Samþykkja undirskriftasöfnun vegna kísilvers Thorsil Linda Blöndal skrifar 31. maí 2015 13:03 Bæjarstjórinn segir engar samningaviðræður í gangi á milli bæjarins og Thorsil. Vísir/GVA Bæjarráð Reykjanesbæjar hefur samþykkt að láta framkvæma undirskriftarsöfnun meðal bæjarbúa vegna byggingar kísilvers Thorsils í Helguvík. Íbúar hafa einnig krafist þess að haldin verði bindandi kosning um máliði. Bæjaryfirvöld segja að ekki verið fallið frá þeim samningum við Thorsil sem búið er að undirrita. Forsvarsmenn hópsins benda á verið verði í aðeins um eins kílómetra fjarlægð frá svæði hestamannafélagsins Mána og í um 1,4 kílómetra fjarlægð frá íbúabyggð. Íbúarnir óttast mengun vegna veranna. „Fundargerð bæjarráðs fer svo fyrir bæjarstjórn í næstu viku og verður væntanlega samþykkt þar og þar með er komin heimild frá bæjaryfirvöldum til þessara aðila til að hefja undirskriftasöfnun,“ segir Kjartan Már Kjartansson, bæjarstjóri í Reykjanesbæ. „Það þarf að nást samkomulag um fyrirsögn hennar og um hvað hún á að snúast, hvað fólk er að skrifa undir og svo framvegis þannig að það eru nokkur handtök eftir þar til hún fer í gang,“ segir hann.Kjartan Már Kjartansson, bæjarstjóri í Reykjanesbæ.Reykjanesbær25 prósent kosningabærra íbúa, milli 2500 til 3000 manns þurfa að skrifa undir svo halda megi íbúakosningu. Bæjarráð hafnaði þó að íbúakosning yrði bindandi kæmi að henni. Kjartan segir að nú þegar sé búið að klára samninga við Thorsil en segir að bæjarstjórn hafi síðasta orðið. „Kjörnir fulltrúar og bæjarstjórn á eftir að fjalla um það. Fyrst er bara að undirbúa þessa undirskriftasöfnun með þeim og hleypa henni af stað. Þeir munu fá fjórar vikur til að safna undirskriftum,“ segir hann. „Takist það að safna nægilega mörgum þá verða næstu skref rædd og ákveðin í samráði við þá.“ Kjartan segir engar samningaviðræður í gangi á milli bæjarins og Thorsil. „Það er búið að ganga frá öllum samningum við þá og það var gert í fyrra. Þannig að við erum bara að uppfylla ákvæði þeirra samninga,“ segir hann. Þannig að það er í sjálfu sér of seint að hætta við þessa framkvæmd? „Já.“ Bæjarráð segir í fundargerð sinni að Reykjanesbær muni standa við gerða samninga vegna kísilvers Thorsils. Þá benda fulltrúar Sjálfstæðisflokks, Árni Sigfússon og Böðvar Jónsson, í bókun bæjarráðs að afturköllun samninga sem bæjarstjórn hefur þegar samþykkt myndi án vafa leiða til skaðabótaskyldu fyrir bæjarsjóð. Ekki náðist í talsmenn íbúanna sem gagnrýna uppbyggingu kísilversins við vinnslu fréttarinnar. Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi Innlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Fleiri fréttir Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Sjá meira
Bæjarráð Reykjanesbæjar hefur samþykkt að láta framkvæma undirskriftarsöfnun meðal bæjarbúa vegna byggingar kísilvers Thorsils í Helguvík. Íbúar hafa einnig krafist þess að haldin verði bindandi kosning um máliði. Bæjaryfirvöld segja að ekki verið fallið frá þeim samningum við Thorsil sem búið er að undirrita. Forsvarsmenn hópsins benda á verið verði í aðeins um eins kílómetra fjarlægð frá svæði hestamannafélagsins Mána og í um 1,4 kílómetra fjarlægð frá íbúabyggð. Íbúarnir óttast mengun vegna veranna. „Fundargerð bæjarráðs fer svo fyrir bæjarstjórn í næstu viku og verður væntanlega samþykkt þar og þar með er komin heimild frá bæjaryfirvöldum til þessara aðila til að hefja undirskriftasöfnun,“ segir Kjartan Már Kjartansson, bæjarstjóri í Reykjanesbæ. „Það þarf að nást samkomulag um fyrirsögn hennar og um hvað hún á að snúast, hvað fólk er að skrifa undir og svo framvegis þannig að það eru nokkur handtök eftir þar til hún fer í gang,“ segir hann.Kjartan Már Kjartansson, bæjarstjóri í Reykjanesbæ.Reykjanesbær25 prósent kosningabærra íbúa, milli 2500 til 3000 manns þurfa að skrifa undir svo halda megi íbúakosningu. Bæjarráð hafnaði þó að íbúakosning yrði bindandi kæmi að henni. Kjartan segir að nú þegar sé búið að klára samninga við Thorsil en segir að bæjarstjórn hafi síðasta orðið. „Kjörnir fulltrúar og bæjarstjórn á eftir að fjalla um það. Fyrst er bara að undirbúa þessa undirskriftasöfnun með þeim og hleypa henni af stað. Þeir munu fá fjórar vikur til að safna undirskriftum,“ segir hann. „Takist það að safna nægilega mörgum þá verða næstu skref rædd og ákveðin í samráði við þá.“ Kjartan segir engar samningaviðræður í gangi á milli bæjarins og Thorsil. „Það er búið að ganga frá öllum samningum við þá og það var gert í fyrra. Þannig að við erum bara að uppfylla ákvæði þeirra samninga,“ segir hann. Þannig að það er í sjálfu sér of seint að hætta við þessa framkvæmd? „Já.“ Bæjarráð segir í fundargerð sinni að Reykjanesbær muni standa við gerða samninga vegna kísilvers Thorsils. Þá benda fulltrúar Sjálfstæðisflokks, Árni Sigfússon og Böðvar Jónsson, í bókun bæjarráðs að afturköllun samninga sem bæjarstjórn hefur þegar samþykkt myndi án vafa leiða til skaðabótaskyldu fyrir bæjarsjóð. Ekki náðist í talsmenn íbúanna sem gagnrýna uppbyggingu kísilversins við vinnslu fréttarinnar.
Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi Innlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Fleiri fréttir Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Sjá meira