sagði James Rodríguez við Marca. Þessi 24 ára Kólumbíumaður spilaði 32 leiki á tímabilinu í öllum keppnum og var með 8 mörk og 10 stoðsendingar í þeim. Hann kom aftur á móti ekkert við sögu í leiknum á móti Barcelona og fékk aðeins að spila í samtals 28 mínútur í fimm síðustu leikjum Real Madrid í Meistaradeildinni. Marca bendir á hvernig þetta endaði hjá Ángel Di María og Mesut Özil sem yfirgáfu báðir Real Madrid undir svipuðum kringumstæðum. Di María fór til Manchester United en Özil til Arsenal. Real Madrid vill halda leikmanninum en það er erfitt að vera með mann sem vill ekki vera. Hann er á samningi og það kostar 500 milljónir evra að kaupa samninginn af Real. James Rodríguez mun aldrei kosta svo mikið en Real Madrid keypti hann á 75 milljónir evra frá Mónakó á sínum tíma. Það mun því kosta áhugasöm félög ansi margar milljónir að fá hann til sín. Meistaradeild Evrópu Spænski boltinn Mest lesið Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti Sjáðu brot af því besta úr enska boltanum í dag Fótbolti Vara við því að „töfradrykkur“ Haaland geti valið matareitrun Enski boltinn Ótrúleg varnartölfræði Arsenal í október Fótbolti Eins og á gamlárskvöldi á Íslandi inni á leikvanginum Fótbolti „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Körfubolti Dagskráin í dag: Enski boltinn og margt fleira Sport Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Körfubolti Liverpool loks á sigurbraut á ný Enski boltinn Juventus landaði sigri í fyrsta leik Spalletti Fótbolti Fleiri fréttir Vara við því að „töfradrykkur“ Haaland geti valið matareitrun Eins og á gamlárskvöldi á Íslandi inni á leikvanginum Ótrúleg varnartölfræði Arsenal í október Sjáðu brot af því besta úr enska boltanum í dag Juventus landaði sigri í fyrsta leik Spalletti Liverpool loks á sigurbraut á ný Valencia engin fyrirstaða fyrir Real Madrid Lánleysi Úlfanna algjört og Palace aftur á sigurbraut Pedro afgreiddi Tottenham Arsenal með sjö stiga forystu á toppnum Emelía innsiglaði sigurinn og liðið á toppnum Andri Lucas í beinni í Doc Zone: „Við setjum hann í skeytin“ Glódís Perla og félagar létu ekki áfall í byrjun stoppa sig Amad bjargaði stigi fyrir United Andri Lucas var kóngurinn á King Power í dag Diljá norskur meistari með Brann Alexandra skoraði en hræðilegur fyrri hálfleikur eyðilagði allt Pablo og Óskar Örn inn í þjálfarateymi Hauka Liverpool féll síðast þegar liðið tapaði fimm í röð Fyrrum þjálfari ársins notaði gervigreindina til að hjálpa sér „Ég er ekki Schmeichel í dulargervi“ FH-ingar kveðja Kjartan Henry Arne Slot: „Þetta er síðasta spurningin sem ég átti von á“ 149 tyrkneskir dómarar í bann vegna veðmála Segir sönginn um Jota á tuttugustu mínútu hafa áhrif á leik Liverpool Harma rasíska og transfóbíska grein liðsfélaga Sveindísar Kóngarnir í Færeyjum: Töpuðu ekki leik allt tímabilið Haaland fór sem Jókerinn að versla bleyjur Fullkomin þrenna kom Lampard úr sjöunda himni Jóladagskráin klár: Hefðin brotin og aðeins einn leikur annan í jólum Sjá meira
Kólumbíumaðurinn James Rodríguez er óánægður hjá Real Madrid og vill komast í burtu en það ólíklegt að honum verði að ósk sinni. James Rodríguez hefur verið mikið í kuldanum síðan að Zinedine Zidane tók við og það fór ekki vel í kappann þegar hann fékk ekki eina einustu mínútu í úrslitaleik Meistaradeildarinnar. James Rodríguez er nú kominn til móts við kólumbíska landsliðið sem er að undirbúa sig fyrir hundrað ára afmælisútgáfu af Ameríkukeppninni sem fer fram í Bandaríkjunum í júní og verður í beinni á Stöð 2 Sport.Marca skrifar í dag um framtíð