Sakar fréttamann RÚV um dónaskap Samúel Karl Ólason skrifar 17. desember 2016 17:32 Sigmundur Davíð Gunnlaugsson. Vísir/Auðunn Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, þingmaður Framsóknarflokksins, sakar fréttamann RÚV um „dónaskap og framgöngu“ sem hann hafi ekki oft kynnst af hálfu fréttamanna. Þá segir hann „þráhyggju SDG-hópsins á RÚV“ virðast ágerast frekar en hitt. Hann segir að svo virðist sem að tilgangur heimsóknar RÚV í hundrað ára afmælisveislu Framsóknarflokksins hafi eingöngu verið til að ýta undir illdeilur í flokknum og búa til frétt um að Sigmundur hafi ekki setið nógu mikið í Alþingishúsinu undanfarna daga. „Það er reyndar erfitt mál við að eiga því SDG-hópurinn hefur tilhneigingu til að hafa bæði áhyggjur af því hvar ég er og hvar ég er ekki,“ skrifar Sigmundur á Facebook. Tilefni skrifa Sigmundar viðtal sem hann veitti RÚV á Akureyri í gær í áðurnefndri afmælisveislu. Þar var hann spurður út í fjarvistir sínar á Alþingi og gekk út úr viðtalinu.Sjá einnig: Gekk út úr viðtali þegar hann var spurður um fjarvistir á Alþingi „Þingmenn vinna við fleira en að sitja í þingsalnum,“ skrifar Sigmundur. „Sem betur fer því að jafnaði sitja tveir til þrír menn í salnum. Þingmenn eiga að fylgjast með þingfundum eins og kostur er en einnig að hitta fólk, kynna sér mikilvæg mál, sinna flokknum sínum, kjósendum og öðrum landsmönnum.“ Hann segir fjóra þingfundadaga hafa verið haldna eftir þingsetningu 6. desember og sá lengsti hafi verið rúmir fjórir klukkutímar. Einn hafi verið haldinn eftir að þingmenn Framsóknarflokksins fengu skrifstofur. Ekki hafi verið mynduð ríkisstjórn, ekki sé hægt að skipa í nefndir nema til bráðabirgða og helsta viðfangsefni þingsins sé munaðarlaust fjárlagafrumvarp samið ef embættismönnum. „Ríkisútvarpið hefur hins vegar mestar áhyggjur af því að ég hafi ekki setið í þingsalnum þessa fjóra daga. Eftir því sem ég kemst næst er þetta í fyrsta skipti sem stofnunin sér ástæðu til að gera slíka frétt. Þó hef ég séð ótal dæmi um að þingmenn hafi ekki aðeins sleppt því að sitja í þingsal heldur horfið vikum saman án þess þó að vera saknað.“ Sigmundur segist þó geta dregið úr áhyggjum á „RÚV-AK“ með því að upplýsa um að hann hafi „fylgst vel með gangi mála á þinginu þessa skrýtnu daga en um leið náð að sinna öðrum verkefnum sem falla undir starf þingmanns eins og síðar mun koma í ljós“. Alþingi Tengdar fréttir Framsóknarflokkurinn hundrað ára: Við stjórnvölin í nærri sjö áratugi Í tilefni af tímamótunum verður hér stiklað á stóru, í máli og myndum, þó aðallega myndum, og farið yfir hæðir og lægðir í langri sögu flokksins. 16. desember 2016 10:30 Sigmundur Davíð segist ekki bera eins mikla ábyrgð á stöðunni innan Framsóknar og RÚV Framsóknarflokkurinn fagnar 100 ára afmæli sínu í dag með mikilli afmælishátíð í Þjóðleikhúsinu sem nú stendur yfir. 16. desember 2016 20:03 Gekk út úr viðtali þegar hann var spurður um fjarvistir á Alþingi Sigmundur Davíð Gunnlaugsson þingmaður og fyrrum forsætisráðherra, gekk út úr viðtali við RÚV þegar fréttamaður spurði hann um fjarvistir hans á þingi. 17. desember 2016 15:08 Mest lesið Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Erlent Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Innlent Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Furðar sig á viðvaningshætti í Washington og segir fundinn óþarfan Erlent Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Innlent Sjaldan fleiri mótmælt ríkisstjórninni Erlent Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Erlent Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Innlent Dvalarleyfiskerfið „handónýtt“: Erlent verkafólk leiti í vændi til að ná endum saman Innlent Fleiri fréttir Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Missir mikilvægrar meðferðar, óánægja í Ísrael og sundkappinn sem tefst Leiðtogar Norðurlanda og Eystrasaltsins: Engin friður án aðkomu Úkraínu“ Einn handtekinn vegna gruns um íkveikju Ný Miðgarðakirkja vígð í Grímsey Dvalarleyfiskerfið „handónýtt“: Erlent verkafólk leiti í vændi til að ná endum saman Átta utanríkisráðherrar fordæma hernámið á Gasa Mikill eldur í gömlu timburhúsi á Skaganum Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Viðvaningsháttur Trump-liða, próflausir leigubílstjórar og vel heppnuð ganga Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Deilt um ESB og Sólveig Anna ræðir útlendingafrumvarp Níu gistu fangageymslur í nótt Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Vond staða Úkraínu, furðukenning um geimverur og Gleðigangan Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Sjá meira
