Ancelotti: Pérez bað mig um að breyta hlutverki Bale Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 18. maí 2016 22:45 Ancelotti vildi ekki breyta leikkerfi Real Madrid til að þóknast Bale. vísir/getty Carlo Ancelotti, fyrrverandi knattspyrnustjóri Real Madrid, segir í nýrri bók sinni að Florentino Pérez, forseti félagsins, hafi þrýst á hann að breyta hlutverki Gareth Bale hjá Madrídarliðinu. Waleverjinn var keyptur til Real Madrid fyrir metfé sumarið 2013 en á sínu fyrsta tímabili á Spáni vann hann spænsku bikarkeppnina og Meistaradeild Evrópu. Ancelotti notaði Bale langoftast á hægri kantinum en Bale og umboðsmaður hans, John Barnett, hafa lýst því yfir að hann vilji frekar spila fyrir aftan fremsta mann, sem svokölluð tía. „Einn morguninn fékk ég símtal frá framkvæmdastjóra Madrid [José Ángel Sánchez] sem tjáði mér að forsetinn vildi tala við mig eftir æfinguna. Þetta var mjög óvenjulegt,“ segir Ancelotti í bókinni Quiet Leadership: Winning Hearts, Minds and Matches. „Þegar ég hitti forsetann sagði hann mér að umboðsmaður Bale hefði komið til hans og viljað tala um stöðu leikmannsins. Hann sagði forsetanum að Bale væri ósáttur með sitt hlutverk og vildi spila meira miðsvæðis.“ Ancelotti segist hafa tjáð bæði Pérez og Bale að hann gæti ekki breytt leikkerfi Real Madrid bara til að þóknast einum leikmanni. Bale fékk tækifæri í draumastöðunni sinni undir stjórn Rafa Benítez en eftir að hann var rekinn og Zinedine Zidane tók við var Walesverjinn færður aftur út á hægri kantinn. Bale skoraði 19 mörk í 23 leikjum með Real Madrid í spænsku úrvalsdeildinni í vetur. Hann á hins vegar enn eftir að komast á blað í Meistaradeildinni en fær tækifæri til að bæta úr því í úrslitaleiknum gegn Atlético Madrid á San Siro 28. maí næstkomandi. Spænski boltinn Mest lesið Heimir með Íra í HM-umspil eftir ótrúlega dramatík Fótbolti Heimir fékk tilboð: „Pabbi vill ekki vera þar sem stuðningsmenn vilja hann ekki“ Fótbolti Úkraína - Ísland | Úrslitaleikur í Varsjá Fótbolti „Það verða breytingar“ Fótbolti Óvænt lið Íslands: Hörður, Brynjólfur og Jón Dagur inn Fótbolti „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Íslenski boltinn Malinovskyi vonar að Albert eigi ekki sinn besta dag Fótbolti Samningi Caulkers við Stjörnuna rift Íslenski boltinn Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Atli Viðar segir Vöndu ekki réttu manneskjuna til að leiða KSÍ inn í framtíðina Íslenski boltinn Fleiri fréttir Lárus gafst upp og hætti að horfa: „Þeir hentu þeim leik“ Arnar: Ég laug aðeins að strákunum í sumar Óvænt lið Íslands: Hörður, Brynjólfur og Jón Dagur inn Fanneyju skipt út til heiðurs, Elísa lagði upp og Rosengård reddaði sér Hafrún Rakel hetja Bröndby Samningi Caulkers við Stjörnuna rift Erfið byrjun hjá Cecilíu og Karólínu Leiðin á HM: Arnar fer ekki að ljúga núna Heimir með Íra í HM-umspil eftir ótrúlega dramatík Haaland þakklátur mömmu sinni Úkraína - Ísland | Úrslitaleikur í Varsjá Malinovskyi vonar að Albert eigi ekki sinn besta dag 200 gegn 18 þúsund „Það verða breytingar“ Heimir fékk tilboð: „Pabbi vill ekki vera þar sem stuðningsmenn vilja hann ekki“ „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Rebrov: Karakterinn lykilatriði Dagskráin í dag: Úrslitastund í Varsjá Arsenal að missa menn í meiðsli Vigdís Lilja á skotskónum Hákon: Þú vilt spila þessa leiki Spánn og Austurríki við það að komast á HM ´26 Åge Hareide glímir við sjúkdóm Leiðin á HM: Sögulegar sættir í Varsjá Arna og Sædís spiluðu í sigri Våleranga „Eggert kominn með stóra brosið og allir glaðir“ Belgar í brasi og þurfa að bíða eftir HM-sæti Svona var fundur Arnars fyrir „dramatík í níutíu mínútur“ Bökuðu botnliðið í miðjum slag við Blika Tólfan boðar til partýs í Varsjá Sjá meira
