Vilja bæði draga úr áhrifum auðkýfinga Guðsteinn Bjarnason skrifar 6. febrúar 2016 07:00 Bernie Sanders og Hillary Clinton mættust í kappræðum, þeim fyrstu eftir að þriðji frambjóðandinn, Martin O’Malley, heltist úr lestinni. Fréttablaðið/EPA Demókratarnir Bernie Sanders og Hillary Clinton mættust í sjónvarpskappræðum á fimmtudagskvöld, í fyrsta sinn eftir að þriðji frambjóðandinn, Martin O’Malley, heltist úr lestinni. Meðal þeirra mála sem bar á góma voru heljartök auðkýfinga á stjórnmálum í Bandaríkjunum. Þar nefndi Sanders meðal annars kröfu sína um að breyta þurfi umdeildu fyrirkomulagi sem kennt er við mál Citizens United gegn bandarísku kjörstjórninni frá árinu 2010. Það ár kvað Hæstiréttur Bandaríkjanna nefnilega upp þann úrskurð að einstaklingar, fyrirtæki og félög megi óhindrað birta auglýsingar þar sem tekin er afstaða í kosningabaráttu. Reyni ríkisvaldið að hindra slíkt sé verið að skerða tjáningarfrelsi þeirra. Að vísu megi setja reglur um beina fjármögnun kosningabaráttu einstaklinga eða flokka, en fjársterkir aðilar megi verja eins miklu fé og þeir kjósa í eigin auglýsingar, þar sem lýst sé yfir stuðningi eða andstöðu við tiltekin framboð. Sanders og stuðningsmenn hans hafa ítrekað gefið í skyn að Clinton þiggi stórfé af auðkýfingum og gangi þar með erinda þeirra. Hún sagði þær ásakanir fráleitar, en tók undir kröfu Sanders um að breyta þurfi þessu fyrirkomulagi enda hefur það lengi verið þyrnir í augum demókrata. Það sem stendur í veginum er hins vegar úrskurður Hæstaréttar, sem ekki er einfalt að breyta. Með því að gefa auðkýfingum og stórfyrirtækjum frjálsar hendur í kosningabaráttunni sé í raun verið að lögleiða mútur, segja gagnrýnendur fyrirkomulagsins. Hinir fjársterku ráði í reynd ferðinni í kosningabaráttunni og eigi svo hönk upp í bakið á þeim sem fengu stuðning þeirra. Í kjölfar hæstaréttardómsins spruttu upp stórtæk fjármögnunarfélög, nefnd „super PACs“, sem hafa safnað fé til að lýsa yfir pólitískum stuðningi eða andstöðu við einstaka frambjóðendur. Frambjóðendur beggja flokka hafa óspart nýtt sér þennan möguleika til að styrkja stöðu sína í kosningabaráttunni. Repúblikaninn Jeb Bush hefur verið stórtækastur og náð sér í meira en 123 milljónir dala frá pólitískum fjármögnunarfélögum, en næst honum koma þau Hillary Clinton, sem hefur fengið nærri 48 milljónir dala, Ted Cruz með 43 milljónir og Marco Rubio með 32 milljónir. Bernie Sanders hefur stært sig af því að vera eini frambjóðandinn sem ekki hafi haft nein pólitísk fjármögnunarfélög á sínum snærum í kosningabaráttunni. Reyndar hafa pólitísk fjármögnunarfélög notað 3,5 milljónir dala til stuðnings honum, en hann segist ekki hafa óskað eftir því. Fjárhæðin er auk þess í minna lagi miðað við aðra frambjóðendur. Tengdar fréttir Deildu um Wall Street og utanríkisstefnu Bernie Sanders og Hillary Clinton tókust á í kappræðum í gær. 5. febrúar 2016 10:23 Hillary Clinton rétt marði Sanders með minnsta mun Demókratar gengu að kjörborðinu í Iowa til að velja sinn frambjóðanda fyrir næstu forsetakosningar í nótt. Þar var spennan gríðarleg og þegar búið er að telja 99,2 prósent atkvæða er munurinn á Bernie Sanders og Hillary Clinton of lítill til að hægt sé að úrskurða sigurvegara. 2. febrúar 2016 07:06 Úrslitin í Iowa komu flestum á óvart Clinton og Sanders nánast hnífjöfn en Cruz vann óvæntan sigur á Trump. Rubio gerir sér síðan vonir um að þriðja sætið gefi honum forskot á aðra. Jeb Bush eyddi nærri tveimur milljörðum króna í auglýsingar í Iowa. Hann náði ekki ne 3. febrúar 2016 07:00 Mest lesið Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir Innlent Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Innlent Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Innlent Hafa fundið Cessna-vélina