FH vann Fylki, 2-1, í riðli 1 í Lengjubikarnum í fótbolta í gærkvöldi og er nú með tólf stig eftir fimm leiki en Fylkir er enn á toppi riðilsins með þrettán stig.
Ásgeir Örn Arnþórsson kom Fylki yfir í gærkvöldi með skrautlegu marki á 50. mínútu en Atli Guðnason jafnaði metin úr vítaspyrnu tólf mínútum síðar.
Steven Lennon féll þá í teignum við litla snertingu en Garðar Örn Hinriksson, dómari leiksins, dæmdi vítaspyrnu.
Lennon átti eftir að hafa enn meiri áhrif á leikinn því hann skoraði sigurmarkið með gullfallegu skoti í stöngina og inn beint úr aukaspyrnu tveimur mínútum síðar.
Leikurinn var í beinni útsendingu á Sport TV en mörkin úr leiknum má sjá í myndbandinu hér að ofan.
Sjáðu glæsilegt mark Lennons beint úr aukaspyrnu
Tómas Þór Þóraðrson skrifar
Mest lesið



Enn leikmaður KR en nú lánaður til Lyngby
Íslenski boltinn

Mbeumo staðfestur hjá félagi drauma sinna
Enski boltinn


Íþróttamaður HK til liðs við ÍA
Íslenski boltinn


Frá Skagafirði á Akranes
Körfubolti

