Svona á Elliðaárvogs- og Ártúnshöfðasvæðið að líta út Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 23. júní 2015 10:16 Úr verðlaunatillögunni. Tillaga Arkís, Landslags og Verkís um rammaskipulag Elliðaársvogs og Ártúnshöfða var valin til verðlauna eftir hugmyndasamkeppni Reykjavíkurborgar. Niðurstaðan er vistvænt borgarhverfi með fólk í fyrirrúmi. Tillaga unnin af Arkís arkitektum ehf, Landslagi ehf, Verkís hf með aðstoð Dr. Bjarna Reynarssonar uppfyllti best og flest markmið aðalskipulags Reykjavíkur og önnur markmið sem koma fram í keppnislýsingu Reykjavíkurborgar um rammaskipulag Elliðaárvogs - Ártúnshöfða. Það sem einkennir hana er áhersla á lýðheilsu, sjálfbærni og vistvæna hugsun. Blönduð borgarbyggð verður á svæðinu með ríkan staðaranda að því er segir á heimasíðu Reykjavíkurborgar. „Þetta er stór stund en aðdragandinn spannar tíu ár. Elliðaárvogs-Ártúnshöfða svæðinu var skipt í fjóra hluta í aðalskipulagi Reykjavíkur. Vogabyggðin er einn þeirra og í þessari hugmyndasamkeppni voru hin svæðin undir í framhaldi af Bryggjuhverfinu. Þetta er feikilega stórt svæði sem mun byggjast upp í áföngum,“ sagði Dagur B. Eggertsson borgarstjóri áður en opinberað var hver var hlutskarpastur í gær.Verðlaunahafar, dómnefnd ásamt borgarstjóra og formanni umhverfis- og skipulagsráðs: Matthildur Kr. Elmarsdóttir, Björn Ólafs, Egill Guðmundsson, Björn Axelsson, Sunna Kristinsdóttir,Magnea Guðmundsdóttir, Þráinn Hauksson, Guðjón L. Sigurðsson, Rósa Dögg Þorsteinsdóttir, Darió Nunes, Björn Guðbrandsson,Svava Þorleifsdóttir, Gísli Rafn Guðmundsson, Dagur B. Eggertsson og Hjálmar Sveinsson.Heimasíða ReykjavíkurborgarSamkeppnin var lokuð hugmyndasamkeppni um rammaskipulag. Valdir voru fimm aðilar að undangengnu forvali og voru það Batteríið arkitektar, Teiknistofan Storð, VSB verkfræðistofa. Karl Kvaran, OLGGA ofl. Arkís arkitektar, Landslag, Verkís. Gláma Kím, Kurtogpís, Efla, Studio Vulkan. Teiknistofan Tröð, Mannvit.Aðlagandi og fjölbreytt almenningsrými Björn Axelsson skipulagsfulltrúi Reykjavíkurborgar kynnti niðurstöður dómnefndar. Niðurstaðan var að allar fimm tillögurnar væru vel unnar og tækju með heilsteyptum og áhugaverðum hætti á þeim viðfangsefnum sem skilgreind voru í samkeppnislýsingu. Tillaga unnin af Arkís arkitektum ehf, Landslagi ehf, Verkís hf með aðstoð Dr. Bjarna Reynarssonar varð fyrir valinuÚr tillögunni.„Hún skapar skýrar einingar í heildstæðu hverfi með margvíslegri útfærslu byggðarreita sem býður upp á fjölbreyttar húsagerðir, gerir ráð fyrir aðlaðandi og fjölbreyttum almenningsrýmum og góðu samspili sjávar, lands og byggðar, staðsetur verslun og þjónustu m.t.t. samgönguáss og í göngufjarlægð frá öllum íbúðum, tekur tillit til landslags og umhverfis og stuðlar að fjölbreytileika þess.“ Reykjavíkurborg efndi í lok árs 2014 til hugmyndasamkeppni um þetta rammaskipulag en ætlunin er að stækka Bryggjuhverfið og endurskoða skipulag svæðisins á Ártúnshöfða þannig að það geti þróast og öðlast nýtt hlutverk sem blönduð byggð búsetu og atvinnu segir á heimasíðu borgarinnar. „Svæðið er eitt af lykil uppbyggingarsvæðum í borginni og gegnir mikilvægu hlutverki gagnvart því markmiði aðalskipulagsins að þétta byggð í borginni, m.a. þykir af þeim sökum tímabært að hefja vinnu við endurþróun þess, en fyrirsjáanlegt er að verkefnið er í heild sinni langtímaverkefni.“ Meginmarkmið samkeppninnar hafi verið m.a. að leita vistvænna skipulagslausna fyrir svæðið, sem er lykilþróunarsvæði í aðalskipulagi Reykjavíkur 2010-2030. Þá hafi verið leitað að framsæknum hugmyndum um fyrirkomulag nýrrar blandaðrar byggðar þar sem lögð sé áhersla á heildstæðar götumyndir og borgarmiðað gatnakerfi. Stuðla eigi að góðu samspili fjölbreyttra almenningsrýma, bygginga og nærumhverfis, nýta þær byggingar sem fyrir eru, í nýju og/eða breyttu samhengi, eftir því sem kostur sé og við eigi. Þá átti að bera virðingu fyrir umhverfi og auðlindum og nærliggjandi náttúrusvæðum.