Jón Baldvin: „Kunna þeir ekkert fyrir sér í business þessir náungar?“ Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 19. ágúst 2015 11:52 Jón Baldvin Hannibalsson. Vísir/Vilhelm Jón Baldvin Hannibalsson, fyrrverandi utanríkisráðherra, segir Gunnar Braga Sveinsson utanríkisráðherra hafa breytt rétt með því að styðja NATO ríkin í viðskiptaþvingunum sínum gagnvart Rússum. „Ef við hefðum sagst ekki ætla að vera með, af því hvað? Af því við fengum happdrættisvinninginn af því að einhver makrílstofn synti vegna loftslagsbreytinga í okkar landhelgi? Og af því Rússar hafa sett Norðmenn á bannlista þá getum við grætt á því líka? Hvers konar andskotans hálvitaskapur er þetta?“ segir ráðherrann fyrrverandi um þá skoðun sumra að betra hefði verið að halda friðinn við Rússa til að geta haldið áfram sölu á makríl þangað. Jón Baldvin var gestur í Bítinu á Bylgjunni í morgun og var fegninn til þess að miðla reynslu sinni. Eins og frægt er orðið var Jón Baldvin í eldlínunni upp úr 1990 þegar Ísland, fyrst þjóða, viðurkenndi sjálfstæði Eystrasaltsríkjanna.Jón Baldvin var í eldlínunni í upphafi tíunda áratugarins.Ráðherrann segir ekkert hæft í því að smáþjóðir geti ekki haft áhrif, eigi bara að hlýða og vera með öðrum í liði. Í fyrrnefndu dæmi hafi Ísland markað sér sjálfstæða utanríkisstefnu, haldið sig við prinsippin og stutt smáþjóðir þrátt fyrir mikla reiði Sovétríkjanna. Hann minnir á að öll olía og eldsneyti á báta- og flugvélaflotann á þessum tíma hafi komið þaðan í staðinn fyrir fisk. „LÍÚ var ekki ánægt með mig,“ segir Jón Baldvin. Þeir hafi klagað sig í bæði forystu Sjálfstæðisflokksins og Steingrím Hermannsson. LÍÚ hafi þó ekki farið grátandi í almenning. Þeir hafi vitað sem var og er að í stríði Davíðs við Golíat styðja Íslendingar Davíð. „Þeir finna til með þeim sem berjast fyrir frelsi sínu.“Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra.VísirEinu mistökin sem Gunnar Bragi hafi mögulega gert séu þau að hafa ekki skoðað málið í tíma. Tæplega sé þó hægt að tala um þjóðarhagsmuni í tilfelli makrílsins þó vissulega sé um hagsmuni að ræða. Ár sé síðan viðskiptaþvinganirnar gagnvart Rússum tóku gildi. Það hefðu sjávarútvegsfyrirtækin líka átt að vera löngu búin að átta sig á. „Er flókið á innan við ári að leysa það mál? Er þessi vara óseljanleg á öðrum mörkuðum? Kunna þeir ekkert fyrir sér í business þessir náungar?“ Þegar þáttastjórnendur bentu Jóni Baldvini á að svo virðist sem ákvörðun Rússa að stunda ekki viðskipti við Íslendinga hafi komið á óvart svaraði ráðherrann fyrrverandi? „Á óvart? Þetta er búið að standa í ár. Vika er langur tími í pólitík, hvað er þá ár í business?“Viðtalið í heild sinni má hlýða á hér að neðan. Tengdar fréttir Vaknað upp við vondan draum Stjórnarliðar eru einkennilega ósamstíga varðandi ákvörðun sem utanríkisráðherra tók fyrir 17 mánuðum. Ísland hefur verið talsmaður þvingana gegn Rússum frá upphafi. Utanríkisráðherra hefur gert víðreist og fordæmt framferði Rú 19. ágúst 2015 07:00 Þingmaður Sjálfstæðisflokksins hnýtir í Davíð með því að rifja upp gamla ræðu Davíð Oddsson sagði samstöðu vestrænna ríkja inna NATO mikilvæga á landsfundi Sjálfstæðisflokksins árið 2005 en hugnast ekki í dag stuðningur Íslendinga við viðskiptaþvinganir ESB og vesturvelda gegn Rússum. 19. ágúst 2015 10:56 Mest lesið Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Innlent Orðin hæsta kirkja í heimi Erlent Segja ríkislögreglustjóra þurfa að taka til hjá sér Innlent Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Erlent „Því miður er verklagið þannig“ Innlent Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni Innlent Hringvegurinn opinn á ný Innlent Farþegagjald ólögmætt og höfnin skuldar tugi milljóna Innlent Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Erlent Langt í frá að málinu sé lokið Innlent Fleiri fréttir Svarar ekki beinum orðum hvort Sigríður Björk njóti trausts Langt í frá að málinu sé lokið Mest