Putin stöðvar flug til Egyptalands Samúel Karl Ólason skrifar 6. nóvember 2015 16:00 Breskir ferðamenn hafa beðið lengi á flugvellinum í Sharm el-Sheikh. Vísir/EPA Vladimir Putin, forseti Rússlands, hefur ákveðið að stöðva allar flugferðir frá Rússlandi til Egyptalands. Ákvörðunin er tekin í kjölfar þess að farþegaflugvél fórst yfir Sinaiskaga á föstudaginn á leið frá Sharm el-Sheikh til St. Pétursborgar. 224 létu lífið. Flugferðirnar muni ekki hefjast að nýju fyrr en ljóst er hvers vegna flugvélin fórst. Hlutar vélarinnar hafa nú verið fluttir til Moskvu þar sem rannsaka á hvort að finna megi leifar af sprengiefni á þeim. Yfirvöld í Bretlandi og Bandaríkjunum hafa nú í nokkra daga haldið því fram að vélin hafi „líklega“ farist vegna sprengjuárásar. Rússar og Egyptar segja þær yfirlýsingar þó ótímabærar. Bretar höfðu stöðvað allar flugferðir til Sharm el-Sheikh, en bann Rússa nær yfir allt Egyptaland. Hundruð ferðamanna frá Bretlandi sitja nú fastir í Egyptalandi, en einhver flugferðir hafa verið farnar til Bretlands. Hins vegar mega ferðamennirnir eingöngu fara með handfarangur um borð í vélarnar og verður farangur þeirra fluttur seinna. Yfirvöld í Egyptalandi stöðvuðu þó vélarnar og ljóst er að einungis átta ferðir verða farnar í dag, en þær áttu að vera 29. Mikil reiði ríkir á flugvellinum þar sem margir hafa þurft að dúsa lengi og sjá ekki fram á að komast heim í bráð. Tengdar fréttir Telja mjög líklegt að sprengja hafi grandað rússnesku flugvélinni Bandarískir og breskir embættismenn segja að sprengja sé líklegasta orsökin fyrir hrapi flugvélar Metrojet yfir Sinai-skaga. 4. nóvember 2015 21:28 Vélin splundraðist í háloftunum Sérfræðingar segja of snemmt að segja til um nákvæmlega hvers vegna rússneska flugvélin brotlenti. 1. nóvember 2015 17:38 Allir farþegar vélarinnar létu lífið Allir þeir 224 sem voru um borð í vélinni eru látnir og flugritari vélarinnar hefur verið fundinn. 31. október 2015 14:22 Bretar hætta flugi yfir Sínaí Rússar og Egyptar segja viðbrögð Breta óþarflega harkaleg. Bíða eigi niðurstöðu rannsóknar áður en ályktanir eru dregnar um hrap farþegavélar yfir Sínaískaga um síðustu helgi. 224 fórust með flugvélinni. 6. nóvember 2015 07:00 Ólafur vottar Pútín samúð þjóðarinnar Forseti Íslands Ólafur Ragnar Grímsson hefur sent samúðarkveðjur frá sér og íslensku þjóðinni til Vladimirs Putin forseta Rússlands í kjölfar þess að rússnesk flugvél hrapaði til jarðar yfir Egyptalandi og 224 farþegar týndu lífi. 1. nóvember 2015 11:46 Mest lesið „Af hverju ertu svona í framan?