Hundruð flóttamanna drukknuðu á leið til Ítalíu Guðsteinn Bjarnason skrifar 19. apríl 2016 07:00 Á sunnudag var 108 manns bjargað af gúmmíbát sem sökk á Miðjarðarhafi og var fólkið síðan flutt til ítölsku eyjunnar Lampedusa. vísir/epa Hundruð flóttamanna drukknuðu í Miðjarðarhafinu í gær á leiðinni til Ítalíu. Flestir þeirra voru frá Sómalíu, en sumir frá Erítreu og Eþíópíu. Óttast er að allt að 400 manns hafi farist, en staðfesting á þeirri tölu hefur ekki fengist. Talið var að fólkið hefði siglt á fjórum vanbúnum bátum út á Miðjarðarhafið frá Egyptalandi áleiðis til Ítalíu. Sómalskir fjölmiðlar fullyrða að tekist hafi að bjarga 29 manns af bátunum fjórum, sem allir sukku. Á sunnudaginn tókst ítölsku björgunarfólki að bjarga 108 manns af bát, sem sökk undan ströndum Líbíu. Að minnsta kosti sex manns drukknuðu þar. Í fyrrinótt tókst svo að bjarga 33 út af austurströnd Sikileyjar. Fyrir einu ári, nánast upp á dag, sökk yfirfullt fiskiskip í Miðjarðarhafinu með meira en 700 manns innanborðs. Fáum dögum áður höfðu nokkur hundruð manns farist á leiðinni yfir Miðjarðarhafið frá Líbíu. Á innan við tíu dögum fórust yfir þúsund manns á þessum slóðum. Eftir þetta ákvað Evrópusambandið að efla verulega björgunarstarf sitt í Miðjarðarhafinu. Dauðsföllum fækkaði verulega í kjölfar þess. Yfir vetrarmánuðina hafa reyndar tiltölulega frekar fáir flóttamenn valið að fara þessa leið, frá löndum norðanverðrar Afríku yfir hafið til Evrópulanda. Það er þó heldur að aukast núna, og um leið eykst manntjónið. Fáir þeirra, sem fara þessa leið núna, koma frá Sýrlandi eða öðrum ríkjum Mið-Austurlanda. Flestir eru frá Afríkuríkjum. Í vetur hefur straumur flóttafólks til Evrópu einkum legið landleiðina. Þeir sem farið hafa sjóleiðina frá Tyrklandi yfir til grísku eyjanna hafa átt erfitt með að komast áfram norður frá Grikklandi vegna þess að landamærum hefur verið lokað. Þá hefur Evrópusambandið samið við Tyrki um að taka aftur við flóttafólki, sem kemur þaðan til Grikklands. Á sunnudag hélt Frans páfi til grísku eyjunnar Lesbos þar sem hann heimsótti flóttamannabúðir og tók 12 sýrlenska flóttamenn með sér til Rómar. Allir eru þeir múslimar frá Sýrlandi. Páfi sendi frá sér yfirlýsingu þar sem hann sagðist vilja sýna með þessu að flóttafólk væri velkomið. Flóttamenn Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Innlent Fleiri fréttir „Við veljum Danmörku“ Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Sjá meira
Hundruð flóttamanna drukknuðu í Miðjarðarhafinu í gær á leiðinni til Ítalíu. Flestir þeirra voru frá Sómalíu, en sumir frá Erítreu og Eþíópíu. Óttast er að allt að 400 manns hafi farist, en staðfesting á þeirri tölu hefur ekki fengist. Talið var að fólkið hefði siglt á fjórum vanbúnum bátum út á Miðjarðarhafið frá Egyptalandi áleiðis til Ítalíu. Sómalskir fjölmiðlar fullyrða að tekist hafi að bjarga 29 manns af bátunum fjórum, sem allir sukku. Á sunnudaginn tókst ítölsku björgunarfólki að bjarga 108 manns af bát, sem sökk undan ströndum Líbíu. Að minnsta kosti sex manns drukknuðu þar. Í fyrrinótt tókst svo að bjarga 33 út af austurströnd Sikileyjar. Fyrir einu ári, nánast upp á dag, sökk yfirfullt fiskiskip í Miðjarðarhafinu með meira en 700 manns innanborðs. Fáum dögum áður höfðu nokkur hundruð manns farist á leiðinni yfir Miðjarðarhafið frá Líbíu. Á innan við tíu dögum fórust yfir þúsund manns á þessum slóðum. Eftir þetta ákvað Evrópusambandið að efla verulega björgunarstarf sitt í Miðjarðarhafinu. Dauðsföllum fækkaði verulega í kjölfar þess. Yfir vetrarmánuðina hafa reyndar tiltölulega frekar fáir flóttamenn valið að fara þessa leið, frá löndum norðanverðrar Afríku yfir hafið til Evrópulanda. Það er þó heldur að aukast núna, og um leið eykst manntjónið. Fáir þeirra, sem fara þessa leið núna, koma frá Sýrlandi eða öðrum ríkjum Mið-Austurlanda. Flestir eru frá Afríkuríkjum. Í vetur hefur straumur flóttafólks til Evrópu einkum legið landleiðina. Þeir sem farið hafa sjóleiðina frá Tyrklandi yfir til grísku eyjanna hafa átt erfitt með að komast áfram norður frá Grikklandi vegna þess að landamærum hefur verið lokað. Þá hefur Evrópusambandið samið við Tyrki um að taka aftur við flóttafólki, sem kemur þaðan til Grikklands. Á sunnudag hélt Frans páfi til grísku eyjunnar Lesbos þar sem hann heimsótti flóttamannabúðir og tók 12 sýrlenska flóttamenn með sér til Rómar. Allir eru þeir múslimar frá Sýrlandi. Páfi sendi frá sér yfirlýsingu þar sem hann sagðist vilja sýna með þessu að flóttafólk væri velkomið.
Flóttamenn Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Innlent Fleiri fréttir „Við veljum Danmörku“ Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Sjá meira