Rússar segja Litvinenko-skýrsluna hlutdræga og ógagnsæja Atli Ísleifsson skrifar 21. janúar 2016 13:44 Andrei Lugovoi situr nú á rússneska þinginu en er grunaður um að hafa eitrað fyrir Litvinenko. Vísir/AFP Rússnesk stjórnvöld segja bresku skýrsluna um morðið á fyrrverandi KGB-manninum Aleksandr Litvinenko vera hlutdræga og ógagnsæja. Annar mannanna sem sakaður er um að hafa eitrað fyrir Litvinenko segir ásakanirnar þvælu. Breskir saksóknarar hafa áður sagt tvo rússneska leyniþjónustumenn hafa eitrað fyrir hinum 43 ára Litvinenko með geislaverka efninu póloni-210 árið 2006. Í skýrslunni kemur fram að líklegast sé að Vladimír Pútín Rússlandsforseti og Nikolai Patrushev, yfirmaður rússnesku leyniþjónustunnar, hafi gefið grænt ljós á morðið. Breski innanríkisráðherrann, Theresa May, segir að sendiherra Rússlands í Bretlandi verði kallaður á fund vegna skýrslunnar þar sem óánægju Breta vegna tregðu Rússa til að aðstoða við rannsóknina verður ítrekuð. May sagði jafnframt að breska þingið myndi frysta eignir hjá þeim sem málinu tengjast. Þá mun David Cameron forsætisráðherra ræða málið við Pútín við fyrsta mögulega tækifæri. Rússnesk stjórnvöld ítrekuðu í morgun að þeir myndu ekki framselja þá Andrei Lugovoi og Dmitry Kovtun sem grunaðir eru um að hafa eitrað fyrir Litvinenko. Lugovoi sagði skýrsluna aumkunarverða tilraun Breta til að draga fram gömul mál til að þjóna eigin pólitískum markmiðum sínum. Hann neitar því að hafa komið nálægt dauða Litvinenko. Lugovoi situr nú sjálfur á rússneska þinginu og segir niðurstöður skýrslunnar alls ekki hafa komið á óvart. „Eins og við áttum von á. Ekkert sem kemur á óvart. Niðurstaðan sýnir enn og aftur fram á óvinveitta afstöðu breskra stjórnvalda til Rússa, þröngsýni þeirra og óvilja til að finna raunveruleg orsök dauða Litvinenko.“ Tengdar fréttir Ný bresk skýrsla: Pútín gaf líklega grænt ljós á morðið á Litvinenko Opinber rannsókn á dauða Aleksandr Litvinenko hófst í janúar á síðasta ári. 21. janúar 2016 10:00 Mest lesið Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Hitinn fór í 19,8 stig og desembermetið slegið Veður Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Innlent Seinfeld og Friends-leikari látinn Erlent Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Erlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Erlent Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Innlent Arion banki varar við svikaherferð Innlent Fleiri fréttir Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Seinfeld og Friends-leikari látinn Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Nýjar ákærur á hendur Russell Brand Fleiri Epstein-skjöl birt: Bað um „óviðeigandi vinkonur“ Saka AfD um að ganga erinda Kremlverja Kínverjar og Rússar lýsa yfir stuðningi við Venesúela Skapari Call of Duty lést í bílslysi Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér „Bandaríkin eiga ekki að taka yfir Grænland“ Nýr ritstjóri stöðvaði umfjöllun um brottvísanir Trump Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Sprengdu rússneskan hershöfðingja í loft upp í Moskvu Undirbúningur árásarinnar stóð yfir í marga mánuði Trump skipar sendifulltrúa fyrir Grænland Segir unnið að því að móta sameiginlega nálgun Bandaríkjanna, Úkraínu og Evrópu Sýknaður af nauðgun eftir að hafa verið skimaður fyrir sjaldgæfri svefnröskun Málið sem Trump getur ekki losað sig við Grunaður um manndráp eftir að tveggja ára drengur féll úr blokk Fóru um borð í vélvana rússneskt skip Baulað á Albanese á minningarathöfn á Bondi-strönd Kvarta yfir ritskoðun Epstein-skjala: „Við vitum ekki hvað við vitum ekki“ Níu skotnir til bana á krá Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Sjá meira