“ Innlent „Algjörlega alveg út í hött“ Innlent Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Erlent Umferðin færist inn á íbúðagötur Innlent Diddy í fimmtíu mánaða fangelsisvist Erlent Vann á öllum deildum leikskólans Innlent Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Innlent Göngu- og hjólabrýr yfir Elliðaár opnast Innlent Rannsaka mögulega stunguárás Innlent Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Innlent Fleiri fréttir Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Hamasliðar tilbúnir að sleppa gíslum og láta völd af hendi Hótar helvíti á jörð samþykki Hamas ekki tillögurnar Vísa frá máli á hendur skipverjum sem voru taldir hafa slitið sæstrengi „Það vill enginn spila eftir reglum sem eru samdar annars staðar“ Rekja andlát dóttur að hluta til samsæriskenninga móður Fyrsta konan sem verður erkibiskupinn af Kantaraborg Diddy í fimmtíu mánaða fangelsisvist Einn hinna látnu skotinn af lögreglu og annar særður Finna mikla nálykt frá rústunum Bein útsending: Siglt áleiðis til Gasa Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Segist breyttur maður og biðlar til dómarans Hamas liðar vilja ekki afvopnast Flugvellinum í München lokað vegna drónaumferðar Nafngreina árásarmanninn í Manchester Segist eiga í vopnuðum átökum við eiturlyfjasmyglara Árásin í Manchester skilgreind sem hryðjuverk Leiðtogafundur í Danmörku: „Rússar munu ekki stoppa fyrr en tilneyddir“ Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Afganir fagna því að vera aftur komnir í samband við umheiminn Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Jane Goodall látin Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Brýnt að koma rafmagni aftur á kjarnorkuverið „Dimmur dagur“ í sögu Slóvakíu Völdu tveggja ára stúlku sem nýja jómfrúargyðju Höfuðpaur tælingarhóps dæmdur í þrjátíu og fimm ára fangelsi Sjá meira
Vladimir Putin, forseti Rússlands, hefur ákveðið að stöðva allar flugferðir frá Rússlandi til Egyptalands. Ákvörðunin er tekin í kjölfar þess að farþegaflugvél fórst yfir Sinaiskaga á föstudaginn á leið frá Sharm el-Sheikh til St. Pétursborgar. 224 létu lífið. Flugferðirnar muni ekki hefjast að nýju fyrr en ljóst er hvers vegna flugvélin fórst. Hlutar vélarinnar hafa nú verið fluttir til Moskvu þar sem rannsaka á hvort að finna megi leifar af sprengiefni á þeim. Yfirvöld í Bretlandi og Bandaríkjunum hafa nú í nokkra daga haldið því fram að vélin hafi „líklega“ farist vegna sprengjuárásar. Rússar og Egyptar segja þær yfirlýsingar þó ótímabærar. Bretar höfðu stöðvað allar flugferðir til Sharm el-Sheikh, en bann Rússa nær yfir allt Egyptaland. Hundruð ferðamanna frá Bretlandi sitja nú fastir í Egyptalandi, en einhver flugferðir hafa verið farnar til Bretlands. Hins vegar mega ferðamennirnir eingöngu fara með handfarangur um borð í vélarnar og verður farangur þeirra fluttur seinna. Yfirvöld í Egyptalandi stöðvuðu þó vélarnar og ljóst er að einungis átta ferðir verða farnar í dag, en þær áttu að vera 29. Mikil reiði ríkir á flugvellinum þar sem margir hafa þurft að dúsa lengi og sjá ekki fram á að komast heim í bráð.
