Stuðningsmenn Liverpool varaðir við fölsuðum miðum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 18. maí 2016 12:00 Liverpool vann þennan bikar síðast 2001. Vísir/Getty Liverpool spilar til úrslita í Evrópudeildinni í Basel í kvöld og í boði er ekki bara Evróputitill heldur einnig sæti í Meistaradeildinni. Stuðningsmenn Liverpool fjölmenna því til Basel en það geta færri fengið miða en vilja.BBC segir frá því að falsaðir miðar séu komnir í umferð og að það sé ekki auðvelt að átta sig á því að miðarnir séu falsaðir. Einn stuðningsmaður Liverpool borgaði sem dæmi 700 pund fyrir tvo miða á úrslitaleikinn eða 125 þúsund í íslenskum krónum en svo kom í ljós að miðarnir voru falsaðir. Liverpool fékk í upphafi tíu þúsund miða á úrslitaleikinn en að auki fékk Liverpool tvö þúsund af miðunum sem Sevilla tókst ekki að selja á Spáni. Það eru samt fullt af stuðningsmönnum Liverpool sem eru ekki komnir með miða og í örvæntingu sinni hafa þeir leitað allra leiða til að redda sér miðum. BBC segir sögu eins þeirra. „Við hittumst fyrir utan Anfield og hann kom með tvo miða í hvítu umslagi. Mér fannst það svolítið skrítið því ég bjóst við að fá þá í opinberu umslagi. Hann lét mig fá miðana og þeir litu fullkomlega löglega út," sagði ónefndur og óheppinn stuðningsmaður Liverpool við BBC. „Þegar miðarnir eru bornir saman við alvöru miða þá er ekki mikill munur á þessum miðum," sagði þessi umræddri stuðningsmaður. Lögreglan í Sviss hefur nú varað stuðningsmenn Liverpool að reyna að kaupa miða í gegnum enda eru alltaf einhverjir óprúttnir aðilar að reyna að græða á svona aðstæðum. Ástæða þess að málið er alvarlegra en oft áður en að fölsuðu miðarnir eru mjög vel gerðir og það vantar aðeins heilmynd af UEFA-merkinu á fölsuðu miðana. Það eykur líka á áhyggjur manna að St. Jakob-Park leikvangurinn er frekar lítill fyrir úrslitaleik í Evrópukeppni og því í raun alltof fáir löglegir miðar í boði. Enski boltinn Evrópudeild UEFA Mest lesið Brenndi á sér höndina áður en hann kýldi í borðið Sport Moyes ældi alla leiðina til Eyja Enski boltinn Mbappé vann PSG og fær níu milljarða Fótbolti Romano segir fólki að fylgjast með Alberti í janúar Fótbolti Á hækjum á milli leikja og þoldi sífellt verri sársauka Handbolti Sjáðu mörkin úr ótrúlegu átta marka jafntefli á Old Trafford Enski boltinn Segir að Salah muni sjá eftir því að fara í janúar Enski boltinn Gestgjafar HM bjóða Íslandi heim í leik Fótbolti Yngstur í sögu NBA til að skora fjörutíu stig Körfubolti „Besta frammistaða United undir stjórn Amorim“ Enski boltinn Fleiri fréttir Hlaut 21 árs dóm fyrir að aka inn í skrúðgönguna í Liverpool Bjarni segir Newcastle stærra félag en Tottenham Moyes ældi alla leiðina til Eyja Bróðirinn sendir Amorim skilaboð: „Frelsið Kobbie Mainoo“ „Besta frammistaða United undir stjórn Amorim“ Segir að Salah muni sjá eftir því að fara í janúar Sjáðu mörkin úr ótrúlegu átta marka jafntefli á Old Trafford Skemmtilegt fyrir fólkið heima og United verðskuldaði sigur Jafnt í ótrúlegum átta marka leik á Old Trafford Vildi ekki skýra ummælin um verstu 48 klukkutímana frekar Maresca hafi tekið blaðsíðu úr bók Salah og gert sér óleik Guardiola gagnrýndi Foden þrátt fyrir markið „Finnst þér ekki eins og hann sé þjakaður af pressu yfir því hvað hann sé lélegur?“ Fyrirliði Newcastle eftir tapið fyrir Sunderland: „Þetta er svo vandræðalegt“ Sjáðu klaufalegt sjálfsmark Woltemade í grannaslagnum og öll hin úr enska Amorim verður ánægður ef Mainoo ræðir við hann um lán „Sé ekkert annað en að dýrasti leikmaður deildarinnar verði áfram á bekknum“ „Í dag er dagurinn sem þú fæddist, í dag er dagurinn sem þú munt deyja“ Henderson heiðraði minningu Jota eftir fyrsta markið sitt í fjögur ár Calvert-Lewin jafnaði fyrir Leeds í lokin „Gott fyrir svæðið, félagið og stuðningsmennina“ Sunderland vann nágrannaslaginn fyrir norðan Haaland með tvennu í öruggum útisigri City Sangaré og Hudson-Odoi hrelltu Tottenham Sjáðu sjálfsmörkin sem björguðu Arsenal og hetju Liverpool skora tvö Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag „Stundum þarf maður heppni“ Tvö sjálfsmörk færðu Arsenal fimm stiga forkost á toppnum „Verstu 48 klukkustundirnar“ síðan að hann kom til Chelsea Fulham vann í markaleik á Turf Moor Sjá meira
