Eiginkona Jamie Vardy óttaðist um líf sitt Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 13. júní 2016 17:15 Vardy-fjölskyldan og Englandsbikarinn. Vísir/Getty Laugardagskvöldið var ekki gott kvöld fyrir Vardy-hjónin. Jamie Vardy fékk ekki að spila eina einustu mínútu í fyrsta leik enska landsliðinu á móti Rússum og Rebekah, eiginkona hans, endaði í skelfilegum aðstæðum þegar hún var í hópi fjölda enska stuðningsmanna á leið á leikinn. Rebekah Vardy gagnrýnir frönsku lögregluna fyrir aðkomu sína að öryggismálum í kringum leikinn í viðtali við Guardian. Hún var á leið á völlinn ásamt vinum sínum og einn af þeim var John Morris sem er umboðsmaður Jamie Vardy. Rebekah Vardy sagði meðal annars frá reynslu sinni inn á Twitter og blaðamaður Guardian spurði hana út í það. „Ég var ekki að reyna að koma sökinni á einhvern heldur vildi ég bara benda á allt skipulagsleysið og slæma framkomu lögreglunnar. Lögreglan á að vera þarna til að passa upp á fólk. Mér leið ekki eins og þeir verja mig heldur leið mér miklu frekar eins og mér stafaði ógn af þeim" sagði Rebekah Vardy við Guardian. „Það var fullt af enskum stuðningsmönnum að syngja nálægt okkur fyrir leikinn og það voru engin vandamál. Allt í einu varð þessi risatáragassprenging og í framhaldinu hljóp fólk öskrandi í allar áttir. Það greip um sig ofsahræðsla," sagði Rebekah Vardy. Hún lýsir því jafnframt að ensku stuðningsmennirnir hafi hreinlega verið króaðir að með lögreglumönnum og táragasi og því ekki komist neitt. Sumir reyndu af klifra yfir girðingar til að losna undan táragrasinu sem lögreglan hélt áfram að skjóta í átt að ensku stuðningsmönnunum. „Fólk var að detta og meiða sig og það var blóð út um allt. Konur öskruðu, börn klifruðu upp í tré. Þetta var eins og atriði í kvikmynd," sagði Rebekah Vardy. Rebekah Vardy sagði að ástandi hafi ekki verið mikið betra inn á vellinum. „Öryggisgæslan var sjokkerandi. Þeir voru ekki með nægan mannskap og það skoðaði enginn töskuna mína sem dæmi. Ég trúi því bara ekki að þjóð sem gekk nýlega í gegnum hryðjuverkaárás skuli ekki vera betur undirbúin en þetta. Þeir réðu ekki við þetta. Þegar maður reyndi að fá upplýsingar frá þeim, þá töluðu þeir ekki við þig. Það var eins og maður væri ekki til," sagði Rebekah Vardy Rebekah Vardy talaði líka um það í viðtalinu að hún hafa óttast á einhverju tímapunkti að hún myndi ekki sleppa úr þessum skelfilegum aðstæðum. „Ég var rosalega hrædd og það kom upp stund þar sem ég hugsað um það í nokkrar sekúndur að ég myndi ekki sleppa heil frá þessu.“ Rebekah sagði Jamie Vardy ekki frá því sem hafði gerst fyrir hana fyrr en eftir leikinn. „Hann sagði við mig að ég ætti ekki að fara á fleiri leiki. Ég ætla samt að mæta á hina leikina en þá fer ég líka beint á leikvanginn," sagði Rebekah Vardy. Það er hægt að sjá viðtal Guardian við Rebekah Vardy hér fyrir neðan. EM 2016 í Frakklandi Enski boltinn Fótbolti Mest lesið Íslenskur doktorsnemi Englandsmeistari: Rannsakar prótín og skorar af línunni í Oxford Sport Bastarður ráðinn til starfa Fótbolti Elsti leikmaðurinn til að fá MVP atkvæði Körfubolti Ísak Bergmann hljóp mest allra Fótbolti Gary Martin aftur í ensku deildina Fótbolti Furðu erfitt að mæta systur sinni Fótbolti Dagskráin í dag: Íslenski boltinn og sitthvað fleira Sport Daði Berg: Eiginlega ekki við hæfi barna Fótbolti Ítalíumeistararnir að landa De Bruyne Fótbolti Úlfarnir bitu frá sér og unnu 42 stiga sigur Körfubolti Fleiri fréttir Ítalíumeistararnir að landa De Bruyne Ísak Bergmann hljóp mest allra Bastarður ráðinn til starfa Furðu erfitt að mæta systur sinni „Ég hefði getað sett þrjú“ Daði Berg: Eiginlega ekki við hæfi barna Gary Martin aftur í ensku deildina Uppgjörið: Valur - ÍBV 3-0 | Valsmenn gengu frá Eyjamönnum í fyrri hálfleik Arsenal vann Meistaradeildina í annað sinn Leik lokið: Víkingur - ÍA 2-1 | Víkingar tylltu sér á toppinn Uppgjör: Vestri - Stjarnan 3-1 | Ísfirðingar sneru við taflinu í seinni hálfleik Markaveisla í Grindavík og dramatík á Húsavík Ancelotti og Modric kvaddir með sigri Sjáðu laglegt sigurmark Ídu gegn meisturunum og vítavörslu Kötlu Uppgjörið: KA - Afturelding 1-0 | KA af botninum Sunderland vann milljónaleikinn og komst upp í úrvalsdeildina Uppgjörið: Þór/KA - Stjarnan 1-0 | Mark Söndru Maríu skildi á milli Katla gulltryggði sigurinn gegn toppliðinu Salah bestur og Gravenberch besti ungi Matic reyndist sannspár með söluna á McTominay Tugir þúsunda fögnuðu á götum Napoli Forest bannaði Neville að mæta á völlinn Vann meistarana í gær og valin í landsliðið í dag Sjáðu neglur Arons og ótrúlegt skallamark þess sænska Spennt fyrir úrslitaleiknum og glöð að bikarinn er kominn í leitirnar „Í dag unnum við þetta eins og fjölskylda“ „Skil ekki af hverju við erum alltaf að koma fólki á óvart“ McTominay og Lukaku tryggðu Napoli titilinn „Ertu galinn? Þetta var frábær fótboltaleikur“ Mikið áfall fyrir ÍBV: Sowe með slitið krossband og Oliver frá næstu vikurnar Sjá meira
Laugardagskvöldið var ekki gott kvöld fyrir Vardy-hjónin. Jamie Vardy fékk ekki að spila eina einustu mínútu í fyrsta leik enska landsliðinu á móti Rússum og Rebekah, eiginkona hans, endaði í skelfilegum aðstæðum þegar hún var í hópi fjölda enska stuðningsmanna á leið á leikinn. Rebekah Vardy gagnrýnir frönsku lögregluna fyrir aðkomu sína að öryggismálum í kringum leikinn í viðtali við Guardian. Hún var á leið á völlinn ásamt vinum sínum og einn af þeim var John Morris sem er umboðsmaður Jamie Vardy. Rebekah Vardy sagði meðal annars frá reynslu sinni inn á Twitter og blaðamaður Guardian spurði hana út í það. „Ég var ekki að reyna að koma sökinni á einhvern heldur vildi ég bara benda á allt skipulagsleysið og slæma framkomu lögreglunnar. Lögreglan á að vera þarna til að passa upp á fólk. Mér leið ekki eins og þeir verja mig heldur leið mér miklu frekar eins og mér stafaði ógn af þeim" sagði Rebekah Vardy við Guardian. „Það var fullt af enskum stuðningsmönnum að syngja nálægt okkur fyrir leikinn og það voru engin vandamál. Allt í einu varð þessi risatáragassprenging og í framhaldinu hljóp fólk öskrandi í allar áttir. Það greip um sig ofsahræðsla," sagði Rebekah Vardy. Hún lýsir því jafnframt að ensku stuðningsmennirnir hafi hreinlega verið króaðir að með lögreglumönnum og táragasi og því ekki komist neitt. Sumir reyndu af klifra yfir girðingar til að losna undan táragrasinu sem lögreglan hélt áfram að skjóta í átt að ensku stuðningsmönnunum. „Fólk var að detta og meiða sig og það var blóð út um allt. Konur