Putin stöðvar flug til Egyptalands Samúel Karl Ólason skrifar 6. nóvember 2015 16:00 Breskir ferðamenn hafa beðið lengi á flugvellinum í Sharm el-Sheikh. Vísir/EPA Vladimir Putin, forseti Rússlands, hefur ákveðið að stöðva allar flugferðir frá Rússlandi til Egyptalands. Ákvörðunin er tekin í kjölfar þess að farþegaflugvél fórst yfir Sinaiskaga á föstudaginn á leið frá Sharm el-Sheikh til St. Pétursborgar. 224 létu lífið. Flugferðirnar muni ekki hefjast að nýju fyrr en ljóst er hvers vegna flugvélin fórst. Hlutar vélarinnar hafa nú verið fluttir til Moskvu þar sem rannsaka á hvort að finna megi leifar af sprengiefni á þeim. Yfirvöld í Bretlandi og Bandaríkjunum hafa nú í nokkra daga haldið því fram að vélin hafi „líklega“ farist vegna sprengjuárásar. Rússar og Egyptar segja þær yfirlýsingar þó ótímabærar. Bretar höfðu stöðvað allar flugferðir til Sharm el-Sheikh, en bann Rússa nær yfir allt Egyptaland. Hundruð ferðamanna frá Bretlandi sitja nú fastir í Egyptalandi, en einhver flugferðir hafa verið farnar til Bretlands. Hins vegar mega ferðamennirnir eingöngu fara með handfarangur um borð í vélarnar og verður farangur þeirra fluttur seinna. Yfirvöld í Egyptalandi stöðvuðu þó vélarnar og ljóst er að einungis átta ferðir verða farnar í dag, en þær áttu að vera 29. Mikil reiði ríkir á flugvellinum þar sem margir hafa þurft að dúsa lengi og sjá ekki fram á að komast heim í bráð. Tengdar fréttir Telja mjög líklegt að sprengja hafi grandað rússnesku flugvélinni Bandarískir og breskir embættismenn segja að sprengja sé líklegasta orsökin fyrir hrapi flugvélar Metrojet yfir Sinai-skaga. 4. nóvember 2015 21:28 Vélin splundraðist í háloftunum Sérfræðingar segja of snemmt að segja til um nákvæmlega hvers vegna rússneska flugvélin brotlenti. 1. nóvember 2015 17:38 Allir farþegar vélarinnar létu lífið Allir þeir 224 sem voru um borð í vélinni eru látnir og flugritari vélarinnar hefur verið fundinn. 31. október 2015 14:22 Bretar hætta flugi yfir Sínaí Rússar og Egyptar segja viðbrögð Breta óþarflega harkaleg. Bíða eigi niðurstöðu rannsóknar áður en ályktanir eru dregnar um hrap farþegavélar yfir Sínaískaga um síðustu helgi. 224 fórust með flugvélinni. 6. nóvember 2015 07:00 Ólafur vottar Pútín samúð þjóðarinnar Forseti Íslands Ólafur Ragnar Grímsson hefur sent samúðarkveðjur frá sér og íslensku þjóðinni til Vladimirs Putin forseta Rússlands í kjölfar þess að rússnesk flugvél hrapaði til jarðar yfir Egyptalandi og 224 farþegar týndu lífi. 1. nóvember 2015 11:46 Mest lesið Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Innlent Veðurvaktin: Biðja fólk að halda sig heima í kvöld Veður Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Innlent Hlýni á föstudag og snjórinn geti horfið í næstu viku Veður Karlmaður lést í Bláa lóninu Innlent Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið Innlent Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Erlent Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Erlent „Alvöru“ jólasveinn gisti á Hótel Rangá Innlent Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Innlent Fleiri fréttir Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Ísraelsher gerir árás á Gasa Andstæðingar olíuleitar Norðmanna hrósa sigri þrátt fyrir tap Skipar hernum að gera árásir á Gasa Áfrýjar sakfellingu í þagnargreiðslumálinu Sakar Evrópu um stríðsæsingu Musk í samkeppni við Wikipedia Búast við hamförum vegna Melissu Van de Velde bannað að ferðast til Ástralíu til að keppa á heimsmeistaramótinu Segja Rússa elta almenna borgara með drónum Játar að hafa myrt Shinzo Abe Undirrituðu samkomulag um fágæta málma Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Réttað yfir konu sem sagðist vera Madeleine McCann Áfjáður í að bjóða sig fram aftur í trássi við stjórnarskrá Hafa fundið Cessna-vélina Elsti forseti heims endurkjörinn í skugga mótmæla Jamaíka býr sig undir öflugasta fellibyl sem þangað hefur ratað Friður forsenda þess að erlent lið verði sent til Gasa Milei vann stórsigur í Argentínu Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Newsom íhugar forsetaframboð Allt undir hjá forsetanum hárprúða Óttast blóðbað við fall síðasta vígis stjórnarhersins í Darfur Sjá meira
Vladimir Putin, forseti Rússlands, hefur ákveðið að stöðva allar flugferðir frá Rússlandi til Egyptalands. Ákvörðunin er tekin í kjölfar þess að farþegaflugvél fórst yfir Sinaiskaga á föstudaginn á leið frá Sharm el-Sheikh til St. Pétursborgar. 224 létu lífið. Flugferðirnar muni ekki hefjast að nýju fyrr en ljóst er hvers vegna flugvélin fórst. Hlutar vélarinnar hafa nú verið fluttir til Moskvu þar sem rannsaka á hvort að finna megi leifar af sprengiefni á þeim. Yfirvöld í Bretlandi og Bandaríkjunum hafa nú í nokkra daga haldið því fram að vélin hafi „líklega“ farist vegna sprengjuárásar. Rússar og Egyptar segja þær yfirlýsingar þó ótímabærar. Bretar höfðu stöðvað allar flugferðir til Sharm el-Sheikh, en bann Rússa nær yfir allt Egyptaland. Hundruð ferðamanna frá Bretlandi sitja nú fastir í Egyptalandi, en einhver flugferðir hafa verið farnar til Bretlands. Hins vegar mega ferðamennirnir eingöngu fara með handfarangur um borð í vélarnar og verður farangur þeirra fluttur seinna. Yfirvöld í Egyptalandi stöðvuðu þó vélarnar og ljóst er að einungis átta ferðir verða farnar í dag, en þær áttu að vera 29. Mikil reiði ríkir á flugvellinum þar sem margir hafa þurft að dúsa lengi og sjá ekki fram á að komast heim í bráð.
