Fáum ráð hjá Rúnari og Pétri Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 23. júní 2015 06:00 Stuðningsmenn Celtic vekja athygli hvar sem þeir koma. Liðið mætti KR í fyrra. vísir/daníel Annað árið í röð mætir Íslandsmeistarinn skoska stórveldinu Celtic í 2. umferð forkeppni Meistaradeildar Evrópu en í þetta sinn kemur það í hlut Stjörnunnar. Celtic er sterkasta liðið sem Stjarnan gat fengið samkvæmt styrkleikalista Knattspyrnusambands Evrópu, UEFA, og ljóst að það verður við ramman reip að draga. Fyrri leikur liðanna verður í Skotlandi 14. eða 15. júlí og sá síðari á Samsung-vellinum viku síðar. „Sænsku og dönsku liðin sem við gátum fengið eru líklega svipuð að styrkleika en Celtic er hins vegar stærsta félagið af þeim sem við gátum fengið,“ sagði Brynjar Björn Gunnarsson, aðstoðarþjálfari Stjörnunnar, í samtali við Fréttablaðið í gær. „En þetta er spennandi og með frábærum stuðningi á heimavelli er allt hægt,“ sagði hann, en ævintýri Stjörnumanna í fyrra er Garðbæingum enn í fersku minni. Þá sló liðið út skoska liðið Motherwell og Lech Poznan frá Póllandi. „Celtic er betra en Motherwell en lakara en Lech Poznan. En til að vinna svona rimmur þarf heppni og allt að ganga upp,“ segir hann. KR tapaði fyrir Celtic í sömu keppni í fyrra, samanlagt 5-0, eftir að hafa tapað 1-0 á KR-vellinum í fyrri leiknum. „Það er aldrei að vita nema að við heyrum í Rúnari [Kristinssyni] og Pétri [Péturssyni, þáverandi þjálfurum KR] til að fá ráð hjá þeim. Það gæti komið okkur til góða.“ Kosturinn við að mæta Celtic nú er að liðið verður nýkomið úr sumarfríi þegar leikirnir fara fram. „Það verða enn tvær vikur í að þeir spili sinn fyrsta deildarleik þegar þeir spila við okkur,“ segir Brynjar Björn og bætir við að hann sé heilt yfir sáttur við að mæta Celtic. „Það er alltaf skemmtilegast að fá sterkustu liðin og prófa sig á móti þeim. Það er dýrmæt reynsla fyrir leikmennina.“ Meistaradeild Evrópu Mest lesið Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Íslenski boltinn Mega ekki sýna neikvæð viðbrögð í garð Trumps Sport Frek stuðningskona Phillies fordæmd fyrir að taka bolta af barni Sport Rúrik segir að Füllkrug vilji ekki láta laga tennurnar í sér Enski boltinn Onana samþykkir skiptin til Tyrklands Fótbolti Segir að enska liðinu hafi farið aftur undir stjórn Tuchels Fótbolti Uppgjörið: Þróttur - FHL 2-2 | Jafnt í Laugardalnum Íslenski boltinn Ronaldo skoraði tvö meðan andi Diogo Jota sveif yfir vötnum Fótbolti Depay orðinn markahæstur í sögu Hollands Fótbolti Óvænt þegar Georgía sló Frakkland út Körfubolti Fleiri fréttir Víkingar á fleygiferð eftir EM pásuna Spánverjar og Belgar skoruðu sex Onana samþykkir skiptin til Tyrklands Depay orðinn markahæstur í sögu Hollands Uppgjörið: Þróttur - FHL 2-2 | Jafnt í Laugardalnum Ingibjörg fékk rautt í fyrsta leiknum með Freiburg Rúrik segir að Füllkrug vilji ekki láta laga tennurnar í sér Segir að enska liðinu hafi farið aftur undir stjórn Tuchels Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Ronaldo skoraði tvö meðan andi Diogo Jota sveif yfir vötnum Crouch tapaði í Fantasy og tók út refsingu í utandeildinni Glugginn opinn til Tyrklands fyrir Onana Tveir sterkir póstar úr leik hjá Frökkum fyrir leikinn gegn Íslandi „Gríðarlega mikilvægur sigur“ „Ekki boðlegt fyrir lið eins og Þór/KA“ Fjölnir fallinn og rafmögnuð lokaumferð í kortunum Torsóttur sigur enskra gegn Andorra Uppgjörið: Stjarnan - Þór/KA 4-1 | Stjarnan upp í efri hlutann Tapið gegn Íslandi kornið sem fyllti mælinn Emilía sneri aftur eftir meiðsli Eiga von á breytingum og þyngri miðju gegn Frökkum Stærsti heimasigur Íslands í keppnisleik Albert ekki með gegn Frakklandi Luis Enrique þarf að fara í aðgerð eftir hjólaslys „Eitt fallegasta mark sem Ísland hefur skorað“ Suárez dæmdur í sex leikja bann fyrir hrákann Stærsti sigur Íslands ekki gegn smáþjóð Myndasyrpa: Frábært kvöld í Laugardalnum Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum „Fallegt að koma inn á fyrir bróður“ Sjá meira
