Ekki gert ráð fyrir aukinni þjónustu á Landsspítala Heimir Már Pétursson skrifar 10. nóvember 2015 13:30 Fyrrverandi fjármálaráðherra gagnrýnir að í fjáraukalögum sé gert ráð fyrir greiðslum vegna aukinnar þjónustu sérgreinalækna á einkastofum en ekki sé gert ráð fyrir að magnaukningu í þjónustu á Landsspítalanum. Fyrstu umræðu um frumvarp til fjáraukalaga fyrir þetta ár verður framhaldið á Alþingi í dag. Oddný G. Harðardóttir fulltrúi Samfylkingarinnar í fjárlaganefnd og fyrrverandi fjármálaráðherra gagnrýnir stjórnarflokkana fyrir óvandaða áætlanagerð. Þeir séu að nýta fjáraukalögin með öðrum hætti en lög geri ráð fyrir. „Því í fjárauka á aðeins að vera það sem er ófyrirséð og ekki var hægt að sjá fyrir þegar fjárlagafrumvarpið var samþykkt. En En hér er verið að biðja um fjármagn í liði sem voru fullkomlega fyrirséðir. Eins og í vegi vegna aukins ferðamannastraums og í fjárfestingasjóð ferðamannastaða,“ segir Oddný. En gert er ráð fyrir í fjáraukalagafrumvarpinu fyrir þetta ár að bæta einum milljarði króna til uppbyggingar ferðamannastaða. Oddný segir hins vegar algerlega óleyst hvernig eigi að fjármagna uppbyggingu ferðamannastaða til framtíðar. „Það er ekki búið og stjórnarmeirihlutinn felldi tillögu minnihlutans um hvernig hægt væri að leysa þetta mál. Og í fjárlagafrumvarpi fyrir árið 2016 er stjórn þessara mála í algerri upplausn eins og hún hefur verið hjá þessari ríkisstjórn,“ segir Oddný. Þá segir Oddný að einum milljarði króna sé bætt á útgjaldahlið fjárlaga til Sjúkratrygginga Íslands vegna framlaga til sérgreinalækna sem starfi á einkastofum vegna kjarasamnings þeirra. Minnihlutinn hafi séð þetta fyrir við gerð fjárlaga en í fjárlagafrumvarpinu hafi verið gert ráð fyrir að þessi umframkostnaður yrði greiddur af sjúklingum. Hins vegar gildi ekki það sama um Landsspítalann þar sem ekki sé gert ráð fyrir neinni aukingu á næsta ári í fjölda aðgerða eða annarri þjónustu spítalans. „Í samningum við sérgreinalækna er gert ráð fyrir magnaukningu og tekið tillit til aldursskiptingar þjóðarinnar. En það er ekki gert þegar Landsspítalanum er skammtað fé,“ segir fjármálaráðherrann fyrrverandi. Þá gagnrýnir Oddný slæma áætlanagerð varðandi arðgreiðslur frá Landsbanakanum en þær eru mun meiri en gert var ráðfyrir í fjárlögum. Þannig að stærsti hluti tekjubata ríkissjóðs upp á 17 milljarða á þessu ári komi til vegna arðgreiðslu frá Landsbankanum. „Þegar við erum að skoða útgjöldin og það er verið að krefjast frekari framlaga til heilbrigðiskerfis, menntakerfis og svo framvegis, segja stjórnvöld að við eigum ekki peningana. Síðan er ákveðið í febrúar að greiða út margfaldan þennan arð sem áætlaður hafði verið (í desember),“ segir Oddný G. Harðardóttir. Alþingi Mest lesið „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Erlent Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Innlent Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show Erlent Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Erlent „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Innlent Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Innlent Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Erlent Að minnsta kosti 25 börn seld frá Indónesíu til Singapúr Erlent Spá þoku fyrir norðan og austan Veður Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Innlent Fleiri fréttir Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Grindavík opin fyrir almenning á nýjan leik Ferðamenn streyma í Hrísey alla daga vikunnar Tilkynnt um þjófnað í fjórum verslunum Boða tvíhliða varnarsamning við Evrópusambandið Mótmæli, sviknir strandveiðimenn og hættulegar falsaðar töflur Von der Leyen segir aðildarumsókn Íslands enn gilda Þriggja bíla árekstur á Hringbraut Strandveiðum er lokið í sumar Í beinni: Blaðamannafundur Kristrúnar og von der Leyen Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Gosið lifir enn og mengun norður í landi Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Grindvíkingar setja þrýsting á lögreglustjóra Háskólinn fær 200 milljónir vegna vatnslekans Telur stuðning við ESB-viðræður til staðar Telur enga leið til þess að lengja strandveiðitímabilið Flutti tæp þrjú kíló af kókaíni til landsins og fær tvö ár Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Strandveiðar færast frá Viðreisn til Flokks fólksins Myndir: Flugu til Þórsmerkur og Grindavíkur Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu „Annars lítur þetta ekki mjög vel út fyrir þær“ „Sýnið nú kjark og dug og gerið þetta almennilega“ Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Staðan á gosinu og óánægja með lokanir í Grindavík Sjá meira
