Íslenskur sjálfboðaliði í Grikklandi: „Fólk er bara á vergangi hérna“ Aðalsteinn Kjartansson skrifar 2. september 2015 13:40 Þórunn Ólafsdóttir segir ástandið á grísku eyjunni Lesbos hafa versnað á síðustu dögum. Vísir/AFP Flóttamenn sem koma til Grikklands yfir Miðjarðarhafið þurfa að fara fótgangandi margra kílómetra leið til að komast í flóttamannabúðir. Þórunn starfar sem sjálfboðaliði á grísku eyjunni Lesbos.Vísir Rútubílastöðin í Molivos á Lesbos sem nýtt hefur verið sem einskonar flóttamannabúðir hefur verið rýmd og hefur sjálfboðaliðastarf legið að mestu niðri. Þórunn Ólafsdóttir, sem starfar sem sjálfboðaliði á grísku eyjunni, segir ástandið þannig hafa versnað á síðustu dögum. „Fólk er bara á vergangi hérna á þessum götum, úti á þjóðvegunum, og einhvern veginn engin til að leiðbeina þeim. Fólk reynir auðvitað að fara niður í fjöru og taka á móti þeim þegar þau koma í land og deila út þurrum fötum og einhverjum ávöxtum og vatni. En svo tekur bara við ótrúlega löng ganga að næstu búðum þar sem er einhverja hjálp er að fá,“ segir hún. Þórunn sagði frá samskiptum sínum við fjölskyldu hinnar tveggja vikna gömlu Ani sem kom til Molivos á Facebook. Skiptitaska stúlkunnar féll fyrir borð á gúmmíbátnum sem fjölskyldan kom á yfir hafið og var hún komin með svæsin brunasár eftir bleyjuna þegar hún fékk loksins aðstoð. „Hún er bara ein af alveg ótrúlega mörgum ungbörnum sem hafa komið hérna í gengum Molivos,“ segir hún. „Þetta er ótrúlega mikið af börnum sem koma hérna og þegar ég kvaddi Ani og fjölskyldu í gær þá voru þau bara á leið út í óvissuna.“Þetta er Ani. Á tveggja vikna langri ævi sinni hefur hún verið á flótta ásamt foreldrum sínum, systur og bróður....Posted by Þórunn Ólafsdóttir on Tuesday, September 1, 2015Þórunn segir að fjölskyldan hafi gengið af stað í átt að næstu flóttamannabúðum. „Það er langur vegur þangað og það eru ótrúlega margir í sömu stöðu; með pínulítil börn á handleggnum, gangandi svöng og þreytt í einhverri óvissu.“ Þórunn segir þó viðbrögð íslensks almennings við vandanum hafa vakið upp von hjá sér. Sjálfsögðu erum við lítið land og leysum ekki allan vandan en að allur þessi vilji sé til staðar er alveg ótrúlegt og mér finnst rosalega mikilvægt að við virkjum þennan kraft og þetta frumkvæði í stað að það verði drepið niður af stjórnvöldum,“ segir hún. „Því þetta er líka fordæmi fyrir hreinlega allan heiminn.“ Grikkland Mest lesið Segir réttarríkið standa í vegi sínum Erlent Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Innlent Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Innlent Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Innlent Víða rigning og hiti að fjórtán stigum Veður Skallaði mann og dónalegur við lögregluþjóna Innlent Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Erlent Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Innlent „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Innlent Fleiri fréttir Undirbúa árásir á Húta og hernám Gasa Segir réttarríkið standa í vegi sínum Afstýrðu sprengjutilræði á tveggja milljóna manna tónleikum Lady Gaga Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Til marks um „skringilega“ skautun víða um heim Ekki nein þörf á notkun kjarnorkuvopna og vonar að svo verði ekki Föður rafmyntajöfurs rænt og skorinn af honum fingur Fjarhægrimaður sigurstranglegastur í forsetakosningum Rúmena Fimm handteknir grunaðir um skipulagningu hryðjuverka Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ PAP vann stórsigur í Singapúr Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Verkamannaflokkurinn bar sigur úr býtum Íbúar Nuuk orðnir tuttugu þúsund Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Umsetin af krókódílum í 36 klukkutíma eftir nauðlendingu Birti mynd af sér í páfaskrúða Sögulegur sigur Umbótaflokks og skipbrot stóru flokkanna tveggja Kosningar í Ástralíu: Fylgi Íhaldsflokksins dvínar vegna framgöngu Trump Fyrirgefur fjölskyldunni og leitar sátta Gera úkraínsk ungmenni að sjálfsmorðssprengjumönnum Brand fær að ganga laus á meðan réttað er yfir honum Flokka Valkost fyrir Þýskaland sem öfgasamtök Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Drengnum sleppt en fleiri handteknir Munaði sex atkvæðum Waltz bolað úr embætti af Trump vegna Signal skilaboðanna Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Sjá meira
