Aðildarumsóknin hefur ekki verið afturkölluð Heimir Már Pétursson skrifar 13. mars 2015 11:49 Formaður utanríkismálanefndar Alþingis segir bréf utanríkisráðherra til Evrópusambandsins ekki fela það í sér að aðildarumsókn Íslands að Evrópusambandinu sé afturkölluð. Engin stefnubreytingu felist í bréfi utanríkisráðherra en með því hafi ríkisstjórnin aðeins ítrekað að hún ætli sér ekki að hefja aðildarviðræður á ný. Birgir Ármannsson formaður utanríkismálanefndar segir erfitt að tala um að viðræðum Íslands við Evrópusambandið hafi verið slitið þar sem þær hafi ekki átt sér stað í tvö ár. Með bréfi utanríkisráðherra til Evrópusambandsins sé verið að ítreka og staðfesta það sem margoft hafi komið fram áður að ríkisstjórn ætli ekki að halda áfram þeim viðræðum sem hófust á síðasta kjörtímabili. „Og í ljósi þess að hér er í raun og veru bara verið að ítreka og skýra stefnu sem hefur verið löngu kunn og marg rædd held ég að það hafi ekki verið þörf á aðkomu þingsins að svo stöddu,“ segir Birgir. Umsóknin hafi verið dautt plagg í nokkurn tíma eða allt frá því fyrri ríkisstjórn gerði hlé á viðræðum og síðan hafi viðræðuhópar verið leystir upp. Birgir segist ekki geta spáð fyrir um hvernig Evrópusambandið meti bréf utanríkisráðherra en ný ríkisstjórn sem hyggðist sækja um aðild að Evrópusambandinu þyrfti væntanlega að hefja það ferli frá grunni.En hvers vegna þyrfti hún þess? Ef ríkisstjórnin að ríkisstjórnin þarf ekki að fara fyrir þingið til að slíta viðræðunum, hvers vegna þyrfti þá ný ríkisstjórn að tala við þingið þegar þingsályktunartillagan hefur ekki verið numin úr gildi? „Ég held að við getum ekki svarað þeim spurningum fyrr en á það myndi reyna. Hvernig staðið yrði að verki í því sambandi,“ segir Birgir. Hann segir engan vafa á því að ríkisstjórnin hefði getað komið nýrri þingsályktunartillögu um slit viðræðna í gegnum Alþingi, þótt það hefði orðið umdeilt eins og ákvöðun utanríkisráðherra nú. „Ríkisstjórnin er ekkert að koma sér undan þeim deilum með þessari ákvörðun. En hins vegar er málið formað með öðrum hætti núna en var í fyrra vetur. Og felur í raun og veru ekki í sér það að aðildarumsóknin sé afturkölluð,“ segir Birgir. Ríkisstjórn sé fyrst og fremst að ítreka þá stöðu að umsóknin hafi verið dauð í nokkurn tíma. „Ályktunin sem var samþykkt af Alþingi sumarið 2009 er ekki afturkölluð með þessu. En á hinn bóginn er verið að lýsa þeirri stöðu sem er uppi,“ segir Birgir. Formaður utanríkismálanefndar vissi ekki af því fyrir fund í nefndarinnar í gær að utanríkisráðherra hyggðist þann dag afhenda Evrópusambandinu tilkynningu ríkisstjórnarinnar. Hann segist hafa vitað að menn voru að ræða ýmsa hluti í ríkisstjórn ekki hvernig þessum málum yrði háttað.Hefði ekki verið eðlilegt að kynna málið fyrir utanríkismálanefnd áður en ráðherrann fór út með þetta bréf? Nú var þetta samþykkt í ríkisstjórn á þriðjudag og hann afhenti bréfið í gær. „Það fer allt eftir því hvort menn líti svo á að þarna sé um stefnubreytingu eða einhverja meiriháttar ákvörðun að ræða. Ég lít svo á að þarna hafi verið um að ræða fyrst og fremst að ríkisstjórnin var að skýra og ítreka sína stöðu í þessu máli,“ segir Birgir Ármannsson formaður utanríkismálanefndar. Alþingi Mest lesið Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Innlent Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Erlent Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Innlent Alelda bíll á Emstruleið Innlent Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Innlent Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Innlent Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Innlent Fleiri fréttir Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Vond staða Úkraínu, furðukenning um geimverur og Gleðigangan Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Sjá meira
