Segir SALEK-samkomulagið brot á stjórnarskrá sunna karen sigurþórsdóttir skrifar 25. janúar 2016 19:16 "Eins og flestir vita undirritaði forseti ASÍ fyrir hönd sambandsins rammasamkomulag aðila vinnumarkaðarins 27. október 2015 og er það mat VLFA að forsetinn hafi ekki haft neitt umboð til að undirrita umrætt samkomulag,“ segir Vilhjálmur. vísir/pjetur Félagsdómur mun á miðvikudag taka fyrir mál Verkalýðsfélags Akraness gegn Sambandi íslenskra sveitarfélaga vegna SALEK-samkomulagsins svokallaða. Vilhjálmur Birgisson, formaður félagsins, segist sannfærður um að samkomulagið sé gróft brot á lögum um stéttarfélög og vinnudeilur, sem og stjórnarskránni. Heildarsamtök launafólks og atvinnurekenda á almennum og opinberum vinnumarkaði skrifuðu hinn 27. október síðastliðinn undir samkomulag um breytt vinnubrögð við gerð kjarasamninga. Samkomulagið var afrakstur af vinnu SALEK-hópsins og nær til um sjötíu prósent launafólks sem á aðild að stéttarfélögum á Íslandi. Alþýðusamband Íslands, ASÍ, var á meðal þeirra sem skrifuðu undir samkomulagið. Vilhjálmur segir Gylfa Arnbjörnsson, forseta ASÍ, ekki hafa haft umboð til þess.Fengu engin gögn í hendurnar „Samkomulag sem skuldbindur aðildarfélög ASÍ til að ákvarða launabreytingar allt til ársins 2018 sem og afsala sér endurskoðun kjarasamninga svo ekki sé talað um að sett verði á laggirnar nýtt vinnumarkaðslíkan þar sem skipað verði svokallað þjóðhagsráð sem mun ákvarða allar hámarkslaunabreytingar og að stéttarfélögum verði skylt að vera innan þess svigrúms eins og kveðið er á um í samkomulaginu,“ segir Vilhjálmur í pistli á vefsíðu félagsins. Hann segir nær enga umræðu hafa farið fram um samkomulagið og að ekki hafi verið kallað eftir umboði af hálfu VLFA. Þá hafi Starfsgreinasamband Íslands fengið munnlega kynningu nokkrum mínútum áður en samkomulagið hafi verið undirritað. Engin drög eða gögn hafi verið lögð í hendur aðildarfélaganna.Samningsfrelsið hornsteinn samningsbaráttu „Með öðrum orðum, þetta rammasamkomulag var undirritað án nokkurs umboðs enda kom fram á miðstjórnarfundi sem haldinn var 4. nóvember að nú þyrfti að fara að kynna samkomulagið á meðal aðildarfélaga ASÍ og út á hvað það gengi. Semsagt, gengið var frá samkomulaginu og síðan átti að fara að kynna það en rétt er að taka það fram að engin kynning hefur farið fram af hálfu Alþýðusambands Íslands á meðal aðildarfélaga sambandsins, allavega ekki hjá Verkalýðsfélagi Akraness.“ Vilhjálmur gagnrýnir samkomulagið harðlega. Hann segir það ganga að verulegu leyti út á að skerða samningsfrelsi stéttarfélaganna, meðal annars með því að ákveða fyrir fram hverjar launabreytingar megi vera til ársins 2018. „Þetta er eðli málsins samkvæmt gróft brot á lögum um stéttarfélög og vinnudeilur sem og stjórnarskránni enda er samningsfrelsið hornsteinn stéttarfélagsbaráttu á Íslandi,“ segir hann. Vilhjálmur segir að lokum að gríðarlega mikilvægt sé að Félagsdómur kynni sér þetta mál vel og rækilega og verji frjálsan samningsrétt íslenskra stéttarfélaga sem bundinn sé í lögum og stjórnarskrá. Tengdar fréttir Framtíð friðar á vinnumarkaði í höndum 80 þúsund félagsmanna ASÍ Nýr kjarasamningur á grunni SALEK samkomulagsins gefur launafólki aukin lífeyrisréttindi og 6,5 prósenta launahækkun umfram það sem samið var um í fyrra. 21. janúar 2016 18:48 Ríkisstjórnin kynnir aðgerðir sínar í tengslum við SALEK á næstu dögum Fjármálaráðherra segir stöðu fjármála ríkis og sveitarfélaga ekki eins sterka og margir virðist halda. 20. janúar 2016 20:00 Stefna að gerð fleiri sambærilegra samninga Félag atvinnurekenda undirritaði nýjan kjarasamning við VR og Landssamband íslenskra verslunarmanna í dag. 22. janúar 2016 14:58 Búið að skrifa undir SALEK-samkomulagið Laun munu hækka um 6,2 prósent í ár, að lágmarki um 15 þúsund krónur á mánuði. 21. janúar 2016 17:47 Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Innlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Innlent Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Innlent „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Innlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent Fleiri fréttir Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Vilja byggja nýtt geðsvið við hlið Landspítalans í Fossvogi Íbúar þurfa ekki lengur að sjóða neysluvatn Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Sjá meira
