Segir mál stúlkunnar á Akranesi því miður ekki einsdæmi Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 13. janúar 2016 14:57 „Mér finnst það blasa við að það hafi verið mjög alvarlega brotið á þessari stúlku og ég vona innilega að hún vinni þetta mál. Að mínu mati er þessi líkamsleit bara hreint og klárt ofbeldi,“ segir Pétur Þorsteinsson, formaður Snarrótarinnar. vísir Pétur Þorsteinsson, formaður Snarrótarinnar, samtaka um borgaraleg réttindi, segir mál 16 ára stúlku sem var handtekin og henni gert að afklæðast svo hægt væri að leita að fíkniefnum á henni því miður ekki einsdæmi. Samtökin þekki fjölmörg dæmi þar sem svo virðist sem að lögreglan hafi farið út fyrir valdsvið sitt, ekki síst þegar grunur leiki á að ungt fólk, hafi neytt fíkniefna eða sé með fíkniefni á sér. „Mér finnst það blasa við að það hafi verið mjög alvarlega brotið á þessari stúlku og ég vona innilega að hún vinni þetta mál. Að mínu mati er þessi líkamsleit bara hreint og klárt ofbeldi,“ segir Pétur í samtali við Vísi. Pétur segir málið mikið alvarlegra í stóra samhenginu. „Menn setja spurningamerki við að ekki hafi verið kallað til fulltrúa barnaverndar á Akranesi þegar líkamsleitin fór fram en mér finnst tvö atriði alvarlegust í þessu. Annars vegar er það að lögreglan skuli hafa nafnlausan síma sem menn geta hringt í og fellt grun á hvern sem er og lögreglan hlaupi svo bara á eftir því án þess að hafa neitt annað í höndunum. Hins vegar er það svo að það er með öllu óheimilt að framkvæma svona leit án dómsúrskurðar. Lögreglan er þarna að taka sér vald langt umfram það sem hún hefur,“ segir Pétur. Samkvæmt lögregluskýrslu í máli unglingsstúlkunnar á Akranesi, sem var rituð 22 dögum eftir að atvikið, fékk lögreglan á Vesturlandi nafnlausa ábendingu þess efnis að fíkniefni væri að finna í bíl sem stúlkan var farþegi í og að ökumaður bílsins væri undir áhrifum fíkniefna. Í kjölfarið var hún og aðrir í bílnum færðir á lögreglustöð þar sem stúlkunni var sagt að afklæðast og beygja sig fram svo hægt væri að skoða kynfæri henni og rass án snertingar. Engin fíkniefni fundust. Tengdar fréttir Vill fá skýringar á aðförum lögreglunnar Ekki var hringt í sólarhringsvakt barnaverndar á Akranesi þegar sextán ára stúlka var handtekin í ágúst og henni gert að afklæðast. Bæjarstjóri segir málið koma sér í opna skjöldu. Lögreglustjórinn á Vesturlandi tjáir sig ekki um m 13. janúar 2016 07:00 Létu 16 ára stúlku afklæðast á Akranesi Nafnlaus ábending um fíkniefnavörslu varð til þess að ungmenni voru handtekin á Vesturlandi. Leitað var innanklæða á 16 ára stúlku. Hvorki var haft samband við foreldra stúlkunnar né barnaverndaryfirvöld. 12. janúar 2016 07:00 Lögreglustjóri ætlar ekki að tjá sig um mál stúlku sem var látin afklæðast í fangaklefa á Akranesi Lögreglustjórinn á Vesturlandi hyggst ekki tjá sig um mál 16 ára stúlku sem stefnt hefur íslenska ríkinu vegna líkamsleitar sem lögreglan á Vesturlandi framkvæmdi á stúlkunni í kjölfar þess að hún var handtekin ásamt öðrum ungmennum og lokuð inn í fangaklefa á Akranesi ásamt annarri stúlku. 12. janúar 2016 13:14 Mest lesið Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Innlent Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Innlent Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Innlent Von á leifum fellibylsins Erin til landsins Veður „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Innlent Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Innlent Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Innlent Þrjár líkamsárásir og yfir tuttugu ungmenni í athvarf Innlent Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Innlent Grunur um brot gegn fleiri börnum Innlent Fleiri fréttir Brotið á barni þegar það var lokað inni í einveruherbergi í Mýrarhúsaskóla Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Vestfirðingar fagna í kvöld: „Þetta er bara mjög stórt“ Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Hlaupið aftur í rénun eftir vöxt í nótt Þrjár líkamsárásir og yfir tuttugu ungmenni í athvarf Hver verður Íslandsmeistari í hrútaþukli? Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Akstursíþróttasamfélagið harmi slegið, unglingadrykkja á Menningarnótt og hrútaþukl Evrópusambandið, menntamál, stýrivextir og Gasa í Sprengisandi „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Algjört hrun í fálkastofninum Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Sjá meira
