Lið Mourinho hafa tapað 6 af 7 vítakeppnum sínum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 28. október 2015 08:00 Leikmenn Stoke fagna hér sigri í vítakeppninni í gær. Vísir/Getty Jose Mourinho, knattspyrnustjóri Chelsea, horfði í gær upp á lið sitt tapa enn á ný í vítakeppni þegar fráfarandi deildabikarmeistarar Chelsea töpuðu í vító á móti Stoke City. Stoke City vann vítakeppnina 5-4. Allir leikmenn Stoke skoruðu úr sínum spyrnum en Jack Butland varði síðustu spyrnu Chelsea sem Eden Hazard tók. Lið Mourinho hafa nú aðeins unnið fjórtán prósent af vítakeppnum sínum en spænski tölfræðingurinn Alexis Martín-Tamayo tók þetta saman. Sjö sinnum hafa lið Mourinho lent í vítakeppni og sex sinnum hafa þau tapað. Ekki batnar árangur Jose Mourinho þegar við tökum bara vítakeppnir Chelsea-liðsins undir hans stjórn en þetta var í fimmta sinn sem Chelsea tapar vítakeppni þegar Portúgalinn stýrir liðinu. Chelsea tapaði 5-4 í vítakeppni á móti Charlton í deildabikarnum í október 2005, liðið tapaði 4-1 í vítakeppni á móti Liverpool í Meistaradeildinni 2007, 3-0 á móti Manchester United í leiknum um Samfélagsskjöldinn 2007 og svo 5-4 á móti Bayern München í Súperbikar UEFA 2013. Fimmta tapið kom síðan í gær. Auk þessa tapaði Real Madrid einu sinni í vítakeppni undir hans stjórn en það var 3-1 á móti Bayern München í Meistaradeildinni 2012. Lið undir stjórn Jose Mourinho hafa aðeins unnið eina vítakeppni en Internazionale vann 6-5 sigur á Roma í ítalska súperbikarnum árið 2008. Tapið á móti Stoke var annars áttunda tap Chelsea-liðsins á tímabilinu en liðið hefur einnig tapað fimm af tíu leikjum í ensku úrvalsdeildinni og einum af þremur leikjum í Meistaradeildinni og svo leiknum um Samfélagsskjöldinn á móti Arsenal.Jack Butland varði síðustu vítaspyrnu Chelsea sem Eden Hazard tók.Vísir/GettyJack Butland var hetja Stoke City.Vísir/Getty Enski boltinn Tengdar fréttir Martraðakvöld fyrir Arsenal á Hillsborough | Sjáðu mörkin Tapaði 3-0 fyrir Sheffield Wednesday og missti lykilmenn í meiðsli. 27. október 2015 20:37 Wenger: Skellur fyrir okkur Theo Walcott og Alex Oxlade-Chamberlain meiddust báðir er Arsenal tapaði í kvöld. 27. október 2015 22:54 Ekki spurning um hvort heldur hvenær Mourinho verði rekinn Ensku blöðin fjalla flest um framtíð Jose Mourinho, knattspyrnustjóra Chelsea, í morgun en að mati þeirra kemur fátt í veg fyrir að Mourinho rekinn frá Chelsea. 27. október 2015 08:37 Mourinho: Þið eruð heimskir Segir að leikmenn sínir hafi svarað gagnrýnendum sínum hátt og skýrt í kvöld. 27. október 2015 23:17 Mest lesið Sakna Orra enn sárt og vandræðin aukast Fótbolti Fimmtugur og fúlskeggjaður Svíi stal senunni á HM Sport Salah snýr aftur eftir sáttafundinn Enski boltinn Spara margar milljónir vegna ráðningar Rúnars Handbolti „Held að ég gæti ekki hætt í fótbolta“ Enski boltinn Álftanes - Tindastóll 78-137 | Metin slegin í stórsigri Stólanna Körfubolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Algjörir yfirburðir Noregs halda áfram Handbolti Kærasta Haaland hefur fengið nóg Enski boltinn Uppgjörið:Njarðvík - Þór Þorlákshöfn 92-93| Stigin til Þorlákshafnar eftir háspennu Körfubolti Fleiri fréttir Varalesturinn