Víkingur Ólafsvík og KA unnu góða sigra í síðustu leikjum fyrstu deildar karla í þriðju umferð deildarinnar.
William Dominguez da Silva tryggði Ólsurum sigur á Selfossi fyrir vestan. Eina markið skoraði hann í upphafi síðari hálfleiks, en Víkingur er í þriðja sætinu. Selfoss er í því sjöunda.
KA vann 3-1 sigur á Haukum eftir að hafa lent undir. Björgvin Stefánsson kom Haukum yfir, en mörk frá Ævari Inga, Archange Nkumu og Juraj Grizelj tryggðu KA sigur.
KA er í öðru sætinu með sjö stig eftir sigurinn, en Haukarnir eru í níunda sæti með þrjú stig eftir leikina þrjá sem búnir eru.
Úrslit og markaskorarar eru fengnir frá www.urslit.net.
Öll úrslit dagsins og markaskorarar (efstu leikjunum tveimur er nýlokið):
Víkingur Ólafsvík - Selfoss 1-0
1-0 William Dominguez da Silva (47.).
KA - Haukar 3-1
0-1 Björgvin Stefánsson (6.), 1-1 Ævar Ingi Jóhannesson (20.), 2-1 Archange Nkumu (63.), 3-1 Juraj Grizelj (71.).
BÍ/Bolungarvík - Þór 1-3
0-1 Sveinn Elías Jónsson (15.), 0-2 Ármann Pétur Ævarsson (64.), 0-3 Sigurður Marinó Kristjánsson (73.), 1-3 Joseph Thomas Spivack (76.).
HK - Þróttur 0-3
0-1 Alexander Veigar Þórarinsson (7.), 0-2 Viktor Jónsson (20.), 0-3 Oddur Björnsson (53.).
Grindavík - Grótta 2-0
1-0 Tomislav Misura (16.), 2-0 Tomislav Misura (60.).
Fram - Fjarðabyggð 0-1
0-1 Elvar Ingi Vignsson (65.).
Víkingur og KA með heimasigra
Anton Ingi Leifsson skrifar

Mest lesið

Endurkomusigur í stórskemmtilegum opnunarleik
Enski boltinn

„Betra er seint en aldrei“
Enski boltinn

„Ég hélt að við værum komin lengra“
Enski boltinn




Opnunarleikurinn var stöðvaður vegna kynþáttaníðs
Enski boltinn


Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast
Enski boltinn
