Síðustu Evrópumeistaratitlar Liverpool eru eftirminnilegir | Myndir og Myndbönd Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 18. maí 2016 09:45 Steven Gerrard, fyrirliði Liverpool og knattspyrnustjórinn Rafael Benítez með Meistaradeildarbikarinn 2005. Vísir/Getty Liverpool getur í kvöld unnið sinn níunda titil í Evrópukeppni og um leið tryggt sér sæti í Meistaradeildinni á næsta tímabil þegar liðið spilar við Sevilla í úrslitaleik Evrópudeildarinnar í Basel í Sviss. Úrslitaleikur Liverpool og Sevilla hefst klukkan 18.45 og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport. Það verður Gummi Ben sem lýsir leiknum. Liverpool hefur tvisvar orðið Evrópumeistari á þessari öld og báðir úrslitaleikirnir voru afar eftirminnilegir. Liverpool vann Meistaradeildina á Atatürk Ólympíuleikvanginum í Istanbul í Tyrkland 2005 og fjórum árum áður hafði félagið unnið UEFA-bikarinn eftir úrslitaleik á Westfalenstadion í Dortmund í Þýskalandi. Báðir þessir úrslitaleikir voru miklir markaleikir og báðir fóru í framlengingu. Alls voru skoruð 15 mörk í þessum tveimur leikjum auk þess að annar þeirra fór alla leið í vítakeppni. Liverpool vann AC Milan í úrslitaleik Meistaradeildarinnar 2005 í leik sem oft hefur verið kallað kraftaverkið í Istanbul. Liverpool var 3-0 undir í hálfleik en kom til baka með því að skora þrjú mörk á sex mínútna kafla í seinni hálfleiknum og vann síðan í vítakeppni. Pólski markvörðurinn Jerzy Dudek varði vítaspyrnu Andriy Shevchenko og tryggði Liverpool titilinn. Dudek hafði áður varið víti frá Andrea Pirlo. Steven Gerrard, Vladimír Smicer og Xabi Alonso skoruðu mörk Liverpool í leiknum. Liverpool vann spænska félagið Alavés 5-4 í framlengdum úrslitaleik UEFA-bikarsins 2001 en Liverpool vann leikinn á gullmarki. Delfí Geli, varnarmaður Alavés, varð fyrir því óláni að skalla boltann í eigið mark þegar það stefndi í vítakeppni. Markus Babbel, Steven Gerrard, Gary McAllister og Robbie Fowler skoruðu hin mörk Liverpool í leiknum en staðan var 4-4 eftir venjulegan leiktíma. Liverpool komst í 2-0 og 3-1 í leiknum en Jordi Cruijff tryggði Alavés framlengingu með því að jafna leikinn rétt fyrir leikslok. Það er hægt að sjá myndbönd frá UEFA frá þessum tveimur ógleymanlegu úrslitaleikjum. Hér er samantekt frá úrslitaleik Meistaradeildarinnar 2005 en það er síðan hægt að sjá myndband frá úrslitaleik UEFA-bikarsins 2001 hér. Hér fyrir neðan eru síðan nokkrar myndir frá fögnuðu Liverpool-manna eftir leikinn.Vísir/GettyVísir/GettyVísir/GettyVísir/GettyVísir/GettyVísir/GettyVísir/GettyVísir/Getty Enski boltinn Evrópudeild UEFA Meistaradeild Evrópu Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Aserbaísjan 5-0 | Algjör einstefna í seinni hálfleik Fótbolti Anníe Mist selur CrossFit Reykjavíkur og BKG meðal kaupenda Sport Stórsér á stjörnunni eftir leikfang dótturinnar Golf Allir lögðust niður eftir óvænta og ágenga truflun í fótboltaleik Fótbolti Einkunnagjöf íslenska landsliðsins: Albert maður leiksins Fótbolti Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Íslenski boltinn 54 ára markvörður rífur hanskana af hillunni Fótbolti