Pétur Þorsteinsson, formaður Snarrótarinnar, samtaka um borgaraleg réttindi, segir mál 16 ára stúlku sem var handtekin og henni gert að afklæðast svo hægt væri að leita að fíkniefnum á henni því miður ekki einsdæmi. Samtökin þekki fjölmörg dæmi þar sem svo virðist sem að lögreglan hafi farið út fyrir valdsvið sitt, ekki síst þegar grunur leiki á að ungt fólk, hafi neytt fíkniefna eða sé með fíkniefni á sér. „Mér finnst það blasa við að það hafi verið mjög alvarlega brotið á þessari stúlku og ég vona innilega að hún vinni þetta mál. Að mínu mati er þessi líkamsleit bara hreint og klárt ofbeldi,“ segir Pétur í samtali við Vísi. Pétur segir málið mikið alvarlegra í stóra samhenginu. „Menn setja spurningamerki við að ekki hafi verið kallað til fulltrúa barnaverndar á Akranesi þegar líkamsleitin fór fram en mér finnst tvö atriði alvarlegust í þessu. Annars vegar er það að lögreglan skuli hafa nafnlausan síma sem menn geta hringt í og fellt grun á hvern sem er og lögreglan hlaupi svo bara á eftir því án þess að hafa neitt annað í höndunum. Hins vegar er það svo að það er með öllu óheimilt að framkvæma svona leit án dómsúrskurðar. Lögreglan er þarna að taka sér vald langt umfram það sem hún hefur,“ segir Pétur. Samkvæmt lögregluskýrslu í máli unglingsstúlkunnar á Akranesi, sem var rituð 22 dögum eftir að atvikið, fékk lögreglan á Vesturlandi nafnlausa ábendingu þess efnis að fíkniefni væri að finna í bíl sem stúlkan var farþegi í og að ökumaður bílsins væri undir áhrifum fíkniefna. Í kjölfarið var hún og aðrir í bílnum færðir á lögreglustöð þar sem stúlkunni var sagt að afklæðast og beygja sig fram svo hægt væri að skoða kynfæri henni og rass án snertingar. Engin fíkniefni fundust.
Tengdar fréttir Vill fá skýringar á aðförum lögreglunnar Ekki var hringt í sólarhringsvakt barnaverndar á Akranesi þegar sextán ára stúlka var handtekin í ágúst og henni gert að afklæðast. Bæjarstjóri segir málið koma sér í opna skjöldu. Lögreglustjórinn á Vesturlandi tjáir sig ekki um m 13. janúar 2016 07:00 Létu 16 ára stúlku afklæðast á Akranesi Nafnlaus ábending um fíkniefnavörslu varð til þess að ungmenni voru handtekin á Vesturlandi. Leitað var innanklæða á 16 ára stúlku. Hvorki var haft samband við foreldra stúlkunnar né barnaverndaryfirvöld. 12. janúar 2016 07:00 Lögreglustjóri ætlar ekki að tjá sig um mál stúlku sem var látin afklæðast í fangaklefa á Akranesi Lögreglustjórinn á Vesturlandi hyggst ekki tjá sig um mál 16 ára stúlku sem stefnt hefur íslenska ríkinu vegna líkamsleitar sem lögreglan á Vesturlandi framkvæmdi á stúlkunni í kjölfar þess að hún var handtekin ásamt öðrum ungmennum og lokuð inn í fangaklefa á Akranesi ásamt annarri stúlku. 12. janúar 2016 13:14 Mest lesið Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Innlent Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Innlent Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Innlent Von á leifum fellibylsins Erin til landsins Veður „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Innlent Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Innlent Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Innlent Þrjár líkamsárásir og yfir tuttugu ungmenni í athvarf Innlent Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Innlent Grunur um brot gegn fleiri börnum Innlent Fleiri fréttir Brotið á barni þegar það var lokað inni í einveruherbergi í Mýrarhúsaskóla Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Vestfirðingar fagna í kvöld: „Þetta er bara mjög stórt“ Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Hlaupið aftur í rénun eftir vöxt í nótt Þrjár líkamsárásir og yfir tuttugu ungmenni í athvarf Hver verður Íslandsmeistari í hrútaþukli? Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Akstursíþróttasamfélagið harmi slegið, unglingadrykkja á Menningarnótt og hrútaþukl Evrópusambandið, menntamál, stýrivextir og Gasa í Sprengisandi „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Algjört hrun í fálkastofninum Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Sjá meira
Vill fá skýringar á aðförum lögreglunnar Ekki var hringt í sólarhringsvakt barnaverndar á Akranesi þegar sextán ára stúlka var handtekin í ágúst og henni gert að afklæðast. Bæjarstjóri segir málið koma sér í opna skjöldu. Lögreglustjórinn á Vesturlandi tjáir sig ekki um m 13. janúar 2016 07:00
Létu 16 ára stúlku afklæðast á Akranesi Nafnlaus ábending um fíkniefnavörslu varð til þess að ungmenni voru handtekin á Vesturlandi. Leitað var innanklæða á 16 ára stúlku. Hvorki var haft samband við foreldra stúlkunnar né barnaverndaryfirvöld. 12. janúar 2016 07:00
Lögreglustjóri ætlar ekki að tjá sig um mál stúlku sem var látin afklæðast í fangaklefa á Akranesi Lögreglustjórinn á Vesturlandi hyggst ekki tjá sig um mál 16 ára stúlku sem stefnt hefur íslenska ríkinu vegna líkamsleitar sem lögreglan á Vesturlandi framkvæmdi á stúlkunni í kjölfar þess að hún var handtekin ásamt öðrum ungmennum og lokuð inn í fangaklefa á Akranesi ásamt annarri stúlku. 12. janúar 2016 13:14