Myrkvuð mótmæli í borgum Þýskalands Guðsteinn Bjarnason skrifar 7. janúar 2015 11:15 Á mánudagskvöldið, þegar boðað var til mótmæla gegn „íslamsvæðingu“, var ákveðið að Kölnardómkirkjan yrði ekki upplýst eins og venjulega. fréttablaðið/AP Á mánudagskvöldið mættu átján þúsund manns til mótmælasamkomu í Dresden, sem boðað var til af samtökunum PEGIDA sem berjast gegn „íslamsvæðingu Vesturlanda“. Þetta var í ellefta sinn síðan í október sem efnt var til mótmæla af þessu tagi á mánudagskvöldum í Dresden. Þátttakendur hafa aldrei verið fleiri. Um þrjú þúsund manns mættu hins vegar á sama tíma til mótmælafundar í Dresden gegn PEGIDA. Í fleiri borgum Þýskalands var einnig efnt til mótmælafunda beggja fylkinga, og voru andstæðingar PEGIDA þar miklu fleiri. Í Berlín létu aðeins nokkur hundruð manns sjá sig á mótmælafundi PEGIDA-samtakanna, en nærri sex þúsund mættu til að mótmæla málflutningi þeirra. Þúsundir manna mótmæltu einnig PEGIDA í Köln, Dresden og Stuttgart, en sárafáir létu þar sjá sig til að sýna samstöðu með PEGIDA. Alls er talið að á mánudagskvöldið hafi vel yfir tuttugu þúsund manns tekið þátt í mótmælum í borgum Þýskalands gegn þeirri múslimahræðslu sem PEGIDA stendur fyrir. Einungis í Dresden drógu mótmæli PEGIDA-samtakanna sjálfra að sér umtalsverðan fjölda fólks. Víða var einnig gripið til táknrænna aðgerða til að lýsa yfir andstöðu við múslimahræðslu PEGIDA-samtakanna. Þannig ákváðu kirkjuyfirvöld í Köln að hafa dómkirkjuna þar ekki upplýsta, eins og venja er á kvöldin, heldur grúfði myrkur yfir henni á meðan mótmælafundurinn stóð yfir. Í Dresden voru einnig öll ljós slökkt í Semper-óperunni og glerhöll Volkswagen-fyrirtækisins á meðan á mótmælum PEGIDA stóð. „Volkswagen styður opið, frjálst og lýðræðislegt samfélag,“ sagði í tilkynningu frá fyrirtækinu. Þótt forsvarsmenn PEGIDA fullyrði að samtökin ali hvorki á öfgum né fordómum, þá hafa nýnasistar og aðrir hægri þjóðernissinnar tekið boðskap hennar fagnandi og fjölmennt til mótmælafundanna í Dresden. Í stefnuyfirlýsingu samtakanna er reynt að draga sem mest úr nýnasísku yfirbragði, meðal annars með því að lýsa yfir stuðningi við flóttamenn og mannréttindi. En þegar lengra er lesið í stefnuskránni koma í ljós fullyrðingar um að verja þurfi hina gyðing-kristnu menningu Vesturlanda, og sérstaklega er þar varað við róttæklingum, haturspredikurum og siðareglum múslima. Flóttamenn Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi Innlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Fleiri fréttir Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Síðustu ellefu ár þau hlýjustu í mælingasögunni 32 látnir eftir að krani féll á lest í Taílandi Rannsaka ásakanir á hendur Iglesias Sautján prósent Bandaríkjamanna styðja innlimun Grænlands Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Tveir látnir eftir árekstur strætisvagna Reyna að tala Trump til og óttast afleiðingar árása Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Mengunarreglur taka ekki lengur tillit til dauðsfalla og heilsu Starmer boðið sæti í „friðarstjórn“ Trump Trump segir Nielsen í vondum málum Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Trump sýndi verkamanni puttann Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur „Við veljum Danmörku“ Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Sjá meira
Á mánudagskvöldið mættu átján þúsund manns til mótmælasamkomu í Dresden, sem boðað var til af samtökunum PEGIDA sem berjast gegn „íslamsvæðingu Vesturlanda“. Þetta var í ellefta sinn síðan í október sem efnt var til mótmæla af þessu tagi á mánudagskvöldum í Dresden. Þátttakendur hafa aldrei verið fleiri. Um þrjú þúsund manns mættu hins vegar á sama tíma til mótmælafundar í Dresden gegn PEGIDA. Í fleiri borgum Þýskalands var einnig efnt til mótmælafunda beggja fylkinga, og voru andstæðingar PEGIDA þar miklu fleiri. Í Berlín létu aðeins nokkur hundruð manns sjá sig á mótmælafundi PEGIDA-samtakanna, en nærri sex þúsund mættu til að mótmæla málflutningi þeirra. Þúsundir manna mótmæltu einnig PEGIDA í Köln, Dresden og Stuttgart, en sárafáir létu þar sjá sig til að sýna samstöðu með PEGIDA. Alls er talið að á mánudagskvöldið hafi vel yfir tuttugu þúsund manns tekið þátt í mótmælum í borgum Þýskalands gegn þeirri múslimahræðslu sem PEGIDA stendur fyrir. Einungis í Dresden drógu mótmæli PEGIDA-samtakanna sjálfra að sér umtalsverðan fjölda fólks. Víða var einnig gripið til táknrænna aðgerða til að lýsa yfir andstöðu við múslimahræðslu PEGIDA-samtakanna. Þannig ákváðu kirkjuyfirvöld í Köln að hafa dómkirkjuna þar ekki upplýsta, eins og venja er á kvöldin, heldur grúfði myrkur yfir henni á meðan mótmælafundurinn stóð yfir. Í Dresden voru einnig öll ljós slökkt í Semper-óperunni og glerhöll Volkswagen-fyrirtækisins á meðan á mótmælum PEGIDA stóð. „Volkswagen styður opið, frjálst og lýðræðislegt samfélag,“ sagði í tilkynningu frá fyrirtækinu. Þótt forsvarsmenn PEGIDA fullyrði að samtökin ali hvorki á öfgum né fordómum, þá hafa nýnasistar og aðrir hægri þjóðernissinnar tekið boðskap hennar fagnandi og fjölmennt til mótmælafundanna í Dresden. Í stefnuyfirlýsingu samtakanna er reynt að draga sem mest úr nýnasísku yfirbragði, meðal annars með því að lýsa yfir stuðningi við flóttamenn og mannréttindi. En þegar lengra er lesið í stefnuskránni koma í ljós fullyrðingar um að verja þurfi hina gyðing-kristnu menningu Vesturlanda, og sérstaklega er þar varað við róttæklingum, haturspredikurum og siðareglum múslima.
Flóttamenn Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi Innlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Fleiri fréttir Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Síðustu ellefu ár þau hlýjustu í mælingasögunni 32 látnir eftir að krani féll á lest í Taílandi Rannsaka ásakanir á hendur Iglesias Sautján prósent Bandaríkjamanna styðja innlimun Grænlands Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Tveir látnir eftir árekstur strætisvagna Reyna að tala Trump til og óttast afleiðingar árása Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Mengunarreglur taka ekki lengur tillit til dauðsfalla og heilsu Starmer boðið sæti í „friðarstjórn“ Trump Trump segir Nielsen í vondum málum Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Trump sýndi verkamanni puttann Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur „Við veljum Danmörku“ Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Sjá meira