Fær ekki að leiða hundrað pókerspilara fyrir dóm Stefán Ó. Jónsson skrifar 31. ágúst 2015 23:25 Þríeykið er ákært fyrir að hafa rekið fjárhættuspil í atvinnuskyni og sér til ávinnings. Vísir/Anton Kröfu verjenda eins þremenninganna í Poker and Play-málinu svokallaða um að leiða fram alls rúmlega hundrað vitni í málinu var í dag hafnað í Hæstarétti. Upphafleg áform fólu í sér að rúmlega fjórðungur þess fjölda, alls 26 einstaklingar, myndu bera vitni við aðalmeðferðina. Þríeykið er ákært fyrir að hafa rekið fjárhættuspil í atvinnuskyni og sér til ávinnings, sem og fyrir stórfellt peningaþvætti með því að hafa tekið við, nýtt eða aflað sér ávinnings, samtals að fjárhæð um 171 milljón króna. Í greinargerð Vilhjálms Hans Vilhjálmssonar, verjenda eins sakborninganna í málinu, var þess krafist að ákæruvaldið boðaði 92 einstaklinga sem vitni samkvæmt nafnalista. Krafðist verjandinn að þessir 92 einstaklingar bæru vitni, auk þeirra 28 sem saksóknari hafði áður boðað í vitnaleiðslur. Fjöldi vitna í málinu hefði því verið á annað hundrað en til samanburðar má nefna að um 50 vitni voru í stóra markaðmisnotkunarmáli Kaupþings. Saksóknari féllst á að boða fjóra af þessum lista en hinum 88 var hafnað. Verjandinn hélt því fram að vitnisburður vitnanna væri mikilvægur enda hafi þau öll verið meðlimir í spilafélaginu og gætu upplýst um starfið í klúbbnum og aðkomu þeirra að því. „Með vitnaleiðslunum væri fyrirhugað að sýna fram á að ekki hefðu verið seldar veitingar á vegum félagsins og hefðu félagsmenn ekki innt af hendi greiðslur vegna rekstrar þess,” segir í úrskurði Hæstaréttar. Saksóknari sagði hins vegar að ekki hafi verið færð viðhlítandi rök fyrir því að það geti haft þýðingu fyrir málsvörn hans að leiða um 90 vitni til viðbótar við aðalmeðferðina. Til stæði að 28 einstaklingar bæru vitni, þar af hafi 23 verið meðlimir í spilafélaginu og þá hafi tíu þeirra einnig verið á vettvangi þegar lögreglan réðst í húsleit í klúbbhúsi félagsins í Skeifunni. Bæði Héraðsdómur Reykjavíkur og Hæstiréttur féllust á þessi rök saksóknarans. Tilgangslaust væri að leiða á annað hundrað vitna fyrir dóminn. Tengdar fréttir Ákærð fyrir póker og peningaþvætti Sögð hafa tekið við 171 milljón króna við rekstur fjárhættuspils í atvinnuskyni í Skeifunni 5. febrúar 2015 11:44 Mest lesið Ísland verður ekki með í Eurovision Innlent Gummi Emil tekinn í skýrslutöku lögreglu Innlent „Við munum berjast fyrir því til síðasta dags að fá pabba aftur“ Innlent Sæði með krabbameinsvaldandi genagalla selt til Íslands Innlent Krafðist sérlega þungrar refsingar yfir Margréti Höllu Innlent Gunnar lögmaður: „Ég er rosalega vinsæll á meðal Albananna“ Innlent Ungur karlmaður lést í slysinu á Vesturlandsvegi Innlent Sauð upp úr við athugasemd um að vændiskonan væri karl Innlent Krúttlegi jólamarkaðurinn í félagsheimilinu endaði á borði lögreglu Innlent Komust yfir myndband af slysinu Innlent Fleiri fréttir Auglýsingaskilti framar umferðaröryggi barna í forgangsröðinni „Þá sýndu stjórnvöld kjark“ Fjögur börn á Íslandi getin með sæði mannsins Útvarp Sólheimar er vinsæl útvarpsstöð Landsmenn sáttir: „Þetta eru bara glæpahundar“ Varar Íslendinga við værukærð eftir að „Pólverjar