Tengdar fréttir Telja mjög líklegt að sprengja hafi grandað rússnesku flugvélinni Bandarískir og breskir embættismenn segja að sprengja sé líklegasta orsökin fyrir hrapi flugvélar Metrojet yfir Sinai-skaga. 4. nóvember 2015 21:28 Vélin splundraðist í háloftunum Sérfræðingar segja of snemmt að segja til um nákvæmlega hvers vegna rússneska flugvélin brotlenti. 1. nóvember 2015 17:38 Allir farþegar vélarinnar létu lífið Allir þeir 224 sem voru um borð í vélinni eru látnir og flugritari vélarinnar hefur verið fundinn. 31. október 2015 14:22 Bretar hætta flugi yfir Sínaí Rússar og Egyptar segja viðbrögð Breta óþarflega harkaleg. Bíða eigi niðurstöðu rannsóknar áður en ályktanir eru dregnar um hrap farþegavélar yfir Sínaískaga um síðustu helgi. 224 fórust með flugvélinni. 6. nóvember 2015 07:00 Ólafur vottar Pútín samúð þjóðarinnar Forseti Íslands Ólafur Ragnar Grímsson hefur sent samúðarkveðjur frá sér og íslensku þjóðinni til Vladimirs Putin forseta Rússlands í kjölfar þess að rússnesk flugvél hrapaði til jarðar yfir Egyptalandi og 224 farþegar týndu lífi. 1. nóvember 2015 11:46 Mest lesið „Af hverju ertu svona í framan?“ Innlent „Algjörlega alveg út í hött“ Innlent Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Erlent Umferðin færist inn á íbúðagötur Innlent Diddy í fimmtíu mánaða fangelsisvist Erlent Vann á öllum deildum leikskólans Innlent Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Innlent Göngu- og hjólabrýr yfir Elliðaár opnast Innlent Rannsaka mögulega stunguárás Innlent Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Innlent Fleiri fréttir Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Hamasliðar tilbúnir að sleppa gíslum og láta völd af hendi Hótar helvíti á jörð samþykki Hamas ekki tillögurnar Vísa frá máli á hendur skipverjum sem voru taldir hafa slitið sæstrengi „Það vill enginn spila eftir reglum sem eru samdar annars staðar“ Rekja andlát dóttur að hluta til samsæriskenninga móður Fyrsta konan sem verður erkibiskupinn af Kantaraborg Diddy í fimmtíu mánaða fangelsisvist Einn hinna látnu skotinn af lögreglu og annar særður Finna mikla nálykt frá rústunum Bein útsending: Siglt áleiðis til Gasa Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Segist breyttur maður og biðlar til dómarans Hamas liðar vilja ekki afvopnast Flugvellinum í München lokað vegna drónaumferðar Nafngreina árásarmanninn í Manchester Segist eiga í vopnuðum átökum við eiturlyfjasmyglara Árásin í Manchester skilgreind sem hryðjuverk Leiðtogafundur í Danmörku: „Rússar munu ekki stoppa fyrr en tilneyddir“ Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Afganir fagna því að vera aftur komnir í samband við umheiminn Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Jane Goodall látin Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Brýnt að koma rafmagni aftur á kjarnorkuverið „Dimmur dagur“ í sögu Slóvakíu Völdu tveggja ára stúlku sem nýja jómfrúargyðju Höfuðpaur tælingarhóps dæmdur í þrjátíu og fimm ára fangelsi Sjá meira
Telja mjög líklegt að sprengja hafi grandað rússnesku flugvélinni Bandarískir og breskir embættismenn segja að sprengja sé líklegasta orsökin fyrir hrapi flugvélar Metrojet yfir Sinai-skaga. 4. nóvember 2015 21:28
Vélin splundraðist í háloftunum Sérfræðingar segja of snemmt að segja til um nákvæmlega hvers vegna rússneska flugvélin brotlenti. 1. nóvember 2015 17:38
Allir farþegar vélarinnar létu lífið Allir þeir 224 sem voru um borð í vélinni eru látnir og flugritari vélarinnar hefur verið fundinn. 31. október 2015 14:22
Bretar hætta flugi yfir Sínaí Rússar og Egyptar segja viðbrögð Breta óþarflega harkaleg. Bíða eigi niðurstöðu rannsóknar áður en ályktanir eru dregnar um hrap farþegavélar yfir Sínaískaga um síðustu helgi. 224 fórust með flugvélinni. 6. nóvember 2015 07:00
Ólafur vottar Pútín samúð þjóðarinnar Forseti Íslands Ólafur Ragnar Grímsson hefur sent samúðarkveðjur frá sér og íslensku þjóðinni til Vladimirs Putin forseta Rússlands í kjölfar þess að rússnesk flugvél hrapaði til jarðar yfir Egyptalandi og 224 farþegar týndu lífi. 1. nóvember 2015 11:46