Annað árið í röð mætir Íslandsmeistarinn skoska stórveldinu Celtic í 2. umferð forkeppni Meistaradeildar Evrópu en í þetta sinn kemur það í hlut Stjörnunnar. Celtic er sterkasta liðið sem Stjarnan gat fengið samkvæmt styrkleikalista Knattspyrnusambands Evrópu, UEFA, og ljóst að það verður við ramman reip að draga. Fyrri leikur liðanna verður í Skotlandi 14. eða 15. júlí og sá síðari á Samsung-vellinum viku síðar. „Sænsku og dönsku liðin sem við gátum fengið eru líklega svipuð að styrkleika en Celtic er hins vegar stærsta félagið af þeim sem við gátum fengið,“ sagði Brynjar Björn Gunnarsson, aðstoðarþjálfari Stjörnunnar, í samtali við Fréttablaðið í gær. „En þetta er spennandi og með frábærum stuðningi á heimavelli er allt hægt,“ sagði hann, en ævintýri Stjörnumanna í fyrra er Garðbæingum enn í fersku minni. Þá sló liðið út skoska liðið Motherwell og Lech Poznan frá Póllandi. „Celtic er betra en Motherwell en lakara en Lech Poznan. En til að vinna svona rimmur þarf heppni og allt að ganga upp,“ segir hann. KR tapaði fyrir Celtic í sömu keppni í fyrra, samanlagt 5-0, eftir að hafa tapað 1-0 á KR-vellinum í fyrri leiknum. „Það er aldrei að vita nema að við heyrum í Rúnari [Kristinssyni] og Pétri [Péturssyni, þáverandi þjálfurum KR] til að fá ráð hjá þeim. Það gæti komið okkur til góða.“ Kosturinn við að mæta Celtic nú er að liðið verður nýkomið úr sumarfríi þegar leikirnir fara fram. „Það verða enn tvær vikur í að þeir spili sinn fyrsta deildarleik þegar þeir spila við okkur,“ segir Brynjar Björn og bætir við að hann sé heilt yfir sáttur við að mæta Celtic. „Það er alltaf skemmtilegast að fá sterkustu liðin og prófa sig á móti þeim. Það er dýrmæt reynsla fyrir leikmennina.“
Meistaradeild Evrópu Mest lesið Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Íslenski boltinn Mega ekki sýna neikvæð viðbrögð í garð Trumps Sport Frek stuðningskona Phillies fordæmd fyrir að taka bolta af barni Sport Rúrik segir að Füllkrug vilji ekki láta laga tennurnar í sér Enski boltinn Onana samþykkir skiptin til Tyrklands Fótbolti Segir að enska liðinu hafi farið aftur undir stjórn Tuchels Fótbolti Uppgjörið: Þróttur - FHL 2-2 | Jafnt í Laugardalnum Íslenski boltinn Ronaldo skoraði tvö meðan andi Diogo Jota sveif yfir vötnum Fótbolti Depay orðinn markahæstur í sögu Hollands Fótbolti Óvænt þegar Georgía sló Frakkland út Körfubolti Fleiri fréttir Víkingar á fleygiferð eftir EM pásuna Spánverjar og Belgar skoruðu sex Onana samþykkir skiptin til Tyrklands Depay orðinn markahæstur í sögu Hollands Uppgjörið: Þróttur - FHL 2-2 | Jafnt í Laugardalnum Ingibjörg fékk rautt í fyrsta leiknum með Freiburg Rúrik segir að Füllkrug vilji ekki láta laga tennurnar í sér Segir að enska liðinu hafi farið aftur undir stjórn Tuchels Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Ronaldo skoraði tvö meðan andi Diogo Jota sveif yfir vötnum Crouch tapaði í Fantasy og tók út refsingu í utandeildinni Glugginn opinn til Tyrklands fyrir Onana Tveir sterkir póstar úr leik hjá Frökkum fyrir leikinn gegn Íslandi „Gríðarlega mikilvægur sigur“ „Ekki boðlegt fyrir lið eins og Þór/KA“ Fjölnir fallinn og rafmögnuð lokaumferð í kortunum Torsóttur sigur enskra gegn Andorra Uppgjörið: Stjarnan - Þór/KA 4-1 | Stjarnan upp í efri hlutann Tapið gegn Íslandi kornið sem fyllti mælinn Emilía sneri aftur eftir meiðsli Eiga von á breytingum og þyngri miðju gegn Frökkum Stærsti heimasigur Íslands í keppnisleik Albert ekki með gegn Frakklandi Luis Enrique þarf að fara í aðgerð eftir hjólaslys „Eitt fallegasta mark sem Ísland hefur skorað“ Suárez dæmdur í sex leikja bann fyrir hrákann Stærsti sigur Íslands ekki gegn smáþjóð Myndasyrpa: Frábært kvöld í Laugardalnum Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum „Fallegt að koma inn á fyrir bróður“ Sjá meira