Flóttamenn sem koma til Grikklands yfir Miðjarðarhafið þurfa að fara fótgangandi margra kílómetra leið til að komast í flóttamannabúðir. Þórunn starfar sem sjálfboðaliði á grísku eyjunni Lesbos.Vísir Rútubílastöðin í Molivos á Lesbos sem nýtt hefur verið sem einskonar flóttamannabúðir hefur verið rýmd og hefur sjálfboðaliðastarf legið að mestu niðri. Þórunn Ólafsdóttir, sem starfar sem sjálfboðaliði á grísku eyjunni, segir ástandið þannig hafa versnað á síðustu dögum. „Fólk er bara á vergangi hérna á þessum götum, úti á þjóðvegunum, og einhvern veginn engin til að leiðbeina þeim. Fólk reynir auðvitað að fara niður í fjöru og taka á móti þeim þegar þau koma í land og deila út þurrum fötum og einhverjum ávöxtum og vatni. En svo tekur bara við ótrúlega löng ganga að næstu búðum þar sem er einhverja hjálp er að fá,“ segir hún. Þórunn sagði frá samskiptum sínum við fjölskyldu hinnar tveggja vikna gömlu Ani sem kom til Molivos á Facebook. Skiptitaska stúlkunnar féll fyrir borð á gúmmíbátnum sem fjölskyldan kom á yfir hafið og var hún komin með svæsin brunasár eftir bleyjuna þegar hún fékk loksins aðstoð. „Hún er bara ein af alveg ótrúlega mörgum ungbörnum sem hafa komið hérna í gengum Molivos,“ segir hún. „Þetta er ótrúlega mikið af börnum sem koma hérna og þegar ég kvaddi Ani og fjölskyldu í gær þá voru þau bara á leið út í óvissuna.“Þetta er Ani. Á tveggja vikna langri ævi sinni hefur hún verið á flótta ásamt foreldrum sínum, systur og bróður....Posted by Þórunn Ólafsdóttir on Tuesday, September 1, 2015Þórunn segir að fjölskyldan hafi gengið af stað í átt að næstu flóttamannabúðum. „Það er langur vegur þangað og það eru ótrúlega margir í sömu stöðu; með pínulítil börn á handleggnum, gangandi svöng og þreytt í einhverri óvissu.“ Þórunn segir þó viðbrögð íslensks almennings við vandanum hafa vakið upp von hjá sér. Sjálfsögðu erum við lítið land og leysum ekki allan vandan en að allur þessi vilji sé til staðar er alveg ótrúlegt og mér finnst rosalega mikilvægt að við virkjum þennan kraft og þetta frumkvæði í stað að það verði drepið niður af stjórnvöldum,“ segir hún. „Því þetta er líka fordæmi fyrir hreinlega allan heiminn.“
Grikkland Mest lesið Segir réttarríkið standa í vegi sínum Erlent Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Innlent Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Innlent Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Innlent Víða rigning og hiti að fjórtán stigum Veður Skallaði mann og dónalegur við lögregluþjóna Innlent Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Erlent Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Innlent „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Innlent Fleiri fréttir Undirbúa árásir á Húta og hernám Gasa Segir réttarríkið standa í vegi sínum Afstýrðu sprengjutilræði á tveggja milljóna manna tónleikum Lady Gaga Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Til marks um „skringilega“ skautun víða um heim Ekki nein þörf á notkun kjarnorkuvopna og vonar að svo verði ekki Föður rafmyntajöfurs rænt og skorinn af honum fingur Fjarhægrimaður sigurstranglegastur í forsetakosningum Rúmena Fimm handteknir grunaðir um skipulagningu hryðjuverka Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ PAP vann stórsigur í Singapúr Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Verkamannaflokkurinn bar sigur úr býtum Íbúar Nuuk orðnir tuttugu þúsund Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Umsetin af krókódílum í 36 klukkutíma eftir nauðlendingu Birti mynd af sér í páfaskrúða Sögulegur sigur Umbótaflokks og skipbrot stóru flokkanna tveggja Kosningar í Ástralíu: Fylgi Íhaldsflokksins dvínar vegna framgöngu Trump Fyrirgefur fjölskyldunni og leitar sátta Gera úkraínsk ungmenni að sjálfsmorðssprengjumönnum Brand fær að ganga laus á meðan réttað er yfir honum Flokka Valkost fyrir Þýskaland sem öfgasamtök Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Drengnum sleppt en fleiri handteknir Munaði sex atkvæðum Waltz bolað úr embætti af Trump vegna Signal skilaboðanna Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Sjá meira