flæktist fyrir þýska tvíeykinu „Held að ég gæti ekki hætt í fótbolta“ Salah snýr aftur eftir sáttafundinn Isak tæpur og Gakpo frá Rooney var hótað lífláti eftir að hann fór til Man Utd Slot fundar með Salah í dag: „Mun ákvarða hver næstu skref verða“ „Liverpool hefði ekkert unnið ef það væri ekki fyrir Mo Salah“ Kærasta Haaland hefur fengið nóg Girti niður um liðsfélagann í markafagni Skuldir Man United nú meira en 127 milljarðar Tóku hetjuna með sér í Evrópuleikinn Af hverju spila ekki fleiri konur Fantasy? Býður Salah velkominn til Sádi-Arabíu Mjög hættulegur vítahringur að mati Arteta Henry ekki hrifinn af hegðun Arsenal-manna í leikslok Sádi-arabísk félög sögð vilja kaupa Mo Salah „Ekki gleyma mér“ Þrír sem Jökull þolir ekki: „Hann er algjört gerpi“ „Hvað getur Slot gert?“ „Endanlegt ippon fyrir Slot“ Ráðleggur leikmanni United að hætta sóa tíma sínum þar Slot hugsi: Spyr hvort Salah telji sig hafa gert mistök Bestu mörkin í desember 2006 verða vart toppuð: Scholes, Essien og Taylor Luke Littler fagnaði vel meðal stuðningsmanna Man. United Einmanalegt hjá Salah í ræktinni Alisson um Salah: „Afleiðing þess sem hann gerði“ Ofsótt af milljarðamæringi Sjáðu öll Manchester United-mörkin á Molineux í gær Carragher: „Ef Salah reynir að henda félaginu mínu undir rútuna veð ég í hann“ Úlfarnir lítil fyrirstaða fyrir Rauðu djöflana Sjá meira
Jose Mourinho, knattspyrnustjóri Chelsea, horfði í gær upp á lið sitt tapa enn á ný í vítakeppni þegar fráfarandi deildabikarmeistarar Chelsea töpuðu í vító á móti Stoke City. Stoke City vann vítakeppnina 5-4. Allir leikmenn Stoke skoruðu úr sínum spyrnum en Jack Butland varði síðustu spyrnu Chelsea sem Eden Hazard tók. Lið Mourinho hafa nú aðeins unnið fjórtán prósent af vítakeppnum sínum en spænski tölfræðingurinn Alexis Martín-Tamayo tók þetta saman. Sjö sinnum hafa lið Mourinho lent í vítakeppni og sex sinnum hafa þau tapað. Ekki batnar árangur Jose Mourinho þegar við tökum bara vítakeppnir Chelsea-liðsins undir hans stjórn en þetta var í fimmta sinn sem Chelsea tapar vítakeppni þegar Portúgalinn stýrir liðinu. Chelsea tapaði 5-4 í vítakeppni á móti Charlton í deildabikarnum í október 2005, liðið tapaði 4-1 í vítakeppni á móti Liverpool í Meistaradeildinni 2007, 3-0 á móti Manchester United í leiknum um Samfélagsskjöldinn 2007 og svo 5-4 á móti Bayern München í Súperbikar UEFA 2013. Fimmta tapið kom síðan í gær. Auk þessa tapaði Real Madrid einu sinni í vítakeppni undir hans stjórn en það var 3-1 á móti Bayern München í Meistaradeildinni 2012. Lið undir stjórn Jose Mourinho hafa aðeins unnið eina vítakeppni en Internazionale vann 6-5 sigur á Roma í ítalska súperbikarnum árið 2008. Tapið á móti Stoke var annars áttunda tap Chelsea-liðsins á tímabilinu en liðið hefur einnig tapað fimm af tíu leikjum í ensku úrvalsdeildinni og einum af þremur leikjum í Meistaradeildinni og svo leiknum um Samfélagsskjöldinn á móti Arsenal.Jack Butland varði síðustu vítaspyrnu Chelsea sem Eden Hazard tók.Vísir/GettyJack Butland var hetja Stoke City.Vísir/Getty
