Sigmundur Davíð segist ekki bera eins mikla ábyrgð á stöðunni innan Framsóknar og RÚV Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 16. desember 2016 20:03 Framsóknarflokkurinn fagnar 100 ára afmæli sínu í dag með mikilli afmælishátíð í Þjóðleikhúsinu sem nú stendur yfir. Þá er afmælinu líka fagnað með veislu á Akureyri en Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, þingmaður og fyrrverandi formaður flokksins, mætti þangað ásamt konu sinni, Önnu Sigurlaugu Pálsdóttur, en ekki á hátíðina í Þjóðleikhúsinu. Það er ekki ofsögum sagt að það hafi gustað um Framsóknarflokkinn á 100. afmælisárinu. Sigmundur Davíð sagði af sér sem forsætisráðherra í apríl í kjölfar Panama-lekans og í september síðastliðnum tókust hann og Sigurður Ingi Jóhannsson, þáverandi varaformaður flokksins, um formannsembættið í flokknum. Sigurður Ingi hafði tekið við af Sigmundi Davíð sem forsætisráðherra í apríl og hann hafði betur í formannskjörinu en síðan hefur staðan í flokknum verið viðkvæm. Vilja ýmsir meina að hann sé í raun klofinn en í viðtali við Stöð 2 í kvöld vildi Sigurður Ingi þó ekki meina það. Sigmundur Davíð var spurður út í stöðuna í flokknum í viðtali við Sunnu Valgerðardóttur í kvöldfréttum RÚV og hvort að hann tæki einhverja á því að nú væri verið að fagna aldarafmælinu í skugga mikilla flokksátaka. „Ekki eins mikla og Ríkisútvarpið,“ svaraði Sigmundur Davíð þá en bætti við að það væri alveg rétt að tilfinningarnar væru blendnar við aðstæður sem þessar. Því væri ekki að neita að það hefði gengið á ýmsu en aðspurður hvaða skref hann sjálfur ætlaði til að laga klofninginn í flokknum kvaðst hann ætla að leita samráðs við Ríkisútvarpið um það. Sunna spurði Sigmund þá hvort hann ætlaði eitthvað að vinna innan flokksins en ekki bara með RÚV. „Ja, Ríkisútvarpið kemur nú það mikið að málum inni í flokknum að það er eðlilegt að við vinnum þetta í sameiningu,“ svaraði Sigmundur þá. Í spilaranum hér að ofan má sjá frétt Stöðvar 2 um afmælið og viðtal við Sigurð Inga Jóhannsson, formann flokksins. Tengdar fréttir Framsóknarflokkurinn hundrað ára: Við stjórnvölin í nærri sjö áratugi Í tilefni af tímamótunum verður hér stiklað á stóru, í máli og myndum, þó aðallega myndum, og farið yfir hæðir og lægðir í langri sögu flokksins. 16. desember 2016 10:30 Framsóknarflokkurinn í 100 ár Framsóknarflokkurinn á sér mikla sögu og hann endurnýjar sig stöðugt. Hann átti erindi við þjóðina fyrir hundrað árum og hann á enn erindi við þjóðina. 16. desember 2016 07:00 Mest lesið Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Innlent Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Erlent Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Innlent Alelda bíll á Emstruleið Innlent Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Innlent Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Innlent Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Innlent Fleiri fréttir Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Vond staða Úkraínu, furðukenning um geimverur og Gleðigangan Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Sjá meira
Framsóknarflokkurinn fagnar 100 ára afmæli sínu í dag með mikilli afmælishátíð í Þjóðleikhúsinu sem nú stendur yfir. Þá er afmælinu líka fagnað með veislu á Akureyri en Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, þingmaður og fyrrverandi formaður flokksins, mætti þangað ásamt konu sinni, Önnu Sigurlaugu Pálsdóttur, en ekki á hátíðina í Þjóðleikhúsinu. Það er ekki ofsögum sagt að það hafi gustað um Framsóknarflokkinn á 100. afmælisárinu. Sigmundur Davíð sagði af sér sem forsætisráðherra í apríl í kjölfar Panama-lekans og í september síðastliðnum tókust hann og Sigurður Ingi Jóhannsson, þáverandi varaformaður flokksins, um formannsembættið í flokknum. Sigurður Ingi hafði tekið við af Sigmundi Davíð sem forsætisráðherra í apríl og hann hafði betur í formannskjörinu en síðan hefur staðan í flokknum verið viðkvæm. Vilja ýmsir meina að hann sé í raun klofinn en í viðtali við Stöð 2 í kvöld vildi Sigurður Ingi þó ekki meina það. Sigmundur Davíð var spurður út í stöðuna í flokknum í viðtali við Sunnu Valgerðardóttur í kvöldfréttum RÚV og hvort að hann tæki einhverja á því að nú væri verið að fagna aldarafmælinu í skugga mikilla flokksátaka. „Ekki eins mikla og Ríkisútvarpið,“ svaraði Sigmundur Davíð þá en bætti við að það væri alveg rétt að tilfinningarnar væru blendnar við aðstæður sem þessar. Því væri ekki að neita að það hefði gengið á ýmsu en aðspurður hvaða skref hann sjálfur ætlaði til að laga klofninginn í flokknum kvaðst hann ætla að leita samráðs við Ríkisútvarpið um það. Sunna spurði Sigmund þá hvort hann ætlaði eitthvað að vinna innan flokksins en ekki bara með RÚV. „Ja, Ríkisútvarpið kemur nú það mikið að málum inni í flokknum að það er eðlilegt að við vinnum þetta í sameiningu,“ svaraði Sigmundur þá. Í spilaranum hér að ofan má sjá frétt Stöðvar 2 um afmælið og viðtal við Sigurð Inga Jóhannsson, formann flokksins.
Tengdar fréttir Framsóknarflokkurinn hundrað ára: Við stjórnvölin í nærri sjö áratugi Í tilefni af tímamótunum verður hér stiklað á stóru, í máli og myndum, þó aðallega myndum, og farið yfir hæðir og lægðir í langri sögu flokksins. 16. desember 2016 10:30 Framsóknarflokkurinn í 100 ár Framsóknarflokkurinn á sér mikla sögu og hann endurnýjar sig stöðugt. Hann átti erindi við þjóðina fyrir hundrað árum og hann á enn erindi við þjóðina. 16. desember 2016 07:00 Mest lesið Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Innlent Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Erlent Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Innlent Alelda bíll á Emstruleið Innlent Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Innlent Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Innlent Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Innlent Fleiri fréttir Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Vond staða Úkraínu, furðukenning um geimverur og Gleðigangan Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Sjá meira
Framsóknarflokkurinn hundrað ára: Við stjórnvölin í nærri sjö áratugi Í tilefni af tímamótunum verður hér stiklað á stóru, í máli og myndum, þó aðallega myndum, og farið yfir hæðir og lægðir í langri sögu flokksins. 16. desember 2016 10:30
Framsóknarflokkurinn í 100 ár Framsóknarflokkurinn á sér mikla sögu og hann endurnýjar sig stöðugt. Hann átti erindi við þjóðina fyrir hundrað árum og hann á enn erindi við þjóðina. 16. desember 2016 07:00