Formaður utanríkismálanefndar Alþingis segir bréf utanríkisráðherra til Evrópusambandsins ekki fela það í sér að aðildarumsókn Íslands að Evrópusambandinu sé afturkölluð. Engin stefnubreytingu felist í bréfi utanríkisráðherra en með því hafi ríkisstjórnin aðeins ítrekað að hún ætli sér ekki að hefja aðildarviðræður á ný. Birgir Ármannsson formaður utanríkismálanefndar segir erfitt að tala um að viðræðum Íslands við Evrópusambandið hafi verið slitið þar sem þær hafi ekki átt sér stað í tvö ár. Með bréfi utanríkisráðherra til Evrópusambandsins sé verið að ítreka og staðfesta það sem margoft hafi komið fram áður að ríkisstjórn ætli ekki að halda áfram þeim viðræðum sem hófust á síðasta kjörtímabili. „Og í ljósi þess að hér er í raun og veru bara verið að ítreka og skýra stefnu sem hefur verið löngu kunn og marg rædd held ég að það hafi ekki verið þörf á aðkomu þingsins að svo stöddu,“ segir Birgir. Umsóknin hafi verið dautt plagg í nokkurn tíma eða allt frá því fyrri ríkisstjórn gerði hlé á viðræðum og síðan hafi viðræðuhópar verið leystir upp. Birgir segist ekki geta spáð fyrir um hvernig Evrópusambandið meti bréf utanríkisráðherra en ný ríkisstjórn sem hyggðist sækja um aðild að Evrópusambandinu þyrfti væntanlega að hefja það ferli frá grunni.En hvers vegna þyrfti hún þess? Ef ríkisstjórnin að ríkisstjórnin þarf ekki að fara fyrir þingið til að slíta viðræðunum, hvers vegna þyrfti þá ný ríkisstjórn að tala við þingið þegar þingsályktunartillagan hefur ekki verið numin úr gildi? „Ég held að við getum ekki svarað þeim spurningum fyrr en á það myndi reyna. Hvernig staðið yrði að verki í því sambandi,“ segir Birgir. Hann segir engan vafa á því að ríkisstjórnin hefði getað komið nýrri þingsályktunartillögu um slit viðræðna í gegnum Alþingi, þótt það hefði orðið umdeilt eins og ákvöðun utanríkisráðherra nú. „Ríkisstjórnin er ekkert að koma sér undan þeim deilum með þessari ákvörðun. En hins vegar er málið formað með öðrum hætti núna en var í fyrra vetur. Og felur í raun og veru ekki í sér það að aðildarumsóknin sé afturkölluð,“ segir Birgir. Ríkisstjórn sé fyrst og fremst að ítreka þá stöðu að umsóknin hafi verið dauð í nokkurn tíma. „Ályktunin sem var samþykkt af Alþingi sumarið 2009 er ekki afturkölluð með þessu. En á hinn bóginn er verið að lýsa þeirri stöðu sem er uppi,“ segir Birgir. Formaður utanríkismálanefndar vissi ekki af því fyrir fund í nefndarinnar í gær að utanríkisráðherra hyggðist þann dag afhenda Evrópusambandinu tilkynningu ríkisstjórnarinnar. Hann segist hafa vitað að menn voru að ræða ýmsa hluti í ríkisstjórn ekki hvernig þessum málum yrði háttað.Hefði ekki verið eðlilegt að kynna málið fyrir utanríkismálanefnd áður en ráðherrann fór út með þetta bréf? Nú var þetta samþykkt í ríkisstjórn á þriðjudag og hann afhenti bréfið í gær. „Það fer allt eftir því hvort menn líti svo á að þarna sé um stefnubreytingu eða einhverja meiriháttar ákvörðun að ræða. Ég lít svo á að þarna hafi verið um að ræða fyrst og fremst að ríkisstjórnin var að skýra og ítreka sína stöðu í þessu máli,“ segir Birgir Ármannsson formaður utanríkismálanefndar.
Alþingi Mest lesið Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Innlent Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Erlent Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Innlent Alelda bíll á Emstruleið Innlent Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Innlent Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Innlent Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Innlent Fleiri fréttir Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Vond staða Úkraínu, furðukenning um geimverur og Gleðigangan Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Sjá meira