Liverpool og Man Utd fóru illa að ráði sínu | Sjáðu mörkin Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 5. desember 2016 10:00 Nathan Aké potar boltanum yfir línuna og tryggir Bournemouth öll stigin. vísir/getty Liverpool og Manchester United riðu ekki feitum hesti frá viðureignum sínum í ensku úrvalsdeildinni í gær.Liverpool komst tvívegis tveimur mörkum yfir gegn Bournemouth en tapaði samt, 4-3. Liverpool var 0-2 yfir í hálfleik þökk sé mörkum Saidos Mané og Divocks Origi. Callum Wilson minnkaði muninn úr vítaspyrnu á 56. mínútu en átta mínútum síðar skoraði Emre Can þriðja mark Liverpool með góðu skoti. Á 72. mínútu var James Milner bókstaflega hársbreidd frá því að koma Liverpool í 1-4 en marklínutæknin sýndi að boltinn var millimetrum frá því að vera allur inni eftir hornspyrnu Milners. Þetta reyndist vera snúningspunkturinn í leiknum. Varamaðurinn Ryan Fraser minnkaði muninn í 2-3 á 76. mínútu og tveimur mínútum síðar sendi hann boltann á Steve Cook sem jafnaði metin. Það var svo annar varnarmaður, Nathan Aké, sem skoraði sigurmark Bournemouth á 93. mínútu.Leighton Baines skorar úr vítaspyrnunni og tryggir Everton stig.vísir/gettyMan Utd missti einnig niður góða stöðu gegn Everton á útivelli. Niðurstaðan 1-1 jafntefli. Zlatan Ibrahimovic kom Man Utd yfir á 42. mínútu þegar hann nýtti sér skógarferð Maarten Stekelenburg, markvarðar Everton. Maraoune Fellaini reyndist svo örlagavaldurinn á sínum gamla heimavelli. José Mourinho setti hann inná á 85. mínútu og fjórum mínútum síðar braut Fellaini klaufalega á Idrissa Gueye innan vítateigs og Michael Oliver, dómari leiksins, benti á punktinn. Leighton Baines skoraði úr vítinu og tryggði Everton stig.Mörkin úr leikjunum tveimur má sjá hér að neðan.Bournemouth 4-3 Liverpool Everton 1-1 Man Utd Enski boltinn Tengdar fréttir Segir stöðu Manchester United ekki endurspegla spilamennskuna Jose Mourinho, knattspyrnustjóri Manchester United, segir ósanngjarnt að horfa á úrslit undanfarinna leikja í stað þess að horfa á hvernig spilamennska liðsins hefur verið eftir fjórða jafntefli liðsins í síðustu fimm leikjum gegn Everton í dag.° 4. desember 2016 23:30 Klopp: Verðskuldaður sigur hjá Bournemouth Jurgen Klopp, knattspyrnustjóri Liverpool, var hreinskilinn er hann sagði sigur Bounemouth hafa verið verðskuldaðan eftir að lærisveinar hans köstuðu frá sér tveggja marka forskoti. 4. desember 2016 18:31 Varamaðurinn Fellaini skúrkurinn á gamla heimavellinum | Sjáðu mörkin Varamaðurinn Marouane Fellaini gaf Everton vítaspyrnu á lokamínútum leiksins í 1-1 jafntefli gegn Everton í dag en hann var aðeins nýkominn inná sem varamaður. 4. desember 2016 17:45 Bournemouth vann upp tveggja marka forskot Liverpool í ótrúlegum sigri | Sjáðu mörkin Bournemouth vann ótrúlegan 4-3 sigur á Liverpool í hádegisleiknum í enska boltanum þrátt fyrir að hafa í tvígang lent tveimur mörkum undir en lánsmaður frá Chelsea skoraði sigurmark Bournemouth í leiknum. 4. desember 2016 15:15 Mourinho vill að aðrir þjálfarar fái sömu meðferð Jose Mourinho, knattspyrnustjóri Manchester United, hefur fengið nóg af boðum og bönnum enska knattspyrnusambandsins eftir að hann tók út leikbann í leik Manchester United og West Ham í deildarbikarnum á miðvikudaginn. 4. desember 2016 06:00 Mest lesið Uppgjörið: Pólland - Ísland 23-31 | Önnur hindrun yfirstigin Handbolti Undrandi á skrýtinni stöðu: „Þetta er bara ekki að virka“ Handbolti „Hef verið í handbolta í þúsund ár en hef aldrei séð neitt þessu líkt“ Handbolti Alfreð tekur á sig sökina: Gagnrýndur óbeint af leikmanni Handbolti Sögulegur færeyskur stórsigur á EM Handbolti Svona var stuðið fyrir leik í Kristianstad Handbolti Stærsta stund strákanna okkar Handbolti Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Enski boltinn Andri einn og yfirgefinn: „Held ég hafi sloppið“ Handbolti Stór mistök Alfreðs reyndust Þjóðverjum dýrkeypt Handbolti Fleiri fréttir Aston Villa mistókst að höggva í forskot Arsenal Útivallarófarir Newcastle halda áfram „Ekki hrifinn af