ánægja starfsfólks í sveitarfélögum á Suðurlandi Strætó enn á eftir áætlun en opnun hringvegarins í vinnslu Innanlandsflugi aflýst vegna veðurs Ríkislögreglustjóra sagt að endurskoða reksturinn og allt á floti í hlákunni Farþegagjald ólögmætt og höfnin skuldar tugi milljóna Bein útsending: Langvinn einkenni Covid Segja ríkislögreglustjóra þurfa að taka til hjá sér Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Hringvegurinn opinn á ný Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni „Því miður er verklagið þannig“ Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Ögmundur Ísak ráðinn til þingflokks Sjálfstæðisflokksins Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Fjárhagsstaðan alvarleg og tímabundin ráðning ráðgjafans ekki endurnýjuð Formannskosningu Pírata frestað Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Þurfa mögulega að fresta formannskosningu vegna formgalla Flughálka í kortunum, breytingar hjá bönkunum og formaður Pírata Reyna að lokka íslenska lækna heim Óvenjulegir smáskjálftar reyndust sprengingar Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Guðmundur fetar í fótspor Sivjar Fylgjast með smáskjálftum við Bláa lónið Kirkjuþing skorar á stjórnvöld að hækka sóknargjald Ósammála ráðherra um að atkvæðajafnvægi sé mannréttindamál Ungir innflytjendur á Íslandi ekki jafn jaðarsettir og í Svíþjóð Leita til UNESCO vegna Vonarskarðs og kæra kynjahalla Sjá meira
Jón Baldvin Hannibalsson, fyrrverandi utanríkisráðherra, segir Gunnar Braga Sveinsson utanríkisráðherra hafa breytt rétt með því að styðja NATO ríkin í viðskiptaþvingunum sínum gagnvart Rússum. „Ef við hefðum sagst ekki ætla að vera með, af því hvað? Af því við fengum happdrættisvinninginn af því að einhver makrílstofn synti vegna loftslagsbreytinga í okkar landhelgi? Og af því Rússar hafa sett Norðmenn á bannlista þá getum við grætt á því líka? Hvers konar andskotans hálvitaskapur er þetta?“ segir ráðherrann fyrrverandi um þá skoðun sumra að betra hefði verið að halda friðinn við Rússa til að geta haldið áfram sölu á makríl þangað. Jón Baldvin var gestur í Bítinu á Bylgjunni í morgun og var fegninn til þess að miðla reynslu sinni. Eins og frægt er orðið var Jón Baldvin í eldlínunni upp úr 1990 þegar Ísland, fyrst þjóða, viðurkenndi sjálfstæði Eystrasaltsríkjanna.Jón Baldvin var í eldlínunni í upphafi tíunda áratugarins.Ráðherrann segir ekkert hæft í því að smáþjóðir geti ekki haft áhrif, eigi bara að hlýða og vera með öðrum í liði. Í fyrrnefndu dæmi hafi Ísland markað sér sjálfstæða utanríkisstefnu, haldið sig við prinsippin og stutt smáþjóðir þrátt fyrir mikla reiði Sovétríkjanna. Hann minnir á að öll olía og eldsneyti á báta- og flugvélaflotann á þessum tíma hafi komið þaðan í staðinn fyrir fisk. „LÍÚ var ekki ánægt með mig,“ segir Jón Baldvin. Þeir hafi klagað sig í bæði forystu Sjálfstæðisflokksins og Steingrím Hermannsson. LÍÚ hafi þó ekki farið grátandi í almenning. Þeir hafi vitað sem var og er að í stríði Davíðs við Golíat styðja Íslendingar Davíð. „Þeir finna til með þeim sem berjast fyrir frelsi sínu.“Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra.VísirEinu mistökin sem Gunnar Bragi hafi mögulega gert séu þau að hafa ekki skoðað málið í tíma. Tæplega sé þó hægt að tala um þjóðarhagsmuni í tilfelli makrílsins þó vissulega sé um hagsmuni að ræða. Ár sé síðan viðskiptaþvinganirnar gagnvart Rússum tóku gildi. Það hefðu sjávarútvegsfyrirtækin líka átt að vera löngu búin að átta sig á. „Er flókið á innan við ári að leysa það mál? Er þessi vara óseljanleg á öðrum mörkuðum? Kunna þeir ekkert fyrir sér í business þessir náungar?“ Þegar þáttastjórnendur bentu Jóni Baldvini á að svo virðist sem ákvörðun Rússa að stunda ekki viðskipti við Íslendinga hafi komið á óvart svaraði ráðherrann fyrrverandi? „Á óvart? Þetta er búið að standa í ár. Vika er langur tími í pólitík, hvað er þá ár í business?“Viðtalið í heild sinni má hlýða á hér að neðan.
