Viðskipti innlent

Stefna að gerð fleiri sambærilegra samninga

Samúel Karl Ólason skrifar
Ólafía B. Rafnsdóttir, formaður VR, og Ólafur Stephensen, framkvæmdastjóri FA, undirrituðu kjarasamninginn í dag.
Ólafía B. Rafnsdóttir, formaður VR, og Ólafur Stephensen, framkvæmdastjóri FA, undirrituðu kjarasamninginn í dag. Mynd/FA
Félag atvinnurekenda undirritaði í dag kjarasamning við VR og Landssamband íslenskra verslunarmanna. Samningurinn er í aðalatriðum samhljóða SALEK-samkomulaginu svokallaða sem skrifað var undir í gær. Í tilkynningu frá FA segir að stefnt sé að því að gera sambærilega samninga á næstu dögum við aðra viðsemjendur félagsins innan ASÍ, Rafiðnaðarsambandið og Grafíu.

Samkvæmt samningunum hækka laun meira en áður hafði verið samið um. Launaþróunartrygging fyrir árið 2016 fellur brott. Í stað hennar kemur 6,2 prósenta almenn launahækkun þann 1. janúar 2016, að lágmarki kr. 15.000 á mánaðarlaun fyrir dagvinnu.

Sjá einnig: Framtíð friðar á vinnumarkaði í höndum 80 þúsund félagsmanna ASÍ

Tilkynninguna, sem og áðurnefndan samning má sjá á vef FA.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×