Húðflúraði Diogo Jota á kálfann sinn Fótbolti Levy var neyddur til að hætta Enski boltinn Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu Körfubolti Fleiri fréttir Gyökeres vitni í réttarhöldum Segir að Liverpool-menn muni sennilega aldrei jafna sig á fráfalli Jota Orðin dýrust í sögu kvennaboltans Fantasýn: „Ekki kaupa Isak núna“ Levy var neyddur til að hætta Maðurinn sem keyrði á Liverpool stuðningsfólkið neitar sök Ein sú besta gæti snúið aftur eftir 20 mánaða fjarveru Gæti orðið fyrsti músliminn til að spila fyrir enska landsliðið Levy hættur hjá Tottenham eftir 25 ár í starfi Mo Salah var ekki skemmt vegna færslu um fyrrum félaga Setti nýtt heimsmet í Liverpool treyjum Chiesa og Tel ekki valdir í Meistaradeild en Dowman gæti slegið met Liverpool eyddi meira en öll sádi-arabíska deildin til samans Rauðu djöflarnir horfa til framtíðar með nýjum markverði Sunnudagsmessan: Fylltu í eyðurnar Guardiola fer ótroðnar slóðir með Donnarumma milli stanganna Grimsby notaði ólöglegan leikmann gegn United en slapp með sekt Biturðin lak af tilkynningu um Isak Man. City seldi markvörð og lánaði varnarmann Pressan gríðarleg eftir eyðslu sumarsins „Sjáum af hverju hann er að reyna koma honum í liðið“ Isak dýrastur í sögu ensku úrvalsdeildarinnar Guéhi ekki til Liverpool Sjáðu stórfurðulegt viðtal við Emery: Svaraði öllum spurningum Marco Bizot Glugganum lokað: Upptalning á öllu sem átti sér stað Sjáðu sturlað sigurmark Liverpool og öll hin Glæsimark Szoboszlai tryggði sigurinn City tapaði öðrum leiknum í röð en fyrstu sigrar Brighton og West Ham Dómari tekinn af leik Liverpool og Arsenal nokkrum klukkutímum fyrir leik Andri Lucas flytur til Englands Sjá meira
Liverpool getur í kvöld unnið sinn níunda titil í Evrópukeppni og um leið tryggt sér sæti í Meistaradeildinni á næsta tímabil þegar liðið spilar við Sevilla í úrslitaleik Evrópudeildarinnar í Basel í Sviss. Úrslitaleikur Liverpool og Sevilla hefst klukkan 18.45 og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport. Það verður Gummi Ben sem lýsir leiknum. Liverpool hefur tvisvar orðið Evrópumeistari á þessari öld og báðir úrslitaleikirnir voru afar eftirminnilegir. Liverpool vann Meistaradeildina á Atatürk Ólympíuleikvanginum í Istanbul í Tyrkland 2005 og fjórum árum áður hafði félagið unnið UEFA-bikarinn eftir úrslitaleik á Westfalenstadion í Dortmund í Þýskalandi. Báðir þessir úrslitaleikir voru miklir markaleikir og báðir fóru í framlengingu. Alls voru skoruð 15 mörk í þessum tveimur leikjum auk þess að annar þeirra fór alla leið í vítakeppni. Liverpool vann AC Milan í úrslitaleik Meistaradeildarinnar 2005 í leik sem oft hefur verið kallað kraftaverkið í Istanbul. Liverpool var 3-0 undir í hálfleik en kom til baka með því að skora þrjú mörk á sex mínútna kafla í seinni hálfleiknum og vann síðan í vítakeppni. Pólski markvörðurinn Jerzy Dudek varði vítaspyrnu Andriy Shevchenko og tryggði Liverpool titilinn. Dudek hafði áður varið víti frá Andrea Pirlo. Steven Gerrard, Vladimír Smicer og Xabi Alonso skoruðu mörk Liverpool í leiknum. Liverpool vann spænska félagið Alavés 5-4 í