Enski boltinn

Lið Mourinho hafa tapað 6 af 7 vítakeppnum sínum

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Leikmenn Stoke fagna hér sigri í vítakeppninni í gær.
Leikmenn Stoke fagna hér sigri í vítakeppninni í gær. Vísir/Getty
Jose Mourinho, knattspyrnustjóri Chelsea, horfði í gær upp á lið sitt tapa enn á ný í vítakeppni þegar fráfarandi deildabikarmeistarar Chelsea töpuðu í vító á móti Stoke City.

Stoke City vann vítakeppnina 5-4. Allir leikmenn Stoke skoruðu úr sínum spyrnum en Jack Butland varði síðustu spyrnu Chelsea sem Eden Hazard tók.

Lið Mourinho hafa nú aðeins unnið fjórtán prósent af vítakeppnum sínum en spænski tölfræðingurinn Alexis Martín-Tamayo tók þetta saman.  Sjö sinnum hafa lið Mourinho lent í vítakeppni og sex sinnum hafa þau tapað.

Ekki batnar árangur Jose Mourinho þegar við tökum bara vítakeppnir Chelsea-liðsins undir hans stjórn en þetta var í fimmta sinn sem Chelsea tapar vítakeppni þegar Portúgalinn stýrir liðinu.

Chelsea tapaði 5-4 í vítakeppni á móti Charlton í deildabikarnum í október 2005, liðið tapaði 4-1 í vítakeppni á móti Liverpool í Meistaradeildinni 2007, 3-0 á móti Manchester United í leiknum um Samfélagsskjöldinn 2007 og svo 5-4 á móti Bayern München í Súperbikar UEFA 2013. Fimmta tapið kom síðan í gær.

Auk þessa tapaði Real Madrid einu sinni í vítakeppni undir hans stjórn en það var 3-1 á móti Bayern München í Meistaradeildinni 2012.

Lið undir stjórn Jose Mourinho hafa aðeins unnið eina vítakeppni en Internazionale vann 6-5 sigur á Roma í ítalska súperbikarnum árið 2008.

Tapið á móti Stoke var annars áttunda tap Chelsea-liðsins á tímabilinu en liðið hefur einnig tapað fimm af tíu leikjum í ensku úrvalsdeildinni og einum af þremur leikjum í Meistaradeildinni og svo leiknum um Samfélagsskjöldinn á móti Arsenal.

Jack Butland varði síðustu vítaspyrnu Chelsea sem Eden Hazard tók.Vísir/Getty
Jack Butland var hetja Stoke City.Vísir/Getty

Tengdar fréttir

Wenger: Skellur fyrir okkur

Theo Walcott og Alex Oxlade-Chamberlain meiddust báðir er Arsenal tapaði í kvöld.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×