Sannfærð um kosningasigur Guðsteinn Bjarnason skrifar 10. nóvember 2015 06:00 Stuðningsmenn Aung San Suu Kyi fögnuðu ákaft í gær, þótt endanlegar tölur væru ekki komnar. Nordicphotos/AFP Stórsigur Lýðræðisfylkingarinnar í Búrma, sem einnig er nefnt Mjanmar, virtist í gær nokkuð augljós, þótt enn væri ekki búið að birta tölur úr öllum kjördæmum. Kjörstjórn fór sér hægt í gær og birti tölurnar í smáum skömmtum með nokkurra klukkutíma millibili. Haldi þessi hægagangur áfram liggja endanleg úrslit ekki fyrir fyrr en eftir nokkra daga. „Við fengum yfir 70 prósent á landsvísu,“ fullyrti U Win Htein, einn af forystumönnum Lýðræðisfylkingarinnar, þrátt fyrir að úrslitin væru ekki í höfn. „Við getum sagt þetta vera stórsigur.“ Nóbelsverðlaunahafinn Aung San Suu Kyi, leiðtogi flokksins, fengi þar með tækifæri til þess að gera miklar breytingar á stjórnmálum í Búrma, en hún hefur áratugum saman barist fyrir lýðræðisumbótum í þessu einangraða herstjórnarríki. Sjálf fór hún varlega í yfirlýsingarnar í gær, en sagði kjósendur vera búna að átta sig á úrslitunum: „Þeir sem tapa þurfa að takast á við tapið af hugrekki og stillingu, en sigurvegarinn þarf að sýna auðmýkt og göfuglyndi.“ Síðdegis í gær lá fyrir að Lýðræðisfylkingin hafði fengið langflest þingsætin í þeim kjördæmum, sem búið var að telja í – eða 50 þingsæti af 52. Einungis tvö komu í hlut stjórnarflokksins, sem nýtur stuðnings hersins. Kosið var um 330 þingsæti af 440 í neðri deild þingsins og 168 af 224 sætum í efri deildinni. Ekki er því kosið um 25 prósent þingsætanna, sem sjálfkrafa koma í hlut hersins. Þetta þýðir líka að Lýðræðisfylkingin þarf að fá 67 prósent þeirra þingsæta, sem kosið er um, til að ná meirihluta og þar með geta tekið við stjórn landsins af herforingjastjórninni, sem hefur ráðið þar áratugum saman. Mikil óvissa ríkir hins vegar um framhaldið, hvort sem herinn missir meirihlutann eða ekki. Mest lesið „Eftir þetta getur enginn treyst honum“ Erlent Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Innlent „Enda ekki í nokkru einasta ástandi til að vera meðal fólks“ Innlent Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Innlent Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Innlent „Það átti að taka mig í karphúsið“ Innlent Biður Dóru Björt afsökunar eftir deilur um vetrarþjónustu Innlent Árásarmaðurinn svartklæddi reyndist vera ættingi Innlent Vandræðagangur með skilaboð á versta tíma fyrir Heiðu Innlent Tugþúsundir mótmæltu ICE Erlent Fleiri fréttir „Eftir þetta getur enginn treyst honum“ Tugþúsundir mótmæltu ICE Funda um frið í skugga banvænna árása næturinnar Ungur drengur látinn eftir hákarlaárás Grinch siglt til hafnar í Marseille Ólympíufarinn eftirlýsti gómaður eftir áratug á flótta Bein útsending: Þorgerður ávarpar mannréttindaráðið vegna Íran Viðurkenna loks, fyrir mistök, að Úkraínumenn hafi sökkt Moskvu Repúblikanar leita aftur á náðir Musks Leysir upp þingið og boðar til kosninga í Japan Sex særðir eftir hnífaárás á mótmælum í Antwerpen Rússar, Úkraínumenn og Bandaríkjamenn funda í fyrsta sinn við sama borð Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka „Við getum gert það sem við viljum“ Viti ekki hvað er í samningi NATO sem semji ekki fyrir hönd Grænlands Frakkar riðu á vaðið og tóku skuggaskip Rússa Sendi Evrópu tóninn: „Þú mótar ekki nýja heimsmynd með eintómum orðum“ Draumur Trumps um „Rivíeru Mið-Austurlanda“ lifir enn Samkomulagið sem ekkert samkomulag er um Drógu mann út á nærbuxunum sem hafði ekkert til saka unnið Trump kynnti friðarráðið Sýknaður af ásökunum um aðgerðaleysi þegar nítján börn dóu Rutte samdi ekki við Trump fyrir hönd danska konungsríkisins Handtóku fimm ára dreng og föður hans og sendu til Texas Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands „Ramma framtíðarsamkomulags“ náð um Grænland og hætt við tolla Var á ráðstefnunni í Davos: „Fólk andaði kannski aðeins léttar“ X fyllist af gríni um Ísland/Grænland Þessi hönd er um sjötíu þúsund ára gömul Verði að eignast þetta „stóra fallega stykki af ís“ Sjá meira
