Flóttafólkið yrði innikróað Guðsteinn Bjarnason skrifar 23. júní 2015 08:00 Líbíska strandgæslan bjargaði í vetur 108 manns af þessum gúmmíbáti, sem var að sökkva skammt undan landi. nordicphotos/AFP Evrópusambandið ætlar að senda herlið til þess að ráðast gegn smyglurum, sem í æ stærri stíl hafa reynt að koma flóttafólki með ólöglegum hætti yfir Miðjarðarhafið til aðildarríkja sambandsins. Til að byrja með er ætlunin að leita uppi og eyðileggja báta og skip, sem notaðir eru til þess að smygla fólki yfir hafið. Megináherslan verður lögð á hafsvæði í sunnanverðu Miðjarðarhafinu, einkum út af ströndum Líbíu. Farið verður inn fyrir tólf mílna landhelgi Líbíu og flóttafólkið sent aftur í land. Þá er hugmyndin að senda hersveitir inn í Líbíu til að ráðast þar gegn smyglurum. „Með þessum aðgerðum erum við að ráðast gegn viðskiptahugmynd þeirra, sem hagnast á eymd förufólks,“ sagði Federica Mogherini, utanríkismálafulltrúi Evrópusambandsins. Með þessu gefur Evrópusambandið samt þeim flóttamönnum, sem þegar eru komnir til Líbíu eða eru á leiðinni þangað, ekki minnsta gaum. Talið er að vígasveitirnar, sem hafa stór svæði í Líbíu á sínu valdi, rukki smyglarana um stórfé fyrir að veita flóttafólkinu húsaskjól og lágmarksöryggi meðan það bíður eftir fari yfir Miðjarðarhafið. Mogherini segir aðgerðirnar þó verða víðtækari og meðal annars verði leitað eftir samvinnu við stjórnvöld og stofnanir í Afríku: „Við í Evrópusambandinu erum staðráðin í að leggja okkar af mörkum til að bjarga mannslífum, rekja upp net þeirra sem smygla fólki og ráðast að meginrót fólksflutninganna.“ Enn er ekki búið að semja við stjórnvöld í Líbíu um leyfi til að fara inn í landhelgina, hvað þá heimild til að stunda þar landhernað. Sameinuðu þjóðirnar hafa sömuleiðis verið tregar til að heimila aðgerðirnar, en Evrópusambandið hefur reynt að fá stuðning úr þeirri átt. Einkum strandar þar á áhyggjum Sameinuðu þjóðanna af því að ekki sé verið að ráðast að rótum vandans heldur skilja flóttafólkið eftir innilokað í afar erfiðum aðstæðum. Það sem af er þessu ári hafa meira en 100 þúsund flóttamenn farið yfir Miðjarðarhafið til aðildarríkja Evrópusambandsins í von um hæli þar. Flestir þeirra hafa farið til Ítalíu og Grikklands. Um það bil tvö þúsund hafa drukknað í hafinu á leiðinni yfir. Flóttafólkið kemur flest frá Sýrlandi. Alls hafa um tólf milljónir Sýrlendinga hrakist að heiman frá sér eftir að borgarastyrjöldin þar í landi hófst fyrir meira en fjórum árum. Fjórum milljónum þeirra hefur tekist að flýja úr landi, en fæstir hafa komist lengra en til nágrannaríkjanna. Einungis lítlu broti hefur tekist að komast alla leið til Evrópu. Nýverið sendu Sameinuðu þjóðirnar frá sér skýrslu þar sem segir að frá lokum seinni heimsstyrjaldar hafi aldrei verið fleiri flóttamenn í heiminum. Þeir eru nú nærri 60 milljónir og hefur fjölgað um átta milljónir frá síðasta ári. Flóttamenn Mest lesið Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Innlent Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Innlent Dóttirin í Súlunesi ákærð Innlent Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Maxwell biðlar til Hæstaréttar Erlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Erlent „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Innlent Fleiri fréttir Færeyingar heita refsiaðgerðum gegn Rússlandi: „Eigum eftir að sjá hvernig efndirnar verða“ Gefa lítið fyrir afarkosti Trumps Ætlaði í höfuðstöðvar NFL Bandarískir trúboðar herja á einangraða ættbálka með drónum og sólarknúnum afspilunartækjum Trump um Epstein: „Hann stal fólki sem vann fyrir mig“ Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Hyggjast greiða 60 þúsund á ári fyrir öll börn undir þriggja ára „Versta mögulega tilfelli hungursneyðar“ Maxwell biðlar til Hæstaréttar Á annan tug í valnum eftir að Rússar sprengdu fangelsi í loft upp Trump segir „alvöru hungursneyð“ ríkja á Gasa Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Vill að skýrslutaka Murdochs fari fram eins fljótt og hægt er Tóku tugi af lífi eftir að hafa fengið lausnarfé Elsti Gallagher-bróðirinn ákærður fyrir nauðgun Krísa yfirvofandi: Þurr svæði stækka og þorna hraðar Fækkar dögunum sem hann gaf Pútín: „Ég held ég viti þegar svarið“ Vara við hópeitrunum af völdum THC eftir atvik í fyrra Þrír látnir eftir að lest fór af sporinu Ætla að breyta heræfingum eftir skammir frá systur Kims Semja um vopnahlé 64 prósent myndu þiggja gjaldfrjáls þyngdarstjórnunarlyf Skotárás í Bangkok: Skaut fimm til bana og fyrirfór sér Deilur Repúblikana um Epstein-skjölin magnast enn Gera tíu klukkustunda „mannúðarhlé“ á árásum Segir nýjan viðskiptasamning þann „stærsta í sögunni“ Ísraelsher stöðvaði aðra skútu með vistum Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Forsætisráðherra segir að átökin gætu færst nær stríði Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl Sjá meira