Erlent Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Innlent Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Innlent Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Erlent Mildari spá í kortunum Veður Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Innlent Fleiri fréttir Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Réttað yfir konu sem sagðist vera Madeleine McCann Áfjáður í að bjóða sig fram aftur í trássi við stjórnarskrá Hafa fundið Cessna-vélina Elsti forseti heims endurkjörinn í skugga mótmæla Jamaíka býr sig undir öflugasta fellibyl sem þangað hefur ratað Friður forsenda þess að erlent lið verði sent til Gasa Milei vann stórsigur í Argentínu Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Newsom íhugar forsetaframboð Allt undir hjá forsetanum hárprúða Óttast blóðbað við fall síðasta vígis stjórnarhersins í Darfur Bankaerfingi greiðir laun hermanna meðan ríkisstofnanir eru lokaðar Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Tveir handteknir vegna Louvre ránsins Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Hækkar tolla á kanadískar vörur vegna sjónvarpsauglýsingar Ýjar að annarri atrennu að forsetaembættinu Vinstrikonan umdeilda vann sannfærandi sigur á Írlandi Fyrrverandi drottning Taílands er látin Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Sakaðir um blekkingar vegna skipaganganna Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Sjá meira
Demókratarnir Bernie Sanders og Hillary Clinton mættust í sjónvarpskappræðum á fimmtudagskvöld, í fyrsta sinn eftir að þriðji frambjóðandinn, Martin O’Malley, heltist úr lestinni. Meðal þeirra mála sem bar á góma voru heljartök auðkýfinga á stjórnmálum í Bandaríkjunum. Þar nefndi Sanders meðal annars kröfu sína um að breyta þurfi umdeildu fyrirkomulagi sem kennt er við mál Citizens United gegn bandarísku kjörstjórninni frá árinu 2010. Það ár kvað Hæstiréttur Bandaríkjanna nefnilega upp þann úrskurð að einstaklingar, fyrirtæki og félög megi óhindrað birta auglýsingar þar sem tekin er afstaða í kosningabaráttu. Reyni ríkisvaldið að hindra slíkt sé verið að skerða tjáningarfrelsi þeirra. Að vísu megi setja reglur um beina fjármögnun kosningabaráttu einstaklinga eða flokka, en fjársterkir aðilar megi verja eins miklu fé og þeir kjósa í eigin auglýsingar, þar sem lýst sé yfir stuðningi eða andstöðu við tiltekin framboð. Sanders og stuðningsmenn hans hafa ítrekað gefið í skyn að Clinton þiggi stórfé af auðkýfingum og gangi þar með erinda þeirra. Hún sagði þær ásakanir fráleitar, en tók undir kröfu Sanders um að breyta þurfi þessu fyrirkomulagi enda hefur það lengi verið þyrnir í augum demókrata. Það sem stendur í veginum er hins vegar úrskurður Hæstaréttar, sem ekki er einfalt að breyta. Með því að gefa auðkýfingum og stórfyrirtækjum frjálsar hendur í kosningabaráttunni sé í raun verið að lögleiða mútur, segja gagnrýnendur fyrirkomulagsins. Hinir fjársterku ráði í reynd ferðinni í kosningabaráttunni og eigi svo hönk upp í bakið á þeim sem fengu stuðning þeirra. Í kjölfar hæstaréttardómsins spruttu upp stórtæk fjármögnunarfélög, nefnd „super PACs“, sem hafa safnað fé til að lýsa yfir pólitískum stuðningi eða andstöðu við einstaka frambjóðendur. Frambjóðendur beggja flokka hafa óspart nýtt sér þennan möguleika til að styrkja stöðu sína í kosningabaráttunni. Repúblikaninn Jeb Bush hefur verið stórtækastur og náð sér í meira en 123 milljónir dala frá pólitískum fjármögnunarfélögum, en næst honum koma þau Hillary Clinton, sem hefur fengið nærri 48 milljónir dala, Ted Cruz með 43 milljónir og Marco Rubio með 32 milljónir. Bernie Sanders hefur stært sig af því að vera eini frambjóðandinn sem ekki hafi haft nein pólitísk fjármögnunarfélög á sínum snærum í kosningabaráttunni. Reyndar hafa pólitísk fjármögnunarfélög notað 3,5 milljónir dala til stuðnings honum, en hann segist ekki hafa óskað eftir því. Fjárhæðin er auk þess í minna lagi miðað við aðra frambjóðendur.