Stórsigur Lýðræðisfylkingarinnar í Búrma, sem einnig er nefnt Mjanmar, virtist í gær nokkuð augljós, þótt enn væri ekki búið að birta tölur úr öllum kjördæmum. Kjörstjórn fór sér hægt í gær og birti tölurnar í smáum skömmtum með nokkurra klukkutíma millibili. Haldi þessi hægagangur áfram liggja endanleg úrslit ekki fyrir fyrr en eftir nokkra daga. „Við fengum yfir 70 prósent á landsvísu,“ fullyrti U Win Htein, einn af forystumönnum Lýðræðisfylkingarinnar, þrátt fyrir að úrslitin væru ekki í höfn. „Við getum sagt þetta vera stórsigur.“ Nóbelsverðlaunahafinn Aung San Suu Kyi, leiðtogi flokksins, fengi þar með tækifæri til þess að gera miklar breytingar á stjórnmálum í Búrma, en hún hefur áratugum saman barist fyrir lýðræðisumbótum í þessu einangraða herstjórnarríki. Sjálf fór hún varlega í yfirlýsingarnar í gær, en sagði kjósendur vera búna að átta sig á úrslitunum: „Þeir sem tapa þurfa að takast á við tapið af hugrekki og stillingu, en sigurvegarinn þarf að sýna auðmýkt og göfuglyndi.“ Síðdegis í gær lá fyrir að Lýðræðisfylkingin hafði fengið langflest þingsætin í þeim kjördæmum, sem búið var að telja í – eða 50 þingsæti af 52. Einungis tvö komu í hlut stjórnarflokksins, sem nýtur stuðnings hersins. Kosið var um 330 þingsæti af 440 í neðri deild þingsins og 168 af 224 sætum í efri deildinni. Ekki er því kosið um 25 prósent þingsætanna, sem sjálfkrafa koma í hlut hersins. Þetta þýðir líka að Lýðræðisfylkingin þarf að fá 67 prósent þeirra þingsæta, sem kosið er um, til að ná meirihluta og þar með geta tekið við stjórn landsins af herforingjastjórninni, sem hefur ráðið þar áratugum saman. Mikil óvissa ríkir hins vegar um framhaldið, hvort sem herinn missir meirihlutann eða ekki.
Mest lesið „Eftir þetta getur enginn treyst honum“ Erlent Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Innlent „Enda ekki í nokkru einasta ástandi til að vera meðal fólks“ Innlent Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Innlent Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Innlent „Það átti að taka mig í karphúsið“ Innlent Biður Dóru Björt afsökunar eftir deilur um vetrarþjónustu Innlent Árásarmaðurinn svartklæddi reyndist vera ættingi Innlent Vandræðagangur með skilaboð á versta tíma fyrir Heiðu Innlent Tugþúsundir mótmæltu ICE Erlent Fleiri fréttir „Eftir þetta getur enginn treyst honum“ Tugþúsundir mótmæltu ICE Funda um frið í skugga banvænna árása næturinnar Ungur drengur látinn eftir hákarlaárás Grinch siglt til hafnar í Marseille Ólympíufarinn eftirlýsti gómaður eftir áratug á flótta Bein útsending: Þorgerður ávarpar mannréttindaráðið vegna Íran Viðurkenna loks, fyrir mistök, að Úkraínumenn hafi sökkt Moskvu Repúblikanar leita aftur á náðir Musks Leysir upp þingið og boðar til kosninga í Japan Sex særðir eftir hnífaárás á mótmælum í Antwerpen Rússar, Úkraínumenn og Bandaríkjamenn funda í fyrsta sinn við sama borð Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka „Við getum gert það sem við viljum“ Viti ekki hvað er í samningi NATO sem semji ekki fyrir hönd Grænlands Frakkar riðu á vaðið og tóku skuggaskip Rússa Sendi Evrópu tóninn: „Þú mótar ekki nýja heimsmynd með eintómum orðum“ Draumur Trumps um „Rivíeru Mið-Austurlanda“ lifir enn Samkomulagið sem ekkert samkomulag er um Drógu mann út á nærbuxunum sem hafði ekkert til saka unnið Trump kynnti friðarráðið Sýknaður af ásökunum um aðgerðaleysi þegar nítján börn dóu Rutte samdi ekki við Trump fyrir hönd danska konungsríkisins Handtóku fimm ára dreng og föður hans og sendu til Texas Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands „Ramma framtíðarsamkomulags“ náð um Grænland og hætt við tolla Var á ráðstefnunni í Davos: „Fólk andaði kannski aðeins léttar“ X fyllist af gríni um Ísland/Grænland Þessi hönd er um sjötíu þúsund ára gömul Verði að eignast þetta „stóra fallega stykki af ís“ Sjá meira