Chris Coleman svarar Wenger fullum hálsi Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 4. nóvember 2015 17:30 Chris Coleman fagnar með leikmönnum sínum þegar EM-sætið var í húsi hjá velska landsliðinu. Vísir/Getty Chris Coleman, þjálfari velska landsliðsins, var mjög ósáttur með ásakanir Arsene Wenger en knattspyrnustjóri Arsenal kenndi starfsliði velska landsliðsins um meiðsli Aaron Ramsey. Aaron Ramsey meiddist í Meistaradeildarleik á móti Bayern München og hefur ekki spilað síðan. Hann verður í fyrsta lagi með Arsenal eftir landsleikjahlé. Ramsey meiddist aftan í læri í Bayern-leiknum 20. október síðastliðinn og Wenger sagði ástæðuna hafa verið of mikið álag. Ramsey hafði spilað með Arsenal á móti Watford þremur dögum áður en Wenger ákvað samt að væla yfir því að velski miðjumaðurinn hafi spilað á móti Andorra í leik sem skipti litlu máli þar sem Wales var búið að tryggja sér sæti á EM. Wenger viðurkenndi að hann hafi verið að hugsa um að hvíla Ramsey á móti Watford en sagði jafnframt að leikurinn sem hann átti að hvíla hafi verið sá á móti Andorra þar sem Ramsey skoraði annað af mörkum velska landsliðsins. „Ef Wenger hefur eitthvað út mig eða mitt val að setja þá hvet ég hann til þess að hringja í mig og ég skal glaður keyra á æfingasvæði Arsenal,“ sagði Chris Coleman við Sky Sports. „Starf okkar er nógu erfitt þótt að við notum ekki tækifærið til að skjóta á hvern annan. Þetta var fyrir neðan beltisstað," sagði Chris Coleman sem gaf það um leið út að hann hafi ekki fengið neinar upplýsingar frá læknaliði Arsenal um stöðuna á Aaron Ramsey. „Ég heyrði ekki neitt frá neinum hjá Arsenal og það er ekkert annað en grænt ljós í mínum huga," sagði Coleman. „Skoðið bara það sem Wenger sagði á þessum fundi. Hann hringdi í Roy Hodgson og varaði hann við vegna stöðunnar á Theo Walcott. Hann hringdi ekki í mig. Fimm mínútna samtal hefði verið nóg. Hann hefði beðið mig um að fara varlega með Aaron og ég hefði hlýtt því. Ég fékk ekkert símtal," sagði Coleman. EM 2016 í Frakklandi Enski boltinn Tengdar fréttir Enginn hefur meiðst oftar en Wayne Rooney | Sjáið topp 20 listann Theo Walcott og Alex Oxlade-Chamberlain eru enn á ný á sjúkrabekknum hjá Arsenal en þeir eru samt hvorki leikmennirnir sem hafa meiðst oftast í ensku úrvalsdeildinni né hjá Arsenal. 30. október 2015 11:30 Wenger: Réttu leikmennirnir voru ekki í boði Arsene Wenger sagði að ástæðan fyrir því að Arsenal hefði ekki bætt við sig leikmanni undir lok félagsskiptagluggans vegna þess að enginn þeirra leikmanna sem í boði voru hefðu verið þess virði. 10. september 2015 19:00 Fimmti sigur Arsenal í röð | Sjáðu mörkin Arsenal er á miklu skriði þessar vikurnar og í dag vann liðið sinn fimmta sigur í röð í ensku úrvalsdeildinni þegar það sótti Swansea City heim. 31. október 2015 17:00 Skytturnar endurheimtu 2. sætið | Sjáðu mörkin Arsenal endurheimti 2. sætið í ensku úrvalsdeildinni með 0-3 sigri á Watford á Vicarage Road í dag. 17. október 2015 18:15 Mest lesið Koepka fyrsta stjarnan sem riftir samningi við LIV Golf Arnar Daði rekinn frá Stjörnunni en áfram þjálfari kvennaliðsins Handbolti Ótrúlegur sigur á HM: „Ég er mjög tregur svo pressan nær ekki til mín“ Sport Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City Enski boltinn Þessi tíu eru tilnefnd sem Íþróttamaður ársins 2025: 23 ára aldursmunur Sport Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Íslenski boltinn Öll höllin æpti