Versta flugfélag heims? Samúel Karl Ólason skrifar 2. september 2015 10:49 Ekki eru allir sammála um kosti og galla Air Koryo. Vísir/AFP Ef farþegar Air Koryo taka myndir út um glugga vélarinnar eða í vélinni, eru líkur á því að flugþjónar taki myndavélar af þeim og eyði myndunum. Bannað er að brjóta saman dagblöð sem sýna myndir af Kim Jong-un. Geri farþegar þessa flugfélags það gætu þeir átt von á skömmum frá starfsmönnum um borð. Breska fyrirtækið SkyTrax, sem metur gæði flugfélaga og flugvalla, hefur nú í fjögur ár í röð veitt Air Koryo aðeins eina stjörnu. Flugfélagið, sem er frá Norður-Kóreu og í eigu stjórnvalda þar, er eina félagið af rúmlega 180 sem hefur einungis fengið eina stjörnu. Sérfræðingar sem AP fréttaveitan ræddi við segja að Air Koryo sé sannarlega ekki versta flugfélag heims. Þrátt fyrir að flugferðir þess séu sérkennilegar sé félagið nokkuð áreiðanlegt. Þeir segja SkyTrax einblína á þjónustu en ekki öryggi.Einsleit afþreying Simon Cockerell sendir marga ferðamenn með Air Koryo og hann segir að um borð í flugvélum flugfélagsins séu engin tímarit, maturinn muni aldrei vinna nein verðlaun og flugþjónarnir tali nánast engin önnur tungumál en kóresku. Þar að auki séu flestar flugvélarnar gamlar og vatn eigi til að leka úr miðstöð vélanna í sætin og á farþega. Farþegar véla Air Koryo geta horft á fátt annað en stúlknahljómsveitina Moranbong Band syngja fagra söngva um Kim Jong-un, einræðisherra Norður-Kóreu. Þó er í boði að horfa á teiknimyndir frá Norður-Kóreu. Þó segir Cockerell að mat SkyTrax sé ósanngjarnt. Greinilegt er að farþegar flugfélagsins eru heldur ekki sammála mati AirTrax á gæðum Air Koryo og er fyrirtækið með 6/10 í meðaleinkunn. Einn farþegi nefnir þó tungumálakunnáttu flugþjóna vélarinnar og umhyggju þeirra um öryggi farþega. L. James segir að þegar starfsmaður flugfélagsins hafi átt að fara yfir öryggisatriði vélarinnar hafi hún staðið upp, litið í kringum sig og séð ekkert nema útlendinga. „Þá yppti hún bara öxlum, ranghvolfdi augunum og settist aftur niður.“ Margt hefur þó skánað hjá flugfélaginu á síðust árum. Fjórar nýlegar flugvélar eru notaðar til millilandaflugs. Vélarnar séu yfirleitt á réttum tíma og aðeins einu sinni hefur einhver látist í slysi hjá Air Koryo og það var 1983. Hér að neðan má sjá nokkur vel valin lög eftir Moranbong Band sem farþegar Air Koryo geta einnig horft á. Mest lesið Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Innlent Ísland frumstætt samanborið við Noreg Innlent „Á farsælum þrettán ára ferli hef ég bara heyrt af þessu tvívegis“ Innlent Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór Innlent Ekkert bendi til tengsla milli bankastuldsins og Gufunesmálsins Innlent Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Erlent Tilkynnt um par að slást Innlent Húsleit á heimili þekkts brotamanns Innlent Ekki allt sem sýnist varðandi launin Innlent Líkið ekki innan um aðra sjúklinga Innlent Fleiri fréttir Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Bauð Selenskí til Moskvu Segir ásakanir Evrópu barnalegar Þingmaður sagður hafa svipt sig lífi í finnska þinghúsinu „Því miður vantar ennþá ansi mikið“ Ágóði af „Waka Waka“ sagður hafa endað í vasa Shakiru Sneru aftur og er fylgt af lögreglu svo þeir flýi ekki Flytja eina frægustu kirkju Svíþjóðar um fimm kílómetra Vill vísa Thunberg frá Noregi fyrir mótmæli gegn olíuvinnslu Hafa afturkallað yfir 6.000 námsmannaleyfi „Ketamín-drottningin“ játar að hafa selt Perry ketamín Hamasliðar ganga að tillögum um 60 daga vopnahlé Góður fundur en fátt fast í hendi Rýnt í sögulegan fund: Skref nær friði eða meiri vonbrigði? Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Mögulegt að ná fram öryggistryggingum en aðild að NATO úr myndinni Ákærður fyrir fjórar nauðganir Gífurlegur munur á pyngjum flokkanna vestanhafs Segja að stjúpsonur norska krónprinsins verði ákærður Hægri sveifla í Bólivíu eftir tveggja áratuga stjórnartíð sósíalista Handtekinn í tengslum við morðið við mosku í Örebro „Rússar verða að binda enda á stríðið sem þeir hófu“ Flugþjónar Air Canada bjóða yfirvöldum birginn Trump segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Selenskí fer aftur til Washington en í þetta sinn með Evrópu sér við hlið Ísraelsmenn handteknir fyrir að mótmæla stríðinu Evrópuleiðtogar fylkja liði í Hvíta húsið Trump sagður hlynntur afsali lands Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Fundurinn sigur fyrir Pútín: Rauður dregill í stað fangabekkjar í Haag Sjá meira