Félagsdómur mun á miðvikudag taka fyrir mál Verkalýðsfélags Akraness gegn Sambandi íslenskra sveitarfélaga vegna SALEK-samkomulagsins svokallaða. Vilhjálmur Birgisson, formaður félagsins, segist sannfærður um að samkomulagið sé gróft brot á lögum um stéttarfélög og vinnudeilur, sem og stjórnarskránni. Heildarsamtök launafólks og atvinnurekenda á almennum og opinberum vinnumarkaði skrifuðu hinn 27. október síðastliðinn undir samkomulag um breytt vinnubrögð við gerð kjarasamninga. Samkomulagið var afrakstur af vinnu SALEK-hópsins og nær til um sjötíu prósent launafólks sem á aðild að stéttarfélögum á Íslandi. Alþýðusamband Íslands, ASÍ, var á meðal þeirra sem skrifuðu undir samkomulagið. Vilhjálmur segir Gylfa Arnbjörnsson, forseta ASÍ, ekki hafa haft umboð til þess.Fengu engin gögn í hendurnar „Samkomulag sem skuldbindur aðildarfélög ASÍ til að ákvarða launabreytingar allt til ársins 2018 sem og afsala sér endurskoðun kjarasamninga svo ekki sé talað um að sett verði á laggirnar nýtt vinnumarkaðslíkan þar sem skipað verði svokallað þjóðhagsráð sem mun ákvarða allar hámarkslaunabreytingar og að stéttarfélögum verði skylt að vera innan þess svigrúms eins og kveðið er á um í samkomulaginu,“ segir Vilhjálmur í pistli á vefsíðu félagsins. Hann segir nær enga umræðu hafa farið fram um samkomulagið og að ekki hafi verið kallað eftir umboði af hálfu VLFA. Þá hafi Starfsgreinasamband Íslands fengið munnlega kynningu nokkrum mínútum áður en samkomulagið hafi verið undirritað. Engin drög eða gögn hafi verið lögð í hendur aðildarfélaganna.Samningsfrelsið hornsteinn samningsbaráttu „Með öðrum orðum, þetta rammasamkomulag var undirritað án nokkurs umboðs enda kom fram á miðstjórnarfundi sem haldinn var 4. nóvember að nú þyrfti að fara að kynna samkomulagið á meðal aðildarfélaga ASÍ og út á hvað það gengi. Semsagt, gengið var frá samkomulaginu og síðan átti að fara að kynna það en rétt er að taka það fram að engin kynning hefur farið fram af hálfu Alþýðusambands Íslands á meðal aðildarfélaga sambandsins, allavega ekki hjá Verkalýðsfélagi Akraness.“ Vilhjálmur gagnrýnir samkomulagið harðlega. Hann segir það ganga að verulegu leyti út á að skerða samningsfrelsi stéttarfélaganna, meðal annars með því að ákveða fyrir fram hverjar launabreytingar megi vera til ársins 2018. „Þetta er eðli málsins samkvæmt gróft brot á lögum um stéttarfélög og vinnudeilur sem og stjórnarskránni enda er samningsfrelsið hornsteinn stéttarfélagsbaráttu á Íslandi,“ segir hann. Vilhjálmur segir að lokum að gríðarlega mikilvægt sé að Félagsdómur kynni sér þetta mál vel og rækilega og verji frjálsan samningsrétt íslenskra stéttarfélaga sem bundinn sé í lögum og stjórnarskrá.
Tengdar fréttir Framtíð friðar á vinnumarkaði í höndum 80 þúsund félagsmanna ASÍ Nýr kjarasamningur á grunni SALEK samkomulagsins gefur launafólki aukin lífeyrisréttindi og 6,5 prósenta launahækkun umfram það sem samið var um í fyrra. 21. janúar 2016 18:48 Ríkisstjórnin kynnir aðgerðir sínar í tengslum við SALEK á næstu dögum Fjármálaráðherra segir stöðu fjármála ríkis og sveitarfélaga ekki eins sterka og margir virðist halda. 20. janúar 2016 20:00 Stefna að gerð fleiri sambærilegra samninga Félag atvinnurekenda undirritaði nýjan kjarasamning við VR og Landssamband íslenskra verslunarmanna í dag. 22. janúar 2016 14:58 Búið að skrifa undir SALEK-samkomulagið Laun munu hækka um 6,2 prósent í ár, að lágmarki um 15 þúsund krónur á mánuði. 21. janúar 2016 17:47 Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Innlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Innlent Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Innlent „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Innlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent Fleiri fréttir Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Vilja byggja nýtt geðsvið við hlið Landspítalans í Fossvogi Íbúar þurfa ekki lengur að sjóða neysluvatn Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Sjá meira
Framtíð friðar á vinnumarkaði í höndum 80 þúsund félagsmanna ASÍ Nýr kjarasamningur á grunni SALEK samkomulagsins gefur launafólki aukin lífeyrisréttindi og 6,5 prósenta launahækkun umfram það sem samið var um í fyrra. 21. janúar 2016 18:48
Ríkisstjórnin kynnir aðgerðir sínar í tengslum við SALEK á næstu dögum Fjármálaráðherra segir stöðu fjármála ríkis og sveitarfélaga ekki eins sterka og margir virðist halda. 20. janúar 2016 20:00
Stefna að gerð fleiri sambærilegra samninga Félag atvinnurekenda undirritaði nýjan kjarasamning við VR og Landssamband íslenskra verslunarmanna í dag. 22. janúar 2016 14:58
Búið að skrifa undir SALEK-samkomulagið Laun munu hækka um 6,2 prósent í ár, að lágmarki um 15 þúsund krónur á mánuði. 21. janúar 2016 17:47