Íslendingur í Harvard líkir stemningunni í skólanum daginn eftir kjördag við jarðarför Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 9. nóvember 2016 22:36 Kjöri Trump var mótmælt í Boston í dag sem og í New York þar sem þessi mynd var tekin. vísir/getty Halla Hrund Logadóttir, sem stundar nám og störf við Kennedy-skólann í Harvard-háskóla í Bandaríkjunum, líkir stemningunni í skólanum við jarðarför daginn eftir að bandaríska þjóðin kaus Donald Trump sem forseta. Þannig hafi forseti skólans ávarpað nemendur í dag þar sem margir hafi verið með tárin í augunum yfir úrslitunum og við lok ræðunnar hafi allir sungið saman sálminn Amazing Grace. Halla segir að sorg fylgi úrslitum kosninganna en á meðal þess sem forseti skólans minnti nemendur á var að Trump stæði ekki fyrir gildi stofnunarinnar og nú biði hennar það verkefni að hjálpa til við að breyta bandarísku samfélagi. Halla býr nú í annað skiptið í Boston en hún var einnig við nám í borginni á árunum 2010 til 2012. Hún segir að þó að flestir hafi gert sér grein fyrir að afar mjótt yrði á mununum þá hafi það komið stuðningsfólki Hillary Clinton á óvart að Trump skyldi sigra með yfirburðum. „Það kemur fólki svo ótrúlega á óvart að Trump skuli vinna með svona miklum mun. Auðvitað Massachusetts vígi Demókrata svo flestir voru á bandi Hillary enda eru mótmæli hér núna gegn Trump,“ segir Halla í samtali við Vísi.Halla Hrund LogadóttirHalla tók þátt kosningabaráttu Hillary Clinton og gekk hús úr húsi einn daginn í sveifluríkinu New Hamsphire. Clinton hafði nauman sigur í ríkinu þar sem aðeins munaði 0,2 prósentum á henni og Trump. „Þegar maður fer svona hús úr húsi þá fær maður lista yfir þau hús sem maður á að heimsækja. Maður er aðallega að fá fólk til að kjósa og benda því á hvar og hvenær það getur kosið. Á listanum sem við fengum átti meirihlutinn að vera Demókratar en þegar við fórum svo af stað kom í ljós að það voru miklu fleiri Repúblikanar þarna en við áttum von á. Maður sá reglulega skilti í garðinum hjá fólk sem stóð á „Hillary for Prison“ en svo í næsta húsi var kannski fjölskylda sem var öll búin að kjósa Hillary, sem sýnir hversu ólík viðhorfin eru,“ segir Halla. Hún segir að auðvitað eigi stuðningsmenn Hillary erfitt með að sætta sig við úrslitin og finnist niðurstaðan enn verri í ljósi þess að Repúblikanar eru einnig með meirihluta í báðum deildum Bandaríkjaþings. Þá óttast fólk þá djúpu gjá sem er til staðar hjá bandarísku þjóðinni og úrslit kosninganna endurspegla. „Það sem mér finnst sjálfri erfiðast við kosningabaráttuna og svo þessi úrslit er að sjá að það sé allt leyfilegt til þess að komast í Hvíta húsið. Þetta var barátta á kostnað kvenna og minnihlutahópa og að mörgu leyti siðlaus og fólk óttast hvaða afleiðingar þessi barátta hans muni hafa, bæði hér og annars staðar því Bandaríkin eru jú áhrifamikið ríki. Hvernig tilvonandi forseti hagar orðræðu sinni skiptir máli því það setur tóninn fyrir það hvernig íbúar samfélagsins geta leyft sér að koma fram við hvorn annan. Eflaust á hann eftir að breyta áherslum sínum í embætti en spurningin er kannski hvaða kröfu um heiðarleika við viljum geta sett fram í kosningabaráttu eða hvort allt er leyfilegt til ná kjöri í valdamesta embætti heims?“ Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Skemmtanabransinn spáði fyrir um sigur Trump Þó nokkrir hafa í gegnum tíðina spáð fyrir um forsetatíð Trump í sjónvarpi, kvikmyndum og tónlistarmyndböndum meðal annars. 9. nóvember 2016 21:11 Teflon-Trump og hvíta bylgjan: Svona fór Trump að því að vinna kosningarnar Þvert á allar spár er það Donald Trump sem mun taka við embætti forseta Bandaríkjanna í janúar á næsta ári. 9. nóvember 2016 10:14 Íslendingar vakna upp við vondan draum: „Upplifað að standa yfir klósettinu og kúgast vegna niðurstöðu í kosningum“ Fjölmiðlar ytra hafa nú lýst því yfir að Donald Trump verði nýr forseti Bandaríkjanna. 9. nóvember 2016 09:40 Mest lesið Sérsveitin vaktaði heimili Snorra og fjölskyldu í nótt Innlent Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin Innlent „Þú þaggar ekki í okkur, Dagur“ Innlent „Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi“ Innlent Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Erlent „Ætlar þú að græða á spilafíklum? Bara svo Excel og bankinn líti vel út?“ Innlent Spinna samsæriskenningar vegna óvenjumargra andláta frambjóðenda Erlent Snorri rýfur þögnina: Viðbrögðin staðfesti áhyggjur af þöggun Innlent Lögregla tók hús á Skorrdælingum sem fjölgar í aðdraganda kosninga Innlent Vinna að lista yfir vini og samstarfsmenn Epstein Erlent Fleiri fréttir Tískugoðsögnin Giorgio Armani er fallin frá Búa sig undir komu hermanna og útsendara ICE Evrópuleiðtogar funda um öryggistryggingar fyrir Úkraínu Spinna samsæriskenningar vegna óvenjumargra andláta frambjóðenda Biðja hæstarétt um flýtimeðferð vegna tolla Höfundur Father Ted handtekinn fyrir að hvetja til ofbeldis gegn trans fólki Allir íbúar munu geta höfðað mál vegna þungunarrofslyfja Vinna að lista yfir vini og samstarfsmenn Epstein Mjótt á munum í Noregi og líkur á flókinni stjórnarmyndun Mótmæla hugmyndum um innlimun nær alls Vesturbakkans Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Pútín og Xi ræddu ódauðleika í gegnum líffæragjöf „Furðuutanríkisstefna“ Trump hafi rekið Indland í fangið á Kínverjum Fimmtán látnir hið minnsta eftir að kláfur fór út af sporinu Ætla að fella niður bólusetningarskyldu í Flórída Segja tilraunir með „fljúgandi Chernobyl“ hafnar Drekinn beraði vígtennurnar Tók dóttur sína og erfingja með til Kína Felldu ellefu í árás á bát meintra smyglara frá Venesúela Fjallar um afstöðu Elísabetar til Brexit og hvernig Kamilla varðist árás Kína sendir skilaboð til Bandaríkjanna og Trump svarar um hæl Vilja gera Úkraínu að tormeltum „stálbroddgelti“ Telja nú að enginn raðsundlaugarkúkari hafi verið á ferð Mátti ekki nota hermenn til löggæslu í Los Angeles „Rússar eru upp á náð Kínverja komnir“ Setja tæpar tvær billjónir í freigátur frá Bretlandi Að minnsta kosti fjórtánhundrað látnir í Afganistan Erfiður mánuður í vændum fyrir Repúblikana Vilja viðurkenna Palestínu en með skilyrðum Leiðtogar Rússlands, Írans og Norður-Kóreu viðstaddir kínverska hersýningu Sjá meira
