Eggi hent í hús Kristins Gylfa: Fjölskyldan skelkuð Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 5. desember 2016 18:33 Eggi var kastað í hús Kristins Gylfa, framkvæmdastjóra Brúneggja í seinustu viku eftir umfjöllun fjölmiðla um fyrirtækið. Þetta kom fram í viðtali við Kristinn í útvarpsþættinum Reykjavík síðdegis í dag. Í viðtalinu var Kristinn meðal annars spurður hvernig honum og hans fólki hefði liðið undir umfjöllun fjölmiðla frá því í seinustu viku. „Okkur hefur ekki liðið vel, okkar fólk hefur tekið þetta mjög nærri sér, það er verið að kalla okkur eigendur Brúneggja dýraníðinga þegar við höfum verið í landbúnaðarrekstri í 35 ár og það vita allir sem þekkja okkur að við höfum alla tíð farið vel með okkar dýr“ svaraði Kristinn. Sjá einnig: Neytendur blekktir árum saman: Auglýstu vistvæn egg án þess að uppfylla skilyrði Kristinn sagði að þeir bræður hefðu ekki alltaf getað verið í húsunum við nægilegt eftirlit og að sumt hefði mátt betur fara. Sér þætti það mjög miður. Áður hefði samstarf við fólk um sölu á vörunni alltaf verið gott. „Þessi uppákoma hefur stórskaðað okkar ímynd og ég vona bara að við fáum tækifæri til þess að sanna okkur á ný. Hvort fyrirtækið verði undir höndum nýrra aðila eða hvort það líður undir lok verður bara að koma í ljós“ sagði Kristinn. Sjá einnig: Brúnum eggjum kastað í Matís fyrir misskilning Loks var Kristinn spurður hvort hann og hans fólk hefði orðið fyrir aðkasti eftir umfjöllun fjölmiðla. „Já, eggi var hent í húsið þar sem ég og fjölskyldan mín búum eitt kvöldið í síðustu viku. Krökkunum leið ekki vel með það.“ sagði Kristinn. Hann sagði jafnframt að hann teldi fólk gríðarlega dómhart. Kristinn tók þó fram að fyrirtæki hans vilji eiga samtal og biðlaði til fólks um að horfa á málið í heild sinni. Þetta gæti verið hvatning til sín og annarra um að vanda betur til verka í matvælaframleiðslu á Íslandi. Kristinn var ekki viss hvort að umrætt egg hefði verið brúnegg. Brúneggjamálið Tengdar fréttir Spældir enda búnir að missa alla kúnna Kristinn Gylfi Jónsson, einn af eigendum Brúneggja, segir afar erfitt að takast á við þær aðstæður sem sköpuðust eftir að Kastljós fjallaði um málefni fyrirtækisins á mánudagskvöld. 30. nóvember 2016 07:00 Brúnum eggjum kastað í Matís fyrir misskilning Steinar B. Aðalbjörnsson, upplýsingafulltrúi Matís, gerir ráð fyrir að gremja eggjakastarans hafi beinst að Matvælastofnun. 30. nóvember 2016 14:52 Formaður Neytendasamtakanna: Vistvæn framleiðsla einungis blekking Ólafur Arnarson, formaður Neytendasamtakanna, segir það grafalvarlegt að fyrirtækið Brúnegg hafi ítrekað komist upp með að brjóta lög um velferð dýra þrátt fyrir athugasemdir frá Matvælastofnun. 29. nóvember 2016 08:56 Neytendur blekktir árum saman: Auglýstu vistvæn egg án þess að uppfylla skilyrði Komið hefur í ljós að fyrirtækið hefur ítrekað brotið lög um velferð dýra auk þess að merkja vörur sínar með villandi hætti. 28. nóvember 2016 22:09 Mest lesið „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Innlent Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Innlent Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Innlent „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Innlent Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu Innlent Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Innlent „Við gerum ekki svona við börn“ Innlent Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Innlent Fleiri fréttir Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sindri og Védís Hervör til Kópavogsbæjar Bókhaldstækni og aukin skattheimta skýri afganginn Tæplega tíu milljarða viðsnúningur Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Stuðningsmenn Oscars mótmæltu og Kári Stefáns hættur Bein útsending: Kynna ársreikning Reykjavíkurborgar „Við gerum ekki svona við börn“ Mótmælt við ríkisstjórnarfund: „Oscar á heima hér“ Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Líkamsárásir og brotist inn í raftækjaverslun Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Hikar ekki við að lögsækja skyldi Rafmennt nota nafn skólans Myndaveisla: Lúðrasveit, fánar og gríðarstór stytta á Verkalýðsdaginn Kalla eftir mannúð og miskunnsemi stjórnvalda gagnvart börnum Fulllestað og veikt flutningskerfi raforku Þekkir ofbeldið sem konur í karllægum störfum verða fyrir Vilja móta samfélagið í þágu vinnandi fólks Sjá meira