Rússnesk stjórnvöld segja bresku skýrsluna um morðið á fyrrverandi KGB-manninum Aleksandr Litvinenko vera hlutdræga og ógagnsæja. Annar mannanna sem sakaður er um að hafa eitrað fyrir Litvinenko segir ásakanirnar þvælu. Breskir saksóknarar hafa áður sagt tvo rússneska leyniþjónustumenn hafa eitrað fyrir hinum 43 ára Litvinenko með geislaverka efninu póloni-210 árið 2006. Í skýrslunni kemur fram að líklegast sé að Vladimír Pútín Rússlandsforseti og Nikolai Patrushev, yfirmaður rússnesku leyniþjónustunnar, hafi gefið grænt ljós á morðið. Breski innanríkisráðherrann, Theresa May, segir að sendiherra Rússlands í Bretlandi verði kallaður á fund vegna skýrslunnar þar sem óánægju Breta vegna tregðu Rússa til að aðstoða við rannsóknina verður ítrekuð. May sagði jafnframt að breska þingið myndi frysta eignir hjá þeim sem málinu tengjast. Þá mun David Cameron forsætisráðherra ræða málið við Pútín við fyrsta mögulega tækifæri. Rússnesk stjórnvöld ítrekuðu í morgun að þeir myndu ekki framselja þá Andrei Lugovoi og Dmitry Kovtun sem grunaðir eru um að hafa eitrað fyrir Litvinenko. Lugovoi sagði skýrsluna aumkunarverða tilraun Breta til að draga fram gömul mál til að þjóna eigin pólitískum markmiðum sínum. Hann neitar því að hafa komið nálægt dauða Litvinenko. Lugovoi situr nú sjálfur á rússneska þinginu og segir niðurstöður skýrslunnar alls ekki hafa komið á óvart. „Eins og við áttum von á. Ekkert sem kemur á óvart. Niðurstaðan sýnir enn og aftur fram á óvinveitta afstöðu breskra stjórnvalda til Rússa, þröngsýni þeirra og óvilja til að finna raunveruleg orsök dauða Litvinenko.“
Tengdar fréttir Ný bresk skýrsla: Pútín gaf líklega grænt ljós á morðið á Litvinenko Opinber rannsókn á dauða Aleksandr Litvinenko hófst í janúar á síðasta ári. 21. janúar 2016 10:00 Mest lesið Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Hitinn fór í 19,8 stig og desembermetið slegið Veður Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Innlent Seinfeld og Friends-leikari látinn Erlent Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Erlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Erlent Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Innlent Arion banki varar við svikaherferð Innlent Fleiri fréttir Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Seinfeld og Friends-leikari látinn Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Nýjar ákærur á hendur Russell Brand Fleiri Epstein-skjöl birt: Bað um „óviðeigandi vinkonur“ Saka AfD um að ganga erinda Kremlverja Kínverjar og Rússar lýsa yfir stuðningi við Venesúela Skapari Call of Duty lést í bílslysi Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér „Bandaríkin eiga ekki að taka yfir Grænland“ Nýr ritstjóri stöðvaði umfjöllun um brottvísanir Trump Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Sprengdu rússneskan hershöfðingja í loft upp í Moskvu Undirbúningur árásarinnar stóð yfir í marga mánuði Trump skipar sendifulltrúa fyrir Grænland Segir unnið að því að móta sameiginlega nálgun Bandaríkjanna, Úkraínu og Evrópu Sýknaður af nauðgun eftir að hafa verið skimaður fyrir sjaldgæfri svefnröskun Málið sem Trump getur ekki losað sig við Grunaður um manndráp eftir að tveggja ára drengur féll úr blokk Fóru um borð í vélvana rússneskt skip Baulað á Albanese á minningarathöfn á Bondi-strönd Kvarta yfir ritskoðun Epstein-skjala: „Við vitum ekki hvað við vitum ekki“ Níu skotnir til bana á krá Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Sjá meira
Ný bresk skýrsla: Pútín gaf líklega grænt ljós á morðið á Litvinenko Opinber rannsókn á dauða Aleksandr Litvinenko hófst í janúar á síðasta ári. 21. janúar 2016 10:00