Enski boltinn Tengdar fréttir Martraðakvöld fyrir Arsenal á Hillsborough | Sjáðu mörkin Tapaði 3-0 fyrir Sheffield Wednesday og missti lykilmenn í meiðsli. 27. október 2015 20:37 Wenger: Skellur fyrir okkur Theo Walcott og Alex Oxlade-Chamberlain meiddust báðir er Arsenal tapaði í kvöld. 27. október 2015 22:54 Ekki spurning um hvort heldur hvenær Mourinho verði rekinn Ensku blöðin fjalla flest um framtíð Jose Mourinho, knattspyrnustjóra Chelsea, í morgun en að mati þeirra kemur fátt í veg fyrir að Mourinho rekinn frá Chelsea. 27. október 2015 08:37 Mourinho: Þið eruð heimskir Segir að leikmenn sínir hafi svarað gagnrýnendum sínum hátt og skýrt í kvöld. 27. október 2015 23:17 Mest lesið Sakna Orra enn sárt og vandræðin aukast Fótbolti Fimmtugur og fúlskeggjaður Svíi stal senunni á HM Sport Salah snýr aftur eftir sáttafundinn Enski boltinn Spara margar milljónir vegna ráðningar Rúnars Handbolti „Held að ég gæti ekki hætt í fótbolta“ Enski boltinn Álftanes - Tindastóll 78-137 | Metin slegin í stórsigri Stólanna Körfubolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Algjörir yfirburðir Noregs halda áfram Handbolti Kærasta Haaland hefur fengið nóg Enski boltinn Uppgjörið:Njarðvík - Þór Þorlákshöfn 92-93| Stigin til Þorlákshafnar eftir háspennu Körfubolti Fleiri fréttir Varalesturinn flæktist fyrir þýska tvíeykinu „Held að ég gæti ekki hætt í fótbolta“ Salah snýr aftur eftir sáttafundinn Isak tæpur og Gakpo frá Rooney var hótað lífláti eftir að hann fór til Man Utd Slot fundar með Salah í dag: „Mun ákvarða hver næstu skref verða“ „Liverpool hefði ekkert unnið ef það væri ekki fyrir Mo Salah“ Kærasta Haaland hefur fengið nóg Girti niður um liðsfélagann í markafagni Skuldir Man United nú meira en 127 milljarðar Tóku hetjuna með sér í Evrópuleikinn Af hverju spila ekki fleiri konur Fantasy? Býður Salah velkominn til Sádi-Arabíu Mjög hættulegur vítahringur að mati Arteta Henry ekki hrifinn af hegðun Arsenal-manna í leikslok Sádi-arabísk félög sögð vilja kaupa Mo Salah „Ekki gleyma mér“ Þrír sem Jökull þolir ekki: „Hann er algjört gerpi“ „Hvað getur Slot gert?“ „Endanlegt ippon fyrir Slot“ Ráðleggur leikmanni United að hætta sóa tíma sínum þar Slot hugsi: Spyr hvort Salah telji sig hafa gert mistök Bestu mörkin í desember 2006 verða vart toppuð: Scholes, Essien og Taylor Luke Littler fagnaði vel meðal stuðningsmanna Man. United Einmanalegt hjá Salah í ræktinni Alisson um Salah: „Afleiðing þess sem hann gerði“ Ofsótt af milljarðamæringi Sjáðu öll Manchester United-mörkin á Molineux í gær Carragher: „Ef Salah reynir að henda félaginu mínu undir rútuna veð ég í hann“ Úlfarnir lítil fyrirstaða fyrir Rauðu djöflana Sjá meira
Martraðakvöld fyrir Arsenal á Hillsborough | Sjáðu mörkin Tapaði 3-0 fyrir Sheffield Wednesday og missti lykilmenn í meiðsli. 27. október 2015 20:37
Wenger: Skellur fyrir okkur Theo Walcott og Alex Oxlade-Chamberlain meiddust báðir er Arsenal tapaði í kvöld. 27. október 2015 22:54
Ekki spurning um hvort heldur hvenær Mourinho verði rekinn Ensku blöðin fjalla flest um framtíð Jose Mourinho, knattspyrnustjóra Chelsea, í morgun en að mati þeirra kemur fátt í veg fyrir að Mourinho rekinn frá Chelsea. 27. október 2015 08:37
Mourinho: Þið eruð heimskir Segir að leikmenn sínir hafi svarað gagnrýnendum sínum hátt og skýrt í kvöld. 27. október 2015 23:17