Lífið

Íslendingar vakna upp við vondan draum: „Upplifað að standa yfir klósettinu og kúgast vegna niðurstöðu í kosningum“

Stefán Árni Pálsson skrifar
Donald Trump verður næsti forseti Bandaríkjanna.
Donald Trump verður næsti forseti Bandaríkjanna. Vísir

Fjölmiðlar ytra hafa nú lýst því yfir að Donald Trump verði nýr forseti Bandaríkjanna. Hann vann óvænta sigra í fjölda ríkja en samkvæmt könnunum síðustu daga þótti ólíklegt að Trump myndi takast að vinna.

Svo virðist sem að hann hafi verið með mun hærra hlutfall þeldökkra og spænskuættaðra Bandaríkjamanna með sér í liði en talið var. Trump hefur nú tryggt sér þá kjörmenn sem hann þurfti.

Íslendingar hafa gríðarlega mikla skoðun á kosningunum og hefur skapast mikil umræða á samfélagsmiðlum um málið. Fólk virðist vera í hálfgerðu sjokki en mikill meirihluti taldi fullvíst að Hillary Clinton myndi fara með sigur af hólmi.

Á Twitter fer umræðan fram í gegnum kassamerkið #uskos16 og sprakk hreinlega það kassamerki í morgunsárið. Hér að neðan má sjá nokkur skemmtileg tíst hér innanlands um forsetakosningarnar í Bandaríkjunum og þar fyrir neðan alla umræðuna um málið undir #uskos16.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×