bauli eigin stuðningsmanna“ Íhuga að reka Glasner eftir reiðikastið Sjáðu hvernig United vann City og öll mörkin úr enska í gær Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Pirrandi kvöld fyrir topplið Arsenal í Skírisskógi Dagar Frank hjá Tottenham taldir? Benoný skoraði sigurmark Stockport Kærkominn sigur í fyrsta deildarleik Rosenior með Chelsea Víti í súginn í fjórða jafntefli Liverpool í röð Markaskorarinn Mbeumo: „Old Trafford var ótrúlegur í dag“ Draumabyrjun hjá Carrick Alveg sama hvað Roy Keane hefur að segja Slot segir Salah enn vera mjög mikilvægan fyrir Liverpool Glasner hættir með Crystal Palace í vor og Guehi fer nú í janúar Félagsfærni og persónuleiki skiptir miklu máli þegar Tuchel velur HM-hópinn Nýr þjálfari Chelsea minnti leikmenn á að þvo sér um hendur Engin mistök þegar „rangstöðumark“ Wirtz var dæmt gilt Ekki viss um framtíð sína hjá Liverpool Nýr stjóri Chelsea sagðist sjálfur bera ábyrgð á mistökum markvarðarins „Þetta get ég og þarf að gera oftar“ Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Guardiola segir að Haaland sé úrvinda Segir ósanngjarnt að kalla Arsenal „Set Piece FC“ Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Benoný kom inn á og breytti leiknum Carrick tekinn við Manchester United Hvað sagði verðandi þjálfari United í einkaviðtali við Sýn Sport? Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Sjá meira
Liverpool og Manchester United riðu ekki feitum hesti frá viðureignum sínum í ensku úrvalsdeildinni í gær.Liverpool komst tvívegis tveimur mörkum yfir gegn Bournemouth en tapaði samt, 4-3. Liverpool var 0-2 yfir í hálfleik þökk sé mörkum Saidos Mané og Divocks Origi. Callum Wilson minnkaði muninn úr vítaspyrnu á 56. mínútu en átta mínútum síðar skoraði Emre Can þriðja mark Liverpool með góðu skoti. Á 72. mínútu var James Milner bókstaflega hársbreidd frá því að koma Liverpool í 1-4 en marklínutæknin sýndi að boltinn var millimetrum frá því að vera allur inni eftir hornspyrnu Milners. Þetta reyndist vera snúningspunkturinn í leiknum. Varamaðurinn Ryan Fraser minnkaði muninn í 2-3 á 76. mínútu og tveimur mínútum síðar sendi hann boltann á Steve Cook sem jafnaði metin. Það var svo annar varnarmaður, Nathan Aké, sem skoraði sigurmark Bournemouth á 93. mínútu.Leighton Baines skorar úr vítaspyrnunni og tryggir Everton stig.vísir/gettyMan Utd missti einnig niður góða stöðu gegn Everton á útivelli. Niðurstaðan 1-1 jafntefli. Zlatan Ibrahimovic kom Man Utd yfir á 42. mínútu þegar hann nýtti sér skógarferð Maarten Stekelenburg, markvarðar Everton. Maraoune Fellaini reyndist svo örlagavaldurinn á sínum gamla heimavelli. José Mourinho setti hann inná á 85. mínútu og fjórum mínútum síðar braut Fellaini klaufalega á Idrissa Gueye innan vítateigs og Michael Oliver, dómari leiksins, benti á punktinn. Leighton Baines skoraði úr vítinu og tryggði Everton stig.Mörkin úr leikjunum tveimur má sjá hér að neðan.Bournemouth 4-3 Liverpool Everton 1-1 Man Utd
Enski boltinn Tengdar fréttir Segir stöðu Manchester United ekki endurspegla spilamennskuna Jose Mourinho, knattspyrnustjóri Manchester United, segir ósanngjarnt að horfa á úrslit undanfarinna leikja í stað þess að horfa á hvernig spilamennska liðsins hefur verið eftir fjórða jafntefli liðsins í síðustu fimm leikjum gegn Everton í dag.° 4. desember 2016 23:30 Klopp: Verðskuldaður sigur hjá Bournemouth Jurgen Klopp, knattspyrnustjóri Liverpool, var hreinskilinn er hann sagði sigur Bounemouth hafa verið verðskuldaðan eftir að lærisveinar hans köstuðu frá sér tveggja marka forskoti. 4. desember 2016 18:31 Varamaðurinn Fellaini skúrkurinn á gamla heimavellinum | Sjáðu mörkin Varamaðurinn Marouane Fellaini gaf Everton vítaspyrnu á lokamínútum leiksins í 1-1 jafntefli gegn Everton í dag en hann var aðeins nýkominn inná sem varamaður. 4. desember 2016 17:45 Bournemouth vann upp tveggja marka forskot Liverpool í ótrúlegum sigri | Sjáðu mörkin Bournemouth vann ótrúlegan 4-3 sigur á Liverpool í hádegisleiknum í enska boltanum þrátt fyrir að hafa í tvígang lent tveimur mörkum undir en lánsmaður frá Chelsea skoraði sigurmark Bournemouth í leiknum. 