Rússar segja Litvinenko-skýrsluna hlutdræga og ógagnsæja Atli Ísleifsson skrifar 21. janúar 2016 13:44 Andrei Lugovoi situr nú á rússneska þinginu en er grunaður um að hafa eitrað fyrir Litvinenko. Vísir/AFP Rússnesk stjórnvöld segja bresku skýrsluna um morðið á fyrrverandi KGB-manninum Aleksandr Litvinenko vera hlutdræga og ógagnsæja. Annar mannanna sem sakaður er um að hafa eitrað fyrir Litvinenko segir ásakanirnar þvælu. Breskir saksóknarar hafa áður sagt tvo rússneska leyniþjónustumenn hafa eitrað fyrir hinum 43 ára Litvinenko með geislaverka efninu póloni-210 árið 2006. Í skýrslunni kemur fram að líklegast sé að Vladimír Pútín Rússlandsforseti og Nikolai Patrushev, yfirmaður rússnesku leyniþjónustunnar, hafi gefið grænt ljós á morðið. Breski innanríkisráðherrann, Theresa May, segir að sendiherra Rússlands í Bretlandi verði kallaður á fund vegna skýrslunnar þar sem óánægju Breta vegna tregðu Rússa til að aðstoða við rannsóknina verður ítrekuð. May sagði jafnframt að breska þingið myndi frysta eignir hjá þeim sem málinu tengjast. Þá mun David Cameron forsætisráðherra ræða málið við Pútín við fyrsta mögulega tækifæri. Rússnesk stjórnvöld ítrekuðu í morgun að þeir myndu ekki framselja þá Andrei Lugovoi og Dmitry Kovtun sem grunaðir eru um að hafa eitrað fyrir Litvinenko. Lugovoi sagði skýrsluna aumkunarverða tilraun Breta til að draga fram gömul mál til að þjóna eigin pólitískum markmiðum sínum. Hann neitar því að hafa komið nálægt dauða Litvinenko. Lugovoi situr nú sjálfur á rússneska þinginu og segir niðurstöður skýrslunnar alls ekki hafa komið á óvart. „Eins og við áttum von á. Ekkert sem kemur á óvart. Niðurstaðan sýnir enn og aftur fram á óvinveitta afstöðu breskra stjórnvalda til Rússa, þröngsýni þeirra og óvilja til að finna raunveruleg orsök dauða Litvinenko.“ Tengdar fréttir Ný bresk skýrsla: Pútín gaf líklega grænt ljós á morðið á Litvinenko Opinber rannsókn á dauða Aleksandr Litvinenko hófst í janúar á síðasta ári. 21. janúar 2016 10:00 Mest lesið Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Erlent Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Erlent Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Innlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Erlent Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Erlent Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Innlent Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Innlent Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Innlent Halla mun funda með Xi Jinping Innlent Fleiri fréttir Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Á þriðja tug slasaðir eftir gassprengingu í Madríd Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Útnefnd forsætisráðherra Nepal fyrst kvenna Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki NATO eflir varnir í austri Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Stjórnvöld höfða mál á hendur Uber vegna mismununar gegn fötluðum Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Sjá meira
Rússnesk stjórnvöld segja bresku skýrsluna um morðið á fyrrverandi KGB-manninum Aleksandr Litvinenko vera hlutdræga og ógagnsæja. Annar mannanna sem sakaður er um að hafa eitrað fyrir Litvinenko segir ásakanirnar þvælu. Breskir saksóknarar hafa áður sagt tvo rússneska leyniþjónustumenn hafa eitrað fyrir hinum 43 ára Litvinenko með geislaverka efninu póloni-210 árið 2006. Í skýrslunni kemur fram að líklegast sé að Vladimír Pútín Rússlandsforseti og Nikolai Patrushev, yfirmaður rússnesku leyniþjónustunnar, hafi gefið grænt ljós á morðið. Breski innanríkisráðherrann, Theresa May, segir að sendiherra Rússlands í Bretlandi verði kallaður á fund vegna skýrslunnar þar sem óánægju Breta vegna tregðu Rússa til að aðstoða við rannsóknina verður ítrekuð. May sagði jafnframt að breska þingið myndi frysta eignir hjá þeim sem málinu tengjast. Þá mun David Cameron forsætisráðherra ræða málið við Pútín við fyrsta mögulega tækifæri. Rússnesk stjórnvöld ítrekuðu í morgun að þeir myndu ekki framselja þá Andrei Lugovoi og Dmitry Kovtun sem grunaðir eru um að hafa eitrað fyrir Litvinenko. Lugovoi sagði skýrsluna aumkunarverða tilraun Breta til að draga fram gömul mál til að þjóna eigin pólitískum markmiðum sínum. Hann neitar því að hafa komið nálægt dauða Litvinenko. Lugovoi situr nú sjálfur á rússneska þinginu og segir niðurstöður skýrslunnar alls ekki hafa komið á óvart. „Eins og við áttum von á. Ekkert sem kemur á óvart. Niðurstaðan sýnir enn og aftur fram á óvinveitta afstöðu breskra stjórnvalda til Rússa, þröngsýni þeirra og óvilja til að finna raunveruleg orsök dauða Litvinenko.“
Tengdar fréttir Ný bresk skýrsla: Pútín gaf líklega grænt ljós á morðið á Litvinenko Opinber rannsókn á dauða Aleksandr Litvinenko hófst í janúar á síðasta ári. 21. janúar 2016 10:00 Mest lesið Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Erlent Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Erlent Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Innlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Erlent Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Erlent Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Innlent Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Innlent Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Innlent Halla mun funda með Xi Jinping Innlent Fleiri fréttir Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Á þriðja tug slasaðir eftir gassprengingu í Madríd Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Útnefnd forsætisráðherra Nepal fyrst kvenna Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki NATO eflir varnir í austri Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Stjórnvöld höfða mál á hendur Uber vegna mismununar gegn fötluðum Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Sjá meira
Ný bresk skýrsla: Pútín gaf líklega grænt ljós á morðið á Litvinenko Opinber rannsókn á dauða Aleksandr Litvinenko hófst í janúar á síðasta ári. 21. janúar 2016 10:00