Tengdar fréttir Deildu um Wall Street og utanríkisstefnu Bernie Sanders og Hillary Clinton tókust á í kappræðum í gær. 5. febrúar 2016 10:23 Hillary Clinton rétt marði Sanders með minnsta mun Demókratar gengu að kjörborðinu í Iowa til að velja sinn frambjóðanda fyrir næstu forsetakosningar í nótt. Þar var spennan gríðarleg og þegar búið er að telja 99,2 prósent atkvæða er munurinn á Bernie Sanders og Hillary Clinton of lítill til að hægt sé að úrskurða sigurvegara. 2. febrúar 2016 07:06 Úrslitin í Iowa komu flestum á óvart Clinton og Sanders nánast hnífjöfn en Cruz vann óvæntan sigur á Trump. Rubio gerir sér síðan vonir um að þriðja sætið gefi honum forskot á aðra. Jeb Bush eyddi nærri tveimur milljörðum króna í auglýsingar í Iowa. Hann náði ekki ne 3. febrúar 2016 07:00 Mest lesið Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir Innlent Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Innlent Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Innlent Hafa fundið Cessna-vélina Erlent Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Innlent Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Innlent Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Erlent Mildari spá í kortunum Veður Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Innlent Fleiri fréttir Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Réttað yfir konu sem sagðist vera Madeleine McCann Áfjáður í að bjóða sig fram aftur í trássi við stjórnarskrá Hafa fundið Cessna-vélina Elsti forseti heims endurkjörinn í skugga mótmæla Jamaíka býr sig undir öflugasta fellibyl sem þangað hefur ratað Friður forsenda þess að erlent lið verði sent til Gasa Milei vann stórsigur í Argentínu Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Newsom íhugar forsetaframboð Allt undir hjá forsetanum hárprúða Óttast blóðbað við fall síðasta vígis stjórnarhersins í Darfur Bankaerfingi greiðir laun hermanna meðan ríkisstofnanir eru lokaðar Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Tveir handteknir vegna Louvre ránsins Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Hækkar tolla á kanadískar vörur vegna sjónvarpsauglýsingar Ýjar að annarri atrennu að forsetaembættinu Vinstrikonan umdeilda vann sannfærandi sigur á Írlandi Fyrrverandi drottning Taílands er látin Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Sakaðir um blekkingar vegna skipaganganna Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Sjá meira
Deildu um Wall Street og utanríkisstefnu Bernie Sanders og Hillary Clinton tókust á í kappræðum í gær. 5. febrúar 2016 10:23
Hillary Clinton rétt marði Sanders með minnsta mun Demókratar gengu að kjörborðinu í Iowa til að velja sinn frambjóðanda fyrir næstu forsetakosningar í nótt. Þar var spennan gríðarleg og þegar búið er að telja 99,2 prósent atkvæða er munurinn á Bernie Sanders og Hillary Clinton of lítill til að hægt sé að úrskurða sigurvegara. 2. febrúar 2016 07:06
Úrslitin í Iowa komu flestum á óvart Clinton og Sanders nánast hnífjöfn en Cruz vann óvæntan sigur á Trump. Rubio gerir sér síðan vonir um að þriðja sætið gefi honum forskot á aðra. Jeb Bush eyddi nærri tveimur milljörðum króna í auglýsingar í Iowa. Hann náði ekki ne 3. febrúar 2016 07:00