Liverpool spilar til úrslita í Evrópudeildinni í Basel í kvöld og í boði er ekki bara Evróputitill heldur einnig sæti í Meistaradeildinni. Stuðningsmenn Liverpool fjölmenna því til Basel en það geta færri fengið miða en vilja.BBC segir frá því að falsaðir miðar séu komnir í umferð og að það sé ekki auðvelt að átta sig á því að miðarnir séu falsaðir. Einn stuðningsmaður Liverpool borgaði sem dæmi 700 pund fyrir tvo miða á úrslitaleikinn eða 125 þúsund í íslenskum krónum en svo kom í ljós að miðarnir voru falsaðir. Liverpool fékk í upphafi tíu þúsund miða á úrslitaleikinn en að auki fékk Liverpool tvö þúsund af miðunum sem Sevilla tókst ekki að selja á Spáni. Það eru samt fullt af stuðningsmönnum Liverpool sem eru ekki komnir með miða og í örvæntingu sinni hafa þeir leitað allra leiða til að redda sér miðum. BBC segir sögu eins þeirra. „Við hittumst fyrir utan Anfield og hann kom með tvo miða í hvítu umslagi. Mér fannst það svolítið skrítið því ég bjóst við að fá þá í opinberu umslagi. Hann lét mig fá miðana og þeir litu fullkomlega löglega út," sagði ónefndur og óheppinn stuðningsmaður Liverpool við BBC. „Þegar miðarnir eru bornir saman við alvöru miða þá er ekki mikill munur á þessum miðum," sagði þessi umræddri stuðningsmaður. Lögreglan í Sviss hefur nú varað stuðningsmenn Liverpool að reyna að kaupa miða í gegnum enda eru alltaf einhverjir óprúttnir aðilar að reyna að græða á svona aðstæðum. Ástæða þess að málið er alvarlegra en oft áður en að fölsuðu miðarnir eru mjög vel gerðir og það vantar aðeins heilmynd af UEFA-merkinu á fölsuðu miðana. Það eykur líka á áhyggjur manna að St. Jakob-Park leikvangurinn er frekar lítill fyrir úrslitaleik í Evrópukeppni og því í raun alltof fáir löglegir miðar í boði.
Enski boltinn Evrópudeild UEFA Mest lesið Brenndi á sér höndina áður en hann kýldi í borðið Sport Moyes ældi alla leiðina til Eyja Enski boltinn Mbappé vann PSG og fær níu milljarða Fótbolti Romano segir fólki að fylgjast með Alberti í janúar Fótbolti Á hækjum á milli leikja og þoldi sífellt verri sársauka Handbolti Sjáðu mörkin úr ótrúlegu átta marka jafntefli á Old Trafford Enski boltinn Segir að Salah muni sjá eftir því að fara í janúar Enski boltinn Gestgjafar HM bjóða Íslandi heim í leik Fótbolti Yngstur í sögu NBA til að skora fjörutíu stig Körfubolti „Besta frammistaða United undir stjórn Amorim“ Enski boltinn Fleiri fréttir Hlaut 21 árs dóm fyrir að aka inn í skrúðgönguna í Liverpool Bjarni segir Newcastle stærra félag en Tottenham Moyes ældi alla leiðina til Eyja Bróðirinn sendir Amorim skilaboð: „Frelsið Kobbie Mainoo“ „Besta frammistaða United undir stjórn Amorim“ Segir að Salah muni sjá eftir því að fara í janúar Sjáðu mörkin úr ótrúlegu átta marka jafntefli á Old Trafford Skemmtilegt fyrir fólkið heima og United verðskuldaði sigur Jafnt í ótrúlegum átta marka leik á Old Trafford Vildi ekki skýra ummælin um verstu 48 klukkutímana frekar Maresca hafi tekið blaðsíðu úr bók Salah og gert sér óleik Guardiola gagnrýndi Foden þrátt fyrir markið „Finnst þér ekki eins og hann sé þjakaður af pressu yfir því hvað hann sé lélegur?“ Fyrirliði Newcastle eftir tapið fyrir Sunderland: „Þetta er svo vandræðalegt“ Sjáðu klaufalegt sjálfsmark Woltemade í grannaslagnum og öll hin úr enska Amorim verður ánægður ef Mainoo ræðir við hann um lán „Sé ekkert annað en að dýrasti leikmaður deildarinnar verði áfram á bekknum“ „Í dag er dagurinn sem þú fæddist, í dag er dagurinn sem þú munt deyja“ Henderson heiðraði minningu Jota eftir fyrsta markið sitt í fjögur ár Calvert-Lewin jafnaði fyrir Leeds í lokin „Gott fyrir svæðið, félagið og stuðningsmennina“ Sunderland vann nágrannaslaginn fyrir norðan Haaland með tvennu í öruggum útisigri City Sangaré og Hudson-Odoi hrelltu Tottenham Sjáðu sjálfsmörkin sem björguðu Arsenal og hetju Liverpool skora tvö Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag „Stundum þarf maður heppni“ Tvö sjálfsmörk færðu Arsenal fimm stiga forkost á toppnum „Verstu 48 klukkustundirnar“ síðan að hann kom til Chelsea Fulham vann í markaleik á Turf Moor Sjá meira