Úr verðlaunatillögunni.Framlenging á útvistarsvæði í Elliðaárdal Meginkjarnar byggðarinnar í tillögunni myndast við torg þar sem Breiðhöfðinn sker Stórhöfða (Krossmýrartorg) og Sævarhöfða (Bryggjutorg). Efri byggðin nýtur útsýnis og almenningsgarða og torga, en sú neðri nálægðar við sjó og aðliggjandi náttúruperlur í Elliðaárdal og Grafarvogi. Svæðin njóta nálægðar hvort við annað. Geirsnefi verður umbreytt í skjólgott og fjölbreytilegt útivistarsvæði fyrir aðliggjandi byggð og sem framlenging á útivistar- og náttúrusvæðinu í Elliðaárdal. Samtals reiknar tillagan með u.þ.b. 816.200 m² viðbótarbyggingarmagni og 5100 íbúðum í 3-5 hæða húsum. Dómnefndarfulltrúar voru Björn Axelsson formaður, fyrir hönd umhverfis- og skipulagssviðs Magnea Guðmundsdóttir, fyrir hönd umhverfis- og skipulagsráðs, Áslaug María Friðriksdóttir, fyrir hönd umhverfis- og skipulagsráðs, Björn Ólafs og Matthildur Kr. Elmarsdóttir, fyrir hönd Arkitektafélags íslands. Lilja Grétarsdóttir arkitekt og verkefnisstjóri hjá skipulagsfulltrúa var ritari dómnefndar. Helga Guðjónsdóttir var trúnaðarmaður, tilnefnd af Arkitektafélagi Íslands. Mest lesið Skotmennirnir feðgar Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Erlent Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Innlent Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Innlent „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Innlent Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð Innlent Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Innlent Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Innlent Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Innlent Fleiri fréttir Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Handtekinn með stóran hníf Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Ekkert því til fyrirstöðu að Ísland taki þátt í drónakaupum Ekkert ákveðið varðandi framboð: „Ég er í tveimur flokkum“ Hálka þegar bíll valt í Biskupstungum Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli 270 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Ástandið á bráðamóttökunni sýni viðkæmni kerfisins Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Hryðjuverkaárás í Ástralíu og ástand í heilbrigðiskerfinu Sanna segir frá nýju framboði Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Sjá meira
Tillaga Arkís, Landslags og Verkís um rammaskipulag Elliðaársvogs og Ártúnshöfða var valin til verðlauna eftir hugmyndasamkeppni Reykjavíkurborgar. Niðurstaðan er vistvænt borgarhverfi með fólk í fyrirrúmi. Tillaga unnin af Arkís arkitektum ehf, Landslagi ehf, Verkís hf með aðstoð Dr. Bjarna Reynarssonar uppfyllti best og flest markmið aðalskipulags Reykjavíkur og önnur markmið sem koma fram í keppnislýsingu Reykjavíkurborgar um rammaskipulag Elliðaárvogs - Ártúnshöfða. Það sem einkennir hana er áhersla á lýðheilsu, sjálfbærni og vistvæna hugsun. Blönduð borgarbyggð verður á svæðinu með ríkan staðaranda að því er segir á heimasíðu Reykjavíkurborgar. „Þetta er stór stund en aðdragandinn spannar tíu ár. Elliðaárvogs-Ártúnshöfða svæðinu var skipt í fjóra hluta í aðalskipulagi Reykjavíkur. Vogabyggðin er einn þeirra og í þessari hugmyndasamkeppni voru hin svæðin undir í framhaldi af Bryggjuhverfinu. Þetta er feikilega stórt svæði sem mun byggjast upp í áföngum,“ sagði Dagur B. Eggertsson borgarstjóri áður en opinberað var hver var hlutskarpastur í gær.Verðlaunahafar, dómnefnd ásamt borgarstjóra og formanni umhverfis- og skipulagsráðs: Matthildur Kr. Elmarsdóttir, Björn Ólafs, Egill Guðmundsson, Björn Axelsson, Sunna Kristinsdóttir,Magnea Guðmundsdóttir, Þráinn Hauksson, Guðjón L. Sigurðsson, Rósa Dögg Þorsteinsdóttir, Darió Nunes, Björn Guðbrandsson,Svava Þorleifsdóttir, Gísli Rafn Guðmundsson, Dagur B. Eggertsson og Hjálmar Sveinsson.Heimasíða ReykjavíkurborgarSamkeppnin var lokuð hugmyndasamkeppni um rammaskipulag. Valdir voru fimm aðilar að undangengnu forvali og voru það Batteríið arkitektar, Teiknistofan Storð, VSB verkfræðistofa. Karl Kvaran, OLGGA ofl. Arkís arkitektar, Landslag, Verkís. Gláma Kím, Kurtogpís, Efla, Studio Vulkan. Teiknistofan Tröð, Mannvit.Aðlagandi og fjölbreytt almenningsrými Björn Axelsson skipulagsfulltrúi Reykjavíkurborgar kynnti niðurstöður dómnefndar. Niðurstaðan var að allar fimm tillögurnar væru vel unnar og tækju með heilsteyptum og áhugaverðum hætti á þeim viðfangsefnum sem skilgreind voru í samkeppnislýsingu. Tillaga unnin af Arkís arkitektum ehf, Landslagi ehf, Verkís hf með aðstoð Dr. Bjarna Reynarssonar varð fyrir valinuÚr tillögunni.