Tengdar fréttir Vaknað upp við vondan draum Stjórnarliðar eru einkennilega ósamstíga varðandi ákvörðun sem utanríkisráðherra tók fyrir 17 mánuðum. Ísland hefur verið talsmaður þvingana gegn Rússum frá upphafi. Utanríkisráðherra hefur gert víðreist og fordæmt framferði Rú 19. ágúst 2015 07:00 Þingmaður Sjálfstæðisflokksins hnýtir í Davíð með því að rifja upp gamla ræðu Davíð Oddsson sagði samstöðu vestrænna ríkja inna NATO mikilvæga á landsfundi Sjálfstæðisflokksins árið 2005 en hugnast ekki í dag stuðningur Íslendinga við viðskiptaþvinganir ESB og vesturvelda gegn Rússum. 19. ágúst 2015 10:56 Mest lesið Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Innlent Orðin hæsta kirkja í heimi Erlent Segja ríkislögreglustjóra þurfa að taka til hjá sér Innlent Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Erlent „Því miður er verklagið þannig“ Innlent Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni Innlent Hringvegurinn opinn á ný Innlent Farþegagjald ólögmætt og höfnin skuldar tugi milljóna Innlent Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Erlent Langt í frá að málinu sé lokið Innlent Fleiri fréttir Svarar ekki beinum orðum hvort Sigríður Björk njóti trausts Langt í frá að málinu sé lokið Mest ánægja starfsfólks í sveitarfélögum á Suðurlandi Strætó enn á eftir áætlun en opnun hringvegarins í vinnslu Innanlandsflugi aflýst vegna veðurs Ríkislögreglustjóra sagt að endurskoða reksturinn og allt á floti í hlákunni Farþegagjald ólögmætt og höfnin skuldar tugi milljóna Bein útsending: Langvinn einkenni Covid Segja ríkislögreglustjóra þurfa að taka til hjá sér Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Hringvegurinn opinn á ný Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni „Því miður er verklagið þannig“ Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Ögmundur Ísak ráðinn til þingflokks Sjálfstæðisflokksins Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Fjárhagsstaðan alvarleg og tímabundin ráðning ráðgjafans ekki endurnýjuð Formannskosningu Pírata frestað Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Þurfa mögulega að fresta formannskosningu vegna formgalla Flughálka í kortunum, breytingar hjá bönkunum og formaður Pírata Reyna að lokka íslenska lækna heim Óvenjulegir smáskjálftar reyndust sprengingar Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Guðmundur fetar í fótspor Sivjar Fylgjast með smáskjálftum við Bláa lónið Kirkjuþing skorar á stjórnvöld að hækka sóknargjald Ósammála ráðherra um að atkvæðajafnvægi sé mannréttindamál Ungir innflytjendur á Íslandi ekki jafn jaðarsettir og í Svíþjóð Leita til UNESCO vegna Vonarskarðs og kæra kynjahalla Sjá meira
Vaknað upp við vondan draum Stjórnarliðar eru einkennilega ósamstíga varðandi ákvörðun sem utanríkisráðherra tók fyrir 17 mánuðum. Ísland hefur verið talsmaður þvingana gegn Rússum frá upphafi. Utanríkisráðherra hefur gert víðreist og fordæmt framferði Rú 19. ágúst 2015 07:00
Þingmaður Sjálfstæðisflokksins hnýtir í Davíð með því að rifja upp gamla ræðu Davíð Oddsson sagði samstöðu vestrænna ríkja inna NATO mikilvæga á landsfundi Sjálfstæðisflokksins árið 2005 en hugnast ekki í dag stuðningur Íslendinga við viðskiptaþvinganir ESB og vesturvelda gegn Rússum. 19. ágúst 2015 10:56