Erlent

Varaforseti Maldíveyja handtekinn grunaður um landráð

Aðalsteinn Kjartansson skrifar
Grunaður um aðild að samsæri um að ráða forseta landsins bana.
Grunaður um aðild að samsæri um að ráða forseta landsins bana. Vísir/EPA
Varaforesti Maldíveyja hefur verið handtekinn í tengslum við meint samsæri um að ráða forseta landsins bana. Frá þessu greindi innanríkisráðherra landsins á Twitter, þar sem hann segir að varaforsetinn Ahmed Adeeb sé grunaður um landráð.

Forsetinn, Abdulla Yameen, slapp með naumindum þegar sprengja sprakk um borð í báti sem hann var í á leið heim til sín af flugvelli í síðasta mánuði. 

Öryggisgæsla hefur verið efld í höfuðborginni vegna ótta við að átök brjótist út í kjölfar handtökunnar, samkvæmt maldívska dagblaðinu Haveeru. Bæði sveitir lögreglu og hersins þramma um götur borgarinnar til að stöðva öll hugsanleg átök.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.