Hjúkrunarfræðingar fella niður dómsmál gegn ríkinu Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 17. ágúst 2015 11:10 Hjúkrunarfræðingar fengu að vita ný launakjör sín á föstudaginn með úrskurði Gerðardóms. Vísir/Vilhelm Stjórn Félags íslenskrar hjúkrunarfræðinga hefur tekið þá ákvörun að fella niður dómsmál það sem félagið hefur höfðað gegn íslenska ríkinu í tengslum við lagasetningu á verkfall hjúkrunarfræðinga sem starfa á ríkinu. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Fíh. Vísað er í dóm Hæstaréttar í síðustu viku þar sem íslenska ríkið var sýknað af kröfu Bandalags háskólamanna sem höfðað hafði mál af sömu lagasetningu og hjúkrunarfræðingar. Deilurnar fóru fyrir Gerðardóm sem úrskurðaði í kjaradeilu BHM og Fíh við ríkið. Telur stjórn Fíh ljóst að áframhaldandi rekstur dómsmáls gegn ríkinu myndi ekki skila þeirri niðurstöðu sem vænst var þegar málið var höfðað. „Stjórn Fíh taldi ýmis veigamikil atriði í málatilbúnaði félagsins gegn ríkinu vera frábrugðin því sem tekist var á um í dómsmáli BHM og styðja dómkröfur Fíh, m.a. hversu stutt verkfallsaðgerðir Fíh höfðu staðið yfir, fjöldi sáttafunda aðila, fjölda stöðugilda hjúkrunarfræðinga á undanþágulista og fjölda samþykktra undanþága í verkfallinu,“ segir í tilkynningu frá Fíh. Þar segir að málatilbúnaður Fíh hafi verið byggður á mörgum af sömu efnisrökum og tekist var um í dómsmáli BHM. „Telja verður ljóst af forsendum í dómi Hæstaréttar, að rétturinn fellst ekki á flestar af þeim röksemdum sem haldið hefur verið á lofti af hálfu stéttarfélaganna. Samkvæmt dóminum telur Hæstiréttur að staða kjaradeilu aðila og önnur atvik séu með þeim hætti að réttlætanlegt hafi verið fyrir ríkið að grípa inn í deiluna með lagasetningu. Þegar af þeirri ástæðu telur stjórn Fíh sýnt að áframhaldandi rekstur dómsmáls þess gegn ríkinu muni ekki skila félaginu og félagsmönnum þeirri niðurstöðu sem vænst var þegar dómsmálið var höfðað.“ Stjórn Fíh lýsir yfir vonbrigðum með þá niðurstöðu Hæstaréttar að telja ríkisvaldinu heimilt sem samningsaðila í kjaradeilu og handhafa löggjafarvalds að svipta stéttarfélög samnings- og verkfallsrétti með lagasetningu af því tagi sem Fíh þurfti að þola. „Að teknu tilliti til atvika sl. mánuði og dóms Hæstaréttar, leikur að mati Fíh vafi á því hvort sá samninga- og verkfallsréttur njóti í reynd þeirrar stjórnarskrárverndar sem honum er ætlað.“ Verkfall 2016 Tengdar fréttir Almenn ánægja með úrskurð gerðardóms Gerðardómur kvað upp úrskurð sinn í kjaradeilum BHM og Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga í gær 15. ágúst 2015 07:00 Hæstiréttur: Íslenska ríkinu heimilt að setja lög á verkföll BHM Hæstiréttur kvað upp dóm sinn í morgun, en BHM hafði áður áfrýjað dómi Héraðsdóms Reykjavíkur sem féll þann 15. júlí. 13. ágúst 2015 10:00 Mest lesið Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Erlent Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Innlent Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Erlent Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Innlent Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Innlent Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Innlent Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Innlent Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Innlent Fleiri fréttir Tollastríð, makríll og flutningur Blóðbankans Greina ekki frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð strax Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Blóðbankinn á leið í Kringluna Nokkuð um hávaðaútköll Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Sjá meira
