Síðustu Evrópumeistaratitlar Liverpool eru eftirminnilegir | Myndir og Myndbönd Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 18. maí 2016 09:45 Steven Gerrard, fyrirliði Liverpool og knattspyrnustjórinn Rafael Benítez með Meistaradeildarbikarinn 2005. Vísir/Getty Liverpool getur í kvöld unnið sinn níunda titil í Evrópukeppni og um leið tryggt sér sæti í Meistaradeildinni á næsta tímabil þegar liðið spilar við Sevilla í úrslitaleik Evrópudeildarinnar í Basel í Sviss. Úrslitaleikur Liverpool og Sevilla hefst klukkan 18.45 og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport. Það verður Gummi Ben sem lýsir leiknum. Liverpool hefur tvisvar orðið Evrópumeistari á þessari öld og báðir úrslitaleikirnir voru afar eftirminnilegir. Liverpool vann Meistaradeildina á Atatürk Ólympíuleikvanginum í Istanbul í Tyrkland 2005 og fjórum árum áður hafði félagið unnið UEFA-bikarinn eftir úrslitaleik á Westfalenstadion í Dortmund í Þýskalandi. Báðir þessir úrslitaleikir voru miklir markaleikir og báðir fóru í framlengingu. Alls voru skoruð 15 mörk í þessum tveimur leikjum auk þess að annar þeirra fór alla leið í vítakeppni. Liverpool vann AC Milan í úrslitaleik Meistaradeildarinnar 2005 í leik sem oft hefur verið kallað kraftaverkið í Istanbul. Liverpool var 3-0 undir í hálfleik en kom til baka með því að skora þrjú mörk á sex mínútna kafla í seinni hálfleiknum og vann síðan í vítakeppni. Pólski markvörðurinn Jerzy Dudek varði vítaspyrnu Andriy Shevchenko og tryggði Liverpool titilinn. Dudek hafði áður varið víti frá Andrea Pirlo. Steven Gerrard, Vladimír Smicer og Xabi Alonso skoruðu mörk Liverpool í leiknum. Liverpool vann spænska félagið Alavés 5-4 í framlengdum úrslitaleik UEFA-bikarsins 2001 en Liverpool vann leikinn á gullmarki. Delfí Geli, varnarmaður Alavés, varð fyrir því óláni að skalla boltann í eigið mark þegar það stefndi í vítakeppni. Markus Babbel, Steven Gerrard, Gary McAllister og Robbie Fowler skoruðu hin mörk Liverpool í leiknum en staðan var 4-4 eftir venjulegan leiktíma. Liverpool komst í 2-0 og 3-1 í leiknum en Jordi Cruijff tryggði Alavés framlengingu með því að jafna leikinn rétt fyrir leikslok. Það er hægt að sjá myndbönd frá UEFA frá þessum tveimur ógleymanlegu úrslitaleikjum. Hér er samantekt frá úrslitaleik Meistaradeildarinnar 2005 en það er síðan hægt að sjá myndband frá úrslitaleik UEFA-bikarsins 2001 hér. Hér fyrir neðan eru síðan nokkrar myndir frá fögnuðu Liverpool-manna eftir leikinn.Vísir/GettyVísir/GettyVísir/GettyVísir/GettyVísir/GettyVísir/GettyVísir/GettyVísir/Getty Enski boltinn Evrópudeild UEFA Meistaradeild Evrópu Mest lesið Brenndi á sér höndina áður en hann kýldi í borðið Sport Moyes ældi alla leiðina til Eyja Enski boltinn Mbappé vann PSG og fær níu milljarða Fótbolti Romano segir fólki að fylgjast með Alberti í janúar Fótbolti Gestgjafar HM bjóða Íslandi heim í leik Fótbolti Á hækjum á milli leikja og þoldi sífellt verri sársauka Handbolti Segir að Salah muni sjá eftir því að fara í janúar Enski boltinn Sjáðu mörkin úr ótrúlegu átta marka jafntefli á Old Trafford Enski boltinn Hlaut 21 árs dóm fyrir að aka inn í skrúðgönguna í Liverpool Enski boltinn Yngstur í sögu NBA til að skora fjörutíu