James Rodríguez hjá Real Madrid en samkvæmt frétt blaðsins langaði James ekki að fagna sigrinum í Meistaradeildinni en gerði það einungis af virðingu fyrir liðsfélögunum og liðinu. James Rodríguez var ekki sáttur með að byrja á bekknum og ekki varð hann ánægðari með að þurfa á dúsa á bekknum í allar 120 mínúturnar. James Rodríguez er kominn aftar í goggunarröðina en menn eins og Lucas Vázquez og Isco. Það sjá allir að Zidane hefur ekki trú á honum og James Rodríguez ætlar ekki að láta bjóða sér slíkt. „Ég er ekki hér til að sitja á bekknum,“ sagði James Rodríguez við Marca. Þessi 24 ára Kólumbíumaður spilaði 32 leiki á tímabilinu í öllum keppnum og var með 8 mörk og 10 stoðsendingar í þeim. Hann kom aftur á móti ekkert við sögu í leiknum á móti Barcelona og fékk aðeins að spila í samtals 28 mínútur í fimm síðustu leikjum Real Madrid í Meistaradeildinni. Marca bendir á hvernig þetta endaði hjá Ángel Di María og Mesut Özil sem yfirgáfu báðir Real Madrid undir svipuðum kringumstæðum. Di María fór til Manchester United en Özil til Arsenal. Real Madrid vill halda leikmanninum en það er erfitt að vera með mann sem vill ekki vera. Hann er á samningi og það kostar 500 milljónir evra að kaupa samninginn af Real. James Rodríguez mun aldrei kosta svo mikið en Real Madrid keypti hann á 75 milljónir evra frá Mónakó á sínum tíma. Það mun því kosta áhugasöm félög ansi margar milljónir að fá hann til sín.
Meistaradeild Evrópu Spænski boltinn Mest lesið Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti Sjáðu brot af því besta úr enska boltanum í dag Fótbolti Vara við því að „töfradrykkur“ Haaland geti valið matareitrun Enski boltinn Ótrúleg varnartölfræði Arsenal í október Fótbolti Eins og á gamlárskvöldi á Íslandi inni á leikvanginum Fótbolti „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Körfubolti Dagskráin í dag: Enski boltinn og margt fleira Sport Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Körfubolti Liverpool loks á sigurbraut á ný Enski boltinn Juventus landaði sigri í fyrsta leik Spalletti Fótbolti Fleiri fréttir Vara við því að „töfradrykkur“ Haaland geti valið matareitrun Eins og á gamlárskvöldi á Íslandi inni á leikvanginum Ótrúleg varnartölfræði Arsenal í október Sjáðu brot af því besta úr enska boltanum í dag Juventus landaði sigri í fyrsta leik Spalletti Liverpool loks á sigurbraut á ný Valencia engin fyrirstaða fyrir Real Madrid Lánleysi Úlfanna algjört og Palace aftur á sigurbraut Pedro afgreiddi Tottenham Arsenal með sjö stiga forystu á toppnum Emelía innsiglaði sigurinn og liðið á toppnum Andri Lucas í beinni í Doc Zone: „Við setjum hann í skeytin“ Glódís Perla og félagar létu ekki áfall í byrjun stoppa sig Amad bjargaði stigi fyrir United Andri Lucas var kóngurinn á King Power í dag Diljá norskur meistari með Brann Alexandra skoraði en hræðilegur fyrri hálfleikur eyðilagði allt Pablo og Óskar Örn inn í þjálfarateymi Hauka Liverpool féll síðast þegar liðið tapaði fimm í röð Fyrrum þjálfari ársins notaði gervigreindina til að hjálpa sér „Ég er ekki Schmeichel í dulargervi“ FH-ingar kveðja Kjartan Henry Arne Slot: „Þetta er síðasta spurningin sem ég átti von á“ 149 tyrkneskir dómarar í bann vegna veðmála Segir sönginn um Jota á tuttugustu mínútu hafa áhrif á leik Liverpool Harma rasíska og transfóbíska grein liðsfélaga Sveindísar Kóngarnir í Færeyjum: Töpuðu ekki leik allt tímabilið Haaland fór sem Jókerinn að versla bleyjur Fullkomin þrenna kom Lampard úr sjöunda himni Jóladagskráin klár: Hefðin brotin og aðeins einn leikur annan í jólum Sjá meira