Jón Baldvin: „Kunna þeir ekkert fyrir sér í business þessir náungar?“ Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 19. ágúst 2015 11:52 Jón Baldvin Hannibalsson. Vísir/Vilhelm Jón Baldvin Hannibalsson, fyrrverandi utanríkisráðherra, segir Gunnar Braga Sveinsson utanríkisráðherra hafa breytt rétt með því að styðja NATO ríkin í viðskiptaþvingunum sínum gagnvart Rússum. „Ef við hefðum sagst ekki ætla að vera með, af því hvað? Af því við fengum happdrættisvinninginn af því að einhver makrílstofn synti vegna loftslagsbreytinga í okkar landhelgi? Og af því Rússar hafa sett Norðmenn á bannlista þá getum við grætt á því líka? Hvers konar andskotans hálvitaskapur er þetta?“ segir ráðherrann fyrrverandi um þá skoðun sumra að betra hefði verið að halda friðinn við Rússa til að geta haldið áfram sölu á makríl þangað. Jón Baldvin var gestur í Bítinu á Bylgjunni í morgun og var fegninn til þess að miðla reynslu sinni. Eins og frægt er orðið var Jón Baldvin í eldlínunni upp úr 1990 þegar Ísland, fyrst þjóða, viðurkenndi sjálfstæði Eystrasaltsríkjanna.Jón Baldvin var í eldlínunni í upphafi tíunda áratugarins.Ráðherrann segir ekkert hæft í því að smáþjóðir geti ekki haft áhrif, eigi bara að hlýða og vera með öðrum í liði. Í fyrrnefndu dæmi hafi Ísland markað sér sjálfstæða utanríkisstefnu, haldið sig við prinsippin og stutt smáþjóðir þrátt fyrir mikla reiði Sovétríkjanna. Hann minnir á að öll olía og eldsneyti á báta- og flugvélaflotann á þessum tíma hafi komið þaðan í staðinn fyrir fisk. „LÍÚ var ekki ánægt með mig,“ segir Jón Baldvin. Þeir hafi klagað sig í bæði forystu Sjálfstæðisflokksins og Steingrím Hermannsson. LÍÚ hafi þó ekki farið grátandi í almenning. Þeir hafi vitað sem var og er að í stríði Davíðs við Golíat styðja Íslendingar Davíð. „Þeir finna til með þeim sem berjast fyrir frelsi sínu.“Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra.VísirEinu mistökin sem Gunnar Bragi hafi mögulega gert séu þau að hafa ekki skoðað málið í tíma. Tæplega sé þó hægt að tala um þjóðarhagsmuni í tilfelli makrílsins þó vissulega sé um hagsmuni að ræða. Ár sé síðan viðskiptaþvinganirnar gagnvart Rússum tóku gildi. Það hefðu sjávarútvegsfyrirtækin líka átt að vera löngu búin að átta sig á. „Er flókið á innan við ári að leysa það mál? Er þessi vara óseljanleg á öðrum mörkuðum? Kunna þeir ekkert fyrir sér í business þessir náungar?“ Þegar þáttastjórnendur bentu Jóni Baldvini á að svo virðist sem ákvörðun Rússa að stunda ekki viðskipti við Íslendinga hafi komið á óvart svaraði ráðherrann fyrrverandi? „Á óvart? Þetta er búið að standa í ár. Vika er langur tími í pólitík, hvað er þá ár í business?“Viðtalið í heild sinni má hlýða á hér að neðan. Tengdar fréttir Vaknað upp við vondan draum Stjórnarliðar eru einkennilega ósamstíga varðandi ákvörðun sem utanríkisráðherra tók fyrir 17 mánuðum. Ísland hefur verið talsmaður þvingana gegn Rússum frá upphafi. Utanríkisráðherra hefur gert víðreist og fordæmt framferði Rú 19. ágúst 2015 07:00 Þingmaður Sjálfstæðisflokksins hnýtir í Davíð með því að rifja upp gamla ræðu Davíð Oddsson sagði samstöðu vestrænna ríkja inna NATO mikilvæga á landsfundi Sjálfstæðisflokksins árið 2005 en hugnast ekki í dag stuðningur Íslendinga við viðskiptaþvinganir ESB og vesturvelda gegn Rússum. 19. ágúst 2015 10:56 Mest lesið Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Erlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Innlent Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Erlent Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Innlent Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Innlent Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Innlent Umferðarslys á Breiðholtsbraut Innlent Fleiri fréttir Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Sjá meira
