Ancelotti: Pérez bað mig um að breyta hlutverki Bale Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 18. maí 2016 22:45 Ancelotti vildi ekki breyta leikkerfi Real Madrid til að þóknast Bale. vísir/getty Carlo Ancelotti, fyrrverandi knattspyrnustjóri Real Madrid, segir í nýrri bók sinni að Florentino Pérez, forseti félagsins, hafi þrýst á hann að breyta hlutverki Gareth Bale hjá Madrídarliðinu. Waleverjinn var keyptur til Real Madrid fyrir metfé sumarið 2013 en á sínu fyrsta tímabili á Spáni vann hann spænsku bikarkeppnina og Meistaradeild Evrópu. Ancelotti notaði Bale langoftast á hægri kantinum en Bale og umboðsmaður hans, John Barnett, hafa lýst því yfir að hann vilji frekar spila fyrir aftan fremsta mann, sem svokölluð tía. „Einn morguninn fékk ég símtal frá framkvæmdastjóra Madrid [José Ángel Sánchez] sem tjáði mér að forsetinn vildi tala við mig eftir æfinguna. Þetta var mjög óvenjulegt,“ segir Ancelotti í bókinni Quiet Leadership: Winning Hearts, Minds and Matches. „Þegar ég hitti forsetann sagði hann mér að umboðsmaður Bale hefði komið til hans og viljað tala um stöðu leikmannsins. Hann sagði forsetanum að Bale væri ósáttur með sitt hlutverk og vildi spila meira miðsvæðis.“ Ancelotti segist hafa tjáð bæði Pérez og Bale að hann gæti ekki breytt leikkerfi Real Madrid bara til að þóknast einum leikmanni. Bale fékk tækifæri í draumastöðunni sinni undir stjórn Rafa Benítez en eftir að hann var rekinn og Zinedine Zidane tók við var Walesverjinn færður aftur út á hægri kantinn. Bale skoraði 19 mörk í 23 leikjum með Real Madrid í spænsku úrvalsdeildinni í vetur. Hann á hins vegar enn eftir að komast á blað í Meistaradeildinni en fær tækifæri til að bæta úr því í úrslitaleiknum gegn Atlético Madrid á San Siro 28. maí næstkomandi. Spænski boltinn Mest lesið Stjórnarmaður KKÍ auglýsir ólöglega veðmálastarfsemi Körfubolti Uppgjörið: N-Írland - Ísland 0-2 | Varnarjaxlarnir tryggðu sigur Fótbolti Uppgjörið: ÍA - Álftanes 76-74 | ÍA kvaddi Vesturgötuna með stæl Körfubolti „Ekki æskilegt og ekki það sem körfuboltinn vill standa fyrir“ Körfubolti Uppgjörið: Stjarnan - ÍR 91-93 | ÍR skellti meisturunum Körfubolti Mál Kristófers enn til skoðunar og fleiri komin á borð KKÍ Körfubolti Vildu fagna endalaust með Frey: „Þetta lið hættir aldrei að heilla“ Fótbolti Dæmd fyrir að stela greiðslukorti liðsfélaga Sport Vestri og KR mætast á fyrsta degi vetrar: „Vona að það snjói ekki í nótt“ Íslenski boltinn Byrjunarlið Íslands: Ein breyting frá lokaleiknum á EM en ekkert óvænt Fótbolti Fleiri fréttir Leeds afgreiddi West Ham Uppgjörið: N-Írland - Ísland 0-2 | Varnarjaxlarnir tryggðu sigur Belgarnir hennar Betu fengu skell Byrjunarlið Íslands: Ein breyting frá lokaleiknum á EM en ekkert óvænt Vestri og KR mætast á fyrsta degi vetrar: „Vona að það snjói ekki í nótt“ Lárus Orri framlengir á Skaganum Sænska ungstirnið klárt í El Clásico vegna meiðsla Raphinha Sheffield Wednesday stefnir í gjaldþrot Sjáðu af hverju vörn Arsenal er í algjörum sérflokki „Þetta hafa verið erfiðir tímar fyrir okkur alla“ Benítez orðinn stjóri Sverris og sprengir launaskalann Ætla stelpurnar okkar með flugi eða á fleka á HM í Brasilíu? Vildu fagna endalaust með Frey: „Þetta lið hættir aldrei að heilla“ Stjarna Manchester City hætti næstum því í fótbolta Sambandsdeildin | Logi í sigurliði og Crystal Palace lá á heimavelli Evrópudeildin | Elías hélt hreinu í Evrópudeildinni Freyr stýrði Brann til sigurs á Rangers og Albert skoraði Leik lokið: Breiðablik-KuPS 0-0 | Höskuldur klúðraði víti og Blikar bíða enn Mo Salah fjarlægði nafn Liverpool af miðlum sínum Messi framlengir samning sinn um þrjú ár Fantasýn: Tvær gátur og svarið að losa sig við Pedro Leiktíma Sverris breytt þrisvar í dag vegna veðurs Ótrúlegur Kane sá við Messi og Ronaldo Eiður dásamaði Caicedo í beinni á Brúnni „Ákveðið sjokk“ „Heiður að fá að vera í sama flokki og hann“ Var nálægt því að hætta og fara í körfubolta Langþráður sigur með nýtt kerfi en Slot áhyggjufullur Guðrún líklegust til að koma til bjargar í eyðimörk „Kominn tími á sigur í Sambandsdeildinni“ Sjá meira