Ef farþegar Air Koryo taka myndir út um glugga vélarinnar eða í vélinni, eru líkur á því að flugþjónar taki myndavélar af þeim og eyði myndunum. Bannað er að brjóta saman dagblöð sem sýna myndir af Kim Jong-un. Geri farþegar þessa flugfélags það gætu þeir átt von á skömmum frá starfsmönnum um borð. Breska fyrirtækið SkyTrax, sem metur gæði flugfélaga og flugvalla, hefur nú í fjögur ár í röð veitt Air Koryo aðeins eina stjörnu. Flugfélagið, sem er frá Norður-Kóreu og í eigu stjórnvalda þar, er eina félagið af rúmlega 180 sem hefur einungis fengið eina stjörnu. Sérfræðingar sem AP fréttaveitan ræddi við segja að Air Koryo sé sannarlega ekki versta flugfélag heims. Þrátt fyrir að flugferðir þess séu sérkennilegar sé félagið nokkuð áreiðanlegt. Þeir segja SkyTrax einblína á þjónustu en ekki öryggi.Einsleit afþreying Simon Cockerell sendir marga ferðamenn með Air Koryo og hann segir að um borð í flugvélum flugfélagsins séu engin tímarit, maturinn muni aldrei vinna nein verðlaun og flugþjónarnir tali nánast engin önnur tungumál en kóresku. Þar að auki séu flestar flugvélarnar gamlar og vatn eigi til að leka úr miðstöð vélanna í sætin og á farþega. Farþegar véla Air Koryo geta horft á fátt annað en stúlknahljómsveitina Moranbong Band syngja fagra söngva um Kim Jong-un, einræðisherra Norður-Kóreu. Þó er í boði að horfa á teiknimyndir frá Norður-Kóreu. Þó segir Cockerell að mat SkyTrax sé ósanngjarnt. Greinilegt er að farþegar flugfélagsins eru heldur ekki sammála mati AirTrax á gæðum Air Koryo og er fyrirtækið með 6/10 í meðaleinkunn. Einn farþegi nefnir þó tungumálakunnáttu flugþjóna vélarinnar og umhyggju þeirra um öryggi farþega. L. James segir að þegar starfsmaður flugfélagsins hafi átt að fara yfir öryggisatriði vélarinnar hafi hún staðið upp, litið í kringum sig og séð ekkert nema útlendinga. „Þá yppti hún bara öxlum, ranghvolfdi augunum og settist aftur niður.“ Margt hefur þó skánað hjá flugfélaginu á síðust árum. Fjórar nýlegar flugvélar eru notaðar til millilandaflugs. Vélarnar séu yfirleitt á réttum tíma og aðeins einu sinni hefur einhver látist í slysi hjá Air Koryo og það var 1983. Hér að neðan má sjá nokkur vel valin lög eftir Moranbong Band sem farþegar Air Koryo geta einnig horft á.
Mest lesið Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Innlent Ísland frumstætt samanborið við Noreg Innlent „Á farsælum þrettán ára ferli hef ég bara heyrt af þessu tvívegis“ Innlent Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór Innlent Ekkert bendi til tengsla milli bankastuldsins og Gufunesmálsins Innlent Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Erlent Tilkynnt um par að slást Innlent Húsleit á heimili þekkts brotamanns Innlent Ekki allt sem sýnist varðandi launin Innlent Líkið ekki innan um aðra sjúklinga Innlent Fleiri fréttir Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Bauð Selenskí til Moskvu Segir ásakanir Evrópu barnalegar Þingmaður sagður hafa svipt sig lífi í finnska þinghúsinu „Því miður vantar ennþá ansi mikið“ Ágóði af „Waka Waka“ sagður hafa endað í vasa Shakiru Sneru aftur og er fylgt af lögreglu svo þeir flýi ekki Flytja eina frægustu kirkju Svíþjóðar um fimm kílómetra Vill vísa Thunberg frá Noregi fyrir mótmæli gegn olíuvinnslu Hafa afturkallað yfir 6.000 námsmannaleyfi „Ketamín-drottningin“ játar að hafa selt Perry ketamín Hamasliðar ganga að tillögum um 60 daga vopnahlé Góður fundur en fátt fast í hendi Rýnt í sögulegan fund: Skref nær friði eða meiri vonbrigði? Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Mögulegt að ná fram öryggistryggingum en aðild að NATO úr myndinni Ákærður fyrir fjórar nauðganir Gífurlegur munur á pyngjum flokkanna vestanhafs Segja að stjúpsonur norska krónprinsins verði ákærður Hægri sveifla í Bólivíu eftir tveggja áratuga stjórnartíð sósíalista Handtekinn í tengslum við morðið við mosku í Örebro „Rússar verða að binda enda á stríðið sem þeir hófu“ Flugþjónar Air Canada bjóða yfirvöldum birginn Trump segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Selenskí fer aftur til Washington en í þetta sinn með Evrópu sér við hlið Ísraelsmenn handteknir fyrir að mótmæla stríðinu Evrópuleiðtogar fylkja liði í Hvíta húsið Trump sagður hlynntur afsali lands Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Fundurinn sigur fyrir Pútín: Rauður dregill í stað fangabekkjar í Haag Sjá meira