Rússar og Tyrkir segja morðið hryðjuverk Jóhann Óli Eiðsson skrifar 20. desember 2016 07:45 Altinas sést hér til vinstri. vísir/epa Andrei Karlov, sendiherra Rússlands í Tyrklandi, var myrtur á listasýningu í Ankara í gær. Árásarmaðurinn var tyrkneskur óeirðalögregluþjónn og vildi með gjörningnum mótmæla framgöngu Rússa í Aleppo. Ekki er talið að atburðurinn verði tilefni illdeilna milli þjóðanna. Árásin átti sér stað við opnun listasýningarinnar „Rússland með augum Tyrkja“ í einu helsta sendiráðahverfi Ankara. Hinn 62 ára gamli Karlov flutti tölu til að setja sýninguna en náði ekki að ljúka henni. Hann hafði talað í nokkrar mínútur þegar hinn 22 ára gamli Mevlut Mert Altinas skaut hann í bakið. Karlov lést af sárum sínum á leið á sjúkrahús. „Ekki gleyma Aleppo! Ekki gleyma Sýrlandi!“ æpti Altinas eftir að hann hafði hleypt af. Hann bætti svo um betur og sagði að hann yrði ekki fjarlægður af safninu á lífi. Það reyndist rétt því starfsbræður hans, lögreglumenn höfuðborgarinnar, skutu hann til bana skömmu eftir árásina. Ekki er vitað hvort Altinas hafi verið einn að verki eða hvort fleiri hafi átt þátt í árásinni. Tyrknesk rannsókn hófst nær samstundis og létu rannsakendur hafa eftir sér að meðlimir Gulen-hópsins lægju undir grun. Ráðherrar í ríkisstjórn Tyrklands, auk borgarstjóra Ankara, létu hafa eftir sér að markmið árásarinnar væri að reka fleyg á milli Tyrklands og Rússlands. Samband þjóðanna hefur oft verið stirt en ísköldu andaði á milli eftir að Tyrkir skutu niður rússneska herþotu í nóvember í fyrra. Sambandið hefur verið á batavegi það sem af er ári. Bæði Rússar og Tyrkir hafa kallað atburðinn hryðjuverkaárás. Recep Tayyip Erdogan, forseti Tyrklands, sagði í sjónvarpsávarpi að hann og Vladimír Pútín, forseti Rússlands, hefðu rætt saman í síma. Þeir hefðu sammælst um að morðið hefði verið hugsað til þess reyna að reka fleyg milli þjóðanna. Hann bætti við að samskipti Rússlands og Tyrklands væru afar mikilvæg fyrir heimshlutann og að árásarmanninum yrði ekki að ósk sinni. Vladimír Pútín, forseti Rússlands, tók í sama streng og tyrknesku ráðherrarnir. Hann bætti um betur og sagði að árásarmaðurinn vildi koma í veg fyrir frið í Sýrlandi. Forsetinn hét því að verja meiri orku í baráttuna gegn hryðjuverkum. Fundur utanríkisráðherra Rússlands, Tyrklands og Írans, sem áætlaður var næstkomandi fimmtudag, mun fara fram líkt og ekkert hafi í skorist.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu. Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Rússneski sendiherrann er látinn Andrei Karlov er látinn eftir skotárás í Tyrklandi 19. desember 2016 17:10 Pútín tjáir sig: "Morðið var sniðið til þess að spilla tengslum Rússlands og Tyrklands“ Rússneski sendiherrann í Tyrklandi, Andrey Karlov, var myrtur í Ankara í dag. 19. desember 2016 21:26 Mest lesið „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Innlent „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Innlent Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax Innlent Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Innlent Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Innlent Fleiri fréttir Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Sprengingar eftir eldingu Rússar helsta ógnin sem Norðmenn standi frammi fyrir Kýrskýrt að aðeins Selenskíj geti samið um landsvæði Blaðamenn drepnir í tugatali: Banvænt mynstur misræmis og mótsagna Fundað í hverju horni fyrir Alaskahitting Trump og Pútín Öfgahægriflokkur mælist stærstur í Þýskalandi Hitamet falla og gróðureldar geisa í Evrópu og víðar Rússar myndu nota Donbas til að ráðast enn lengra inn í Úkraínu Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Sendir frá Norður-Kóreu í „þrældóm“ í Rússlandi Greta Thunberg siglir á ný til Gasa Skoða að stofna viðbragðssveit gegn uppþotum í Bandaríkjunum Hernumin héruð horfi fram á þjóðernishreinsun Vara við afleiðingum samsæriskenninga eftir skotárás á heilbrigðisstofnun Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Smyglaði 850 skjaldbökum í sokkum frá Bandaríkjunum Albanese segir Netanyahu í afneitun Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Leiðtogar Evrópu ítreka sjálfsákvörðunarrétt Úkraínumanna Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu „Þetta er í rauninni þreifingafundur“ Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Fordæmir dráp á blaðamönnum og vill sjá valkyrjur stíga harðar fram Sagður slaka á kröfum og útiloka ekki landsvæðaskipti Buðu ferðamönnum upp á „stjarnferðalag“ með heimablönduðu froskaeitri Sigar þjóðvarðliðum á götur Washington og setur lögregluna á sitt vald Ákæra stjórnendur flutningaskips vegna skemmda á sæstreng Sjá meira