Carlo Ancelotti, fyrrverandi knattspyrnustjóri Real Madrid, segir í nýrri bók sinni að Florentino Pérez, forseti félagsins, hafi þrýst á hann að breyta hlutverki Gareth Bale hjá Madrídarliðinu. Waleverjinn var keyptur til Real Madrid fyrir metfé sumarið 2013 en á sínu fyrsta tímabili á Spáni vann hann spænsku bikarkeppnina og Meistaradeild Evrópu. Ancelotti notaði Bale langoftast á hægri kantinum en Bale og umboðsmaður hans, John Barnett, hafa lýst því yfir að hann vilji frekar spila fyrir aftan fremsta mann, sem svokölluð tía. „Einn morguninn fékk ég símtal frá framkvæmdastjóra Madrid [José Ángel Sánchez] sem tjáði mér að forsetinn vildi tala við mig eftir æfinguna. Þetta var mjög óvenjulegt,“ segir Ancelotti í bókinni Quiet Leadership: Winning Hearts, Minds and Matches. „Þegar ég hitti forsetann sagði hann mér að umboðsmaður Bale hefði komið til hans og viljað tala um stöðu leikmannsins. Hann sagði forsetanum að Bale væri ósáttur með sitt hlutverk og vildi spila meira miðsvæðis.“ Ancelotti segist hafa tjáð bæði Pérez og Bale að hann gæti ekki breytt leikkerfi Real Madrid bara til að þóknast einum leikmanni. Bale fékk tækifæri í draumastöðunni sinni undir stjórn Rafa Benítez en eftir að hann var rekinn og Zinedine Zidane tók við var Walesverjinn færður aftur út á hægri kantinn. Bale skoraði 19 mörk í 23 leikjum með Real Madrid í spænsku úrvalsdeildinni í vetur. Hann á hins vegar enn eftir að komast á blað í Meistaradeildinni en fær tækifæri til að bæta úr því í úrslitaleiknum gegn Atlético Madrid á San Siro 28. maí næstkomandi.
Spænski boltinn Mest lesið Heimir með Íra í HM-umspil eftir ótrúlega dramatík Fótbolti Heimir fékk tilboð: „Pabbi vill ekki vera þar sem stuðningsmenn vilja hann ekki“ Fótbolti Úkraína - Ísland | Úrslitaleikur í Varsjá Fótbolti „Það verða breytingar“ Fótbolti Óvænt lið Íslands: Hörður, Brynjólfur og Jón Dagur inn Fótbolti „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Íslenski boltinn Malinovskyi vonar að Albert eigi ekki sinn besta dag Fótbolti Samningi Caulkers við Stjörnuna rift Íslenski boltinn Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Atli Viðar segir Vöndu ekki réttu manneskjuna til að leiða KSÍ inn í framtíðina Íslenski boltinn Fleiri fréttir Lárus gafst upp og hætti að horfa: „Þeir hentu þeim leik“ Arnar: Ég laug aðeins að strákunum í sumar Óvænt lið Íslands: Hörður, Brynjólfur og Jón Dagur inn Fanneyju skipt út til heiðurs, Elísa lagði upp og Rosengård reddaði sér Hafrún Rakel hetja Bröndby Samningi Caulkers við Stjörnuna rift Erfið byrjun hjá Cecilíu og Karólínu Leiðin á HM: Arnar fer ekki að ljúga núna Heimir með Íra í HM-umspil eftir ótrúlega dramatík Haaland þakklátur mömmu sinni Úkraína - Ísland | Úrslitaleikur í Varsjá Malinovskyi vonar að Albert eigi ekki sinn besta dag 200 gegn 18 þúsund „Það verða breytingar“ Heimir fékk tilboð: „Pabbi vill ekki vera þar sem stuðningsmenn vilja hann ekki“ „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Rebrov: Karakterinn lykilatriði Dagskráin í dag: Úrslitastund í Varsjá Arsenal að missa menn í meiðsli Vigdís Lilja á skotskónum Hákon: Þú vilt spila þessa leiki Spánn og Austurríki við það að komast á HM ´26 Åge Hareide glímir við sjúkdóm Leiðin á HM: Sögulegar sættir í Varsjá Arna og Sædís spiluðu í sigri Våleranga „Eggert kominn með stóra brosið og allir glaðir“ Belgar í brasi og þurfa að bíða eftir HM-sæti Svona var fundur Arnars fyrir „dramatík í níutíu mínútur“ Bökuðu botnliðið í miðjum slag við Blika Tólfan boðar til partýs í Varsjá Sjá meira