Fimm leikir fóru fram í umspili um sæti í riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu í kvöld.
Manchester United vann 3-1 sigur á Club Brugge á Old Trafford þar sem Memphis Depay fór á kostum.
Balde Keita tryggði Lazio sigur á Bayer Leverkusen þegar hann skoraði eina mark leiksins á 77. mínútu.
Sporting frá Lissabon vann 2-1 sigur á CSKA Moskvu og Íslandsvinirnir í BATE Borisov unnu sömuleiðis 1-0 sigur Patrizan frá Belgrad.
Þá vann Astana APOEL frá Kýpur með einu marki gegn engu.
Seinni leikir liðanna fara fram á miðvikudaginn í næstu viku.
Úrslitin í kvöld:
Manchester United 3-1 Club Brugge
(1-0 Michael Carrick, sjálfsmark (8.), 1-1 Memphis Depay (13.), 2-1 Depay (43.), 3-1 Maraoune Fellaini (90+4).
Lazio 1-0 Bayer Leverkusen
(1-0 Balde Keita (77.).
Sporting Lissabon 2-1 CSKA Moskva
(1-0 Teófiló Gutíerrez (12.), 1-1 Seydou Doumbia (40.), 2-1 Islam Slimani (82.).
BATE Borisov 1-0 Patrizan Belgrad
(1-0 Mikhail Gordejchuk (75.).
Astana 1-0 APOEL
(1-0 Baurzhan Dzholchiev (14.).