Eggi var kastað í hús Kristins Gylfa, framkvæmdastjóra Brúneggja í seinustu viku eftir umfjöllun fjölmiðla um fyrirtækið. Þetta kom fram í viðtali við Kristinn í útvarpsþættinum Reykjavík síðdegis í dag. Í viðtalinu var Kristinn meðal annars spurður hvernig honum og hans fólki hefði liðið undir umfjöllun fjölmiðla frá því í seinustu viku. „Okkur hefur ekki liðið vel, okkar fólk hefur tekið þetta mjög nærri sér, það er verið að kalla okkur eigendur Brúneggja dýraníðinga þegar við höfum verið í landbúnaðarrekstri í 35 ár og það vita allir sem þekkja okkur að við höfum alla tíð farið vel með okkar dýr“ svaraði Kristinn. Sjá einnig: Neytendur blekktir árum saman: Auglýstu vistvæn egg án þess að uppfylla skilyrði Kristinn sagði að þeir bræður hefðu ekki alltaf getað verið í húsunum við nægilegt eftirlit og að sumt hefði mátt betur fara. Sér þætti það mjög miður. Áður hefði samstarf við fólk um sölu á vörunni alltaf verið gott. „Þessi uppákoma hefur stórskaðað okkar ímynd og ég vona bara að við fáum tækifæri til þess að sanna okkur á ný. Hvort fyrirtækið verði undir höndum nýrra aðila eða hvort það líður undir lok verður bara að koma í ljós“ sagði Kristinn. Sjá einnig: Brúnum eggjum kastað í Matís fyrir misskilning Loks var Kristinn spurður hvort hann og hans fólk hefði orðið fyrir aðkasti eftir umfjöllun fjölmiðla. „Já, eggi var hent í húsið þar sem ég og fjölskyldan mín búum eitt kvöldið í síðustu viku. Krökkunum leið ekki vel með það.“ sagði Kristinn. Hann sagði jafnframt að hann teldi fólk gríðarlega dómhart. Kristinn tók þó fram að fyrirtæki hans vilji eiga samtal og biðlaði til fólks um að horfa á málið í heild sinni. Þetta gæti verið hvatning til sín og annarra um að vanda betur til verka í matvælaframleiðslu á Íslandi. Kristinn var ekki viss hvort að umrætt egg hefði verið brúnegg.
Brúneggjamálið Tengdar fréttir Spældir enda búnir að missa alla kúnna Kristinn Gylfi Jónsson, einn af eigendum Brúneggja, segir afar erfitt að takast á við þær aðstæður sem sköpuðust eftir að Kastljós fjallaði um málefni fyrirtækisins á mánudagskvöld. 30. nóvember 2016 07:00 Brúnum eggjum kastað í Matís fyrir misskilning Steinar B. Aðalbjörnsson, upplýsingafulltrúi Matís, gerir ráð fyrir að gremja eggjakastarans hafi beinst að Matvælastofnun. 30. nóvember 2016 14:52 Formaður Neytendasamtakanna: Vistvæn framleiðsla einungis blekking Ólafur Arnarson, formaður Neytendasamtakanna, segir það grafalvarlegt að fyrirtækið Brúnegg hafi ítrekað komist upp með að brjóta lög um velferð dýra þrátt fyrir athugasemdir frá Matvælastofnun. 29. nóvember 2016 08:56 Neytendur blekktir árum saman: Auglýstu vistvæn egg án þess að uppfylla skilyrði Komið hefur í ljós að fyrirtækið hefur ítrekað brotið lög um velferð dýra auk þess að merkja vörur sínar með villandi hætti. 28. nóvember 2016 22:09 Mest lesið „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Innlent Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Innlent Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Innlent „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Innlent Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu Innlent Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Innlent „Við gerum ekki svona við börn“ Innlent Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Innlent Fleiri fréttir Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sindri og Védís Hervör til Kópavogsbæjar Bókhaldstækni og aukin skattheimta skýri afganginn Tæplega tíu milljarða viðsnúningur Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Stuðningsmenn Oscars mótmæltu og Kári Stefáns hættur Bein útsending: Kynna ársreikning Reykjavíkurborgar „Við gerum ekki svona við börn“ Mótmælt við ríkisstjórnarfund: „Oscar á heima hér“ Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Líkamsárásir og brotist inn í raftækjaverslun Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Hikar ekki við að lögsækja skyldi Rafmennt nota nafn skólans Myndaveisla: Lúðrasveit, fánar og gríðarstór stytta á Verkalýðsdaginn Kalla eftir mannúð og miskunnsemi stjórnvalda gagnvart börnum Fulllestað og veikt flutningskerfi raforku Þekkir ofbeldið sem konur í karllægum störfum verða fyrir Vilja móta samfélagið í þágu vinnandi fólks Sjá meira
Spældir enda búnir að missa alla kúnna Kristinn Gylfi Jónsson, einn af eigendum Brúneggja, segir afar erfitt að takast á við þær aðstæður sem sköpuðust eftir að Kastljós fjallaði um málefni fyrirtækisins á mánudagskvöld. 30. nóvember 2016 07:00
Brúnum eggjum kastað í Matís fyrir misskilning Steinar B. Aðalbjörnsson, upplýsingafulltrúi Matís, gerir ráð fyrir að gremja eggjakastarans hafi beinst að Matvælastofnun. 30. nóvember 2016 14:52
Formaður Neytendasamtakanna: Vistvæn framleiðsla einungis blekking Ólafur Arnarson, formaður Neytendasamtakanna, segir það grafalvarlegt að fyrirtækið Brúnegg hafi ítrekað komist upp með að brjóta lög um velferð dýra þrátt fyrir athugasemdir frá Matvælastofnun. 29. nóvember 2016 08:56
Neytendur blekktir árum saman: Auglýstu vistvæn egg án þess að uppfylla skilyrði Komið hefur í ljós að fyrirtækið hefur ítrekað brotið lög um velferð dýra auk þess að merkja vörur sínar með villandi hætti. 28. nóvember 2016 22:09