Fyrrverandi fjármálaráðherra gagnrýnir að í fjáraukalögum sé gert ráð fyrir greiðslum vegna aukinnar þjónustu sérgreinalækna á einkastofum en ekki sé gert ráð fyrir að magnaukningu í þjónustu á Landsspítalanum. Fyrstu umræðu um frumvarp til fjáraukalaga fyrir þetta ár verður framhaldið á Alþingi í dag. Oddný G. Harðardóttir fulltrúi Samfylkingarinnar í fjárlaganefnd og fyrrverandi fjármálaráðherra gagnrýnir stjórnarflokkana fyrir óvandaða áætlanagerð. Þeir séu að nýta fjáraukalögin með öðrum hætti en lög geri ráð fyrir. „Því í fjárauka á aðeins að vera það sem er ófyrirséð og ekki var hægt að sjá fyrir þegar fjárlagafrumvarpið var samþykkt. En En hér er verið að biðja um fjármagn í liði sem voru fullkomlega fyrirséðir. Eins og í vegi vegna aukins ferðamannastraums og í fjárfestingasjóð ferðamannastaða,“ segir Oddný. En gert er ráð fyrir í fjáraukalagafrumvarpinu fyrir þetta ár að bæta einum milljarði króna til uppbyggingar ferðamannastaða. Oddný segir hins vegar algerlega óleyst hvernig eigi að fjármagna uppbyggingu ferðamannastaða til framtíðar. „Það er ekki búið og stjórnarmeirihlutinn felldi tillögu minnihlutans um hvernig hægt væri að leysa þetta mál. Og í fjárlagafrumvarpi fyrir árið 2016 er stjórn þessara mála í algerri upplausn eins og hún hefur verið hjá þessari ríkisstjórn,“ segir Oddný. Þá segir Oddný að einum milljarði króna sé bætt á útgjaldahlið fjárlaga til Sjúkratrygginga Íslands vegna framlaga til sérgreinalækna sem starfi á einkastofum vegna kjarasamnings þeirra. Minnihlutinn hafi séð þetta fyrir við gerð fjárlaga en í fjárlagafrumvarpinu hafi verið gert ráð fyrir að þessi umframkostnaður yrði greiddur af sjúklingum. Hins vegar gildi ekki það sama um Landsspítalann þar sem ekki sé gert ráð fyrir neinni aukingu á næsta ári í fjölda aðgerða eða annarri þjónustu spítalans. „Í samningum við sérgreinalækna er gert ráð fyrir magnaukningu og tekið tillit til aldursskiptingar þjóðarinnar. En það er ekki gert þegar Landsspítalanum er skammtað fé,“ segir fjármálaráðherrann fyrrverandi. Þá gagnrýnir Oddný slæma áætlanagerð varðandi arðgreiðslur frá Landsbanakanum en þær eru mun meiri en gert var ráðfyrir í fjárlögum. Þannig að stærsti hluti tekjubata ríkissjóðs upp á 17 milljarða á þessu ári komi til vegna arðgreiðslu frá Landsbankanum. „Þegar við erum að skoða útgjöldin og það er verið að krefjast frekari framlaga til heilbrigðiskerfis, menntakerfis og svo framvegis, segja stjórnvöld að við eigum ekki peningana. Síðan er ákveðið í febrúar að greiða út margfaldan þennan arð sem áætlaður hafði verið (í desember),“ segir Oddný G. Harðardóttir.
Alþingi Mest lesið „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Erlent Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Innlent Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show Erlent Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Erlent „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Innlent Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Innlent Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Erlent Að minnsta kosti 25 börn seld frá Indónesíu til Singapúr Erlent Spá þoku fyrir norðan og austan Veður Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Innlent Fleiri fréttir Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Grindavík opin fyrir almenning á nýjan leik Ferðamenn streyma í Hrísey alla daga vikunnar Tilkynnt um þjófnað í fjórum verslunum Boða tvíhliða varnarsamning við Evrópusambandið Mótmæli, sviknir strandveiðimenn og hættulegar falsaðar töflur Von der Leyen segir aðildarumsókn Íslands enn gilda Þriggja bíla árekstur á Hringbraut Strandveiðum er lokið í sumar Í beinni: Blaðamannafundur Kristrúnar og von der Leyen Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Gosið lifir enn og mengun norður í landi Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Grindvíkingar setja þrýsting á lögreglustjóra Háskólinn fær 200 milljónir vegna vatnslekans Telur stuðning við ESB-viðræður til staðar Telur enga leið til þess að lengja strandveiðitímabilið Flutti tæp þrjú kíló af kókaíni til landsins og fær tvö ár Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Strandveiðar færast frá Viðreisn til Flokks fólksins Myndir: Flugu til Þórsmerkur og Grindavíkur Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu „Annars lítur þetta ekki mjög vel út fyrir þær“ „Sýnið nú kjark og dug og gerið þetta almennilega“ Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Staðan á gosinu og óánægja með lokanir í Grindavík Sjá meira
Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“