Jón Baldvin: „Kunna þeir ekkert fyrir sér í business þessir náungar?“ Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 19. ágúst 2015 11:52 Jón Baldvin Hannibalsson. Vísir/Vilhelm Jón Baldvin Hannibalsson, fyrrverandi utanríkisráðherra, segir Gunnar Braga Sveinsson utanríkisráðherra hafa breytt rétt með því að styðja NATO ríkin í viðskiptaþvingunum sínum gagnvart Rússum. „Ef við hefðum sagst ekki ætla að vera með, af því hvað? Af því við fengum happdrættisvinninginn af því að einhver makrílstofn synti vegna loftslagsbreytinga í okkar landhelgi? Og af því Rússar hafa sett Norðmenn á bannlista þá getum við grætt á því líka? Hvers konar andskotans hálvitaskapur er þetta?“ segir ráðherrann fyrrverandi um þá skoðun sumra að betra hefði verið að halda friðinn við Rússa til að geta haldið áfram sölu á makríl þangað. Jón Baldvin var gestur í Bítinu á Bylgjunni í morgun og var fegninn til þess að miðla reynslu sinni. Eins og frægt er orðið var Jón Baldvin í eldlínunni upp úr 1990 þegar Ísland, fyrst þjóða, viðurkenndi sjálfstæði Eystrasaltsríkjanna.Jón Baldvin var í eldlínunni í upphafi tíunda áratugarins.Ráðherrann segir ekkert hæft í því að smáþjóðir geti ekki haft áhrif, eigi bara að hlýða og vera með öðrum í liði. Í fyrrnefndu dæmi hafi Ísland markað sér sjálfstæða utanríkisstefnu, haldið sig við prinsippin og stutt smáþjóðir þrátt fyrir mikla reiði Sovétríkjanna. Hann minnir á að öll olía og eldsneyti á báta- og flugvélaflotann á þessum tíma hafi komið þaðan í staðinn fyrir fisk. „LÍÚ var ekki ánægt með mig,“ segir Jón Baldvin. Þeir hafi klagað sig í bæði forystu Sjálfstæðisflokksins og Steingrím Hermannsson. LÍÚ hafi þó ekki farið grátandi í almenning. Þeir hafi vitað sem var og er að í stríði Davíðs við Golíat styðja Íslendingar Davíð. „Þeir finna til með þeim sem berjast fyrir frelsi sínu.“Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra.VísirEinu mistökin sem Gunnar Bragi hafi mögulega gert séu þau að hafa ekki skoðað málið í tíma. Tæplega sé þó hægt að tala um þjóðarhagsmuni í tilfelli makrílsins þó vissulega sé um hagsmuni að ræða. Ár sé síðan viðskiptaþvinganirnar gagnvart Rússum tóku gildi. Það hefðu sjávarútvegsfyrirtækin líka átt að vera löngu búin að átta sig á. „Er flókið á innan við ári að leysa það mál? Er þessi vara óseljanleg á öðrum mörkuðum? Kunna þeir ekkert fyrir sér í business þessir náungar?“ Þegar þáttastjórnendur bentu Jóni Baldvini á að svo virðist sem ákvörðun Rússa að stunda ekki viðskipti við Íslendinga hafi komið á óvart svaraði ráðherrann fyrrverandi? „Á óvart? Þetta er búið að standa í ár. Vika er langur tími í pólitík, hvað er þá ár í business?“Viðtalið í heild sinni má hlýða á hér að neðan. Tengdar fréttir Vaknað upp við vondan draum Stjórnarliðar eru einkennilega ósamstíga varðandi ákvörðun sem utanríkisráðherra tók fyrir 17 mánuðum. Ísland hefur verið talsmaður þvingana gegn Rússum frá upphafi. Utanríkisráðherra hefur gert víðreist og fordæmt framferði Rú 19. ágúst 2015 07:00 Þingmaður Sjálfstæðisflokksins hnýtir í Davíð með því að rifja upp gamla ræðu Davíð Oddsson sagði samstöðu vestrænna ríkja inna NATO mikilvæga á landsfundi Sjálfstæðisflokksins árið 2005 en hugnast ekki í dag stuðningur Íslendinga við viðskiptaþvinganir ESB og vesturvelda gegn Rússum. 19. ágúst 2015 10:56 Mest lesið Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Innlent Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Erlent „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Innlent Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Erlent Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Innlent Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Innlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Innlent Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Erlent Fleiri fréttir Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Herjólfur siglir ekki meira í dag Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Sjá meira
