Tyrkir eru sagðir fara illa með flóttafólk Guðsteinn Bjarnason skrifar 17. desember 2015 07:00 Yfirfullur bátur kemur að landi á grísku eyjunni Lesbos, eftir siglingu frá Tyrklandi. Myndin er tekin í október síðastliðnum. vísir/EPA „Með því að fá Tyrkland til þess að vera hliðvörður fyrir Evrópu gagnvart flóttamannavandanum, þá á Evrópusambandið á hættu að hafa að engu og nú hvetja til alvarlegra mannréttindabrota,” hefur BBC eftir John Dalhuisen, yfirmanni mannréttindasamtakanna Amnesty International í Evrópu og Mið-Asíu. Samtökin hafa sent frá sér skýrslu um framferði Tyrklands gagnvart flóttafólki, sem streymt hefur þangað milljónum saman undanfarin ár frá Sýrlandi og fleiri löndum. Í skýrslunni er greint frá örlögum hundruða flóttamanna, sem hafa verið handteknir í Tyrklandi, haldið þar langtímum saman í fangelsi án þess að fá að hafa nokkur samskipti við umheiminn, og í sumum tilvikum reknir aftur til ættlandsins, sem þeir voru að flýja frá. Fleiri hundruð þúsund flóttamanna hafa á síðustu misserum, og flestir á þessu ári, farið frá Tyrklandi yfir hafið til Grikklands, oft á yfirfullum gúmmíbátum eða hrörlegum skipum, og þaðan áfram til annarra Evrópuríkja. Tugir þúsunda hafa drukknað í hafinu. Í nóvember síðastliðnum gerði Evrópusambandið samning við Tyrkland, sem felur í sér að ESB greiði Tyrkjum þrjár milljónir evra til þess að bæta aðstöðu flóttafólks í Tyrklandi. Þetta er gert í von um að flóttafólkið verði frekar um kyrrt í Tyrklandi í staðinn fyrir að halda áfram til Evrópu. Amnesty fagnar þessum fjárframlögum, en varar við því að meðferð flóttafólks í Tyrklandi sé engan veginn til fyrirmyndar. Tyrknesk stjórnvöld vísa hins vegar ásökunum Amnesty alfarið á bug. Ekki einn einasti flóttamaður hafi verið þvingaður til að fara aftur til Sýrlands. Í skýrslunni segir Amnesty reyndar að þau dæmi, sem fundist hafa um illa meðferð á flóttafólki og nauðungarflutninga úr landi, stangist á við þá almennu velvild og mannúð sem tyrknesk stjórnvöld hafi sýnt flóttafólki og hælisleitendum. Flest dæmin, sem nefnd eru, eru hins vegar frá því í haust, eða frá svipuðum tíma og samningaviðræður við Evrópusambandið stóðu yfir. Því segir Amnesty vart annað hægt en að draga þá ályktun, að með þessu hafi Tyrkir verið að bregðast við kröfum frá Evrópusambandinu um að stöðva flóttafólkið, sem hefur streymt yfir hafið frá Tyrklandi til Grikklands. Flóttamenn Mest lesið Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Innlent Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Erlent Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Innlent „Hvorki dropi né snjókorn úr lofti eins langt og séð verður“ Veður Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Innlent Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Erlent Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Innlent „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Innlent Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Innlent Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Erlent Fleiri fréttir Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Saka Rússa um að ógna kjarnorkuöryggi í Evrópu Bretlandsher aðstoðar Belga vegna drónaflugs Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Aflýsa yfir þúsund flugferðum Sex drepnir í árásum á blokkir og orkuinnviði Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Bretar vilja fara „dönsku leiðina“ í innflytjendamálum Einn uppgötvenda byggingar DNA látinn Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Trump veitir Ungverjum undanþágu Skoðar að undanþiggja Ungverja viðskiptaþvingunum á Rússa Neita fregnum um að Lavrov hafi verið settur af Dæmd í fangelsi fyrir áreitið Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre „Samlokumaðurinn“ sýknaður Féll í yfirlið í skrifstofu Trumps Segjast hafa fundið vopn frá Hamas fyrir hryðjuverk í Evrópu Rannsaka hakakrossa sem voru málaðir með blóði úr manni Pútín sagður beina kúgunartækjum sínum að eigin stuðningsmönnum Flugumferðarstjórar að bugast og dregið úr ferðum innanlands Belgar kalla saman þjóðaröryggisráð vegna drónaflugs við flugvelli Tala látinna hækkar á Filippseyjum Sjá meira
