Sjáið Rooney og hina United-mennina klikka í vítakeppninni í gær | Myndband Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 29. október 2015 07:30 Manchester United er úr leik í enska deildabikarnum eftir tap á heimavelli á móti enska b-deildarliðinu Middlesbrough í sextán liða úrslitum keppninnar í gær. Það var ekkert skorað í venjulegum leiktíma eða framlengingu og því þurfti að grípa til vítaspyrnukeppni. Í vítaspyrnukeppninni lokaði varamarkvörður b-deildarliðsins marki sínu. Leikmenn Manchester United náðu aðeins að nýta 1 af 4 vítaspyrnum sínum og Middlesbrough vann því vítakeppnina 3-1 og tryggði sér sæti í átta liða úrslitunum. Wayne Rooney, Michael Carrick og Ashley Young klikkuðu allir á sínum vítaspyrnum og Andreas Pereira var sá eini sem nýtti sitt víti. Það var Wayne Rooney sem klikkaði fyrstur en úrslitin réðust þegar Ashley Young náði ekki að nýta sína vítaspyrnu. Spænski markvörðurinn Tomás Mejías var hetja sinna manna því hann varði víti frá bæði Wayne Rooney og Ashley Young í vítakeppninni (Michael Carrick skaut yfir) en Tomás Mejías er varamarkvörður Middlesbrough-liðsins og hefur bara spilað í deildabikarnum á þessu tímabili. Þetta var í þriðja sinn í síðustu fjórum leikjum á móti liðum utan ensku úrvalsdeildarinnar þar sem neðri deildarlið slær Manchester United út úr enska deildbikarnum. Hér fyrir ofan má sjá alla vítaspyrnukeppnina hjá Manchester United og Middlesbrough á Old Trafford í gær. Enski boltinn Tengdar fréttir Xavi: Rooney þarf að færa sig á miðjuna til að lengja ferilinn Einn besti miðjumaður sögunnar hefur miklar mætur á Wayne Rooney en finnst hann eigi að hætta spila sem framherji. 28. október 2015 09:30 United úr leik eftir vítaspyrnukeppni Wayne Rooney, Michael Carrick og Ashley Young klikkuðu allir á spyrnum sínum er Manchester United tapaði fyrir Middlesbrough. 28. október 2015 22:43 Lið Mourinho hafa tapað 6 af 7 vítakeppnum sínum Jose Mourinho, knattspyrnustjóri Chelsea, horfði í gær upp á lið sitt tapa enn á ný í vítakeppni þegar fráfarandi deildabikarmeistarar Chelsea töpuðu í vító á móti Stoke City. 28. október 2015 08:00 Mest lesið „Donald Trump er algjör hálfviti“ Sport Áhugamaður vann meistarann og milljón dollara Sport Martraðarbyrjun hjá Arbeloa í Madríd Fótbolti „Þetta get ég og þarf að gera oftar“ Enski boltinn Heimamenn Marokkó í úrslitaleikinn eftir vítaspyrnukeppni Fótbolti Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Enski boltinn Metár í hlaupum á Íslandi 2025 og unga fólkinu að þakka Sport Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Enski boltinn Tómas Bent gulltryggði sigurinn Fótbolti Dagskráin í dag: Big Ben fylgir á eftir stórleikjum í Bónus deildinni Sport Fleiri fréttir „Þetta get ég og þarf að gera oftar“ Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Guardiola segir að Haaland sé úrvinda Segir ósanngjarnt að kalla Arsenal „Set Piece FC“ Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Benoný kom inn á og breytti leiknum Carrick tekinn við Manchester United Hvað sagði verðandi þjálfari United í einkaviðtali við Sýn Sport? Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Szoboszlai skoraði stórglæsilegt mark en var sakaður um vanvirðingu Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Velur Tottenham fram yfir Aston Villa Mætir spútnikliðinu: Íslendingar í pottinum er dregið var í enska bikarnum Myndi ekki neita ef Carrick byði honum í sitt teymi Búast við því að Carrick verði kynntur hjá United innan tíðar Mátti ekki koma inn á vegna þess að hún var með eyrnalokk Fæstir leikir hjá Man Utd síðan í fyrri heimsstyrjöld Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Carrick nú talinn líklegastur til að taka við Man Utd „Myndum að sjálfsögðu taka honum opnum örmum“ Mikel Arteta hrósaði Arne Slot Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Dagskráin í dag: Liverpool í bikarnum og síðasta lausa sætið í NFL Solskjær ekki lengur líklegastur Fletcher segir leikmenn Man. Utd viðkvæma Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Sjá meira
Manchester United er úr leik í enska deildabikarnum eftir tap á heimavelli á móti enska b-deildarliðinu Middlesbrough í sextán liða úrslitum keppninnar í gær. Það var ekkert skorað í venjulegum leiktíma eða framlengingu og því þurfti að grípa til vítaspyrnukeppni. Í vítaspyrnukeppninni lokaði varamarkvörður b-deildarliðsins marki sínu. Leikmenn Manchester United náðu aðeins að nýta 1 af 4 vítaspyrnum sínum og Middlesbrough vann því vítakeppnina 3-1 og tryggði sér sæti í átta liða úrslitunum. Wayne Rooney, Michael Carrick og Ashley Young klikkuðu allir á sínum vítaspyrnum og Andreas Pereira var sá eini sem nýtti sitt víti. Það var Wayne Rooney sem klikkaði fyrstur en úrslitin réðust þegar Ashley Young náði ekki að nýta sína vítaspyrnu. Spænski markvörðurinn Tomás Mejías var hetja sinna manna því hann varði víti frá bæði Wayne Rooney og Ashley Young í vítakeppninni (Michael Carrick skaut yfir) en Tomás Mejías er varamarkvörður Middlesbrough-liðsins og hefur bara spilað í deildabikarnum á þessu tímabili. Þetta var í þriðja sinn í síðustu fjórum leikjum á móti liðum utan ensku úrvalsdeildarinnar þar sem neðri deildarlið slær Manchester United út úr enska deildbikarnum. Hér fyrir ofan má sjá alla vítaspyrnukeppnina hjá Manchester United og Middlesbrough á Old Trafford í gær.