Jón Baldvin Hannibalsson, fyrrverandi utanríkisráðherra, segir Gunnar Braga Sveinsson utanríkisráðherra hafa breytt rétt með því að styðja NATO ríkin í viðskiptaþvingunum sínum gagnvart Rússum. „Ef við hefðum sagst ekki ætla að vera með, af því hvað? Af því við fengum happdrættisvinninginn af því að einhver makrílstofn synti vegna loftslagsbreytinga í okkar landhelgi? Og af því Rússar hafa sett Norðmenn á bannlista þá getum við grætt á því líka? Hvers konar andskotans hálvitaskapur er þetta?“ segir ráðherrann fyrrverandi um þá skoðun sumra að betra hefði verið að halda friðinn við Rússa til að geta haldið áfram sölu á makríl þangað. Jón Baldvin var gestur í Bítinu á Bylgjunni í morgun og var fegninn til þess að miðla reynslu sinni. Eins og frægt er orðið var Jón Baldvin í eldlínunni upp úr 1990 þegar Ísland, fyrst þjóða, viðurkenndi sjálfstæði Eystrasaltsríkjanna.Jón Baldvin var í eldlínunni í upphafi tíunda áratugarins.Ráðherrann segir ekkert hæft í því að smáþjóðir geti ekki haft áhrif, eigi bara að hlýða og vera með öðrum í liði. Í fyrrnefndu dæmi hafi Ísland markað sér sjálfstæða utanríkisstefnu, haldið sig við prinsippin og stutt smáþjóðir þrátt fyrir mikla reiði Sovétríkjanna. Hann minnir á að öll olía og eldsneyti á báta- og flugvélaflotann á þessum tíma hafi komið þaðan í staðinn fyrir fisk. „LÍÚ var ekki ánægt með mig,“ segir Jón Baldvin. Þeir hafi klagað sig í bæði forystu Sjálfstæðisflokksins og Steingrím Hermannsson. LÍÚ hafi þó ekki farið grátandi í almenning. Þeir hafi vitað sem var og er að í stríði Davíðs við Golíat styðja Íslendingar Davíð. „Þeir finna til með þeim sem berjast fyrir frelsi sínu.“Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra.VísirEinu mistökin sem Gunnar Bragi hafi mögulega gert séu þau að hafa ekki skoðað málið í tíma. Tæplega sé þó hægt að tala um þjóðarhagsmuni í tilfelli makrílsins þó vissulega sé um hagsmuni að ræða. Ár sé síðan viðskiptaþvinganirnar gagnvart Rússum tóku gildi. Það hefðu sjávarútvegsfyrirtækin líka átt að vera löngu búin að átta sig á. „Er flókið á innan við ári að leysa það mál? Er þessi vara óseljanleg á öðrum mörkuðum? Kunna þeir ekkert fyrir sér í business þessir náungar?“ Þegar þáttastjórnendur bentu Jóni Baldvini á að svo virðist sem ákvörðun Rússa að stunda ekki viðskipti við Íslendinga hafi komið á óvart svaraði ráðherrann fyrrverandi? „Á óvart? Þetta er búið að standa í ár. Vika er langur tími í pólitík, hvað er þá ár í business?“Viðtalið í heild sinni má hlýða á hér að neðan.
Tengdar fréttir Vaknað upp við vondan draum Stjórnarliðar eru einkennilega ósamstíga varðandi ákvörðun sem utanríkisráðherra tók fyrir 17 mánuðum. Ísland hefur verið talsmaður þvingana gegn Rússum frá upphafi. Utanríkisráðherra hefur gert víðreist og fordæmt framferði Rú 19. ágúst 2015 07:00 Þingmaður Sjálfstæðisflokksins hnýtir í Davíð með því að rifja upp gamla ræðu Davíð Oddsson sagði samstöðu vestrænna ríkja inna NATO mikilvæga á landsfundi Sjálfstæðisflokksins árið 2005 en hugnast ekki í dag stuðningur Íslendinga við viðskiptaþvinganir ESB og vesturvelda gegn Rússum. 19. ágúst 2015 10:56 Mest lesið Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Erlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Innlent Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Erlent Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Innlent Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Innlent Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Innlent Umferðarslys á Breiðholtsbraut Innlent Fleiri fréttir Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Sjá meira
Vaknað upp við vondan draum Stjórnarliðar eru einkennilega ósamstíga varðandi ákvörðun sem utanríkisráðherra tók fyrir 17 mánuðum. Ísland hefur verið talsmaður þvingana gegn Rússum frá upphafi. Utanríkisráðherra hefur gert víðreist og fordæmt framferði Rú 19. ágúst 2015 07:00
Þingmaður Sjálfstæðisflokksins hnýtir í Davíð með því að rifja upp gamla ræðu Davíð Oddsson sagði samstöðu vestrænna ríkja inna NATO mikilvæga á landsfundi Sjálfstæðisflokksins árið 2005 en hugnast ekki í dag stuðningur Íslendinga við viðskiptaþvinganir ESB og vesturvelda gegn Rússum. 19. ágúst 2015 10:56