Framtíð friðar á vinnumarkaði í höndum 80 þúsund félagsmanna ASÍ Heimir Már Pétursson skrifar 21. janúar 2016 18:48 Launahækkunum á almennum vinnumarkaði verður flýtt á þessu ári frá maí til janúar og laun hækka almennt um rúm sex prósent umfram kjarasamninga sem gerðir voru á síðasta ári á samningstímanum, samkvæmt nýjum samningi á grundvelli SALEK samkomulagsins sem undirritað var síðdegis. Þá verða lífeyrisréttindi á almennum vinnumarkaði færð að réttindum opinberra starfsmanna. Ef samningarnir sem undirritaðir voru í dag verða samþykktir í almennri atkvæðagreiðslu launafólks hefur verið komið í veg fyrir mikla óvissu á vinnumarkaði á vormánuðum að mati forystumanna aðila vinnumarkaðarins.Launahækkanir.Vísir/Stöð 2 Samningurinn felur í sér að laun hækka um 6,2% frá og með 1. janúar síðast liðnum í stað 5,5, prósenta hinn fyrsta 1. maí í vor. Í stað þriggja prósenta hækkunar launa hinn 1. maí á næsta ári hækka laun um 4,5% og í stað tveggja prósenta hækkunar 1. maí 2018 hækka laun um þrjú prósent. Þá verða lífeyrisréttindi á almennum vinnumarkaði í áföngum færð til þess sem þau eru hjá opinberum starfsmönnum þannig að framlag atvinnurekenda í lífeyrissjóð starfsmanna hækkar úr átta prósentum af launum í 11,5 prósent fram til ársins 2018. „Þannig að þetta mun bæði finnast í buddunni en líka á komandi árum í réttindum okkar fólks,“ sagði Gylfi Arnbjörnsson forseti Alþýðusambandsins að lokinni undirskrift í dag. Prósentan umfram það sem búið var að semja um á síðasta ári, hver er hún á samningstímanum?LífeyrisréttindiVísir/Stöð 2„Ég býst við því að kostnaðaráhrif þessara aðgerða á samningstímabilinu liggi á bilinu 6 til 6,5 prósent. Fer svolítið eftir því hvernig kostnaður vegna launaþróunartryggingar sem mun falla út á þessu ári er metinn. En þetta er býsna mikil viðbót sem á að leiða til þess að það verði jafnræði á vinnumarkaðnum varðandi launaþróun,“ segir Gylfi. Stjórnvöld hafa ekki gefið út formlega yfirlýsingu um aðgerðir að þeirra hálfu í tengslum við samningana. Þorsteinn Víglundsson framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins segir að samtökin hins vegar telja sig hafa öruggt loforð stjórnvalda um að þau lækki tryggingagjaldið nægjanlega til að mæta auknum launakostnaði atvinnulífsins við að leiðrétta laun á almennum markaði til samræmis við launahækkanir opinberra starfsmanna. „Við höfum átt samtöl við stjórnvöld núna undanfarna daga og fengið þau vilyrði fyrir mótvægisaðgerðum og lækkun tryggingagjaldsins sér í lagi sem við teljum að muni duga til þess að við treystum okkur til að ganga frá þessum samningum núna,“ segir Þorsteinn. Hafið þið tryggingu fyrir einhverri lækkun á þessu ári? „Já við teljum okkur hafa vilyrði fyrir lækkun á þessu ári og að það verði komið vel til móts við þær kröfur sem við höfum sett fram. En það bíður endanlegs milli aðila um hvernig það verður nákvæmlega útfært,“ segir Þorsteinn. Samningurinn á eftir að fara í atkvæðagreiðslu hjá félagsfólki í þeim fjölmörgu verkalýðsfélögum sem standa á bakvið samninginn. Forseti ASÍ er bjartsýnn á að samningurinn verði samþykktur. „Já ég er nokkuð