Dæmdir fyrir taka lán í nafni íslenskra landsliðsmanna Atli Ísleifsson skrifar 20. janúar 2016 16:20 Gunnar Heiðar Þorvaldsson og Helgi Valur Daníelsson. Vísir/Getty Dómstóll í Svíþjóð hefur dæmt átta meðlimi glæpahrings í Svíþjóð fyrir að hafa stolið auðkennum sautján íþróttamanna og þannig komist yfir milljónir króna. Knattspyrnumennirnir Gunnar Heiðar Þorvaldsson og Helgi Valur Daníelsson, sem báðir eru reynslumiklir landsliðsmenn, voru í hópi íþróttamannanna, en glæpamennirnir beindu sjónum sínum að ungum íshokkí- og fótboltamönnum sem höfðu skrifað undir arðsama samninga við erlend félög og flutt til útlanda.Aftonbladet greinir frá því að höfuðpaur glæpahringsins, 39 ára maður frá Stokkhólmi, hafi verið dæmdur í fimm ára fangelsi. Gunnar Heiðar segir í samtali við fótbolti.net að glæpamennirnir hafi náð um milljón íslenskra króna á sitt nafn.Sóttu um lán í nafni íþróttamannanna Að minnsta kosti sautján þekktir íþróttamenn urðu fyrir barðinu á glæpahringnum, en auk Helga Vals og Gunnars Heiðars má nefna fótboltamanninn Joseph Baffo og íshokkíspilarana Stefan Lassen, Martin Sevc, Esa Pirnes og Daniel Bellissimo. Alls hafi glæpamennirnir komist yfir um ellefu milljónir sænskra króna, um 166 milljónir íslenskra króna, með því að sækja um lán í nafni íþróttamannanna. Lögregla í Svíþjóð lagði hald á rúmlega fjögur hundruð greiðslukort, tíu farsíma, 27 fölsuð vegabréf og mikinn fjölda falsaðra skjala. Helgi Valur spilaði með liðinu AIK frá Stokkhólmi á árunum 2010 til 2013 en flutti sig þá um set til portúgalska félagsins Belenenses. Gunnar Heiðar lék með Norrköping á árunum 2011 til 2013 þegar hann gekk til liðs við tyrkneska liðið Konyaspor. Árin 2014 til 2015 spilaði hann svo með Häcken frá Gautaborg. Hann er í dag leikmaður ÍBV. Mest lesið Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Erlent Furðar sig á viðvaningshætti í Washington og segir fundinn óþarfan Erlent Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Innlent Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Sjaldan fleiri mótmælt ríkisstjórninni Erlent Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Innlent Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Erlent „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Innlent Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Innlent Fleiri fréttir Stór skjálfti reið yfir í Tyrklandi Furðar sig á viðvaningshætti í Washington og segir fundinn óþarfan Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Sjaldan fleiri mótmælt ríkisstjórninni Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Bjartsýn á að Trump nái árangri með Pútín Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Mexíkó hafnar aftur hermönnum Trumps „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Skotárás á Times Square Nyrsta olíuvinnslusvæði Noregs formlega opnað Eldur kviknaði í sögufrægri dómkirkju Gefur ekkert landsvæði eftir Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Geimfari Apollo 13 látinn Trump og Pútín funda í Alaska næsta föstudag Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Ákvörðun öryggisráðsins til marks um enn frekari stigmögnun Skipar hernum í hart við glæpasamtök Stefni á tilraun með kjarnorkuknúna eldflaug á norðurslóðum Fann hagtölur sem honum líkar og hélt óvæntan blaðamannafund Skýrasta myndin af halastjörnunni, eða vopninu, hingað til Sakaði „sveppamorðingjann“ um að hafa eitrað fyrir sér í þrígang Rússar enn að fá „samstöðustyrki“ en Úkraínumenn ekki Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Flokkurinn fyrir sjálfstætt Austur-Grænland: „Flug til Íslands allt árið!“ Sjá meira
Dómstóll í Svíþjóð hefur dæmt átta meðlimi glæpahrings í Svíþjóð fyrir að hafa stolið auðkennum sautján íþróttamanna og þannig komist yfir milljónir króna. Knattspyrnumennirnir Gunnar Heiðar Þorvaldsson og Helgi Valur Daníelsson, sem báðir eru reynslumiklir landsliðsmenn, voru í hópi íþróttamannanna, en glæpamennirnir beindu sjónum sínum að ungum íshokkí- og fótboltamönnum sem höfðu skrifað undir arðsama samninga við erlend félög og flutt til útlanda.Aftonbladet greinir frá því að höfuðpaur glæpahringsins, 39 ára maður frá Stokkhólmi, hafi verið dæmdur í fimm ára fangelsi. Gunnar Heiðar segir í samtali við fótbolti.net að glæpamennirnir hafi náð um milljón íslenskra króna á sitt nafn.Sóttu um lán í nafni íþróttamannanna Að minnsta kosti sautján þekktir íþróttamenn urðu fyrir barðinu á glæpahringnum, en auk Helga Vals og Gunnars Heiðars má nefna fótboltamanninn Joseph Baffo og íshokkíspilarana Stefan Lassen, Martin Sevc, Esa Pirnes og Daniel Bellissimo. Alls hafi glæpamennirnir komist yfir um ellefu milljónir sænskra króna, um 166 milljónir íslenskra króna, með því að sækja um lán í nafni íþróttamannanna. Lögregla í Svíþjóð lagði hald á rúmlega fjögur hundruð greiðslukort, tíu farsíma, 27 fölsuð vegabréf og mikinn fjölda falsaðra skjala. Helgi Valur spilaði með liðinu AIK frá Stokkhólmi á árunum 2010 til 2013 en flutti sig þá um set til portúgalska félagsins Belenenses. Gunnar Heiðar lék með Norrköping á árunum 2011 til 2013 þegar hann gekk til liðs við tyrkneska liðið Konyaspor. Árin 2014 til 2015 spilaði hann svo með Häcken frá Gautaborg. Hann er í dag leikmaður ÍBV.
Mest lesið Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Erlent Furðar sig á viðvaningshætti í Washington og segir fundinn óþarfan Erlent Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Innlent Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Sjaldan fleiri mótmælt ríkisstjórninni Erlent Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Innlent Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Erlent „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Innlent Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Innlent Fleiri fréttir Stór skjálfti reið yfir í Tyrklandi Furðar sig á viðvaningshætti í Washington og segir fundinn óþarfan Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Sjaldan fleiri mótmælt ríkisstjórninni Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Bjartsýn á að Trump nái árangri með Pútín Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Mexíkó hafnar aftur hermönnum Trumps „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Skotárás á Times Square Nyrsta olíuvinnslusvæði Noregs formlega opnað Eldur kviknaði í sögufrægri dómkirkju Gefur ekkert landsvæði eftir Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Geimfari Apollo 13 látinn Trump og Pútín funda í Alaska næsta föstudag Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Ákvörðun öryggisráðsins til marks um enn frekari stigmögnun Skipar hernum í hart við glæpasamtök Stefni á tilraun með kjarnorkuknúna eldflaug á norðurslóðum Fann hagtölur sem honum líkar og hélt óvæntan blaðamannafund Skýrasta myndin af halastjörnunni, eða vopninu, hingað til Sakaði „sveppamorðingjann“ um að hafa eitrað fyrir sér í þrígang Rússar enn að fá „samstöðustyrki“ en Úkraínumenn ekki Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Flokkurinn fyrir sjálfstætt Austur-Grænland: „Flug til Íslands allt árið!“ Sjá meira