Tengdar fréttir Telja mjög líklegt að sprengja hafi grandað rússnesku flugvélinni Bandarískir og breskir embættismenn segja að sprengja sé líklegasta orsökin fyrir hrapi flugvélar Metrojet yfir Sinai-skaga. 4. nóvember 2015 21:28 Vélin splundraðist í háloftunum Sérfræðingar segja of snemmt að segja til um nákvæmlega hvers vegna rússneska flugvélin brotlenti. 1. nóvember 2015 17:38 Allir farþegar vélarinnar létu lífið Allir þeir 224 sem voru um borð í vélinni eru látnir og flugritari vélarinnar hefur verið fundinn. 31. október 2015 14:22 Bretar hætta flugi yfir Sínaí Rússar og Egyptar segja viðbrögð Breta óþarflega harkaleg. Bíða eigi niðurstöðu rannsóknar áður en ályktanir eru dregnar um hrap farþegavélar yfir Sínaískaga um síðustu helgi. 224 fórust með flugvélinni. 6. nóvember 2015 07:00 Ólafur vottar Pútín samúð þjóðarinnar Forseti Íslands Ólafur Ragnar Grímsson hefur sent samúðarkveðjur frá sér og íslensku þjóðinni til Vladimirs Putin forseta Rússlands í kjölfar þess að rússnesk flugvél hrapaði til jarðar yfir Egyptalandi og 224 farþegar týndu lífi. 1. nóvember 2015 11:46 Mest lesið Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Innlent Veðurvaktin: Biðja fólk að halda sig heima í kvöld Veður Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Innlent Hlýni á föstudag og snjórinn geti horfið í næstu viku Veður Karlmaður lést í Bláa lóninu Innlent Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið Innlent Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Erlent Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Erlent „Alvöru“ jólasveinn gisti á Hótel Rangá Innlent Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Innlent Fleiri fréttir Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Ísraelsher gerir árás á Gasa Andstæðingar olíuleitar Norðmanna hrósa sigri þrátt fyrir tap Skipar hernum að gera árásir á Gasa Áfrýjar sakfellingu í þagnargreiðslumálinu Sakar Evrópu um stríðsæsingu Musk í samkeppni við Wikipedia Búast við hamförum vegna Melissu Van de Velde bannað að ferðast til Ástralíu til að keppa á heimsmeistaramótinu Segja Rússa elta almenna borgara með drónum Játar að hafa myrt Shinzo Abe Undirrituðu samkomulag um fágæta málma Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Réttað yfir konu sem sagðist vera Madeleine McCann Áfjáður í að bjóða sig fram aftur í trássi við stjórnarskrá Hafa fundið Cessna-vélina Elsti forseti heims endurkjörinn í skugga mótmæla Jamaíka býr sig undir öflugasta fellibyl sem þangað hefur ratað Friður forsenda þess að erlent lið verði sent til Gasa Milei vann stórsigur í Argentínu Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Newsom íhugar forsetaframboð Allt undir hjá forsetanum hárprúða Óttast blóðbað við fall síðasta vígis stjórnarhersins í Darfur Sjá meira
Telja mjög líklegt að sprengja hafi grandað rússnesku flugvélinni Bandarískir og breskir embættismenn segja að sprengja sé líklegasta orsökin fyrir hrapi flugvélar Metrojet yfir Sinai-skaga. 4. nóvember 2015 21:28
Vélin splundraðist í háloftunum Sérfræðingar segja of snemmt að segja til um nákvæmlega hvers vegna rússneska flugvélin brotlenti. 1. nóvember 2015 17:38
Allir farþegar vélarinnar létu lífið Allir þeir 224 sem voru um borð í vélinni eru látnir og flugritari vélarinnar hefur verið fundinn. 31. október 2015 14:22
Bretar hætta flugi yfir Sínaí Rússar og Egyptar segja viðbrögð Breta óþarflega harkaleg. Bíða eigi niðurstöðu rannsóknar áður en ályktanir eru dregnar um hrap farþegavélar yfir Sínaískaga um síðustu helgi. 224 fórust með flugvélinni. 6. nóvember 2015 07:00
Ólafur vottar Pútín samúð þjóðarinnar Forseti Íslands Ólafur Ragnar Grímsson hefur sent samúðarkveðjur frá sér og íslensku þjóðinni til Vladimirs Putin forseta Rússlands í kjölfar þess að rússnesk flugvél hrapaði til jarðar yfir Egyptalandi og 224 farþegar týndu lífi. 1. nóvember 2015 11:46