„Með því að fá Tyrkland til þess að vera hliðvörður fyrir Evrópu gagnvart flóttamannavandanum, þá á Evrópusambandið á hættu að hafa að engu og nú hvetja til alvarlegra mannréttindabrota,” hefur BBC eftir John Dalhuisen, yfirmanni mannréttindasamtakanna Amnesty International í Evrópu og Mið-Asíu. Samtökin hafa sent frá sér skýrslu um framferði Tyrklands gagnvart flóttafólki, sem streymt hefur þangað milljónum saman undanfarin ár frá Sýrlandi og fleiri löndum. Í skýrslunni er greint frá örlögum hundruða flóttamanna, sem hafa verið handteknir í Tyrklandi, haldið þar langtímum saman í fangelsi án þess að fá að hafa nokkur samskipti við umheiminn, og í sumum tilvikum reknir aftur til ættlandsins, sem þeir voru að flýja frá. Fleiri hundruð þúsund flóttamanna hafa á síðustu misserum, og flestir á þessu ári, farið frá Tyrklandi yfir hafið til Grikklands, oft á yfirfullum gúmmíbátum eða hrörlegum skipum, og þaðan áfram til annarra Evrópuríkja. Tugir þúsunda hafa drukknað í hafinu. Í nóvember síðastliðnum gerði Evrópusambandið samning við Tyrkland, sem felur í sér að ESB greiði Tyrkjum þrjár milljónir evra til þess að bæta aðstöðu flóttafólks í Tyrklandi. Þetta er gert í von um að flóttafólkið verði frekar um kyrrt í Tyrklandi í staðinn fyrir að halda áfram til Evrópu. Amnesty fagnar þessum fjárframlögum, en varar við því að meðferð flóttafólks í Tyrklandi sé engan veginn til fyrirmyndar. Tyrknesk stjórnvöld vísa hins vegar ásökunum Amnesty alfarið á bug. Ekki einn einasti flóttamaður hafi verið þvingaður til að fara aftur til Sýrlands. Í skýrslunni segir Amnesty reyndar að þau dæmi, sem fundist hafa um illa meðferð á flóttafólki og nauðungarflutninga úr landi, stangist á við þá almennu velvild og mannúð sem tyrknesk stjórnvöld hafi sýnt flóttafólki og hælisleitendum. Flest dæmin, sem nefnd eru, eru hins vegar frá því í haust, eða frá svipuðum tíma og samningaviðræður við Evrópusambandið stóðu yfir. Því segir Amnesty vart annað hægt en að draga þá ályktun, að með þessu hafi Tyrkir verið að bregðast við kröfum frá Evrópusambandinu um að stöðva flóttafólkið, sem hefur streymt yfir hafið frá Tyrklandi til Grikklands.
Flóttamenn Mest lesið Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Innlent Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Erlent Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Innlent „Hvorki dropi né snjókorn úr lofti eins langt og séð verður“ Veður Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Innlent Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Erlent Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Innlent „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Innlent Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Innlent Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Erlent Fleiri fréttir Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Saka Rússa um að ógna kjarnorkuöryggi í Evrópu Bretlandsher aðstoðar Belga vegna drónaflugs Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Aflýsa yfir þúsund flugferðum Sex drepnir í árásum á blokkir og orkuinnviði Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Bretar vilja fara „dönsku leiðina“ í innflytjendamálum Einn uppgötvenda byggingar DNA látinn Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Trump veitir Ungverjum undanþágu Skoðar að undanþiggja Ungverja viðskiptaþvingunum á Rússa Neita fregnum um að Lavrov hafi verið settur af Dæmd í fangelsi fyrir áreitið Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre „Samlokumaðurinn“ sýknaður Féll í yfirlið í skrifstofu Trumps Segjast hafa fundið vopn frá Hamas fyrir hryðjuverk í Evrópu Rannsaka hakakrossa sem voru málaðir með blóði úr manni Pútín sagður beina kúgunartækjum sínum að eigin stuðningsmönnum Flugumferðarstjórar að bugast og dregið úr ferðum innanlands Belgar kalla saman þjóðaröryggisráð vegna drónaflugs við flugvelli Tala látinna hækkar á Filippseyjum Sjá meira