Evrópusambandið ætlar að senda herlið til þess að ráðast gegn smyglurum, sem í æ stærri stíl hafa reynt að koma flóttafólki með ólöglegum hætti yfir Miðjarðarhafið til aðildarríkja sambandsins. Til að byrja með er ætlunin að leita uppi og eyðileggja báta og skip, sem notaðir eru til þess að smygla fólki yfir hafið. Megináherslan verður lögð á hafsvæði í sunnanverðu Miðjarðarhafinu, einkum út af ströndum Líbíu. Farið verður inn fyrir tólf mílna landhelgi Líbíu og flóttafólkið sent aftur í land. Þá er hugmyndin að senda hersveitir inn í Líbíu til að ráðast þar gegn smyglurum. „Með þessum aðgerðum erum við að ráðast gegn viðskiptahugmynd þeirra, sem hagnast á eymd förufólks,“ sagði Federica Mogherini, utanríkismálafulltrúi Evrópusambandsins. Með þessu gefur Evrópusambandið samt þeim flóttamönnum, sem þegar eru komnir til Líbíu eða eru á leiðinni þangað, ekki minnsta gaum. Talið er að vígasveitirnar, sem hafa stór svæði í Líbíu á sínu valdi, rukki smyglarana um stórfé fyrir að veita flóttafólkinu húsaskjól og lágmarksöryggi meðan það bíður eftir fari yfir Miðjarðarhafið. Mogherini segir aðgerðirnar þó verða víðtækari og meðal annars verði leitað eftir samvinnu við stjórnvöld og stofnanir í Afríku: „Við í Evrópusambandinu erum staðráðin í að leggja okkar af mörkum til að bjarga mannslífum, rekja upp net þeirra sem smygla fólki og ráðast að meginrót fólksflutninganna.“ Enn er ekki búið að semja við stjórnvöld í Líbíu um leyfi til að fara inn í landhelgina, hvað þá heimild til að stunda þar landhernað. Sameinuðu þjóðirnar hafa sömuleiðis verið tregar til að heimila aðgerðirnar, en Evrópusambandið hefur reynt að fá stuðning úr þeirri átt. Einkum strandar þar á áhyggjum Sameinuðu þjóðanna af því að ekki sé verið að ráðast að rótum vandans heldur skilja flóttafólkið eftir innilokað í afar erfiðum aðstæðum. Það sem af er þessu ári hafa meira en 100 þúsund flóttamenn farið yfir Miðjarðarhafið til aðildarríkja Evrópusambandsins í von um hæli þar. Flestir þeirra hafa farið til Ítalíu og Grikklands. Um það bil tvö þúsund hafa drukknað í hafinu á leiðinni yfir. Flóttafólkið kemur flest frá Sýrlandi. Alls hafa um tólf milljónir Sýrlendinga hrakist að heiman frá sér eftir að borgarastyrjöldin þar í landi hófst fyrir meira en fjórum árum. Fjórum milljónum þeirra hefur tekist að flýja úr landi, en fæstir hafa komist lengra en til nágrannaríkjanna. Einungis lítlu broti hefur tekist að komast alla leið til Evrópu. Nýverið sendu Sameinuðu þjóðirnar frá sér skýrslu þar sem segir að frá lokum seinni heimsstyrjaldar hafi aldrei verið fleiri flóttamenn í heiminum. Þeir eru nú nærri 60 milljónir og hefur fjölgað um átta milljónir frá síðasta ári.
Flóttamenn Mest lesið Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Innlent Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Innlent Dóttirin í Súlunesi ákærð Innlent Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Maxwell biðlar til Hæstaréttar Erlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Erlent „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Innlent Fleiri fréttir Færeyingar heita refsiaðgerðum gegn Rússlandi: „Eigum eftir að sjá hvernig efndirnar verða“ Gefa lítið fyrir afarkosti Trumps Ætlaði í höfuðstöðvar NFL Bandarískir trúboðar herja á einangraða ættbálka með drónum og sólarknúnum afspilunartækjum Trump um Epstein: „Hann stal fólki sem vann fyrir mig“ Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Hyggjast greiða 60 þúsund á ári fyrir öll börn undir þriggja ára „Versta mögulega tilfelli hungursneyðar“ Maxwell biðlar til Hæstaréttar Á annan tug í valnum eftir að Rússar sprengdu fangelsi í loft upp Trump segir „alvöru hungursneyð“ ríkja á Gasa Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Vill að skýrslutaka Murdochs fari fram eins fljótt og hægt er Tóku tugi af lífi eftir að hafa fengið lausnarfé Elsti Gallagher-bróðirinn ákærður fyrir nauðgun Krísa yfirvofandi: Þurr svæði stækka og þorna hraðar Fækkar dögunum sem hann gaf Pútín: „Ég held ég viti þegar svarið“ Vara við hópeitrunum af völdum THC eftir atvik í fyrra Þrír látnir eftir að lest fór af sporinu Ætla að breyta heræfingum eftir skammir frá systur Kims Semja um vopnahlé 64 prósent myndu þiggja gjaldfrjáls þyngdarstjórnunarlyf Skotárás í Bangkok: Skaut fimm til bana og fyrirfór sér Deilur Repúblikana um Epstein-skjölin magnast enn Gera tíu klukkustunda „mannúðarhlé“ á árásum Segir nýjan viðskiptasamning þann „stærsta í sögunni“ Ísraelsher stöðvaði aðra skútu með vistum Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Forsætisráðherra segir að átökin gætu færst nær stríði Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl Sjá meira