Stjórn Félags íslenskrar hjúkrunarfræðinga hefur tekið þá ákvörun að fella niður dómsmál það sem félagið hefur höfðað gegn íslenska ríkinu í tengslum við lagasetningu á verkfall hjúkrunarfræðinga sem starfa á ríkinu. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Fíh. Vísað er í dóm Hæstaréttar í síðustu viku þar sem íslenska ríkið var sýknað af kröfu Bandalags háskólamanna sem höfðað hafði mál af sömu lagasetningu og hjúkrunarfræðingar. Deilurnar fóru fyrir Gerðardóm sem úrskurðaði í kjaradeilu BHM og Fíh við ríkið. Telur stjórn Fíh ljóst að áframhaldandi rekstur dómsmáls gegn ríkinu myndi ekki skila þeirri niðurstöðu sem vænst var þegar málið var höfðað. „Stjórn Fíh taldi ýmis veigamikil atriði í málatilbúnaði félagsins gegn ríkinu vera frábrugðin því sem tekist var á um í dómsmáli BHM og styðja dómkröfur Fíh, m.a. hversu stutt verkfallsaðgerðir Fíh höfðu staðið yfir, fjöldi sáttafunda aðila, fjölda stöðugilda hjúkrunarfræðinga á undanþágulista og fjölda samþykktra undanþága í verkfallinu,“ segir í tilkynningu frá Fíh. Þar segir að málatilbúnaður Fíh hafi verið byggður á mörgum af sömu efnisrökum og tekist var um í dómsmáli BHM. „Telja verður ljóst af forsendum í dómi Hæstaréttar, að rétturinn fellst ekki á flestar af þeim röksemdum sem haldið hefur verið á lofti af hálfu stéttarfélaganna. Samkvæmt dóminum telur Hæstiréttur að staða kjaradeilu aðila og önnur atvik séu með þeim hætti að réttlætanlegt hafi verið fyrir ríkið að grípa inn í deiluna með lagasetningu. Þegar af þeirri ástæðu telur stjórn Fíh sýnt að áframhaldandi rekstur dómsmáls þess gegn ríkinu muni ekki skila félaginu og félagsmönnum þeirri niðurstöðu sem vænst var þegar dómsmálið var höfðað.“ Stjórn Fíh lýsir yfir vonbrigðum með þá niðurstöðu Hæstaréttar að telja ríkisvaldinu heimilt sem samningsaðila í kjaradeilu og handhafa löggjafarvalds að svipta stéttarfélög samnings- og verkfallsrétti með lagasetningu af því tagi sem Fíh þurfti að þola. „Að teknu tilliti til atvika sl. mánuði og dóms Hæstaréttar, leikur að mati Fíh vafi á því hvort sá samninga- og verkfallsréttur njóti í reynd þeirrar stjórnarskrárverndar sem honum er ætlað.“
Verkfall 2016 Tengdar fréttir Almenn ánægja með úrskurð gerðardóms Gerðardómur kvað upp úrskurð sinn í kjaradeilum BHM og Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga í gær 15. ágúst 2015 07:00 Hæstiréttur: Íslenska ríkinu heimilt að setja lög á verkföll BHM Hæstiréttur kvað upp dóm sinn í morgun, en BHM hafði áður áfrýjað dómi Héraðsdóms Reykjavíkur sem féll þann 15. júlí. 13. ágúst 2015 10:00 Mest lesið Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Erlent Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Innlent Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Erlent Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Innlent Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Innlent Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Innlent Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Innlent Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Innlent Fleiri fréttir Tollastríð, makríll og flutningur Blóðbankans Greina ekki frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð strax Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Blóðbankinn á leið í Kringluna Nokkuð um hávaðaútköll Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Sjá meira
Almenn ánægja með úrskurð gerðardóms Gerðardómur kvað upp úrskurð sinn í kjaradeilum BHM og Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga í gær 15. ágúst 2015 07:00
Hæstiréttur: Íslenska ríkinu heimilt að setja lög á verkföll BHM Hæstiréttur kvað upp dóm sinn í morgun, en BHM hafði áður áfrýjað dómi Héraðsdóms Reykjavíkur sem féll þann 15. júlí. 13. ágúst 2015 10:00