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, þingmaður Framsóknarflokksins, sakar fréttamann RÚV um „dónaskap og framgöngu“ sem hann hafi ekki oft kynnst af hálfu fréttamanna. Þá segir hann „þráhyggju SDG-hópsins á RÚV“ virðast ágerast frekar en hitt. Hann segir að svo virðist sem að tilgangur heimsóknar RÚV í hundrað ára afmælisveislu Framsóknarflokksins hafi eingöngu verið til að ýta undir illdeilur í flokknum og búa til frétt um að Sigmundur hafi ekki setið nógu mikið í Alþingishúsinu undanfarna daga. „Það er reyndar erfitt mál við að eiga því SDG-hópurinn hefur tilhneigingu til að hafa bæði áhyggjur af því hvar ég er og hvar ég er ekki,“ skrifar Sigmundur á Facebook. Tilefni skrifa Sigmundar viðtal sem hann veitti RÚV á Akureyri í gær í áðurnefndri afmælisveislu. Þar var hann spurður út í fjarvistir sínar á Alþingi og gekk út úr viðtalinu.Sjá einnig: Gekk út úr viðtali þegar hann var spurður um fjarvistir á Alþingi „Þingmenn vinna við fleira en að sitja í þingsalnum,“ skrifar Sigmundur. „Sem betur fer því að jafnaði sitja tveir til þrír menn í salnum. Þingmenn eiga að fylgjast með þingfundum eins og kostur er en einnig að hitta fólk, kynna sér mikilvæg mál, sinna flokknum sínum, kjósendum og öðrum landsmönnum.“ Hann segir fjóra þingfundadaga hafa verið haldna eftir þingsetningu 6. desember og sá lengsti hafi verið rúmir fjórir klukkutímar. Einn hafi verið haldinn eftir að þingmenn Framsóknarflokksins fengu skrifstofur. Ekki hafi verið mynduð ríkisstjórn, ekki sé hægt að skipa í nefndir nema til bráðabirgða og helsta viðfangsefni þingsins sé munaðarlaust fjárlagafrumvarp samið ef embættismönnum. „Ríkisútvarpið hefur hins vegar mestar áhyggjur af því að ég hafi ekki setið í þingsalnum þessa fjóra daga. Eftir því sem ég kemst næst er þetta í fyrsta skipti sem stofnunin sér ástæðu til að gera slíka frétt. Þó hef ég séð ótal dæmi um að þingmenn hafi ekki aðeins sleppt því að sitja í þingsal heldur horfið vikum saman án þess þó að vera saknað.“ Sigmundur segist þó geta dregið úr áhyggjum á „RÚV-AK“ með því að upplýsa um að hann hafi „fylgst vel með gangi mála á þinginu þessa skrýtnu daga en um leið náð að sinna öðrum verkefnum sem falla undir starf þingmanns eins og síðar mun koma í ljós“.
Alþingi Tengdar fréttir Framsóknarflokkurinn hundrað ára: Við stjórnvölin í nærri sjö áratugi Í tilefni af tímamótunum verður hér stiklað á stóru, í máli og myndum, þó aðallega myndum, og farið yfir hæðir og lægðir í langri sögu flokksins. 16. desember 2016 10:30 Sigmundur Davíð segist ekki bera eins mikla ábyrgð á stöðunni innan Framsóknar og RÚV Framsóknarflokkurinn fagnar 100 ára afmæli sínu í dag með mikilli afmælishátíð í Þjóðleikhúsinu sem nú stendur yfir. 16. desember 2016 20:03 Gekk út úr viðtali þegar hann var spurður um fjarvistir á Alþingi Sigmundur Davíð Gunnlaugsson þingmaður og fyrrum forsætisráðherra, gekk út úr viðtali við RÚV þegar fréttamaður spurði hann um fjarvistir hans á þingi. 17. desember 2016 15:08 Mest lesið Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Erlent Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Innlent Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Furðar sig á viðvaningshætti í Washington og segir fundinn óþarfan Erlent Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Innlent Sjaldan fleiri mótmælt ríkisstjórninni Erlent Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Erlent Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Innlent Dvalarleyfiskerfið „handónýtt“: Erlent verkafólk leiti í vændi til að ná endum saman Innlent Fleiri fréttir Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Missir mikilvægrar meðferðar, óánægja í Ísrael og sundkappinn sem tefst Leiðtogar Norðurlanda og Eystrasaltsins: Engin friður án aðkomu Úkraínu“ Einn handtekinn vegna gruns um íkveikju Ný Miðgarðakirkja vígð í Grímsey Dvalarleyfiskerfið „handónýtt“: Erlent verkafólk leiti í vændi til að ná endum saman Átta utanríkisráðherrar fordæma hernámið á Gasa Mikill eldur í gömlu timburhúsi á Skaganum Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Viðvaningsháttur Trump-liða, próflausir leigubílstjórar og vel heppnuð ganga Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Deilt um ESB og Sólveig Anna ræðir útlendingafrumvarp Níu gistu fangageymslur í nótt Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Vond staða Úkraínu, furðukenning um geimverur og Gleðigangan Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Sjá meira
Framsóknarflokkurinn hundrað ára: Við stjórnvölin í nærri sjö áratugi Í tilefni af tímamótunum verður hér stiklað á stóru, í máli og myndum, þó aðallega myndum, og farið yfir hæðir og lægðir í langri sögu flokksins. 16. desember 2016 10:30
Sigmundur Davíð segist ekki bera eins mikla ábyrgð á stöðunni innan Framsóknar og RÚV Framsóknarflokkurinn fagnar 100 ára afmæli sínu í dag með mikilli afmælishátíð í Þjóðleikhúsinu sem nú stendur yfir. 16. desember 2016 20:03
Gekk út úr viðtali þegar hann var spurður um fjarvistir á Alþingi Sigmundur Davíð Gunnlaugsson þingmaður og fyrrum forsætisráðherra, gekk út úr viðtali við RÚV þegar fréttamaður spurði hann um fjarvistir hans á þingi. 17. desember 2016 15:08