Þúsundir mótmæla árásinni Guðsteinn Bjarnason skrifar 12. október 2015 07:00 Þúsundir manna komu saman í Ankara í gær til að minnast þeirra sem létust í sprengjuárásinni á laugardag. Nordicphotos/AFP Sprengjuárásin á útifund í Ankara á laugardag, þar sem Kúrdar voru að mótmæla hernaði stjórnarinnar gegn Kúrdum, kostaði að minnsta kosti 95 manns lífið. Meira en 250 aðrir særðust. Þúsundir manna komu í gær saman í borginni til að minnast hinna látnu og mótmæla árásinni. Sumir beindu mótmælum sínum gegn stjórnvöldum. Recep Tayyip Erdogan, forseti Tyrklands, lýsti í gær yfir þriggja daga þjóðarsorg vegna sprengjuárásarinnar, sem er sú mannskæðasta í sögu Tyrklands á seinni árum. Tyrkneska stjórnin segir allt benda þess að tveir sjálfsvígsárásarmenn hafi sprengt sig í loft upp á útifundinum á laugardag. Ahmet Davutoglu forsætisráðherra segir engan hafa lýst yfir ábyrgð á árásinni, en líklegt sé að samtök hryðjuverkamanna á borð við Íslamska ríkið eða PKK, Verkamannaflokk Kúrdistans, hafi staðið á bak við hana. Tveir háttsettir embættismenn í Tyrklandi sögðu Reuters-fréttastofunni að flest benti þó til þess að árásarmennirnir hafi verið á vegum Íslamska ríkisins. Kúrdum þykir ákaflega einkennilegt að stjórn landsins telji PKK hugsanlega hafa framið þessa árás, þar sem útifundurinn á laugardag var haldinn til þess að mótmæla árásum stjórnarhersins á liðsmenn PKK. Sumir Kúrdar segja stjórnina bera alla ábyrgð á árásinni, þar sem hún hefði átt að tryggja öryggi fólks þegar efnt var til útifundarins í Ankara á laugardag. Eftir árásina á laugardaginn boðaði PKK einhliða vopnahlé og hét því að gera ekki árásir á stjórnarherinn nema til að svara árásum frá honum. Þrátt fyrir þetta hélt stjórnarherinn í gær áfram loftárásum á stöðvar PKK. Árásir stjórnarhersins á PKK hófust í sumar eftir að tyrknesk stjórnvöld höfðu tryggt sér stuðning Atlantshafsbandalagsins við aðgerðir gegn Íslamska ríkinu í Sýrlandi og öðrum hryðjuverkamönnum, sem ógnuðu Tyrklandi. Tyrkneski herinn hefur hins vegar einkum beint aðgerðum sínum gegn PKK frekar en að ráðast gegn Íslamska ríkinu, enda þótt PKK hafi ásamt fleiri vopnuðum hópum Kúrda átt í hörðum átökum við Íslamska ríkið við landamæri Sýrlands.Stutt í kosningar Þingkosningar verða haldnar í Tyrklandi eftir þrjár vikur, tæpum fimm mánuðum eftir síðustu kosningar þar sem stjórnarflokkur Recep Tayyips Erdogans forseta missti þingmeirihluta. Ekkert gekk að mynda samsteypustjórn með neinum stjórnarandstöðuflokkanna þannig að Erdogan forseti efndi til kosninga á ný. Ekki er að sjá að fylgi flokkanna hafi breyst mikið á síðustu mánuðum og fátt sem bendir til þess að flokkur Erdogans forseta muni styrkja fylgi sitt verulega vegna átakanna við Kúrda og Íslamska ríkið. Mest lesið Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Erlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Innlent Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Erlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Fleiri fréttir Rugluðust á Laufey og „Megan“ Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Segist hafa grænt ljós frá Trump fyrir frekari refsiaðgerðum gegn Rússum Sjá meira
Sprengjuárásin á útifund í Ankara á laugardag, þar sem Kúrdar voru að mótmæla hernaði stjórnarinnar gegn Kúrdum, kostaði að minnsta kosti 95 manns lífið. Meira en 250 aðrir særðust. Þúsundir manna komu í gær saman í borginni til að minnast hinna látnu og mótmæla árásinni. Sumir beindu mótmælum sínum gegn stjórnvöldum. Recep Tayyip Erdogan, forseti Tyrklands, lýsti í gær yfir þriggja daga þjóðarsorg vegna sprengjuárásarinnar, sem er sú mannskæðasta í sögu Tyrklands á seinni árum. Tyrkneska stjórnin segir allt benda þess að tveir sjálfsvígsárásarmenn hafi sprengt sig í loft upp á útifundinum á laugardag. Ahmet Davutoglu forsætisráðherra segir engan hafa lýst yfir ábyrgð á árásinni, en líklegt sé að samtök hryðjuverkamanna á borð við Íslamska ríkið eða PKK, Verkamannaflokk Kúrdistans, hafi staðið á bak við hana. Tveir háttsettir embættismenn í Tyrklandi sögðu Reuters-fréttastofunni að flest benti þó til þess að árásarmennirnir hafi verið á vegum Íslamska ríkisins. Kúrdum þykir ákaflega einkennilegt að stjórn landsins telji PKK hugsanlega hafa framið þessa árás, þar sem útifundurinn á laugardag var haldinn til þess að mótmæla árásum stjórnarhersins á liðsmenn PKK. Sumir Kúrdar segja stjórnina bera alla ábyrgð á árásinni, þar sem hún hefði átt að tryggja öryggi fólks þegar efnt var til útifundarins í Ankara á laugardag. Eftir árásina á laugardaginn boðaði PKK einhliða vopnahlé og hét því að gera ekki árásir á stjórnarherinn nema til að svara árásum frá honum. Þrátt fyrir þetta hélt stjórnarherinn í gær áfram loftárásum á stöðvar PKK. Árásir stjórnarhersins á PKK hófust í sumar eftir að tyrknesk stjórnvöld höfðu tryggt sér stuðning Atlantshafsbandalagsins við aðgerðir gegn Íslamska ríkinu í Sýrlandi og öðrum hryðjuverkamönnum, sem ógnuðu Tyrklandi. Tyrkneski herinn hefur hins vegar einkum beint aðgerðum sínum gegn PKK frekar en að ráðast gegn Íslamska ríkinu, enda þótt PKK hafi ásamt fleiri vopnuðum hópum Kúrda átt í hörðum átökum við Íslamska ríkið við landamæri Sýrlands.Stutt í kosningar Þingkosningar verða haldnar í Tyrklandi eftir þrjár vikur, tæpum fimm mánuðum eftir síðustu kosningar þar sem stjórnarflokkur Recep Tayyips Erdogans forseta missti þingmeirihluta. Ekkert gekk að mynda samsteypustjórn með neinum stjórnarandstöðuflokkanna þannig að Erdogan forseti efndi til kosninga á ný. Ekki er að sjá að fylgi flokkanna hafi breyst mikið á síðustu mánuðum og fátt sem bendir til þess að flokkur Erdogans forseta muni styrkja fylgi sitt verulega vegna átakanna við Kúrda og Íslamska ríkið.
Mest lesið Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Erlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Innlent Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Erlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Fleiri fréttir Rugluðust á Laufey og „Megan“ Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Segist hafa grænt ljós frá Trump fyrir frekari refsiaðgerðum gegn Rússum Sjá meira