Halla Hrund Logadóttir, sem stundar nám og störf við Kennedy-skólann í Harvard-háskóla í Bandaríkjunum, líkir stemningunni í skólanum við jarðarför daginn eftir að bandaríska þjóðin kaus Donald Trump sem forseta. Þannig hafi forseti skólans ávarpað nemendur í dag þar sem margir hafi verið með tárin í augunum yfir úrslitunum og við lok ræðunnar hafi allir sungið saman sálminn Amazing Grace. Halla segir að sorg fylgi úrslitum kosninganna en á meðal þess sem forseti skólans minnti nemendur á var að Trump stæði ekki fyrir gildi stofnunarinnar og nú biði hennar það verkefni að hjálpa til við að breyta bandarísku samfélagi. Halla býr nú í annað skiptið í Boston en hún var einnig við nám í borginni á árunum 2010 til 2012. Hún segir að þó að flestir hafi gert sér grein fyrir að afar mjótt yrði á mununum þá hafi það komið stuðningsfólki Hillary Clinton á óvart að Trump skyldi sigra með yfirburðum. „Það kemur fólki svo ótrúlega á óvart að Trump skuli vinna með svona miklum mun. Auðvitað Massachusetts vígi Demókrata svo flestir voru á bandi Hillary enda eru mótmæli hér núna gegn Trump,“ segir Halla í samtali við Vísi.Halla Hrund LogadóttirHalla tók þátt kosningabaráttu Hillary Clinton og gekk hús úr húsi einn daginn í sveifluríkinu New Hamsphire. Clinton hafði nauman sigur í ríkinu þar sem aðeins munaði 0,2 prósentum á henni og Trump. „Þegar maður fer svona hús úr húsi þá fær maður lista yfir þau hús sem maður á að heimsækja. Maður er aðallega að fá fólk til að kjósa og benda því á hvar og hvenær það getur kosið. Á listanum sem við fengum átti meirihlutinn að vera Demókratar en þegar við fórum svo af stað kom í ljós að það voru miklu fleiri Repúblikanar þarna en við áttum von á. Maður sá reglulega skilti í garðinum hjá fólk sem stóð á „Hillary for Prison“ en svo í næsta húsi var kannski fjölskylda sem var öll búin að kjósa Hillary, sem sýnir hversu ólík viðhorfin eru,“ segir Halla. Hún segir að auðvitað eigi stuðningsmenn Hillary erfitt með að sætta sig við úrslitin og finnist niðurstaðan enn verri í ljósi þess að Repúblikanar eru einnig með meirihluta í báðum deildum Bandaríkjaþings. Þá óttast fólk þá djúpu gjá sem er til staðar hjá bandarísku þjóðinni og úrslit kosninganna endurspegla. „Það sem mér finnst sjálfri erfiðast við kosningabaráttuna og svo þessi úrslit er að sjá að það sé allt leyfilegt til þess að komast í Hvíta húsið. Þetta var barátta á kostnað kvenna og minnihlutahópa og að mörgu leyti siðlaus og fólk óttast hvaða afleiðingar þessi barátta hans muni hafa, bæði hér og annars staðar því Bandaríkin eru jú áhrifamikið ríki. Hvernig tilvonandi forseti hagar orðræðu sinni skiptir máli því það setur tóninn fyrir það hvernig íbúar samfélagsins geta leyft sér að koma fram við hvorn annan. Eflaust á hann eftir að breyta áherslum sínum í embætti en spurningin er kannski hvaða kröfu um heiðarleika við viljum geta sett fram í kosningabaráttu eða hvort allt er leyfilegt til ná kjöri í valdamesta embætti heims?“
Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Skemmtanabransinn spáði fyrir um sigur Trump Þó nokkrir hafa í gegnum tíðina spáð fyrir um forsetatíð Trump í sjónvarpi, kvikmyndum og tónlistarmyndböndum meðal annars. 9. nóvember 2016 21:11 Teflon-Trump og hvíta bylgjan: Svona fór Trump að því að vinna kosningarnar Þvert á allar spár er það Donald Trump sem mun taka við embætti forseta Bandaríkjanna í janúar á næsta ári. 9. nóvember 2016 10:14 Íslendingar vakna upp við vondan draum: „Upplifað að standa yfir klósettinu og kúgast vegna niðurstöðu í kosningum“ Fjölmiðlar ytra hafa nú lýst því yfir að Donald Trump verði nýr forseti Bandaríkjanna. 9. nóvember 2016 09:40 Mest lesið Sérsveitin vaktaði heimili Snorra og fjölskyldu í nótt Innlent Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin Innlent „Þú þaggar ekki í okkur, Dagur“ Innlent „Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi“ Innlent Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Erlent „Ætlar þú að græða á spilafíklum? Bara svo Excel og bankinn líti vel út?“ Innlent Spinna samsæriskenningar vegna óvenjumargra andláta frambjóðenda Erlent Snorri rýfur þögnina: Viðbrögðin staðfesti áhyggjur af þöggun Innlent Lögregla tók hús á Skorrdælingum sem fjölgar í aðdraganda kosninga Innlent Vinna að lista yfir vini og samstarfsmenn Epstein Erlent Fleiri fréttir Tískugoðsögnin Giorgio Armani er fallin frá Búa sig undir komu hermanna og útsendara ICE Evrópuleiðtogar funda um öryggistryggingar fyrir Úkraínu Spinna samsæriskenningar vegna óvenjumargra andláta frambjóðenda Biðja hæstarétt um flýtimeðferð vegna tolla Höfundur Father Ted handtekinn fyrir að hvetja til ofbeldis gegn trans fólki Allir íbúar munu geta höfðað mál vegna þungunarrofslyfja Vinna að lista yfir vini og samstarfsmenn Epstein Mjótt á munum í Noregi og líkur á flókinni stjórnarmyndun Mótmæla hugmyndum um innlimun nær alls Vesturbakkans Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Pútín og Xi ræddu ódauðleika í gegnum líffæragjöf „Furðuutanríkisstefna“ Trump hafi rekið Indland í fangið á Kínverjum Fimmtán látnir hið minnsta eftir að kláfur fór út af sporinu Ætla að fella niður bólusetningarskyldu í Flórída Segja tilraunir með „fljúgandi Chernobyl“ hafnar Drekinn beraði vígtennurnar Tók dóttur sína og erfingja með til Kína Felldu ellefu í árás á bát meintra smyglara frá Venesúela Fjallar um afstöðu Elísabetar til Brexit og hvernig Kamilla varðist árás Kína sendir skilaboð til Bandaríkjanna og Trump svarar um hæl Vilja gera Úkraínu að tormeltum „stálbroddgelti“ Telja nú að enginn raðsundlaugarkúkari hafi verið á ferð Mátti ekki nota hermenn til löggæslu í Los Angeles „Rússar eru upp á náð Kínverja komnir“ Setja tæpar tvær billjónir í freigátur frá Bretlandi Að minnsta kosti fjórtánhundrað látnir í Afganistan Erfiður mánuður í vændum fyrir Repúblikana Vilja viðurkenna Palestínu en með skilyrðum Leiðtogar Rússlands, Írans og Norður-Kóreu viðstaddir kínverska hersýningu Sjá meira
Skemmtanabransinn spáði fyrir um sigur Trump Þó nokkrir hafa í gegnum tíðina spáð fyrir um forsetatíð Trump í sjónvarpi, kvikmyndum og tónlistarmyndböndum meðal annars. 9. nóvember 2016 21:11
Teflon-Trump og hvíta bylgjan: Svona fór Trump að því að vinna kosningarnar Þvert á allar spár er það Donald Trump sem mun taka við embætti forseta Bandaríkjanna í janúar á næsta ári. 9. nóvember 2016 10:14
Íslendingar vakna upp við vondan draum: „Upplifað að standa yfir klósettinu og kúgast vegna niðurstöðu í kosningum“ Fjölmiðlar ytra hafa nú lýst því yfir að Donald Trump verði nýr forseti Bandaríkjanna. 9. nóvember 2016 09:40