Jón Baldvin Hannibalsson, fyrrverandi utanríkisráðherra, segir Gunnar Braga Sveinsson utanríkisráðherra hafa breytt rétt með því að styðja NATO ríkin í viðskiptaþvingunum sínum gagnvart Rússum. „Ef við hefðum sagst ekki ætla að vera með, af því hvað? Af því við fengum happdrættisvinninginn af því að einhver makrílstofn synti vegna loftslagsbreytinga í okkar landhelgi? Og af því Rússar hafa sett Norðmenn á bannlista þá getum við grætt á því líka? Hvers konar andskotans hálvitaskapur er þetta?“ segir ráðherrann fyrrverandi um þá skoðun sumra að betra hefði verið að halda friðinn við Rússa til að geta haldið áfram sölu á makríl þangað. Jón Baldvin var gestur í Bítinu á Bylgjunni í morgun og var fegninn til þess að miðla reynslu sinni. Eins og frægt er orðið var Jón Baldvin í eldlínunni upp úr 1990 þegar Ísland, fyrst þjóða, viðurkenndi sjálfstæði Eystrasaltsríkjanna.Jón Baldvin var í eldlínunni í upphafi tíunda áratugarins.Ráðherrann segir ekkert hæft í því að smáþjóðir geti ekki haft áhrif, eigi bara að hlýða og vera með öðrum í liði. Í fyrrnefndu dæmi hafi Ísland markað sér sjálfstæða utanríkisstefnu, haldið sig við prinsippin og stutt smáþjóðir þrátt fyrir mikla reiði Sovétríkjanna. Hann minnir á að öll olía og eldsneyti á báta- og flugvélaflotann á þessum tíma hafi komið þaðan í staðinn fyrir fisk. „LÍÚ var ekki ánægt með mig,“ segir Jón Baldvin. Þeir hafi klagað sig í bæði forystu Sjálfstæðisflokksins og Steingrím Hermannsson. LÍÚ hafi þó ekki farið grátandi í almenning. Þeir hafi vitað sem var og er að í stríði Davíðs við Golíat styðja Íslendingar Davíð. „Þeir finna til með þeim sem berjast fyrir frelsi sínu.“Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra.VísirEinu mistökin sem Gunnar Bragi hafi mögulega gert séu þau að hafa ekki skoðað málið í tíma. Tæplega sé þó hægt að tala um þjóðarhagsmuni í tilfelli makrílsins þó vissulega sé um hagsmuni að ræða. Ár sé síðan viðskiptaþvinganirnar gagnvart Rússum tóku gildi. Það hefðu sjávarútvegsfyrirtækin líka átt að vera löngu búin að átta sig á. „Er flókið á innan við ári að leysa það mál? Er þessi vara óseljanleg á öðrum mörkuðum? Kunna þeir ekkert fyrir sér í business þessir náungar?“ Þegar þáttastjórnendur bentu Jóni Baldvini á að svo virðist sem ákvörðun Rússa að stunda ekki viðskipti við Íslendinga hafi komið á óvart svaraði ráðherrann fyrrverandi? „Á óvart? Þetta er búið að standa í ár. Vika er langur tími í pólitík, hvað er þá ár í business?“Viðtalið í heild sinni má hlýða á hér að neðan.
Tengdar fréttir Vaknað upp við vondan draum Stjórnarliðar eru einkennilega ósamstíga varðandi ákvörðun sem utanríkisráðherra tók fyrir 17 mánuðum. Ísland hefur verið talsmaður þvingana gegn Rússum frá upphafi. Utanríkisráðherra hefur gert víðreist og fordæmt framferði Rú 19. ágúst 2015 07:00 Þingmaður Sjálfstæðisflokksins hnýtir í Davíð með því að rifja upp gamla ræðu Davíð Oddsson sagði samstöðu vestrænna ríkja inna NATO mikilvæga á landsfundi Sjálfstæðisflokksins árið 2005 en hugnast ekki í dag stuðningur Íslendinga við viðskiptaþvinganir ESB og vesturvelda gegn Rússum. 19. ágúst 2015 10:56 Mest lesið Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Innlent Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Erlent „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Innlent Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Erlent Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Innlent Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Innlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Innlent Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Erlent Fleiri fréttir Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Herjólfur siglir ekki meira í dag Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Sjá meira
Vaknað upp við vondan draum Stjórnarliðar eru einkennilega ósamstíga varðandi ákvörðun sem utanríkisráðherra tók fyrir 17 mánuðum. Ísland hefur verið talsmaður þvingana gegn Rússum frá upphafi. Utanríkisráðherra hefur gert víðreist og fordæmt framferði Rú 19. ágúst 2015 07:00
Þingmaður Sjálfstæðisflokksins hnýtir í Davíð með því að rifja upp gamla ræðu Davíð Oddsson sagði samstöðu vestrænna ríkja inna NATO mikilvæga á landsfundi Sjálfstæðisflokksins árið 2005 en hugnast ekki í dag stuðningur Íslendinga við viðskiptaþvinganir ESB og vesturvelda gegn Rússum. 19. ágúst 2015 10:56