bjartsýnn á það. En auðvitað eru það okkar félagsmenn sem á endanum hafa úrskurðarvaldið. Þetta verður þá gert í samræmdri atkvæðagreiðslu. Það er reyndar í fyrsta skipti sem það hefur verið gert í 100 ára sögu Alþýðusambandsins. Að það verði ríflega 80 þúsund manns sem taki afstöðu og dæmi þetta verkefni,“ segir Gylfi Arnbjörnsson. Tengdar fréttir Beðið eftir útspili stjórnvalda í kjaramálum Aðilar vinnumarkaðarins hafa náð saman um nýjan kjarasamning á grundvelli SALEK samkomulagsins og bíða aðgerða stjórnvalda. 19. janúar 2016 13:00 Ríkisstjórnin kynnir aðgerðir sínar í tengslum við SALEK á næstu dögum Fjármálaráðherra segir stöðu fjármála ríkis og sveitarfélaga ekki eins sterka og margir virðist halda. 20. janúar 2016 20:00 Mest lesið Olís sektað um kvartmilljón vegna fullyrðinga um kolefnisjöfnun Neytendur Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Verslunarrisar mættir til leiks Viðskipti innlent Vill að Alþingi skipi rannsóknarnefnd vegna forsætisráðherra Viðskipti innlent Launin reyndust tæp hálf milljón á mánuði Viðskipti innlent 60 kílómetrar af Glamour komið í verslanir Viðskipti innlent Erfitt að vera mikið einn í vinnu og án mikilla samskipta Atvinnulíf Áhersla á sjálfbærni í nýrri leigu og fagverslun BYKO Samstarf Í vinnutengdri ástarsorg Atvinnulíf Vara við eggjum í kleinuhringjum Neytendur Fleiri fréttir Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Sjá meira
Launahækkunum á almennum vinnumarkaði verður flýtt á þessu ári frá maí til janúar og laun hækka almennt um rúm sex prósent umfram kjarasamninga sem gerðir voru á síðasta ári á samningstímanum, samkvæmt nýjum samningi á grundvelli SALEK samkomulagsins sem undirritað var síðdegis. Þá verða lífeyrisréttindi á almennum vinnumarkaði færð að réttindum opinberra starfsmanna. Ef samningarnir sem undirritaðir voru í dag verða samþykktir í almennri atkvæðagreiðslu launafólks hefur verið komið í veg fyrir mikla óvissu á vinnumarkaði á vormánuðum að mati forystumanna aðila vinnumarkaðarins.Launahækkanir.Vísir/Stöð 2 Samningurinn felur í sér að laun hækka um 6,2% frá og með 1. janúar síðast liðnum í stað 5,5, prósenta hinn fyrsta 1. maí í vor. Í stað þriggja prósenta hækkunar launa hinn 1. maí á næsta ári hækka laun um 4,5% og í stað tveggja prósenta hækkunar 1. maí 2018 hækka laun um þrjú prósent. Þá verða lífeyrisréttindi á almennum vinnumarkaði í áföngum færð til þess sem þau eru hjá opinberum starfsmönnum þannig að framlag atvinnurekenda í lífeyrissjóð starfsmanna hækkar úr átta prósentum af launum í 11,5 prósent fram til ársins 2018. „Þannig að þetta mun bæði finnast í buddunni en líka á komandi árum í réttindum okkar fólks,“ sagði Gylfi Arnbjörnsson forseti Alþýðusambandsins að lokinni undirskrift í dag. Prósentan umfram það sem búið var að semja um á síðasta ári, hver er hún á samningstímanum?LífeyrisréttindiVísir/Stöð 2„Ég býst við því að kostnaðaráhrif þessara aðgerða á samningstímabilinu liggi á bilinu 6 til 6,5 prósent. Fer svolítið eftir því hvernig kostnaður vegna launaþróunartryggingar sem mun falla út á þessu ári er metinn. En þetta er býsna mikil viðbót