nafn Gísla í spennutrylli Handbolti Arsenal í undanúrslit eftir vító Enski boltinn Kaupmannahafnarbúi afgreiddi Úganda Fótbolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Fleiri fréttir Arsenal í undanúrslit eftir vító Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City „Tölfræðilega séð eiga þeir ekkert að vera í þessari stöðu“ Chelsea setur sig í samband við Semenyo Jiménez jafnaði bestu vítaskyttu sögunnar Slot mun sakna Isak í tvo mánuði eftir „glórulausa tæklingu“ Sjáðu „auma“ vítið sem skilaði Fulham sigri Fulham skildi Forest eftir við fallsvæðið Áfallið staðreynd og Isak búinn í aðgerð Fagnaði titli Liverpool sem óður maður um alla borg „Allir virðast elska hann“ „Þetta mun ekki buga okkur“ Guardiola mun vigta leikmenn Man City eftir jólin „Ef þið væruð Antoine Semenyo, hvert mynduð þið fara?“ Sjáðu mörkin: Rogers sá um Manchester United Óttast að Isak hafi fótbrotnað Tvenna frá Rogers tryggði Villa sigur gegn Manchester United Fimmta sinn sem Arsenal er á toppnum um jólin: Unnu ekki titilinn í fyrstu fjögur skiptin „Viljum við að okkar verði minnst fyrir að vera skræfur?“ „Ef dómarinn hefði sinnt sínu starfi almennilega hefði Romero ekki fengið spjald“ Haaland gaf barnabarni Hareide gjöf Sjáðu mörkin úr enska: Sviptingar, sænskt þema og svakalegar tæklingar Calvert-Lewin hættir ekki að skora Gyökeres skaut Arsenal aftur á toppinn Slot fámáll um stöðuna á Isak Gleði og sorg í sigri Liverpool Dramatík er Broja reyndist hetja Burnley Haaland frábær er Manchester City komst á toppinn Andri Lucas skoraði í langþráðum sigri Blackburn Chelsea vann upp tveggja marka forskot á St James' Park Sjá meira
Chris Coleman, þjálfari velska landsliðsins, var mjög ósáttur með ásakanir Arsene Wenger en knattspyrnustjóri Arsenal kenndi starfsliði velska landsliðsins um meiðsli Aaron Ramsey. Aaron Ramsey meiddist í Meistaradeildarleik á móti Bayern München og hefur ekki spilað síðan. Hann verður í fyrsta lagi með Arsenal eftir landsleikjahlé. Ramsey meiddist aftan í læri í Bayern-leiknum 20. október síðastliðinn og Wenger sagði ástæðuna hafa verið of mikið álag. Ramsey hafði spilað með Arsenal á móti Watford þremur dögum áður en Wenger ákvað samt að væla yfir því að velski miðjumaðurinn hafi spilað á móti Andorra í leik sem skipti litlu máli þar sem Wales var búið að tryggja sér sæti á EM. Wenger viðurkenndi að hann hafi verið að hugsa um að hvíla Ramsey á móti Watford en sagði jafnframt að leikurinn sem hann átti að hvíla hafi verið sá á móti Andorra þar sem Ramsey skoraði annað af mörkum velska landsliðsins. „Ef Wenger hefur eitthvað út mig eða mitt val að setja þá hvet ég hann til þess að hringja í mig og ég skal glaður keyra á æfingasvæði Arsenal,“ sagði Chris Coleman við Sky Sports. „Starf okkar er nógu erfitt þótt að við notum ekki tækifærið til að skjóta á hvern annan. Þetta var fyrir neðan beltisstað," sagði Chris Coleman sem gaf það um leið út að hann hafi ekki fengið neinar upplýsingar frá læknaliði Arsenal um stöðuna á Aaron Ramsey. „Ég heyrði ekki neitt frá neinum hjá Arsenal og það er ekkert annað en grænt ljós í mínum huga," sagði Coleman. „Skoðið bara það sem Wenger sagði á þessum fundi. Hann hringdi í Roy Hodgson og varaði hann við vegna stöðunnar á Theo Walcott. Hann hringdi ekki í mig. Fimm mínútna samtal hefði verið nóg. Hann hefði beðið mig um að fara varlega með Aaron og ég hefði hlýtt því. Ég fékk ekkert símtal," sagði Coleman.