„Hún skapar skýrar einingar í heildstæðu hverfi með margvíslegri útfærslu byggðarreita sem býður upp á fjölbreyttar húsagerðir, gerir ráð fyrir aðlaðandi og fjölbreyttum almenningsrýmum og góðu samspili sjávar, lands og byggðar, staðsetur verslun og þjónustu m.t.t. samgönguáss og í göngufjarlægð frá öllum íbúðum, tekur tillit til landslags og umhverfis og stuðlar að fjölbreytileika þess.“ Reykjavíkurborg efndi í lok árs 2014 til hugmyndasamkeppni um þetta rammaskipulag en ætlunin er að stækka Bryggjuhverfið og endurskoða skipulag svæðisins á Ártúnshöfða þannig að það geti þróast og öðlast nýtt hlutverk sem blönduð byggð búsetu og atvinnu segir á heimasíðu borgarinnar. „Svæðið er eitt af lykil uppbyggingarsvæðum í borginni og gegnir mikilvægu hlutverki gagnvart því markmiði aðalskipulagsins að þétta byggð í borginni, m.a. þykir af þeim sökum tímabært að hefja vinnu við endurþróun þess, en fyrirsjáanlegt er að verkefnið er í heild sinni langtímaverkefni.“ Meginmarkmið samkeppninnar hafi verið m.a. að leita vistvænna skipulagslausna fyrir svæðið, sem er lykilþróunarsvæði í aðalskipulagi Reykjavíkur 2010-2030. Þá hafi verið leitað að framsæknum hugmyndum um fyrirkomulag nýrrar blandaðrar byggðar þar sem lögð sé áhersla á heildstæðar götumyndir og borgarmiðað gatnakerfi. Stuðla eigi að góðu samspili fjölbreyttra almenningsrýma, bygginga og nærumhverfis, nýta þær byggingar sem fyrir eru, í nýju og/eða breyttu samhengi, eftir því sem kostur sé og við eigi. Þá átti að bera virðingu fyrir umhverfi og auðlindum og nærliggjandi náttúrusvæðum.Úr verðlaunatillögunni.Framlenging á útvistarsvæði í Elliðaárdal Meginkjarnar byggðarinnar í tillögunni myndast við torg þar sem Breiðhöfðinn sker Stórhöfða (Krossmýrartorg) og Sævarhöfða (Bryggjutorg). Efri byggðin nýtur útsýnis og almenningsgarða og torga, en sú neðri nálægðar við sjó og aðliggjandi náttúruperlur í Elliðaárdal og Grafarvogi. Svæðin njóta nálægðar hvort við annað. Geirsnefi verður umbreytt í skjólgott og fjölbreytilegt útivistarsvæði fyrir aðliggjandi byggð og sem framlenging á útivistar- og náttúrusvæðinu í Elliðaárdal. Samtals reiknar tillagan með u.þ.b. 816.200 m² viðbótarbyggingarmagni og 5100 íbúðum í 3-5 hæða húsum. Dómnefndarfulltrúar voru Björn Axelsson formaður, fyrir hönd umhverfis- og skipulagssviðs Magnea Guðmundsdóttir, fyrir hönd umhverfis- og skipulagsráðs, Áslaug María Friðriksdóttir, fyrir hönd umhverfis- og skipulagsráðs, Björn Ólafs og Matthildur Kr. Elmarsdóttir, fyrir hönd Arkitektafélags íslands. Lilja Grétarsdóttir arkitekt og verkefnisstjóri hjá skipulagsfulltrúa var ritari dómnefndar. Helga Guðjónsdóttir var trúnaðarmaður, tilnefnd af Arkitektafélagi Íslands.
Mest lesið Skotmennirnir feðgar Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Erlent Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Innlent Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Innlent „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Innlent Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð Innlent Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Innlent Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Innlent Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Innlent Fleiri fréttir Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Handtekinn með stóran hníf Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Ekkert því til fyrirstöðu að Ísland taki þátt í drónakaupum Ekkert ákveðið varðandi framboð: „Ég er í tveimur flokkum“ Hálka þegar bíll valt í Biskupstungum Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli 270 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Ástandið á bráðamóttökunni sýni viðkæmni kerfisins Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Hryðjuverkaárás í Ástralíu og ástand í heilbrigðiskerfinu Sanna segir frá nýju framboði Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Sjá meira