4. desember 2016 15:15 Mourinho vill að aðrir þjálfarar fái sömu meðferð Jose Mourinho, knattspyrnustjóri Manchester United, hefur fengið nóg af boðum og bönnum enska knattspyrnusambandsins eftir að hann tók út leikbann í leik Manchester United og West Ham í deildarbikarnum á miðvikudaginn. 4. desember 2016 06:00 Mest lesið Uppgjörið: Pólland - Ísland 23-31 | Önnur hindrun yfirstigin Handbolti Undrandi á skrýtinni stöðu: „Þetta er bara ekki að virka“ Handbolti „Hef verið í handbolta í þúsund ár en hef aldrei séð neitt þessu líkt“ Handbolti Alfreð tekur á sig sökina: Gagnrýndur óbeint af leikmanni Handbolti Sögulegur færeyskur stórsigur á EM Handbolti Svona var stuðið fyrir leik í Kristianstad Handbolti Stærsta stund strákanna okkar Handbolti Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Enski boltinn Andri einn og yfirgefinn: „Held ég hafi sloppið“ Handbolti Stór mistök Alfreðs reyndust Þjóðverjum dýrkeypt Handbolti Fleiri fréttir Aston Villa mistókst að höggva í forskot Arsenal Útivallarófarir Newcastle halda áfram „Ekki hrifinn af bauli eigin stuðningsmanna“ Íhuga að reka Glasner eftir reiðikastið Sjáðu hvernig United vann City og öll mörkin úr enska í gær Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Pirrandi kvöld fyrir topplið Arsenal í Skírisskógi Dagar Frank hjá Tottenham taldir? Benoný skoraði sigurmark Stockport Kærkominn sigur í fyrsta deildarleik Rosenior með Chelsea Víti í súginn í fjórða jafntefli Liverpool í röð Markaskorarinn Mbeumo: „Old Trafford var ótrúlegur í dag“ Draumabyrjun hjá Carrick Alveg sama hvað Roy Keane hefur að segja Slot segir Salah enn vera mjög mikilvægan fyrir Liverpool Glasner hættir með Crystal Palace í vor og Guehi fer nú í janúar Félagsfærni og persónuleiki skiptir miklu máli þegar Tuchel velur HM-hópinn Nýr þjálfari Chelsea minnti leikmenn á að þvo sér um hendur Engin mistök þegar „rangstöðumark“ Wirtz var dæmt gilt Ekki viss um framtíð sína hjá Liverpool Nýr stjóri Chelsea sagðist sjálfur bera ábyrgð á mistökum markvarðarins „Þetta get ég og þarf að gera oftar“ Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Guardiola segir að Haaland sé úrvinda Segir ósanngjarnt að kalla Arsenal „Set Piece FC“ Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Benoný kom inn á og breytti leiknum Carrick tekinn við Manchester United Hvað sagði verðandi þjálfari United í einkaviðtali við Sýn Sport? Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Sjá meira
Segir stöðu Manchester United ekki endurspegla spilamennskuna Jose Mourinho, knattspyrnustjóri Manchester United, segir ósanngjarnt að horfa á úrslit undanfarinna leikja í stað þess að horfa á hvernig spilamennska liðsins hefur verið eftir fjórða jafntefli liðsins í síðustu fimm leikjum gegn Everton í dag.° 4. desember 2016 23:30
Klopp: Verðskuldaður sigur hjá Bournemouth Jurgen Klopp, knattspyrnustjóri Liverpool, var hreinskilinn er hann sagði sigur Bounemouth hafa verið verðskuldaðan eftir að lærisveinar hans köstuðu frá sér tveggja marka forskoti. 4. desember 2016 18:31
Varamaðurinn Fellaini skúrkurinn á gamla heimavellinum | Sjáðu mörkin Varamaðurinn Marouane Fellaini gaf Everton vítaspyrnu á lokamínútum leiksins í 1-1 jafntefli gegn Everton í dag en hann var aðeins nýkominn inná sem varamaður. 4. desember 2016 17:45
Bournemouth vann upp tveggja marka forskot Liverpool í ótrúlegum sigri | Sjáðu mörkin Bournemouth vann ótrúlegan 4-3 sigur á Liverpool í hádegisleiknum í enska boltanum þrátt fyrir að hafa í tvígang lent tveimur mörkum undir en lánsmaður frá Chelsea skoraði sigurmark Bournemouth í leiknum. 4. desember 2016 15:15
Mourinho vill að aðrir þjálfarar fái sömu meðferð Jose Mourinho, knattspyrnustjóri Manchester United, hefur fengið nóg af boðum og bönnum enska knattspyrnusambandsins eftir að hann tók út leikbann í leik Manchester United og West Ham í deildarbikarnum á miðvikudaginn. 4. desember 2016 06:00