framlengdum úrslitaleik UEFA-bikarsins 2001 en Liverpool vann leikinn á gullmarki. Delfí Geli, varnarmaður Alavés, varð fyrir því óláni að skalla boltann í eigið mark þegar það stefndi í vítakeppni. Markus Babbel, Steven Gerrard, Gary McAllister og Robbie Fowler skoruðu hin mörk Liverpool í leiknum en staðan var 4-4 eftir venjulegan leiktíma. Liverpool komst í 2-0 og 3-1 í leiknum en Jordi Cruijff tryggði Alavés framlengingu með því að jafna leikinn rétt fyrir leikslok. Það er hægt að sjá myndbönd frá UEFA frá þessum tveimur ógleymanlegu úrslitaleikjum. Hér er samantekt frá úrslitaleik Meistaradeildarinnar 2005 en það er síðan hægt að sjá myndband frá úrslitaleik UEFA-bikarsins 2001 hér. Hér fyrir neðan eru síðan nokkrar myndir frá fögnuðu Liverpool-manna eftir leikinn.Vísir/GettyVísir/GettyVísir/GettyVísir/GettyVísir/GettyVísir/GettyVísir/GettyVísir/Getty
Enski boltinn Evrópudeild UEFA Meistaradeild Evrópu Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Aserbaísjan 5-0 | Algjör einstefna í seinni hálfleik Fótbolti Anníe Mist selur CrossFit Reykjavíkur og BKG meðal kaupenda Sport Stórsér á stjörnunni eftir leikfang dótturinnar Golf Allir lögðust niður eftir óvænta og ágenga truflun í fótboltaleik Fótbolti Einkunnagjöf íslenska landsliðsins: Albert maður leiksins Fótbolti Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Íslenski boltinn 54 ára markvörður rífur hanskana af hillunni Fótbolti Húðflúraði Diogo Jota á kálfann sinn Fótbolti Levy var neyddur til að hætta Enski boltinn Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu Körfubolti Fleiri fréttir Gyökeres vitni í réttarhöldum Segir að Liverpool-menn muni sennilega aldrei jafna sig á fráfalli Jota Orðin dýrust í sögu kvennaboltans Fantasýn: „Ekki kaupa Isak núna“ Levy var neyddur til að hætta Maðurinn sem keyrði á Liverpool stuðningsfólkið neitar sök Ein sú besta gæti snúið aftur eftir 20 mánaða fjarveru Gæti orðið fyrsti músliminn til að spila fyrir enska landsliðið Levy hættur hjá Tottenham eftir 25 ár í starfi Mo Salah var ekki skemmt vegna færslu um fyrrum félaga Setti nýtt heimsmet í Liverpool treyjum Chiesa og Tel ekki valdir í Meistaradeild en Dowman gæti slegið met Liverpool eyddi meira en öll sádi-arabíska deildin til samans Rauðu djöflarnir horfa til framtíðar með nýjum markverði Sunnudagsmessan: Fylltu í eyðurnar Guardiola fer ótroðnar slóðir með Donnarumma milli stanganna Grimsby notaði ólöglegan leikmann gegn United en slapp með sekt Biturðin lak af tilkynningu um Isak Man. City seldi markvörð og lánaði varnarmann Pressan gríðarleg eftir eyðslu sumarsins „Sjáum af hverju hann er að reyna koma honum í liðið“ Isak dýrastur í sögu ensku úrvalsdeildarinnar Guéhi ekki til Liverpool Sjáðu stórfurðulegt viðtal við Emery: Svaraði öllum spurningum Marco Bizot Glugganum lokað: Upptalning á öllu sem átti sér stað Sjáðu sturlað sigurmark Liverpool og öll hin Glæsimark Szoboszlai tryggði sigurinn City tapaði öðrum leiknum í röð en fyrstu sigrar Brighton og West Ham Dómari tekinn af leik Liverpool og Arsenal nokkrum klukkutímum fyrir leik Andri Lucas flytur til Englands Sjá meira