sem á að leiða til þess að það verði jafnræði á vinnumarkaðnum varðandi launaþróun,“ segir Gylfi. Stjórnvöld hafa ekki gefið út formlega yfirlýsingu um aðgerðir að þeirra hálfu í tengslum við samningana. Þorsteinn Víglundsson framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins segir að samtökin hins vegar telja sig hafa öruggt loforð stjórnvalda um að þau lækki tryggingagjaldið nægjanlega til að mæta auknum launakostnaði atvinnulífsins við að leiðrétta laun á almennum markaði til samræmis við launahækkanir opinberra starfsmanna. „Við höfum átt samtöl við stjórnvöld núna undanfarna daga og fengið þau vilyrði fyrir mótvægisaðgerðum og lækkun tryggingagjaldsins sér í lagi sem við teljum að muni duga til þess að við treystum okkur til að ganga frá þessum samningum núna,“ segir Þorsteinn. Hafið þið tryggingu fyrir einhverri lækkun á þessu ári? „Já við teljum okkur hafa vilyrði fyrir lækkun á þessu ári og að það verði komið vel til móts við þær kröfur sem við höfum sett fram. En það bíður endanlegs milli aðila um hvernig það verður nákvæmlega útfært,“ segir Þorsteinn. Samningurinn á eftir að fara í atkvæðagreiðslu hjá félagsfólki í þeim fjölmörgu verkalýðsfélögum sem standa á bakvið samninginn. Forseti ASÍ er bjartsýnn á að samningurinn verði samþykktur. „Já ég er nokkuð bjartsýnn á það. En auðvitað eru það okkar félagsmenn sem á endanum hafa úrskurðarvaldið. Þetta verður þá gert í samræmdri atkvæðagreiðslu. Það er reyndar í fyrsta skipti sem það hefur verið gert í 100 ára sögu Alþýðusambandsins. Að það verði ríflega 80 þúsund manns sem taki afstöðu og dæmi þetta verkefni,“ segir Gylfi Arnbjörnsson.
Tengdar fréttir Beðið eftir útspili stjórnvalda í kjaramálum Aðilar vinnumarkaðarins hafa náð saman um nýjan kjarasamning á grundvelli SALEK samkomulagsins og bíða aðgerða stjórnvalda. 19. janúar 2016 13:00 Ríkisstjórnin kynnir aðgerðir sínar í tengslum við SALEK á næstu dögum Fjármálaráðherra segir stöðu fjármála ríkis og sveitarfélaga ekki eins sterka og margir virðist halda. 20. janúar 2016 20:00 Mest lesið Olís sektað um kvartmilljón vegna fullyrðinga um kolefnisjöfnun Neytendur Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Verslunarrisar mættir til leiks Viðskipti innlent Vill að Alþingi skipi rannsóknarnefnd vegna forsætisráðherra Viðskipti innlent Launin reyndust tæp hálf milljón á mánuði Viðskipti innlent 60 kílómetrar af Glamour komið í verslanir Viðskipti innlent Erfitt að vera mikið einn í vinnu og án mikilla samskipta Atvinnulíf Áhersla á sjálfbærni í nýrri leigu og fagverslun BYKO Samstarf Í vinnutengdri ástarsorg Atvinnulíf Vara við eggjum í kleinuhringjum Neytendur Fleiri fréttir Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Sjá meira
Beðið eftir útspili stjórnvalda í kjaramálum Aðilar vinnumarkaðarins hafa náð saman um nýjan kjarasamning á grundvelli SALEK samkomulagsins og bíða aðgerða stjórnvalda. 19. janúar 2016 13:00
Ríkisstjórnin kynnir aðgerðir sínar í tengslum við SALEK á næstu dögum Fjármálaráðherra segir stöðu fjármála ríkis og sveitarfélaga ekki eins sterka og margir virðist halda. 20. janúar 2016 20:00