Parísarför borgarinnar eykur loftlagsvandann Kristján már Unnarsson skrifar 6. nóvember 2015 09:55 Haraldur Sigurðsson eldfjallafræðingur við rætur Snæfellsjökuls. Stöð 2/Arnar Halldórsson. „Losun á koltvísýring við að senda allt þetta fólk í þotum yfir hafið hefur sennilega meiri neikvæð áhrif en þau jákvæðu, sem af fundinum kemur,“ skrifar Haraldur Sigurðsson, eldfjallafræðingur í Stykkishólmi, í tilefni af frétt Eyjunnar í gær um að tólf manns muni fara út á vegum Reykjavíkurborgar á loftslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna í París í byrjun næsta mánaðar. Haraldur, sem er einn af kunnustu jarðvísindamönnum þjóðarinnar, hefur birt fjölda pistla um hnattræna hlýnun og afleiðingar hennar á heimasíðu sinni og hann spyr: „Hvaða vit hafa oddvitar borgarstjórnarflokkanna á loftslagsbreytingum yfirleitt?“ Hann segir rausnarlegt af borginni að senda tólf manns til Parísar: „Ókeypis flug, fínt hótel, kokkteill, gaman, gaman! Þeir geta gert jólainnkaupin um leið í fínustu magazínum Parísar,“ segir Haraldur. „En bíðum nú við: hvað gerist ef allar borgir jarðar með 120 þúsund íbúa og fleiri senda álíka sendinefnd til Parísar? Einn fulltrúa á hverja tíu þúsund borgara jarðar? Er pláss fyrir milljón manns á fundinum? Og svo í viðbót kemur sendinefndin frá ráðuneytunum og umhverfisstofnunum,“ segir Haraldur Sigurðsson. Í frétt Eyjunnar í gær kom fram að oddvitar allra borgarstjórnarflokkanna muni sækja ráðstefnuna, þau Dagur B. Eggertsson borgarstjóri; Sóley Tómasdóttir, forseti borgarstjórnar; S. Björn Blöndal, oddviti Bjartrar framtíðar; Halldór Auðar Svansson, oddviti Pírata; Halldór Halldórsson, oddviti Sjálfstæðisflokksins og Guðfinna Jóhanna Guðmundsdóttir, starfandi oddviti Framsóknar og flugvallarvina. Auk borgarfulltrúanna sex fari einnig út þau Hjálmar Sveinsson, borgarfulltrúi Samfylkingarinnar, og Hildur Sverrisdóttir, varaborgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, á vegum umhverfis- og skipulagsráðs borgarinnar. Þá fari einnig út á vegum borgarinnar þau Ellý Katrín Guðmundsdóttir borgarritari, Ólöf Örvarsdóttir, sviðstjóri umhverfis- og skipulagssviðs, Hrönn Hrafnsdóttir, sérfræðingur í loftslagsmálum, og Pétur Ólafsson, aðstoðarmaður borgarstjóra. Kostnaður á hvern fulltrúa vegna ferðarinnar er sagður vera um það bil 260.000 krónur og heildarkostnaður vegna ferðarinnar því 3.120.000 krónur. Loftslagsmál Mest lesið „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Innlent Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Innlent Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu Innlent Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Innlent „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Innlent Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Innlent Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Innlent Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Innlent Fleiri fréttir „Þetta er vítahringur sem að endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sindri og Védís Hervör til Kópavogsbæjar Bókhaldstækni og aukin skattheimta skýri afganginn Tæplega tíu milljarða viðsnúningur Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Stuðningsmenn Oscars mótmæltu og Kári Stefáns hættur Bein útsending: Kynna ársreikning Reykjavíkurborgar „Við gerum ekki svona við börn“ Mótmælt við ríkisstjórnarfund: „Oscar á heima hér“ Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Líkamsárásir og brotist inn í raftækjaverslun Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Sjá meira
„Losun á koltvísýring við að senda allt þetta fólk í þotum yfir hafið hefur sennilega meiri neikvæð áhrif en þau jákvæðu, sem af fundinum kemur,“ skrifar Haraldur Sigurðsson, eldfjallafræðingur í Stykkishólmi, í tilefni af frétt Eyjunnar í gær um að tólf manns muni fara út á vegum Reykjavíkurborgar á loftslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna í París í byrjun næsta mánaðar. Haraldur, sem er einn af kunnustu jarðvísindamönnum þjóðarinnar, hefur birt fjölda pistla um hnattræna hlýnun og afleiðingar hennar á heimasíðu sinni og hann spyr: „Hvaða vit hafa oddvitar borgarstjórnarflokkanna á loftslagsbreytingum yfirleitt?“ Hann segir rausnarlegt af borginni að senda tólf manns til Parísar: „Ókeypis flug, fínt hótel, kokkteill, gaman, gaman! Þeir geta gert jólainnkaupin um leið í fínustu magazínum Parísar,“ segir Haraldur. „En bíðum nú við: hvað gerist ef allar borgir jarðar með 120 þúsund íbúa og fleiri senda álíka sendinefnd til Parísar? Einn fulltrúa á hverja tíu þúsund borgara jarðar? Er pláss fyrir milljón manns á fundinum? Og svo í viðbót kemur sendinefndin frá ráðuneytunum og umhverfisstofnunum,“ segir Haraldur Sigurðsson. Í frétt Eyjunnar í gær kom fram að oddvitar allra borgarstjórnarflokkanna muni sækja ráðstefnuna, þau Dagur B. Eggertsson borgarstjóri; Sóley Tómasdóttir, forseti borgarstjórnar; S. Björn Blöndal, oddviti Bjartrar framtíðar; Halldór Auðar Svansson, oddviti Pírata; Halldór Halldórsson, oddviti Sjálfstæðisflokksins og Guðfinna Jóhanna Guðmundsdóttir, starfandi oddviti Framsóknar og flugvallarvina. Auk borgarfulltrúanna sex fari einnig út þau Hjálmar Sveinsson, borgarfulltrúi Samfylkingarinnar, og Hildur Sverrisdóttir, varaborgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, á vegum umhverfis- og skipulagsráðs borgarinnar. Þá fari einnig út á vegum borgarinnar þau Ellý Katrín Guðmundsdóttir borgarritari, Ólöf Örvarsdóttir, sviðstjóri umhverfis- og skipulagssviðs, Hrönn Hrafnsdóttir, sérfræðingur í loftslagsmálum, og Pétur Ólafsson, aðstoðarmaður borgarstjóra. Kostnaður á hvern fulltrúa vegna ferðarinnar er sagður vera um það bil 260.000 krónur og heildarkostnaður vegna ferðarinnar því 3.120.000 krónur.
Loftslagsmál Mest lesið „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Innlent Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Innlent Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu Innlent Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Innlent „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Innlent Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Innlent Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Innlent Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Innlent Fleiri fréttir „Þetta er vítahringur sem að endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sindri og Védís Hervör til Kópavogsbæjar Bókhaldstækni og aukin skattheimta skýri afganginn Tæplega tíu milljarða viðsnúningur Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Stuðningsmenn Oscars mótmæltu og Kári Stefáns hættur Bein útsending: Kynna ársreikning Reykjavíkurborgar „Við gerum ekki svona við börn“ Mótmælt við ríkisstjórnarfund: „Oscar á heima hér“ Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Líkamsárásir og brotist inn í raftækjaverslun Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Sjá meira