Enski boltinn Tengdar fréttir Xavi: Rooney þarf að færa sig á miðjuna til að lengja ferilinn Einn besti miðjumaður sögunnar hefur miklar mætur á Wayne Rooney en finnst hann eigi að hætta spila sem framherji. 28. október 2015 09:30 United úr leik eftir vítaspyrnukeppni Wayne Rooney, Michael Carrick og Ashley Young klikkuðu allir á spyrnum sínum er Manchester United tapaði fyrir Middlesbrough. 28. október 2015 22:43 Lið Mourinho hafa tapað 6 af 7 vítakeppnum sínum Jose Mourinho, knattspyrnustjóri Chelsea, horfði í gær upp á lið sitt tapa enn á ný í vítakeppni þegar fráfarandi deildabikarmeistarar Chelsea töpuðu í vító á móti Stoke City. 28. október 2015 08:00 Mest lesið „Donald Trump er algjör hálfviti“ Sport Áhugamaður vann meistarann og milljón dollara Sport Martraðarbyrjun hjá Arbeloa í Madríd Fótbolti „Þetta get ég og þarf að gera oftar“ Enski boltinn Heimamenn Marokkó í úrslitaleikinn eftir vítaspyrnukeppni Fótbolti Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Enski boltinn Metár í hlaupum á Íslandi 2025 og unga fólkinu að þakka Sport Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Enski boltinn Tómas Bent gulltryggði sigurinn Fótbolti Dagskráin í dag: Big Ben fylgir á eftir stórleikjum í Bónus deildinni Sport Fleiri fréttir „Þetta get ég og þarf að gera oftar“ Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Guardiola segir að Haaland sé úrvinda Segir ósanngjarnt að kalla Arsenal „Set Piece FC“ Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Benoný kom inn á og breytti leiknum Carrick tekinn við Manchester United Hvað sagði verðandi þjálfari United í einkaviðtali við Sýn Sport? Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Szoboszlai skoraði stórglæsilegt mark en var sakaður um vanvirðingu Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Velur Tottenham fram yfir Aston Villa Mætir spútnikliðinu: Íslendingar í pottinum er dregið var í enska bikarnum Myndi ekki neita ef Carrick byði honum í sitt teymi Búast við því að Carrick verði kynntur hjá United innan tíðar Mátti ekki koma inn á vegna þess að hún var með eyrnalokk Fæstir leikir hjá Man Utd síðan í fyrri heimsstyrjöld Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Carrick nú talinn líklegastur til að taka við Man Utd „Myndum að sjálfsögðu taka honum opnum örmum“ Mikel Arteta hrósaði Arne Slot Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Dagskráin í dag: Liverpool í bikarnum og síðasta lausa sætið í NFL Solskjær ekki lengur líklegastur Fletcher segir leikmenn Man. Utd viðkvæma Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Sjá meira
Xavi: Rooney þarf að færa sig á miðjuna til að lengja ferilinn Einn besti miðjumaður sögunnar hefur miklar mætur á Wayne Rooney en finnst hann eigi að hætta spila sem framherji. 28. október 2015 09:30
United úr leik eftir vítaspyrnukeppni Wayne Rooney, Michael Carrick og Ashley Young klikkuðu allir á spyrnum sínum er Manchester United tapaði fyrir Middlesbrough. 28. október 2015 22:43
Lið Mourinho hafa tapað 6 af 7 vítakeppnum sínum Jose Mourinho, knattspyrnustjóri Chelsea, horfði í gær upp á lið sitt tapa enn á ný í vítakeppni þegar fráfarandi deildabikarmeistarar Chelsea töpuðu í vító á móti Stoke City. 28. október 2015 08:00