stig Körfubolti Fleiri fréttir Vísa á bug fullyrðingum Bruno sem hafa valdið fjaðrafoki Hlaut 21 árs dóm fyrir að aka inn í skrúðgönguna í Liverpool Bjarni segir Newcastle stærra félag en Tottenham Moyes ældi alla leiðina til Eyja Bróðirinn sendir Amorim skilaboð: „Frelsið Kobbie Mainoo“ „Besta frammistaða United undir stjórn Amorim“ Segir að Salah muni sjá eftir því að fara í janúar Sjáðu mörkin úr ótrúlegu átta marka jafntefli á Old Trafford Skemmtilegt fyrir fólkið heima og United verðskuldaði sigur Jafnt í ótrúlegum átta marka leik á Old Trafford Vildi ekki skýra ummælin um verstu 48 klukkutímana frekar Maresca hafi tekið blaðsíðu úr bók Salah og gert sér óleik Guardiola gagnrýndi Foden þrátt fyrir markið „Finnst þér ekki eins og hann sé þjakaður af pressu yfir því hvað hann sé lélegur?“ Fyrirliði Newcastle eftir tapið fyrir Sunderland: „Þetta er svo vandræðalegt“ Sjáðu klaufalegt sjálfsmark Woltemade í grannaslagnum og öll hin úr enska Amorim verður ánægður ef Mainoo ræðir við hann um lán „Sé ekkert annað en að dýrasti leikmaður deildarinnar verði áfram á bekknum“ „Í dag er dagurinn sem þú fæddist, í dag er dagurinn sem þú munt deyja“ Henderson heiðraði minningu Jota eftir fyrsta markið sitt í fjögur ár Calvert-Lewin jafnaði fyrir Leeds í lokin „Gott fyrir svæðið, félagið og stuðningsmennina“ Sunderland vann nágrannaslaginn fyrir norðan Haaland með tvennu í öruggum útisigri City Sangaré og Hudson-Odoi hrelltu Tottenham Sjáðu sjálfsmörkin sem björguðu Arsenal og hetju Liverpool skora tvö Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag „Stundum þarf maður heppni“ Tvö sjálfsmörk færðu Arsenal fimm stiga forkost á toppnum „Verstu 48 klukkustundirnar“ síðan að hann kom til Chelsea Sjá meira
Liverpool getur í kvöld unnið sinn níunda titil í Evrópukeppni og um leið tryggt sér sæti í Meistaradeildinni á næsta tímabil þegar liðið spilar við Sevilla í úrslitaleik Evrópudeildarinnar í Basel í Sviss. Úrslitaleikur Liverpool og Sevilla hefst klukkan 18.45 og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport. Það verður Gummi Ben sem lýsir leiknum. Liverpool hefur tvisvar orðið Evrópumeistari á þessari öld og báðir úrslitaleikirnir voru afar eftirminnilegir. Liverpool vann Meistaradeildina á Atatürk Ólympíuleikvanginum í Istanbul í Tyrkland 2005 og fjórum árum áður hafði félagið unnið UEFA-bikarinn eftir úrslitaleik á Westfalenstadion í Dortmund í Þýskalandi. Báðir þessir úrslitaleikir voru miklir markaleikir og báðir fóru í framlengingu. Alls voru skoruð 15 mörk í þessum tveimur leikjum auk þess að annar þeirra fór alla leið í vítakeppni. Liverpool vann AC Milan í úrslitaleik Meistaradeildarinnar 2005 í leik sem oft hefur verið kallað kraftaverkið í Istanbul. Liverpool var 3-0 undir í hálfleik en kom til baka með því að skora þrjú mörk á sex mínútna kafla í seinni hálfleiknum og vann síðan í vítakeppni. Pólski markvörðurinn Jerzy Dudek varði vítaspyrnu Andriy Shevchenko og tryggði Liverpool titilinn. Dudek hafði áður varið víti frá Andrea Pirlo. Steven Gerrard, Vladimír Smicer og Xabi Alonso skoruðu mörk Liverpool í leiknum. Liverpool vann spænska félagið Alavés 5-4 í framlengdum úrslitaleik UEFA-bikarsins 2001 en Liverpool