Carlo Ancelotti, fyrrverandi knattspyrnustjóri Real Madrid, segir í nýrri bók sinni að Florentino Pérez, forseti félagsins, hafi þrýst á hann að breyta hlutverki Gareth Bale hjá Madrídarliðinu. Waleverjinn var keyptur til Real Madrid fyrir metfé sumarið 2013 en á sínu fyrsta tímabili á Spáni vann hann spænsku bikarkeppnina og Meistaradeild Evrópu. Ancelotti notaði Bale langoftast á hægri kantinum en Bale og umboðsmaður hans, John Barnett, hafa lýst því yfir að hann vilji frekar spila fyrir aftan fremsta mann, sem svokölluð tía. „Einn morguninn fékk ég símtal frá framkvæmdastjóra Madrid [José Ángel Sánchez] sem tjáði mér að forsetinn vildi tala við mig eftir æfinguna. Þetta var mjög óvenjulegt,“ segir Ancelotti í bókinni Quiet Leadership: Winning Hearts, Minds and Matches. „Þegar ég hitti forsetann sagði hann mér að umboðsmaður Bale hefði komið til hans og viljað tala um stöðu leikmannsins. Hann sagði forsetanum að Bale væri ósáttur með sitt hlutverk og vildi spila meira miðsvæðis.“ Ancelotti segist hafa tjáð bæði Pérez og Bale að hann gæti ekki breytt leikkerfi Real Madrid bara til að þóknast einum leikmanni. Bale fékk tækifæri í draumastöðunni sinni undir stjórn Rafa Benítez en eftir að hann var rekinn og Zinedine Zidane tók við var Walesverjinn færður aftur út á hægri kantinn. Bale skoraði 19 mörk í 23 leikjum með Real Madrid í spænsku úrvalsdeildinni í vetur. Hann á hins vegar enn eftir að komast á blað í Meistaradeildinni en fær tækifæri til að bæta úr því í úrslitaleiknum gegn Atlético Madrid á San Siro 28. maí næstkomandi.
Spænski boltinn Mest lesið Stjórnarmaður KKÍ auglýsir ólöglega veðmálastarfsemi Körfubolti Uppgjörið: N-Írland - Ísland 0-2 | Varnarjaxlarnir tryggðu sigur Fótbolti Uppgjörið: ÍA - Álftanes 76-74 | ÍA kvaddi Vesturgötuna með stæl Körfubolti „Ekki æskilegt og ekki það sem körfuboltinn vill standa fyrir“ Körfubolti Uppgjörið: Stjarnan - ÍR 91-93 | ÍR skellti meisturunum Körfubolti Mál Kristófers enn til skoðunar og fleiri komin á borð KKÍ Körfubolti Vildu fagna endalaust með Frey: „Þetta lið hættir aldrei að heilla“ Fótbolti Dæmd fyrir að stela greiðslukorti liðsfélaga Sport Vestri og KR mætast á fyrsta degi vetrar: „Vona að það snjói ekki í nótt“ Íslenski boltinn Byrjunarlið Íslands: Ein breyting frá lokaleiknum á EM en ekkert óvænt Fótbolti Fleiri fréttir Leeds afgreiddi West Ham Uppgjörið: N-Írland - Ísland 0-2 | Varnarjaxlarnir tryggðu sigur Belgarnir hennar Betu fengu skell Byrjunarlið Íslands: Ein breyting frá lokaleiknum á EM en ekkert óvænt Vestri og KR mætast á fyrsta degi vetrar: „Vona að það snjói ekki í nótt“ Lárus Orri framlengir á Skaganum Sænska ungstirnið klárt í El Clásico vegna meiðsla Raphinha Sheffield Wednesday stefnir í gjaldþrot Sjáðu af hverju vörn Arsenal er í algjörum sérflokki „Þetta hafa verið erfiðir tímar fyrir okkur alla“ Benítez orðinn stjóri Sverris og sprengir launaskalann Ætla stelpurnar okkar með flugi eða á fleka á HM í Brasilíu? Vildu fagna endalaust með Frey: „Þetta lið hættir aldrei að heilla“ Stjarna Manchester City hætti næstum því í fótbolta Sambandsdeildin | Logi í sigurliði og Crystal Palace lá á heimavelli Evrópudeildin | Elías hélt hreinu í Evrópudeildinni Freyr stýrði Brann til sigurs á Rangers og Albert skoraði Leik lokið: Breiðablik-KuPS 0-0 | Höskuldur klúðraði víti og Blikar bíða enn Mo Salah fjarlægði nafn Liverpool af miðlum sínum Messi framlengir samning sinn um þrjú ár Fantasýn: Tvær gátur og svarið að losa sig við Pedro Leiktíma Sverris breytt þrisvar í dag vegna veðurs Ótrúlegur Kane sá við Messi og Ronaldo Eiður dásamaði Caicedo í beinni á Brúnni „Ákveðið sjokk“ „Heiður að fá að vera í sama flokki og hann“ Var nálægt því að hætta og fara í körfubolta Langþráður sigur með nýtt kerfi en Slot áhyggjufullur Guðrún líklegust til að koma til bjargar í eyðimörk „Kominn tími á sigur í Sambandsdeildinni“ Sjá meira