öskruðu, börn klifruðu upp í tré. Þetta var eins og atriði í kvikmynd," sagði Rebekah Vardy. Rebekah Vardy sagði að ástandi hafi ekki verið mikið betra inn á vellinum. „Öryggisgæslan var sjokkerandi. Þeir voru ekki með nægan mannskap og það skoðaði enginn töskuna mína sem dæmi. Ég trúi því bara ekki að þjóð sem gekk nýlega í gegnum hryðjuverkaárás skuli ekki vera betur undirbúin en þetta. Þeir réðu ekki við þetta. Þegar maður reyndi að fá upplýsingar frá þeim, þá töluðu þeir ekki við þig. Það var eins og maður væri ekki til," sagði Rebekah Vardy Rebekah Vardy talaði líka um það í viðtalinu að hún hafa óttast á einhverju tímapunkti að hún myndi ekki sleppa úr þessum skelfilegum aðstæðum. „Ég var rosalega hrædd og það kom upp stund þar sem ég hugsað um það í nokkrar sekúndur að ég myndi ekki sleppa heil frá þessu.“ Rebekah sagði Jamie Vardy ekki frá því sem hafði gerst fyrir hana fyrr en eftir leikinn. „Hann sagði við mig að ég ætti ekki að fara á fleiri leiki. Ég ætla samt að mæta á hina leikina en þá fer ég líka beint á leikvanginn," sagði Rebekah Vardy. Það er hægt að sjá viðtal Guardian við Rebekah Vardy hér fyrir neðan.
EM 2016 í Frakklandi Enski boltinn Fótbolti Mest lesið Íslenskur doktorsnemi Englandsmeistari: Rannsakar prótín og skorar af línunni í Oxford Sport Bastarður ráðinn til starfa Fótbolti Elsti leikmaðurinn til að fá MVP atkvæði Körfubolti Ísak Bergmann hljóp mest allra Fótbolti Gary Martin aftur í ensku deildina Fótbolti Furðu erfitt að mæta systur sinni Fótbolti Dagskráin í dag: Íslenski boltinn og sitthvað fleira Sport Daði Berg: Eiginlega ekki við hæfi barna Fótbolti Ítalíumeistararnir að landa De Bruyne Fótbolti Úlfarnir bitu frá sér og unnu 42 stiga sigur Körfubolti Fleiri fréttir Ítalíumeistararnir að landa De Bruyne Ísak Bergmann hljóp mest allra Bastarður ráðinn til starfa Furðu erfitt að mæta systur sinni „Ég hefði getað sett þrjú“ Daði Berg: Eiginlega ekki við hæfi barna Gary Martin aftur í ensku deildina Uppgjörið: Valur - ÍBV 3-0 | Valsmenn gengu frá Eyjamönnum í fyrri hálfleik Arsenal vann Meistaradeildina í annað sinn Leik lokið: Víkingur - ÍA 2-1 | Víkingar tylltu sér á toppinn Uppgjör: Vestri - Stjarnan 3-1 | Ísfirðingar sneru við taflinu í seinni hálfleik Markaveisla í Grindavík og dramatík á Húsavík Ancelotti og Modric kvaddir með sigri Sjáðu laglegt sigurmark Ídu gegn meisturunum og vítavörslu Kötlu Uppgjörið: KA - Afturelding 1-0 | KA af botninum Sunderland vann milljónaleikinn og komst upp í úrvalsdeildina Uppgjörið: Þór/KA - Stjarnan 1-0 | Mark Söndru Maríu skildi á milli Katla gulltryggði sigurinn gegn toppliðinu Salah bestur og Gravenberch besti ungi Matic reyndist sannspár með söluna á McTominay Tugir þúsunda fögnuðu á götum Napoli Forest bannaði Neville að mæta á völlinn Vann meistarana í gær og valin í landsliðið í dag Sjáðu neglur Arons og ótrúlegt skallamark þess sænska Spennt fyrir úrslitaleiknum og glöð að bikarinn er kominn í leitirnar „Í dag unnum við þetta eins og fjölskylda“ „Skil ekki af hverju við erum alltaf að koma fólki á óvart“ McTominay og Lukaku tryggðu Napoli titilinn „Ertu galinn? Þetta var frábær fótboltaleikur“ Mikið áfall fyrir ÍBV: Sowe með slitið krossband og Oliver frá næstu vikurnar Sjá meira