EM 2016 í Frakklandi Enski boltinn Tengdar fréttir Enginn hefur meiðst oftar en Wayne Rooney | Sjáið topp 20 listann Theo Walcott og Alex Oxlade-Chamberlain eru enn á ný á sjúkrabekknum hjá Arsenal en þeir eru samt hvorki leikmennirnir sem hafa meiðst oftast í ensku úrvalsdeildinni né hjá Arsenal. 30. október 2015 11:30 Wenger: Réttu leikmennirnir voru ekki í boði Arsene Wenger sagði að ástæðan fyrir því að Arsenal hefði ekki bætt við sig leikmanni undir lok félagsskiptagluggans vegna þess að enginn þeirra leikmanna sem í boði voru hefðu verið þess virði. 10. september 2015 19:00 Fimmti sigur Arsenal í röð | Sjáðu mörkin Arsenal er á miklu skriði þessar vikurnar og í dag vann liðið sinn fimmta sigur í röð í ensku úrvalsdeildinni þegar það sótti Swansea City heim. 31. október 2015 17:00 Skytturnar endurheimtu 2. sætið | Sjáðu mörkin Arsenal endurheimti 2. sætið í ensku úrvalsdeildinni með 0-3 sigri á Watford á Vicarage Road í dag. 17. október 2015 18:15 Mest lesið Koepka fyrsta stjarnan sem riftir samningi við LIV Golf Arnar Daði rekinn frá Stjörnunni en áfram þjálfari kvennaliðsins Handbolti Ótrúlegur sigur á HM: „Ég er mjög tregur svo pressan nær ekki til mín“ Sport Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City Enski boltinn Þessi tíu eru tilnefnd sem Íþróttamaður ársins 2025: 23 ára aldursmunur Sport Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Íslenski boltinn Öll höllin æpti nafn Gísla í spennutrylli Handbolti Arsenal í undanúrslit eftir vító Enski boltinn Kaupmannahafnarbúi afgreiddi Úganda Fótbolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Fleiri fréttir Arsenal í undanúrslit eftir vító Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City „Tölfræðilega séð eiga þeir ekkert að vera í þessari stöðu“ Chelsea setur sig í samband við Semenyo Jiménez jafnaði bestu vítaskyttu sögunnar Slot mun sakna Isak í tvo mánuði eftir „glórulausa tæklingu“ Sjáðu „auma“ vítið sem skilaði Fulham sigri Fulham skildi Forest eftir við fallsvæðið Áfallið staðreynd og Isak búinn í aðgerð Fagnaði titli Liverpool sem óður maður um alla borg „Allir virðast elska hann“ „Þetta mun ekki buga okkur“ Guardiola mun vigta leikmenn Man City eftir jólin „Ef þið væruð Antoine Semenyo, hvert mynduð þið fara?“ Sjáðu mörkin: Rogers sá um Manchester United Óttast að Isak hafi fótbrotnað Tvenna frá Rogers tryggði Villa sigur gegn Manchester United Fimmta sinn sem Arsenal er á toppnum um jólin: Unnu ekki titilinn í fyrstu fjögur skiptin „Viljum við að okkar verði minnst fyrir að vera skræfur?“ „Ef dómarinn hefði sinnt sínu starfi almennilega hefði Romero ekki fengið spjald“ Haaland gaf barnabarni Hareide gjöf Sjáðu mörkin úr enska: Sviptingar, sænskt þema og svakalegar tæklingar Calvert-Lewin hættir ekki að skora Gyökeres skaut Arsenal aftur á toppinn Slot fámáll um stöðuna á Isak Gleði og sorg í sigri Liverpool Dramatík er Broja reyndist hetja Burnley Haaland frábær er Manchester City komst á toppinn Andri Lucas skoraði í langþráðum sigri Blackburn Chelsea vann upp tveggja marka forskot á St James' Park Sjá meira
Enginn hefur meiðst oftar en Wayne Rooney | Sjáið topp 20 listann Theo Walcott og Alex Oxlade-Chamberlain eru enn á ný á sjúkrabekknum hjá Arsenal en þeir eru samt hvorki leikmennirnir sem hafa meiðst oftast í ensku úrvalsdeildinni né hjá Arsenal. 30. október 2015 11:30
Wenger: Réttu leikmennirnir voru ekki í boði Arsene Wenger sagði að ástæðan fyrir því að Arsenal hefði ekki bætt við sig leikmanni undir lok félagsskiptagluggans vegna þess að enginn þeirra leikmanna sem í boði voru hefðu verið þess virði. 10. september 2015 19:00
Fimmti sigur Arsenal í röð | Sjáðu mörkin Arsenal er á miklu skriði þessar vikurnar og í dag vann liðið sinn fimmta sigur í röð í ensku úrvalsdeildinni þegar það sótti Swansea City heim. 31. október 2015 17:00
Skytturnar endurheimtu 2. sætið | Sjáðu mörkin Arsenal endurheimti 2. sætið í ensku úrvalsdeildinni með 0-3 sigri á Watford á Vicarage Road í dag. 17. október 2015 18:15