Innlent

Spældir enda búnir að missa alla kúnna

Svavar Hávarðsson skrifar
Kristinn Gylfi Jónsson, einn af eigendum Brúneggja, segir afar erfitt að takast á við þær aðstæður sem sköpuðust eftir að Kastljós fjallaði um málefni fyrirtækisins á mánudagskvöld.
Kristinn Gylfi Jónsson, einn af eigendum Brúneggja, segir afar erfitt að takast á við þær aðstæður sem sköpuðust eftir að Kastljós fjallaði um málefni fyrirtækisins á mánudagskvöld. Vísir/Anton brink

Kristinn Gylfi Jónsson, einn af eigendum Brúneggja, segir afar erfitt að takast á við þær aðstæður sem sköpuðust eftir að Kastljós fjallaði um málefni fyrirtækisins á mánudagskvöld.



„Þetta hefur verið mjög erfitt fyrir okkur persónulega, bræðurna, vegna þess að við erum búnir að vera í landbúnaði alla ævi. Við þekkjum hvað það er að fara niður og verða gjaldþrota. Þá misstum við allar okkar eignir,“ segir Kristinn og útskýrir að þeir misstu frá sér fyrirtæki sem var umsvifamikið í kjötvinnslu, kjúklingum, eggjum og svínarækt. Úr þeim rústum hafi þeir byggt upp Brúnegg, en þeir áttu Nesbú frá 1999 til 2004 sem þá var stærsti framleiðandi landsins.



Kristinn segir að á einum degi hafi allir viðskiptavinir Brúneggja sagt sig frá viðskiptum við fyrirtækið, eða svo gott sem. Hann hafi skilning á þeim viðbrögðum, en einnig hafi þeim borist bréf frá almenningi þar sem því er lýst að á almenningi hafi verið brotið og hann blekktur.



„Þetta gera menn á grundvelli þeirra upplýsinga sem komu fram í þættinum – það eru frávik og gefa ekki rétta mynd af okkar rekstri í dag. En þetta eru slæm frávik og við biðjumst afsökunar,“ segir Kristinn. „Það eina sem við getum gert til að bjarga okkur frá gjaldþroti er að opna okkar hús fyrir fjölmiðlum, verslunum og öðrum til að sýna að hlutirnir eru í lagi núna,“ segir Kristinn.



Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu.


Tengdar fréttir



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×