Andrei Karlov, sendiherra Rússlands í Tyrklandi, var myrtur á listasýningu í Ankara í gær. Árásarmaðurinn var tyrkneskur óeirðalögregluþjónn og vildi með gjörningnum mótmæla framgöngu Rússa í Aleppo. Ekki er talið að atburðurinn verði tilefni illdeilna milli þjóðanna. Árásin átti sér stað við opnun listasýningarinnar „Rússland með augum Tyrkja“ í einu helsta sendiráðahverfi Ankara. Hinn 62 ára gamli Karlov flutti tölu til að setja sýninguna en náði ekki að ljúka henni. Hann hafði talað í nokkrar mínútur þegar hinn 22 ára gamli Mevlut Mert Altinas skaut hann í bakið. Karlov lést af sárum sínum á leið á sjúkrahús. „Ekki gleyma Aleppo! Ekki gleyma Sýrlandi!“ æpti Altinas eftir að hann hafði hleypt af. Hann bætti svo um betur og sagði að hann yrði ekki fjarlægður af safninu á lífi. Það reyndist rétt því starfsbræður hans, lögreglumenn höfuðborgarinnar, skutu hann til bana skömmu eftir árásina. Ekki er vitað hvort Altinas hafi verið einn að verki eða hvort fleiri hafi átt þátt í árásinni. Tyrknesk rannsókn hófst nær samstundis og létu rannsakendur hafa eftir sér að meðlimir Gulen-hópsins lægju undir grun. Ráðherrar í ríkisstjórn Tyrklands, auk borgarstjóra Ankara, létu hafa eftir sér að markmið árásarinnar væri að reka fleyg á milli Tyrklands og Rússlands. Samband þjóðanna hefur oft verið stirt en ísköldu andaði á milli eftir að Tyrkir skutu niður rússneska herþotu í nóvember í fyrra. Sambandið hefur verið á batavegi það sem af er ári. Bæði Rússar og Tyrkir hafa kallað atburðinn hryðjuverkaárás. Recep Tayyip Erdogan, forseti Tyrklands, sagði í sjónvarpsávarpi að hann og Vladimír Pútín, forseti Rússlands, hefðu rætt saman í síma. Þeir hefðu sammælst um að morðið hefði verið hugsað til þess reyna að reka fleyg milli þjóðanna. Hann bætti við að samskipti Rússlands og Tyrklands væru afar mikilvæg fyrir heimshlutann og að árásarmanninum yrði ekki að ósk sinni. Vladimír Pútín, forseti Rússlands, tók í sama streng og tyrknesku ráðherrarnir. Hann bætti um betur og sagði að árásarmaðurinn vildi koma í veg fyrir frið í Sýrlandi. Forsetinn hét því að verja meiri orku í baráttuna gegn hryðjuverkum. Fundur utanríkisráðherra Rússlands, Tyrklands og Írans, sem áætlaður var næstkomandi fimmtudag, mun fara fram líkt og ekkert hafi í skorist.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Rússneski sendiherrann er látinn Andrei Karlov er látinn eftir skotárás í Tyrklandi 19. desember 2016 17:10 Pútín tjáir sig: "Morðið var sniðið til þess að spilla tengslum Rússlands og Tyrklands“ Rússneski sendiherrann í Tyrklandi, Andrey Karlov, var myrtur í Ankara í dag. 19. desember 2016 21:26 Mest lesið „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Innlent „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Innlent Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax Innlent Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Innlent Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Innlent Fleiri fréttir Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Sprengingar eftir eldingu Rússar helsta ógnin sem Norðmenn standi frammi fyrir Kýrskýrt að aðeins Selenskíj geti samið um landsvæði Blaðamenn drepnir í tugatali: Banvænt mynstur misræmis og mótsagna Fundað í hverju horni fyrir Alaskahitting Trump og Pútín Öfgahægriflokkur mælist stærstur í Þýskalandi Hitamet falla og gróðureldar geisa í Evrópu og víðar Rússar myndu nota Donbas til að ráðast enn lengra inn í Úkraínu Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Sendir frá Norður-Kóreu í „þrældóm“ í Rússlandi Greta Thunberg siglir á ný til Gasa Skoða að stofna viðbragðssveit gegn uppþotum í Bandaríkjunum Hernumin héruð horfi fram á þjóðernishreinsun Vara við afleiðingum samsæriskenninga eftir skotárás á heilbrigðisstofnun Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Smyglaði 850 skjaldbökum í sokkum frá Bandaríkjunum Albanese segir Netanyahu í afneitun Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Leiðtogar Evrópu ítreka sjálfsákvörðunarrétt Úkraínumanna Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu „Þetta er í rauninni þreifingafundur“ Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Fordæmir dráp á blaðamönnum og vill sjá valkyrjur stíga harðar fram Sagður slaka á kröfum og útiloka ekki landsvæðaskipti Buðu ferðamönnum upp á „stjarnferðalag“ með heimablönduðu froskaeitri Sigar þjóðvarðliðum á götur Washington og setur lögregluna á sitt vald Ákæra stjórnendur flutningaskips vegna skemmda á sæstreng Sjá meira
Rússneski sendiherrann er látinn Andrei Karlov er látinn eftir skotárás í Tyrklandi 19. desember 2016 17:10
Pútín tjáir sig: "Morðið var sniðið til þess að spilla tengslum Rússlands og Tyrklands“ Rússneski sendiherrann í Tyrklandi, Andrey Karlov, var myrtur í Ankara í dag. 19. desember 2016 21:26
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent
Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Innlent
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent
Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Innlent