lögleiddu pyntingar“ Breiðholtsbrautin opin á ný Áfram gert ráð fyrir gosi þrátt fyrir litla skjálftavirkni Reyndu að kveikja eld í bílastæðahúsi Ekkert Eurovision og hreindýr sem heldur að það sé hundur Til skoðunar hvort ljósin hafi verið græn Ósáttur með ákvörðunina: „Mér finnst Rúv verða aðeins leiðinlegra fyrir vikið“ Maðurinn handtekinn aftur í tengslum við mannslátið Milduðu dóm konu sem braut á drengjum og einn vildi ekki refsa Ísland meðal ríkja sem vilja endurskoða túlkun Mannréttindasáttmálans Ísland verður ekki með í Eurovision Selfoss dreginn til hafnar á Hjaltlandseyjum Reiknar með fljótri og góðri ákvörðun fyrir Ísland Óska eftir vitnum að banaslysinu á Vesturlandsvegi Kalla eftir sérstakri umræðu um málefni skólameistara og framhaldsskóla Tölvuárás á kerfi Grundarheimilanna Úlfar þögull sem gröfin Vörubifreið ekið á undirstöður Breiðholtsbrúar Starfsmenn stefna Hval í samvinnu við fyrirtækið Viðgerð á Seyðisfjarðarlínunni muni taka tíma Hvalveiðimenn ætla í hart og örlög Íslands í Eurovision ráðast í dag Róbert vill leiða lista Viðreisnar í borginni Miðflokkurinn ekki undirritað siðareglur og mæting þingmanna sögð frjálsleg Handtekinn á Akranesi grunaður um nauðgun Slökkviliðsstjóri fer í fullt starf hjá almannavarnanefnd Sjá meira
Kröfu verjenda eins þremenninganna í Poker and Play-málinu svokallaða um að leiða fram alls rúmlega hundrað vitni í málinu var í dag hafnað í Hæstarétti. Upphafleg áform fólu í sér að rúmlega fjórðungur þess fjölda, alls 26 einstaklingar, myndu bera vitni við aðalmeðferðina. Þríeykið er ákært fyrir að hafa rekið fjárhættuspil í atvinnuskyni og sér til ávinnings, sem og fyrir stórfellt peningaþvætti með því að hafa tekið við, nýtt eða aflað sér ávinnings, samtals að fjárhæð um 171 milljón króna. Í greinargerð Vilhjálms Hans Vilhjálmssonar, verjenda eins sakborninganna í málinu, var þess krafist að ákæruvaldið boðaði 92 einstaklinga sem vitni samkvæmt nafnalista. Krafðist verjandinn að þessir 92 einstaklingar bæru vitni, auk þeirra 28 sem saksóknari hafði áður boðað í vitnaleiðslur. Fjöldi vitna í málinu hefði því verið á annað hundrað en til samanburðar má nefna að um 50 vitni voru í stóra markaðmisnotkunarmáli Kaupþings. Saksóknari féllst á að boða fjóra af þessum lista en hinum 88 var hafnað. Verjandinn hélt því fram að vitnisburður vitnanna væri mikilvægur enda hafi þau öll verið meðlimir í spilafélaginu og gætu upplýst um starfið í klúbbnum og aðkomu þeirra að því. „Með vitnaleiðslunum væri fyrirhugað að sýna fram á að ekki hefðu verið seldar veitingar á vegum félagsins og hefðu félagsmenn ekki innt af hendi greiðslur vegna rekstrar þess,” segir í úrskurði Hæstaréttar. Saksóknari sagði hins vegar að ekki hafi verið færð viðhlítandi rök fyrir því að það geti haft þýðingu fyrir málsvörn hans að leiða um 90 vitni til viðbótar við aðalmeðferðina. Til stæði að 28 einstaklingar bæru vitni, þar af hafi 23 verið meðlimir í spilafélaginu og þá hafi tíu þeirra einnig verið á vettvangi þegar lögreglan réðst í húsleit í klúbbhúsi félagsins í Skeifunni. Bæði Héraðsdómur Reykjavíkur og Hæstiréttur féllust á þessi rök saksóknarans. Tilgangslaust væri að leiða á annað hundrað vitna fyrir dóminn.