vann leikinn á gullmarki. Delfí Geli, varnarmaður Alavés, varð fyrir því óláni að skalla boltann í eigið mark þegar það stefndi í vítakeppni. Markus Babbel, Steven Gerrard, Gary McAllister og Robbie Fowler skoruðu hin mörk Liverpool í leiknum en staðan var 4-4 eftir venjulegan leiktíma. Liverpool komst í 2-0 og 3-1 í leiknum en Jordi Cruijff tryggði Alavés framlengingu með því að jafna leikinn rétt fyrir leikslok. Það er hægt að sjá myndbönd frá UEFA frá þessum tveimur ógleymanlegu úrslitaleikjum. Hér er samantekt frá úrslitaleik Meistaradeildarinnar 2005 en það er síðan hægt að sjá myndband frá úrslitaleik UEFA-bikarsins 2001 hér. Hér fyrir neðan eru síðan nokkrar myndir frá fögnuðu Liverpool-manna eftir leikinn.Vísir/GettyVísir/GettyVísir/GettyVísir/GettyVísir/GettyVísir/GettyVísir/GettyVísir/Getty
Enski boltinn Evrópudeild UEFA Meistaradeild Evrópu Mest lesið Brenndi á sér höndina áður en hann kýldi í borðið Sport Moyes ældi alla leiðina til Eyja Enski boltinn Mbappé vann PSG og fær níu milljarða Fótbolti Romano segir fólki að fylgjast með Alberti í janúar Fótbolti Gestgjafar HM bjóða Íslandi heim í leik Fótbolti Á hækjum á milli leikja og þoldi sífellt verri sársauka Handbolti Segir að Salah muni sjá eftir því að fara í janúar Enski boltinn Sjáðu mörkin úr ótrúlegu átta marka jafntefli á Old Trafford Enski boltinn Hlaut 21 árs dóm fyrir að aka inn í skrúðgönguna í Liverpool Enski boltinn Yngstur í sögu NBA til að skora fjörutíu stig Körfubolti Fleiri fréttir Vísa á bug fullyrðingum Bruno sem hafa valdið fjaðrafoki Hlaut 21 árs dóm fyrir að aka inn í skrúðgönguna í Liverpool Bjarni segir Newcastle stærra félag en Tottenham Moyes ældi alla leiðina til Eyja Bróðirinn sendir Amorim skilaboð: „Frelsið Kobbie Mainoo“ „Besta frammistaða United undir stjórn Amorim“ Segir að Salah muni sjá eftir því að fara í janúar Sjáðu mörkin úr ótrúlegu átta marka jafntefli á Old Trafford Skemmtilegt fyrir fólkið heima og United verðskuldaði sigur Jafnt í ótrúlegum átta marka leik á Old Trafford Vildi ekki skýra ummælin um verstu 48 klukkutímana frekar Maresca hafi tekið blaðsíðu úr bók Salah og gert sér óleik Guardiola gagnrýndi Foden þrátt fyrir markið „Finnst þér ekki eins og hann sé þjakaður af pressu yfir því hvað hann sé lélegur?“ Fyrirliði Newcastle eftir tapið fyrir Sunderland: „Þetta er svo vandræðalegt“ Sjáðu klaufalegt sjálfsmark Woltemade í grannaslagnum og öll hin úr enska Amorim verður ánægður ef Mainoo ræðir við hann um lán „Sé ekkert annað en að dýrasti leikmaður deildarinnar verði áfram á bekknum“ „Í dag er dagurinn sem þú fæddist, í dag er dagurinn sem þú munt deyja“ Henderson heiðraði minningu Jota eftir fyrsta markið sitt í fjögur ár Calvert-Lewin jafnaði fyrir Leeds í lokin „Gott fyrir svæðið, félagið og stuðningsmennina“ Sunderland vann nágrannaslaginn fyrir norðan Haaland með tvennu í öruggum útisigri City Sangaré og Hudson-Odoi hrelltu Tottenham Sjáðu sjálfsmörkin sem björguðu Arsenal og hetju Liverpool skora tvö Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag „Stundum þarf maður heppni“ Tvö sjálfsmörk færðu Arsenal fimm stiga forkost á toppnum „Verstu 48 klukkustundirnar“ síðan að hann kom til Chelsea Sjá meira