Sannfærð um kosningasigur Guðsteinn Bjarnason skrifar 10. nóvember 2015 06:00 Stuðningsmenn Aung San Suu Kyi fögnuðu ákaft í gær, þótt endanlegar tölur væru ekki komnar. Nordicphotos/AFP Stórsigur Lýðræðisfylkingarinnar í Búrma, sem einnig er nefnt Mjanmar, virtist í gær nokkuð augljós, þótt enn væri ekki búið að birta tölur úr öllum kjördæmum. Kjörstjórn fór sér hægt í gær og birti tölurnar í smáum skömmtum með nokkurra klukkutíma millibili. Haldi þessi hægagangur áfram liggja endanleg úrslit ekki fyrir fyrr en eftir nokkra daga. „Við fengum yfir 70 prósent á landsvísu,“ fullyrti U Win Htein, einn af forystumönnum Lýðræðisfylkingarinnar, þrátt fyrir að úrslitin væru ekki í höfn. „Við getum sagt þetta vera stórsigur.“ Nóbelsverðlaunahafinn Aung San Suu Kyi, leiðtogi flokksins, fengi þar með tækifæri til þess að gera miklar breytingar á stjórnmálum í Búrma, en hún hefur áratugum saman barist fyrir lýðræðisumbótum í þessu einangraða herstjórnarríki. Sjálf fór hún varlega í yfirlýsingarnar í gær, en sagði kjósendur vera búna að átta sig á úrslitunum: „Þeir sem tapa þurfa að takast á við tapið af hugrekki og stillingu, en sigurvegarinn þarf að sýna auðmýkt og göfuglyndi.“ Síðdegis í gær lá fyrir að Lýðræðisfylkingin hafði fengið langflest þingsætin í þeim kjördæmum, sem búið var að telja í – eða 50 þingsæti af 52. Einungis tvö komu í hlut stjórnarflokksins, sem nýtur stuðnings hersins. Kosið var um 330 þingsæti af 440 í neðri deild þingsins og 168 af 224 sætum í efri deildinni. Ekki er því kosið um 25 prósent þingsætanna, sem sjálfkrafa koma í hlut hersins. Þetta þýðir líka að Lýðræðisfylkingin þarf að fá 67 prósent þeirra þingsæta, sem kosið er um, til að ná meirihluta og þar með geta tekið við stjórn landsins af herforingjastjórninni, sem hefur ráðið þar áratugum saman. Mikil óvissa ríkir hins vegar um framhaldið, hvort sem herinn missir meirihlutann eða ekki. Mest lesið Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Erlent „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Innlent „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Innlent Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Innlent Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Innlent Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Erlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Innlent Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Erlent Fleiri fréttir Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Leiddi fordæmalausa bænastund á Musterishæð Eldur í olíugeymslu í Sochi eftir drónaárás Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Maxwell flutt í þægilegra fangelsi Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa „Clinton áætlunin“ líklega tilbúningur rússneskra njósnara „Ekki taka. Endurheimta. Þetta er okkar“ Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Bukele ryður leiðina að einræði í El Salvador Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Hvatti ríki til að stuðla að stjórnarskiptum í Rússlandi Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Leynilega geimfarið sent á sporbraut í áttunda sinn Samþykkja ný lög um spillingarrannsóknir eftir mótmæli Múhameð eykur forskotið og enginn nefndur Keir Gera miklar breytingar á kjördæmum Texas, að beiðni Trumps Suðureyjargöng skilyrt hækkun eftirlaunaaldurs Kínverjar leita leiða til að granda gervihnöttum Musks Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Létu sprengjum rigna á Kænugarð Segja 30 hafa látist í skotárás Ísraelshers við dreifingu neyðargagna Kanada í hóp þeirra sem hyggjast viðurkenna sjálfstæði Palestínu Sjá meira
Stórsigur Lýðræðisfylkingarinnar í Búrma, sem einnig er nefnt Mjanmar, virtist í gær nokkuð augljós, þótt enn væri ekki búið að birta tölur úr öllum kjördæmum. Kjörstjórn fór sér hægt í gær og birti tölurnar í smáum skömmtum með nokkurra klukkutíma millibili. Haldi þessi hægagangur áfram liggja endanleg úrslit ekki fyrir fyrr en eftir nokkra daga. „Við fengum yfir 70 prósent á landsvísu,“ fullyrti U Win Htein, einn af forystumönnum Lýðræðisfylkingarinnar, þrátt fyrir að úrslitin væru ekki í höfn. „Við getum sagt þetta vera stórsigur.“ Nóbelsverðlaunahafinn Aung San Suu Kyi, leiðtogi flokksins, fengi þar með tækifæri til þess að gera miklar breytingar á stjórnmálum í Búrma, en hún hefur áratugum saman barist fyrir lýðræðisumbótum í þessu einangraða herstjórnarríki. Sjálf fór hún varlega í yfirlýsingarnar í gær, en sagði kjósendur vera búna að átta sig á úrslitunum: „Þeir sem tapa þurfa að takast á við tapið af hugrekki og stillingu, en sigurvegarinn þarf að sýna auðmýkt og göfuglyndi.“ Síðdegis í gær lá fyrir að Lýðræðisfylkingin hafði fengið langflest þingsætin í þeim kjördæmum, sem búið var að telja í – eða 50 þingsæti af 52. Einungis tvö komu í hlut stjórnarflokksins, sem nýtur stuðnings hersins. Kosið var um 330 þingsæti af 440 í neðri deild þingsins og 168 af 224 sætum í efri deildinni. Ekki er því kosið um 25 prósent þingsætanna, sem sjálfkrafa koma í hlut hersins. Þetta þýðir líka að Lýðræðisfylkingin þarf að fá 67 prósent þeirra þingsæta, sem kosið er um, til að ná meirihluta og þar með geta tekið við stjórn landsins af herforingjastjórninni, sem hefur ráðið þar áratugum saman. Mikil óvissa ríkir hins vegar um framhaldið, hvort sem herinn missir meirihlutann eða ekki.
Mest lesið Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Erlent „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Innlent „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Innlent Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Innlent Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Innlent Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Erlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Innlent Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Erlent Fleiri fréttir Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Leiddi fordæmalausa bænastund á Musterishæð Eldur í olíugeymslu í Sochi eftir drónaárás Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Maxwell flutt í þægilegra fangelsi Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa „Clinton áætlunin“ líklega tilbúningur rússneskra njósnara „Ekki taka. Endurheimta. Þetta er okkar“ Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Bukele ryður leiðina að einræði í El Salvador Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Hvatti ríki til að stuðla að stjórnarskiptum í Rússlandi Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Leynilega geimfarið sent á sporbraut í áttunda sinn Samþykkja ný lög um spillingarrannsóknir eftir mótmæli Múhameð eykur forskotið og enginn nefndur Keir Gera miklar breytingar á kjördæmum Texas, að beiðni Trumps Suðureyjargöng skilyrt hækkun eftirlaunaaldurs Kínverjar leita leiða til að granda gervihnöttum Musks Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Létu sprengjum rigna á Kænugarð Segja 30 hafa látist í skotárás Ísraelshers við dreifingu neyðargagna Kanada í hóp þeirra sem hyggjast viðurkenna sjálfstæði Palestínu Sjá meira