Tengdar fréttir Ákærð fyrir póker og peningaþvætti Sögð hafa tekið við 171 milljón króna við rekstur fjárhættuspils í atvinnuskyni í Skeifunni 5. febrúar 2015 11:44 Mest lesið Ísland verður ekki með í Eurovision Innlent Gummi Emil tekinn í skýrslutöku lögreglu Innlent „Við munum berjast fyrir því til síðasta dags að fá pabba aftur“ Innlent Sæði með krabbameinsvaldandi genagalla selt til Íslands Innlent Krafðist sérlega þungrar refsingar yfir Margréti Höllu Innlent Gunnar lögmaður: „Ég er rosalega vinsæll á meðal Albananna“ Innlent Ungur karlmaður lést í slysinu á Vesturlandsvegi Innlent Sauð upp úr við athugasemd um að vændiskonan væri karl Innlent Krúttlegi jólamarkaðurinn í félagsheimilinu endaði á borði lögreglu Innlent Komust yfir myndband af slysinu Innlent Fleiri fréttir Auglýsingaskilti framar umferðaröryggi barna í forgangsröðinni „Þá sýndu stjórnvöld kjark“ Fjögur börn á Íslandi getin með sæði mannsins Útvarp Sólheimar er vinsæl útvarpsstöð Landsmenn sáttir: „Þetta eru bara glæpahundar“ Varar Íslendinga við værukærð eftir að „Pólverjar lögleiddu pyntingar“ Breiðholtsbrautin opin á ný Áfram gert ráð fyrir gosi þrátt fyrir litla skjálftavirkni Reyndu að kveikja eld í bílastæðahúsi Ekkert Eurovision og hreindýr sem heldur að það sé hundur Til skoðunar hvort ljósin hafi verið græn Ósáttur með ákvörðunina: „Mér finnst Rúv verða aðeins leiðinlegra fyrir vikið“ Maðurinn handtekinn aftur í tengslum við mannslátið Milduðu dóm konu sem braut á drengjum og einn vildi ekki refsa Ísland meðal ríkja sem vilja endurskoða túlkun Mannréttindasáttmálans Ísland verður ekki með í Eurovision Selfoss dreginn til hafnar á Hjaltlandseyjum Reiknar með fljótri og góðri ákvörðun fyrir Ísland Óska eftir vitnum að banaslysinu á Vesturlandsvegi Kalla eftir sérstakri umræðu um málefni skólameistara og framhaldsskóla Tölvuárás á kerfi Grundarheimilanna Úlfar þögull sem gröfin Vörubifreið ekið á undirstöður Breiðholtsbrúar Starfsmenn stefna Hval í samvinnu við fyrirtækið Viðgerð á Seyðisfjarðarlínunni muni taka tíma Hvalveiðimenn ætla í hart og örlög Íslands í Eurovision ráðast í dag Róbert vill leiða lista Viðreisnar í borginni Miðflokkurinn ekki undirritað siðareglur og mæting þingmanna sögð frjálsleg Handtekinn á Akranesi grunaður um nauðgun Slökkviliðsstjóri fer í fullt starf hjá almannavarnanefnd Sjá meira
Ákærð fyrir póker og peningaþvætti Sögð hafa tekið við 171 milljón króna við rekstur fjárhættuspils í atvinnuskyni í Skeifunni 5. febrúar 2015 11:44